Morgunblaðið - 17.05.2002, Side 36

Morgunblaðið - 17.05.2002, Side 36
UMRÆÐAN 36 FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ er ekki bæði hægt að draga úr kostnaði og stórauka útgjöld. Eftir lestur á stefnu- skrá sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ setur mann hljóðan. Hvernig ætla sjálfstæðismenn að draga úr kostnaði, (lækka hlutfall rekstr- arkostnaðar af skatt- tekjum) og á sama tíma að stórauka útgjöld? Þvílík þversögn! Stefnuskrá D-listans er ávísun á stóraukin út- gjöld sem ekki verður mætt nema með stór- aukinni skattheimtu, ef það þá dugar til. Líklegra er að svona stefnuskrá valdi gríðarlegri skuldasöfnun. Vandasamt og dýrt er að gera öll- um til hæfis, óvíst hvort það takist. Enn dýrara að yfirbjóða allt og alla! ,,Biti við hverja músarholu“. Geta kjósendur treyst þeim sem segja í öðru orðinu að skuldir séu orðnar of háar og rekstur bæjar- félagsins of dýr en í hinu orðinu lofa enn dýrari rekstri og þar með stórauknum skuldum? Í stefnuskrá D- listans er hvergi minnst á einkavæðingu en í leiðara Varmár, öðru af tveim málgögn- um sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ, leggur verðandi oddviti sjálf- stæðismanna áherslu á að einkavæðing sé lausnin. Hvað ætla sjálfstæðismenn að einkavæða? Skólana, leikskólana, íþrótta- húsið eða e.t.v. fé- lagsþjónustuna? Eru einhverstaðar einkavinir sem búið er að lofa einkavinavæðingu? Hvert er hið rétta andlit sjálfstæð- ismanna? Stefnuskrá troðfull af lof- orðum eða niðurskurður þjónustu og einkavæðing? Sjálfstæðismenn, sýnið á ykkur hið rétta andlit, ekki fela frjáls- hyggjuandlitið á bakvið stefnuskrá sem gæti allt eins verið samin af Steingrími J. Sigfússyni. Segið kjósendum satt, þeir eiga skilyrðislaust rétt á því. Þetta eru misvísandi skilaboð sem Sjálfstæðisflokkurinn sendir kjós- endum. Heldur einhver að kjósendur trúi þessu? Síðasta tölublað Mosfellsblaðsins, hinu málgagni sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ, er þeim ekki til sóma og lítt uppbyggilegt. Fullt af persónu- legum ósannindum og er jafnvel ærumeiðandi. Frambjóðendur, hvar í flokki sem þið eruð staddir, verið heiðarlegir, ekki vanvirða kjósendur, segið þeim ávallt satt og rétt frá. Ekki vanvirða kjósendur! Marteinn Magnússon Mosfellsbær Vandasamt og dýrt, segir Marteinn Magnússon, er að gera öllum til hæfis. Höfundur skipar 3. sæti B-lista framsóknarmanna í Mosfellsbæ. FYRIR ekki svo mörgum árum var ásýnd Borgarholts í Kópavogi talsvert önn- ur en hún er nú. Þeir sem leið áttu um bæ- inn sáu Kópavogs- kirkju tróna uppi á hólnum yfir hálf- byggðu Gerðarsafni þar sem gapandi tóftir störðu á vegfarendur og litu í fjarlægð út fyrir að vera hálfhrun- inn kastali tengdur gamalli bensínstöð. Ferðamennirnir klór- uðu sér í höfðinu og flettu hraðar í hand- bókinni og leituðu að lýsingu á forn- sögulegum rústum. Það er ekki svo vitlaus samlíking því Gerðarsafn stóð fokhelt heilt kjörtímabil án frekari aðgerða og þessi undarlega þrenning á holtinu vakti furðu þeirra sem fóru hjá. Í dag er þessi mynd gjörbreytt því síðan Sjálf- stæðisflokkurinn komst til valda hefur Borgarholtið tekið algjörum stakkaskiptum. Svæðið hefur verið skipulagt með tilliti til þarfa bæj- arbúa og skapaður þar heildstæður stíll þar sem byggð og náttúra mæt- ast í sátt. Árið 1992 kom Sjálfstæðisflokk- urinn fram með nýja sýn fyrir svæð- ið sem kynnt var í Landsmálablaðinu Vogum árið 1992. Þar var lagt til að á svæð- inu skyldi verða menn- ingarmiðstöð Kópa- vogsbúa. Allir vita hvaða spor sú framtíð- arsýn hefur markað þar sem Salurinn, fyrsta sérhannaða tón- listarhús landsins, var vígt 2. janúar 1999 og á afmælisdegi bæjarins, 11. maí sl., var svo vígsla á síðari hluta miðstöðvarinnar þar sem nú eru Bókasafn Kópavogs og Náttúru- fræðistofa Kópavogs. Þetta gerðist í kjölfar þess að ráðist var í að ljúka Gerðarsafni sem nú ber hróður bæj- arins víða. Borgarholtið rís því svo sannarlega undir nafni sem miðstöð menningar og lista í Kópavogi. Uppbyggingu þessa svæðis er samt engan veginn lokið. Sjálfstæð- isflokkurinn hefur það á stefnuskrá sinni að tengja saman Borgarholtið og Hamraborgarsvæðið með því að byggja yfir Kópavogsgjána. Þessi draumur er nær því að rætast en nokkru sinni áður þar sem bygging- arnefnd bæjarins hefur samþykkt teikningar af væntanlegri byggingu yfir gjána. Þetta yrði jafnframt fyrsti áfangi í að loka henni end- anlega og farvegur framtíðarskipu- lags til betri ásýndar Hamraborg- arinnar. Hefur sú hugmynd verið viðruð við ríkisvaldið að þar yrði framtíðarhúsnæði Heilsugæslunnar í Kópavogi og myndi það gerbylta allri aðstöðu hennar og styrkja hlut- verk Hamraborgarinnar í verslun og þjónustu. Með tilkomu hússins yrði síðan ráðist í að byggja yfir lokahluta gjárinnar. Það svæði yrði að hluta til nýtt fyrir bílastæði sem þjónuðu bæði menningarhúsi, svo og þeim fyrirtækjum sem starfrækt eru í Hamraborginni. Jafnframt væri þar opið rými sem gæfi mögu- leika á starfrækslu ýmiss konar þjónustu og skapaði svigrúm fyrir fjölbreytt mannlíf í bænum. Síðast en ekki síst fengjum við svæði þar sem jólatréð okkar fengi stað við hæfi. Byggt yfir Kópavogsgjána Ármann Kr. Ólafsson Höfundur skipar annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi fyrir næstu bæjarstjórnarkosningar. Kópavogur Sjálfstæðisflokkurinn hefur það á stefnuskrá sinni, segir Ármann Kr. Ólafsson, að tengja saman Borgarholtið og Hamraborgarsvæðið með því að byggja yfir Kópavogsgjána. Sveitarstjórnarkosn- ingar verða haldnar 25. maí næstkomandi og í þeim kosningum leitum við, frambjóð- endur Sjálfstæðis- flokksins í Mosfellsbæ, eftir umboði til þess að vinna fyrir og með fólkinu í bænum okk- ar. D-listafólkið er kröftugt, áræðið og lífsglatt og þar fer saman reynsla af bæj- armálum og nýtt fólk með nýjar áherslur og hugmyndir um bætta þjónustu við bæjarbúa. Við viljum leggja okk- ar af mörkum til þess að gera góð- an bæ betri og ætlum að laga stjórnsýslu bæjarins að þörfum og óskum bæjarbúa á öllum þjónustu- sviðum, efla upplýsingastreymi milli bæjaryfirvalda og bæjarbúa til þess að gefa öllum tækifæri til að koma sjónarmið- um sínum á framfæri. Við ætlum að láta fara fram endurskoð- un á fjármálum bæj- arins með það að markmiði að bæta fjárhagsstöðu hans, auka þjónustu og efla þannig sókn til bættra lífskjara bæjarbúa. Þetta ætlum við að gera vegna þess að fjármálastjórn núver- andi meirihluta er í molum. Því þrátt fyrir að skatttekjur hafi aukist vegna al- menns góðæris í landinu og þrátt fyrir 400 milljónirnar sem fengust sem greiðsla frá Reykjavíkurborg vegna breytinga á lögsögumörkum hefur meirihlutinn ekki nýtt sér þetta fjárhagslega svigrúm til þess að greiða niður skuldir heldur eytt enn frekar um efni fram. Þessa óráðsíu verður að stöðva. Það gerist ekki með núverandi meirihluta, það er nokkuð ljóst. Í Mosfellsbæ er öflugt og gott starf í tónlistar-, leik- og grunn- skólum og það viljum við styðja enn frekar og veita þeim sem þar starfa aukið faglegt og fjárhagslegt sjálf- stæði. Við sjálfstæðismenn treyst- um starfsfólki skólanna og foreldr- um til þess að gera gott skólastarf enn betra. Við viljum að skólastarf í okkar bæ, með áherslu á vellíðan, aga og árangur, verði leiðandi á landsvísu. Við getum státað af kjöraðstæð- um íþrótta og útivistar fyrir unga jafnt sem aldna og við sjálfstæð- ismenn ætlum að efla enn frekar þær aðstæður í samvinnu og sam- ráði við félagasamtök og íbúa bæj- arins. Það sem hér að framan stendur er aðeins hluti af stefnumálum okk- ar sjálfstæðismanna í komandi kosningum og býð ég alla Mosfell- inga velkomna á kosningaskrifstof- una í Kjarna til þess að spjalla við okkur um það sem þeir hafa áhuga á, því það viljum við heyra. Í mínum huga snýst pólitík um fólk og daglegt líf þess. Þegar ein- staklingur eða fjölskylda velur sér búsetu og temur sér ákveðinn lífs- stíl samhliða þeirri ákvörðun þá er það pólitík. Á hvern hátt fólk ákveður að ferðast á milli staða, gangandi, hjólandi, með almenn- ingsvögnum eða á einkabíl, það er pólitík. Hvernig samfélagið hlúir að borgurunum er líka pólitík. Fjár- mál bæjarins og meðferð þeirra, stjórnun bæjarfélagsins og áhrif hennar á daglegt líf bæjarbúa er pólitík. Þess vegna skiptir alla Mos- fellinga máli hvernig þessum mál- um er stjórnað. Í sveitarstjórnarkosningunum í vor velja Mosfellingar þá sem þeir treysta best til þess að vinna fyrir sig næstu fjögur árin. Í mínum huga er enginn efi: X-D fyrir fólk, fyrst og fremst. Ragnheiður Ríkharðsdóttir Mosfellsbær Við ætlum að láta fara fram endurskoðun á fjármálum bæjarins, segir Ragnheiður Rík- harðsdóttir, með það að markmiði að bæta fjár- hagsstöðu hans. Höfundur skipar 1. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ. Mosfellsbærinn fyrir þig og mig andi útivistarsvæðum með merkingu áhugaverðra göngu- leiða, náttúruminja og örnefna, með út- gáfu upplýsinga- bæklings og göngu- korts í samvinnu við önnur sveitarfélög og hagsmunaaðila. Mik- ilvægt er að halda áfram þeirri upp- byggingu á útivistar- svæðinu við Selskóg ofan Egilsstaða á þann hátt að það nýt- ist til almennrar úti- veru allt árið, s.s. til iðkunar skíðagöngu. Tvískipt sorpgjald D-listinn leggur til að sveitarfé- lagið verði til fyrirmyndar í um- hirðu og meðhöndlun á sorpi og hvetji til vistvænni lífshátta. Það hvetji íbúana til að draga úr sorp- myndun og til flokkunar úrgangs þannig að stærstur hluti hans verði endurnýttur. D-listinn vill að sorp- hirðugjald frá heimilum verði tví- skipt, þannig að fólk hafi val um hvort sorp sé tekið viku- eða hálfs- mánaðarlega. Með því að bjóða upp á þennan valmöguleika er verið að koma til móts við breiðan hóp fólks s.s. fámennar fjölskyldur, eldri borgara og þá sem flokka sorp. Hér hefur fátt eitt verið nefnt af því sem D-listinn leggur til í stefnu- skrá sinni í umhverfismálum á Austur-Héraði. D-listinn vill að traustur grunnur verði lagður í um- hverfismál því á honum er hægt að byggja upp umhverfis- og vistvænt sveitarfélag til framtíðar. Til að svo megi vera er mikilvægt að D-listan- um verði tryggt gott gengi í kom- andi sveitarstjórnarkosningum. D-LISTINN á Aust- ur-Héraði hefur lagt fram stefnuskrá sína fyrir kosningarnar 25. maí næstkomandi. Í stefnuskránni koma fram þær áherslur og markmið sem D-listinn setur í forgang á kom- andi kjörtímabili. Að mínu mati er stefnu- skráin metnaðarfull, markviss og framsækin og það gerir sveitarfé- lagið okkar að fyrir- myndar umhverfi og enn betra og eftirsókn- arverðara til búsetu. Umhverfismál eru einn af þeim málaflokkum sem D-listinn leggur áherslu á í stefnuskrá sinni. Í grein þessari mun ég kynna helstu áherslur listans í umhverfismálum. Áhersla í fráveitu- og vatnsmálum Fráveitumál innan alls sveitarfé- lagsins er eitt af stóru forgangs- verkefnunum á komandi kjörtíma- bili og mikilvægt að halda áfram á þeirri braut sem þegar er hafin í þeim málaflokki. Í því sambandi er nauðsynlegt að koma fráveitumál- um á Egilsstöðum í gott ástand, ásamt því að endurskoða og end- urbæta fráveitur á Hallormsstað og Eiðum. Rotþróavæðing á lögbýlum verði lokið og sveitarfélagið sjái til þess að rotþrærnar verði tæmdar með reglubundnum hætti í dreif- býli. Einnig leggur D-listinn áherslu á að tryggja íbúum gott neysluvatn bæði í dreifbýli og þéttbýli. Það verður m.a. gert með því að byggja miðlunartank á Egilsstöðum vegna lágs vatnsþrýstings í hluta byggð- arinnar og vatnsból á Hallormsstað verði komið í viðunandi horf. Við teljum að skoða verði hvort hag- kvæmt verði að stofna orkuveitu í sveitarfélaginu í samvinnu við Fellahrepp, sem muni sjá um mál- efni vatns- og hitaveitu og jafnvel fráveitumál svo að vel fari. Gott aðgengi að útivistarsvæði Náttúra Austur-Héraðs er fjöl- breytt og býður upp á mikla mögu- leika til margskonar útivistar. Í sveitarfélaginu eru staðsettir stærstu náttúrulegu birkiskógar landsins og er náttúrperlan Hall- ormsstaður þar með talin sem einn af eftirsóknarverðustu ferðamanna- stöðum sveitarfélagsins og landsins alls. D-listinn telur mikilvægt að tryggja íbúum sveitarfélagsins og gestum þess gott aðgengi að aðlað- Áherslur D-listans á Austur-Héraði Guðmundur Sveinsson Kröyer Austur-Hérað Stefnuskrá D-listans, segir Guðmundur Sveinsson Kröyer, er metnaðarfull, mark- viss og framsækin og það gerir sveitar- félagið okkar að fyrirmyndar umhverfi. Höfundur er jarðfræðingur og skip- ar 3. sæti D-listans á Austur-Héraði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.