Morgunblaðið - 17.05.2002, Page 39

Morgunblaðið - 17.05.2002, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2002 39 Hér voru urinn frá m hér er kyrrðinni. stemmn- gna niður- ldur hafði Þau voru tum hóp. víðinn, en eika á nið- Haraldur kom fyrir klukkustund í Suðurskarð og lagði sig strax eftir að hafa fengið sér að drekka og borða. Þegar hóp- urinn kemur niður í grunnbúðir verður tekið vel á móti þeim annað kvöld [föstudagskvöld].“ Haraldur er ótrúlega seigur Þrír Íslendingar hafa klifið Ever- est, þeir Björn Ólafsson, Einar Stef- ánsson og Hallgrímur Magnússon, sem fóru á tindinn 21. maí 1997. Þeir sögðust allir ánægðir með áfangann sem Haraldur náði í gær. „Ég óska Haraldi til hamingju með áfangann,“ sagði Björn Ólafs- son. „Hann hefur sýnt og sannað að hann er ótrúlega seigur og það var ekki laust við að það færi fiðringur um mann þegar maður fylgdist með honum klífa tindinn,“ sagði Björn við Morgunblaðið. „Það hefur verið gaman að fylgjast með uppgöng- unni, sem var að sumu leyti mjög sambærileg við Everest-för okkar Einars og Hallgríms vorið 1997. Haraldur virðist hafa verið heppnari með veður en við, þar sem við urðum að gera tvær tilraunir við tindinn úr Suðurskarði. Veður hamlaði för í fyrra skiptið en í það seinna, strax næstu nótt, lögðum við aftur af stað í mjög slæmu veðri sem skánaði þeg- ar leið á daginn. Það sem mætti telj- ast óvanalegt að þessu sinni er sá mikli fjöldi fólks sem fór á tindinn á einum og sama deginum sem vænt- anlega hefur valdið Haraldi ákveðn- um vandkvæðum. Nú verður í framhaldinu spenn- andi að fylgjast með því hver verður fyrsta íslenska konan til að klífa Everest. Þær hafa látið til sín taka á þessum vettvangi og það er ástæða til að hvetja þær enn frekar til dáða í þessum efnum.“ Hallgrímur Magnússon sagði uppbyggingu Everest-leiðangra vera orðna mjög formfasta sam- kvæmt áratuga langri reynslu og því hefði aðlögunarferli Haralds verið mjög sambærilegt við það sem þeir félagar fóru í gegnum á fjallinu 1997. „Haraldur fékk frábært veður á leið- inni upp úr Suðurskarði, en lenti í þungum snjó ofarlega í fjallinu að því er mér skilst,“ sagði Hallgrímur. „Við lentum hins vegar í vondu veðri í byrjun. Hann slapp við það en lenti kannski í þyngra færi þegar ofar dró. Ég held að aðstæður hafi vart getað verið betri á fimmtudaginn, nema þá að það hefði verið harð- fenni. Haraldur er rétt þenkjandi í fjallamennsku og með gríðarlega reynslu að baki og átti þennan áfanga fyllilega skilið.“ Einar Stefánsson tók í sama streng þegar Morgunblaðið innti hann álits á á Everest-göngu Har- alds. „Mér finnst þetta alveg frábært hjá honum og óska honum innilega til hamingju með árangurinn,“ sagði Einar. „Þegar uppganga tefst fram í miðjan maí er oft hætta á því að það safnist fyrir stór hópur fólks sem freistar uppgöngu á sama tíma og ég vona að honum hafi tekist að upplifa það sem við vorum svo heppnir með, þ.e. að við vorum einir á fjallinu ásamt tveimur sérpum. Þannig kom- umst við hjá því að lenda í mann- þröng og gátum upplifað ákveðna einveru á efsta hluta fjallsins sem er ákaflega sjaldgæft. Það virðist hafa snjóað meira í vor en þegar við vor- um á fjallinu en Haraldur mun hafa fengið frábært veður á leiðinni upp. Það er mjög óæskilegt að fara á fjall- ið ef spáð er hvassviðri því í þessari hæð er maður ekki eins vel í stakk búinn að takast á við slæmt verður og við venjulegar aðstæður. Haraldur setti sér skemmtilegt takmark og það hefði verið mjög gremjulegt fyrir hann ef uppgangan hefði ekki tekist nú og hann þurft að reyna aftur síðar, því svona leiðang- ur er fyrirhafnarmikill og hefur í för með sér miklar fjarvistir frá fjöl- skyldunni. Ef eitthvað hefði eyðilagt fyrir honum núna, s.s. veikindi, snjó- flóðahætta eða veður, þá er ég ekki í nokkrum vafa um að hann hefði komist upp næsta haust eða vorið 2003, en eins og sagði útheimtir það mikinn tíma.“ heimsmet á tindi Everest í gærmorgun AKI HEIMSINS“ laðið/Golli dinum. Fyrsti íslenski Everest-leiðangurinn á tindinum hinn 21. maí 1997: Hallgrímur Magnússon, Björn Ólafsson og Einar Stefánsson. tind- r spenn- dur setti hæsta 4.897 m. öngu- lla kulda erfitt nna í lofti ekki stig- ns fyrr og ending- mber. Vel tóku við arald í 18 u. ríku þar ll heims- 960 m af Hátind- a sjö fékk s og lungna- kn- inn 2. ennan da og sta tind- est, am- an á suðurpólinn var um margt ólík Norðurpólsferðinni enda er ferðast á föstu landi og ísbjarnarhætta er engin. Þá er undirlendið sléttara og greiðfærara. Skömmu eftir heimkomuna frá Suðurpólnum kviknaði hugmynd um að ganga á norðurpólinn, um 770 km leið í allt 60 stiga frosti og erfiðu færi með óteljandi vökum. Haraldur komst á pólinn 10. maí 2002 eftir 60 daga göngu og nokk- ur áföll, m.a. þegar Ingþór varð frá að hverfa vegna kals á fingrum þegar leiðangurinn var varla hálfn- aður. Þá hafði gengið á ýmsu, kuld- inn oft óbærilegur og færið mun þyngra en þeir höfðu búist við. kvæmt nýjustu mælingum. Har- aldur var í feiknaformi og segja má að allt hafi gengið upp hjá honum á fjallinu. Með uppgöngunni í gær er Haraldur kominn í hóp fremstu leiðangursmanna heims. Suðurpólsferð Haralds, Ingþórs Bjarnasonar og Ólafs Arnar Har- aldssonar vakti talsverða athygli þótt ekki yrði henni saman jafnað við norðurpólsleiðangur Haralds og Ingþórs fyrir tveimur árum. Á suðurpólinn gengu þremenning- arnir á 51 degi og lögðu að baki 1.086 km. Þeir komu á suðurpólinn að kvöldi nýársdags 1998 og voru tíundi hópurinn sem komst á pólinn án utanaðkomandi aðstoðar. Gang- r                                        BRUNAMÁLASTOFNUNtelur að helsta orsök þessað stórbruni varð þegarkviknaði í húsum Ís- félagsins í Vestmannaeyjum í des- ember 2000 hafi verið sú að bruna- varnir og brunahólfun o.fl. í bygg- ingunni voru ófullnægjandi. Segir í skýrslunni að eigendur fyrirtækis- ins beri þunga ábyrgð á því hvernig fór, þeir hafi sparað sér einhverjar fjárhæðir með því að leggja ekki út í nauðsynlegustu brunavarnir. Gunn- laugur Sævar Gunnlaugsson stjórn- arformaður Ísfélagins segir máls- meðferðina í skýrslunni með ólík- indum og í henni sé að finna æru- meiðandi fullyrðingar. Bruni Ísfélagsins í Vestmanna- eyjum er talinn einn mesti bruni síð- ustu aldar hér á landi. Þar brann eitt nýtískulegasta frystihús landsins og var tjón metið á einn milljarð króna. Slökkvilið Vestmannaeyja fær afar góða umsögn í skýrslunni. Bruna- málastofnun telur að ekki sé hægt að gagnrýna stjórn slökkvistarfsins, staðsetningu tækja né atlöguna að eldinum. Slökkvistarfið hafi borið þann árangur að bjarga tókst um helmingi húsasamstæðunnar og þeim miklu verðmætum sem voru geymd í frystiklefa Ísfélagsins. Í skýrslu Brunamálastofnunar segir að eldsupptök séu ókunn en líklegast sé að eldurinn hafi komið upp á rafmagnsverkstæði á 1. hæð í norðvesturhluta húsasamstæðu Ís- félagsins. Grunur var um íkveikju en engin staðfesting hefur fengist á þeirri kenningu. Í skýrslunni kemur fram að skömmu fyrir eldsvoðann var ný tengibygging tekin í notkun án þess að gengið væri frá brunahólfun milli hennar og húsasamstæðu Ísfélags- ins. Við lokun tengibyggingarinnar varð útveggur húsasamstæðunnar að innvegg, sem styrkja átti gegn bruna og gera að eldvarnarvegg skv. samþykktum teikningum. Ekki hafi verið gengið frá þessu verki áður en tengibyggingin var tekin í notkun og sé það helsta orsök þess að ekkert varð við ráðið og eldurinn náði að brjóta sér leið úr tengibyggingunni og inn í húsasamstæðuna. Í tengi- byggingunni hafi verið mikið magn fiskikara og umbúða sem varð mikill eldsmatur. „Þegar tengibygging- in var hönnuð árið 2000 voru byggingarteikningar sam- þykktar af hálfu Brunamálastofnun- ar með ýmsum kröfum og frágangi sem snerti brunavarnir. Tengibygg- ingin var tekin í notkun án þess að að þessar kröfur væru uppfylltar. Þetta má telja helstu orsök hins mikla brunatjóns. Telja verður að ábyrgð á þessu beri byggingaryfir- völd í Vestmannaeyjum og eigendur Ísfélagsins,“ segir í skýrslunni. Þá hafi Brunamálastofnun tekið út brunavarnir í byggingum Ís- félagsins 1988 og aftur 1996. Gerðar hafi verið skýrslur um þessar út- tektir og settar fram kröfur um end- urbætur en þeim ekki fylgt eftir af hálfu eigenda. Skýrslunni lýkur á kafla sem ber heitið umhugsunarefni. Þar segir m.a. að af blaðaskrifum megi ráða að viðbrögð Vestmannaeyinga hafi fyrst og fremst beinst að því að finna þann sem hefði kveikt í húsinu. „Mat almennings er að ástæður stórbruna og brunatjóns séu fyrst og fremst hvernig í hafi kviknað. Þetta er ekki rétt mat. Grundvöllur þess að koma í veg fyrir stórbruna er að brunahólf- un bygginga og aðrar fyrirbyggj- andi ráðstafanir séu fullnægjandi. Hvergi í umfjöllun fjölmiðla virðist það skipta máli. Ljóst má samt vera að þetta er eina rétta ástæða þess að eldur á rafmagnsverkstæði eða íkveikja verður að stórbruna. Ekki hefði þurft annað en að fylgt hefði verið nema hluta ábendinga og fyr- irmæla Brunamálastofnunar svo eldurinn hefði ekki náð að breiðast út eins og raunin varð. Hér bera eig- endur og stjórnendur þunga ábyrgð. Þeir spöruðu sér einhverjar fjár- hæðir með því að leggja ekki út í nauðsynlegustu brunavarnir,“ segir í skýrslunni. Eftirlit byggingayfirvalda hafi einnig verið takmarkað og kröfum um brunavarnir ekki verið fylgt nægilega eftir. Þó er tekið fram að byggingaryfirvöld í Vestmannaeyj- um hafi látið sig byggingar Ísfélags- ins miklu varða og sendu eigendum ítrekað tilmæli um heildarlausn brunavarna. Því miður hafi ekki ver- ið gerð lokaúttekt ein og hafi tíðkast alltof víða. Í skýrslunni segir að af blaðaskrifum megi sjá að margir hafa orðið fyrir skaða vegna brun- ans í Eyjum og hefðu starfsmenn og bæjaryfirvöld hagsmuna sinna vegna gert betur að fylgjast með stöðu brunavarna í Ísfélaginu. Þeg- ar um stór atvinnufyrirtæki er að ræða í litlu samfélagi eru bruna- varnir ekki einkamál eigenda heldur snerta þau hvern og einn á staðnum, segir þar orðrétt. Þá sé engin trygg- ing fyrir því að slíkt fyrirtæki verði byggt upp aftur á sama stað. Erfitt geti reynst að byggja upp dýrt fyr- irtæki sem kannski hafi átt í rekstr- arerfiðleikum og freistandi að nota trygginarbæturinar í eitthvað ann- að, þrátt fyrir stuðning bæjarstjórn- ar og hins opinbera við endurupp- byggingu. Skýrsluna má lesa í heild á vefsíðunni www.brunamal.is. Ærumeiðandi ásakanir Gunnlaugur Sævar Gunnlaugs- son, stjórnarformaður Ísfélags Vestmannaeyja, hafði aðeins náð að renna yfir skýrsluna þegar Morgun- blaðið hafði tal af honum í gær. Hann vildi því ekki tjá sig mikið um efnisatriði skýrslunnar en sagði málsmeðferðina með ólíkindum. Hann hefði t.a.m. fyrst heyrt af skýrslunni í hádegis- fréttum Útvarpsins í gær en eðlilegt hefði ver- ið að stjórnendur fyrir- tækisins hefðu fengið að sjá hana fyrr. Hann hef- ur óskað eftir fundi með brunamála- stjóra í dag. „Við skjótan yfirlestur sýnist okk- ur skýrslan vera með miklum ólík- indum. Skýrsluhöfundur er með margvíslegar vangaveltur um hin og þessi huglægu atriði í kjölfar slíkra bruna, um ráðstöfun tryggingarbóta og fleira sem á ekkert erindi inn í slíka skýrslu og snertir efni málsins ekki neitt og fellur alls ekki undir verksvið Brunamálastofnunar,“ seg- ir hann. Þarna séu ýmsar aðdrótt- anir um að allt hafi verið ólestri hjá Ísfélaginu en við vísum því á bug. Hann segir með ólíkindum að sökin sé sett frekar hjá stjórnendum en þeim sem kveikti í. Spurður um at- hugasemdir við brunavarnir hjá Ís- félaginu segir hann að eflaust hefðu þær mátt vera betri en þetta sé til skoðunar hjá félaginu. „Það eru ýmsar aðdróttanir þarna um að menn hafi sparað sér einhverjar smáfjárhæðir vísvitandi og tekið með því áhættu eru með ólíkindum. Þetta eru ærumeiðandi ásakanir sem beinast aðallega að æru og heiðri látins manns, Sigurðar Ein- arssonar, forstjóra og aðaleiganda Íshúsfélagsins,“ sagði Gunnlaugur en Sigurður lést í október 2000. Brunavarnir og brunahólfun ófullnægjandi Hafa óskað eftir fundi í dag Málsmeðferðin með ólíkindum að mati stjórnarformanns Ísfélagsins Skýrsla Brunamálastofnunar uld sé hún sjálfsögðu kki þenn- m standa . „En fólk afi meiri afna líður að var ég klega þeg- undir lok- þetta að num Har- ald um hvað leiðangrar sem þessi snúast. „Mér finnst skipta mjög miklu máli að vita hvernig ferðir hans fara fram og þekkja þær var- úðarráðstafanir sem eru gerðar, og eins hvernig Haraldur tekst á við sín verkefni. Hann lætur mig fylgj- ast mjög vel með og ég veit að hann er öruggur og varkár. Þá er hann alltaf í góðu sambandi við mig þrátt fyrir miklar fjarverur og við töl- umst við í síma daglega.“ Una Björk og Sigrún áttu eftir- minnilega vökunótt í Útilífi þegar þær fylgdust með Haraldi síðasta kaflann upp á tindinn. „Við komum þangað um klukkan 3.30 og fljót- lega myndaðist talsverð spenna þegar beðið var eftir símtölum frá grunnbúðum,“ segir Sigrún. „Spennan magnaðist síðan mjög hratt, sérstaklega í lokin þegar við biðum eftir símtalinu frá Haraldi.“ ta Haralds, og móðir hans, Sigrún Richter m lt Morgunblaðið/Golli „Mikill léttir,“ sagði Sigrún Richter, móðir Haralds, sem er í síman- um að fagna afreki sonar síns með tengdadóttur sinni, Unu Björk.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.