Morgunblaðið - 17.05.2002, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 17.05.2002, Blaðsíða 37
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2002 37 ÞETTA OG MARGT FLEIRA! I ! A B X / S ÍA 9 0 2 0 6 9 5 Þú kaupir núna en borgar ekki fyrstu afborgun fyrr en eftir 4 mánuði, vaxtalaust. Og þá er möguleiki á allt að 32 mánaða raðgreiðslu. 30%af öllum Casio hljómbo rðum, Monster Cable fylgihlutum og heyrnatólum. Margar gerðir símtækja á 995 kr. OPIÐ LAUGARDAG 10 – 16 Opnumkl. 10:00! Fyrstur kemur, fyrstur fær – Takmarkað magn! Blaupunkt bílútvarp með segulbandstæk i Verð áður 24. 995 kr. Lenco heyrna tæki m/ magnar a Verð áð ur 1.99 5 kr. Súper v erð! 95kr.. Kenwood200 diska geislaspilariVerð áður 49.995 kr. 19.995kr. - 60% - 60% 9.995 kr. PrincessMilk Shake blandariVerð áður 5.995 kr. 2.995kr. - 50% Vörur Verð áður Útsala Blaupunkt bílmagnari ..........................................................42.995 kr. .................19.995 kr. Bose Acoustimass® 3 -IV hátalarasett ..............................49.995 kr. .................24.995 kr. Bose Lifestyle 20 heimahljóðkerfi ....................................339.995 kr. ...............199.995 kr. Bose Waveradio geislaspilara ............................................79.995 kr. .................59.995 kr. Breville hraðsuðuketill ........................................................9.995 kr. ....................5.995 kr. Casio vasadiskó m/útvarpi ..................................................5.495 kr. ....................2.995 kr. Palm m100 lófatölva ............................................................17.995 kr. .................9.995 kr. Kenwood ferðageislaspilari sem spilar MP3 diska .......29.995 kr. .................19.995 kr. Lenco 21" sjónvarpstæki með innb. DVD spilara ..........94.995 kr. .................69.995 kr. Nova vöfflujárn ....................................................................7.995 kr. ....................4.995 kr. Philips 32" breiðtjaldstæki 50hz .......................................166.995 kr. ...............119.995 kr. Philips ferðageislaspilari m/útvarpi .................................26.995 kr. .................16.995 kr. Philips gufustraujárn Comfort ...........................................3.995 kr. ....................2.495 kr. Philips krullubursti Profile..................................................3.795 kr. ....................1.995 kr. Philips Visapure Húðsnyrtir ................................................6.495 kr. ....................3.995 kr. Philips eldhúsvog..................................................................4.995 kr. ....................2.995 kr. Philips 1600W ryksuga.........................................................22.995 kr. .................14.995 kr. Princess krullujárn ...............................................................1.595 kr. ....................795 kr. Remington rakvél vatnsheld .............................................13.995 kr. .................9.995 kr. Samsung DVD spilari ............................................................39.995 kr. .................29.995 kr. Sanyo heimabíósamstæða ..................................................119.995 kr. ...............79.995 kr. Wilfa áleggshnífur ...............................................................4.995 kr. ....................3.495 kr. Wilfa brauðrist ......................................................................3.495 kr. ....................2.495 kr. Whirlpool kæliskápur 325L h159b60 ................................67.995 kr. .................47.995 kr. Whirlpool kæliskápur 289L.................................................67.995 kr. .................47.995 kr. Whirlpool keramikhelluborð með snerirofum ...............99.995 kr. .................69.995 kr. Philco uppþvottavél .............................................................59.995 kr. .................49.995 kr. Philco þvottavél 1200sn ......................................................69.995 kr. .................59.995 kr. Whirlpool 1000W örbylgjuofn með grilli .......................53.995 kr. .................29.995 kr. 0% VEXTIR – FYRSTA AFBORGUN Í OKTÓBER! I Í LISTAHÁTÍÐ í Reykjavík er hafin og dagskráin er að vanda glæsileg. Ég get varla ímyndað mér atburð sem er mikilvægari fyrir borgarlífið og ég minnist þess sem krakki að þegar Listahátíð stóð yfir var alltaf gaman í Reykjavík, borgin ið- aði af lífi. Mínar bestu minningar um hátíðina er þegar tókst að draga borgarbúa, hvaðanæva að, inn í miðborgina. Stundum voru það götulistamenn sem gerðu það, stundum voru það listasmiðjur fyrir almenning. Í ár verða mörg tækifæri til að koma saman og gleðjast. Franskir trommarar sem láta hífa sig upp yfir Tjörninni og allskonar tónlistarviðburðir skjóta upp kollinum út um alla borg. Hljómar frábærlega. Ég hvet alla til að kynna sér dagskrána á www.artfest.is En Listahátíð er ekki það eina sem gerist í borginni og sem betur fer höfum við haft gæfu á undan- förnum árum til að koma okkur saman um fleiri viðburði og reglu- legri en hana til að auðga andann. Þá er ég að tala um viðburði eins og Airwaves, Menningarnótt, Ljósahá- tíð og svo hátíðina sem mig langar sérstaklega til að gera að umtals- efni hér, Hinsegin daga. Allt eru þetta viðburðir sem draga fjöl- skyldur í bæinn, gera borgina okk- ar skemmtilegri. Það er nefnilega staðreynd að Reykvíkingar leita inn í miðborgina sína, því þar líður okk- ur vel. Þeir sem halda öðru fram geta varla búið í sömu miðborg og ég. Um daginn sagði einhver við mig að Reykjavík væri regnbogasam- félag. Það sem viðkomandi átti auð- vitað við var að í Reykjavík má finna alla mannlífsflóruna og þar ættu allir að geta þrifist í sátt og samlyndi hver við annan. Litir regnbogans sameinast til að gera góða borg betri. Regnbogasamfélag Ég gladdist yfir þessari fallegu myndlíkingu. Mér finnst hún ein- læg og lýsa mikilli væntumþykju um samfélagið okkar. En ég gladd- ist ekki bara yfir jákvæðu hjarta- laginu, ég gladdist ekki síður sem samkynhneigður einstaklingur, vegna þess að eins og allir vita er regnbogafáninn fáni samkyn- hneigðra. Honum hafa hugrakkir samkynhneigðir borgarbúar flagg- að í áraraðir en það hefur ekki verið fyrr en á síðustu árum sem það hef- ur greipst í vitund annarra Íslend- inga að þessi fáni tengist þessum hópi. Sú vissa hefur kannski helst orðið til í tengslum við hina stór- kostlega vel heppnuðu Hinsegin daga sem haldnir hafa verið í Reykjavík undanfarin ár. Á völdum laugardegi í ágúst dansa hommar og lesbíur og vinir þeirra niður Laugaveginn, gleðja augu þeirra sem horfa á og kitla hláturtaugar með einlægri gleði sinni. Ég held að ég gleymi aldrei fyrstu alvöru göng- unni okkar niður þessa aðalgötu Ís- lands. Ég var stressaður þegar gangan, sem mér fannst lítil og fá- menn, fikraði sig fyrir hornið hjá Hlemmi. Skyldi okkur mistakast? Ætli nokkur mæti til að sýna okkur stuðning? Verðum við ekki bara eins og lítil viðundrasýning alla leið niður í bæ? En undur og stórmerki mættu mér. Gatan og gangstéttirn- ar voru troðfullar af fólki. Foreldr- um með börnin sín, öfum, ömmum, unglingum, öllum! Á Ingólfstorg söfnuðust svo þúsundir manna. Stjórnmálamenn töluðu, samkyn- hneigðir listamenn og vinir þeirra tróðu upp, börnin fengu atriði sem voru sérstaklega ætluð þeim. Brosin voru ósvikin. Það voru gleðitárin okkar líka. Stuðningurinn sem við hlutum frá öðrum íbú- um borgarinnar í bar- áttu okkar fyrir mann- réttindum var yfirþyrmandi. Við vor- um velkomin. Við vor- um hluti af hinni stóru regnbogaheild. Regn- bogasamfélaginu. Ég held að allir séu sammála um að Hinsegin dagar séu orðnir ómissandi hluti af borgarlífinu og því hafa kröfurnar aukist. Undir- búningur hefur líka staðið frá því að síðustu hátíð lauk, ótal sjálfboðalið- ar vinna nótt og dag, því þeir vita núna hvað það er mikið mál að standa að svona stórum viðburði. Og stór verður hann. Það er útlit fyrir að hátíðin og gangan verði glæsilegri og litríkari en nokkru sinni fyrr. Fyrirtækin í borginni eru að vakna til lífsins, það er þess virði að styðja framtak eins og þetta. Nú síðast hitti ég breska sjónvarpsmenn frá Channel 4 í London, en þeir ætla að gera sjón- varpsþátt um hátíðina, hróður hennar hefur borist um alla heims- byggðina. Mér er tjáð að 3–500 út- lendingar muni koma sérstaklega til Íslands til að taka þátt í hátíðinni hinn 10. ágúst í sumar. Og þeir verða ekki einir. Þúsundir borgar- búa munu gleðjast með þeim, ganga, horfa, hlæja, kannski gráta smá og upplifa gleðina við það að tilheyra regnbogasamfélaginu. Þessi stórkostlega hátíð er verk nokkurra hugrakkra og stórhuga kvenna og karla. Þau hafa sannað að með elju og vinnu er allt hægt en þau hafa líka sannað að hvað sem hver segir þá er Reykjavík borgin okkar allra, hún er gott og jákvætt samfélag. Þau hafa sýnt svo ekki verður um villst að við viljum koma saman, vera saman, gera hlutina saman og sýna hvert öðru sam- stöðu. Það ætlum við líka að gera hinn 10. ágúst í Regnbogasamfélag- inu Reykjavík. Regnbogasamfélagið Felix Bergsson Reykjavík Ég held að allir séu sammála um, segir Felix Bergsson, að Hinsegin dagar séu orðnir ómissandi hluti af borgarlífinu. Höfundur er leikari og skipar 20. sæti Reykjavíkurlistans. Þumalína Pósthússtræti/Skólavörðustíg Allt fyrir mömmu og litla krílið Póstsendum – sími 551 2136
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.