Morgunblaðið - 17.05.2002, Side 42

Morgunblaðið - 17.05.2002, Side 42
UMRÆÐAN 42 FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ F orystumenn félaga aldraðra og öryrkja hafa á liðnum árum verið duglegir að beita sér fyrir bætt- um kjörum f élagsmanna sinna. Þessi barátta var ekki síst áber- andi fyrir síðustu alþingiskosn- ingar þegar Öryrkjabandalagið auglýsti gegn stefnu ríkisstjórn- arflokkanna og fékk ýmsa mæta menn til að leggjast á árarnar með sér. Öll var þessi barátta þó sögð ópólitísk og snúast aðeins um hagsmuni umbjóðend- anna. Engu skipti hvaða flokki eða flokkum bar- áttan gagnaðist og ekki heldur hverjum hún var til ógagns. Bar- áttan mun því hafa verið fagleg eins og sagt er nú til dags og rekin af hlutleysi gagnvart öðru en mál- efnunum einum. Þannig var það nú. Gott og vel. Nú vill þannig til að aftur er skammt til kosninga. Það vill líka svo til að í þeim kosningum sem mest áberandi eru nú, þ.e. í Reykjavík, eru kostirnir býsna skýrir fyrir þá hópa sem nefndir voru hér að framan. Aldraðir hafa meðal annars iðulega kvartað und- an því að skattar af húsnæði séu þeim sérlega þungbærir. Þeir eigi skuldlausar eignir en hafi litlar tekjur og skattlagning húsnæð- isins geti þess vegna orðið til að skilja þá eftir slyppa og snauða. Þetta er vitaskuld ranglæti, enda allur fasteignaskattur ranglátur hvaða nafni sem hann kann að nefnast. Til að koma til móts við þessi sjónarmið hefur annað stóru framboðanna í Reykjavík, D- listinn, heitið því að lækka sér- staklega fasteignaskatt og hol- ræsagjald á eldri borgara og ör- yrkja. Þetta er gert með því að hækka þær hámarkstekjur sem menn mega hafa til að fá afslætti eða niðurfellingu þessara skatta. Þannig mun aldraður ein- staklingur eða öryrki í eigin hús- næði samkvæmt tillögum D- listans geta verið með 1.735.000 krónur á ári í tekjur og þó fengið fulla niðurfellingu skattanna, en nú er miðað við 1.155.000 krónur. Hjón í eigin húsnæði geta sam- kvæmt tillögunum verið með 3.200.000 krónur á ári í tekjur og þó fengið 50% lækkun skattanna, en nú missa hjónin af þessari skattalækkun við 2.140.000 króna árstekjur. Og til að nefna þriðja dæmið þá getur einstaklingur í eigin húsnæði verið með 2 millj- ónir króna í árstekjur en þó fengið 80% niðurfellingu fasteignaskatts og holræsagjalds, en nú missir hann þá niðurfellingu við 1.330.000 króna árstekjur. Í öllum tilvikum er með öðrum orðum ver- ið að hækka tekjuviðmið afslátt- arins um 50%. Ekki ætti að þurfa að deila um kosti þessara tillagna fyrir aldraða og öryrkja sem halda eigið heimili og hafa lent illa í fasteignaskött- um, bæði hefðbundnu fast- eignasköttunum og hinu svo kall- aða holræsagjaldi. Óumdeilt ætti að vera að tillögur sem þessar eru nokkuð sem aldraðir og öryrkjar hafa mikið gagn af og gerir þeim fært að búa lengur í eigin húsnæði án þess að komast á vonarvöl. Menn geta þó hugsanlega sett einn fyrirvara, sem út af fyrir sig er skiljanlegur, en hann er hvort nokkuð verði af þessu eftir kosn- ingar þó því sé lofað fyrir kosn- ingar. Í því sambandi minnast menn ef til vill loforðs R-listans fyrir síðustu kosningar um „lækk- un gjalda á Reykvíkinga“ og svo þess hvernig það var efnt – það er að segja með ítrekuðum gjalda- og skattahækkunum. Við slíka með- ferð verða kjósendur því miður vantrúaðir á alla frambjóðendur og fara varlega í að trúa loforðum sem þeim eru gefin. Það er þó svo að líti kjósendur lengra aftur í tímann geta þeir rifjað upp þau loforð sem þeim voru gefin 1982, 1986 og 1990. Eftir að D-listinn fór með sigur af hólmi í kosningum þessi ár voru þau loforð sem gefin höfðu verið efnd og er engin ástæða til að vantreysta því sem nú hefur verið lofað í samningi frambjóðenda listans við Reykvík- inga. Þar sem um svo ríkt hagsmuna- mál er að ræða kemur þögn margra forystumanna aldraðra og öryrkja á óvart. Menn skyldu ætla að nú kæmi hver forystumaður aldraðra á fætur öðrum fram á sjónarsviðið og lýsti yfir stuðningi við þessa stefnu og hvetti til að hún næði fram að ganga. En eitt- hvað er það sem fær þessa menn til að hika og halda sig til hlés. Ekki geta það verið flokksleg sjónarmið, því félög aldraðra eru ekki háð flokkslínum og standa ekki gegn einstökum flokkum. Og ekki er það vegna þess að for- ystumennirnir hafi fyrirfram gefnar pólitískar skoðanir sem komi í veg fyrir að þeir styðji stefnu sem er umbjóðendum þeirra jafn hagfelld og raun ber vitni. Nei, það er útilokað enda baráttan í dag væntanlega jafn fagleg og hlutlaus og fyrir þremur árum. Það er þess vegna ráðgáta hvers vegna forystumenn þessara félaga hafa ekki látið taka til sín nú. Og líklega verður það ráðgáta áfram, nema þeir hafi aðeins verið seinir í gang og spretti brátt fram á sjónarsviðið. Hvað um það, út af fyrir sig breytir engu hvaða málstað ein- stakir menn lýsa stuðningi við, hvort sem þeir gera það veifandi titli tiltekinna hagsmunasamtaka eða ekki. Kjósendur og skatt- greiðendur geta auðveldlega reiknað dæmið sjálfir og komist að niðurstöðu hjálparlaust. Vilji eldri borgarar og öryrkjar greiða lægri skatta er ein örugg leið til þess. Lækkun skatta á aldraða Ekki ætti að þurfa að deila um kosti þessara tillagna fyrir aldraða og öryrkja sem halda eigið heimili og hafa lent illa í fasteignasköttum, bæði hefðbundnu fasteignasköttunum og hinu svo kallaða holræsagjaldi. VIÐHORF Eftir Harald Johannessen haraldurj@- mbl.is Í MOSFELLSBÆ er mikið er rætt og rit- að um íþróttaaðstöðu Mosfellinga á Varmá og núverandi meirihluti stærir sig af því að hafa lyft ákveðnu grettistaki í íþróttauppbyggingu UMFA og komið félag- inu á þann stall sem það er á í dag. Ég tel að þeir eigi lítinn sem engan þátt í þeirri uppbygg- ingu sem hófst um 1990 í kringum fámennan hóp manna sem vildi veg handboltans sem mestan. Jafnt og þétt og í samvinnu margra styrktaraðila náðist árangur og fólk- ið í landinu þekkti Mosfellsbæ undir því skemmtilega gælunafni „kjúk- lingabærinn“. Þessi árangur kveikti neistann í öðrum deildum UMFA og nú er svo komið að fótboltinn er kominn í 1 deild, í frjálsum íþróttum, sundi, bad- minton og fleiri greinum er unnið öt- ult starf þar sem góðan efnivið er að finna. En hvernig stendur meirihlutinn sig í stykkinu? Hvernig er aðstaðan sem þeir státa sig af? Hún er því mið- ur ekki í lagi í dag en eitt af kosninga- loforðum meirihlutans fyrir líðandi kjörtímabil var að byggja fjölnota íþróttahús. Mörg tilboð bárust og húsið var reist en furðu þykir sæta að öll áhöld og áhorfendabekkir eru enn ekki komin í húsið. Það er hverjum ljóst sem vill skoða þessi mál opnum huga að eitt- hvað annað en hags- munir bæjarbúa réðu ferðinni hjá núverandi meirihluta þegar tilboði byggingarhafa var tek- ið því annað tilboð var í hendi, eitt hús með öllu, og hefði því verið tekið þá væri húsið í dag full- klárað með öllum þeim búnaði sem nauðsyn- legur er í slík fjölnota hús. Viðhald á frjáls- íþróttavellinum er lítið sem ekkert og ljóst að þar þarf að bæta úr, tartan hlaupabrautar liggur undir skemmdum og stúka við knatt- spyrnuvöll bæjarbúa ókláruð. Nú lofa flokkarnir sundlaug þar sem gamla laugin er barn síns tíma og stenst ekki þær kröfur sem gerðar eru í dag. Barnalaug, rennibrautir og ýmis önnur aðstaða er eitthvað sem fólk vill og til að njóta þess fara Mos- fellingar frekar inn til Reykjavíkur heldur en að fara í laugina í heimabæ sínum. Meirihlutinn fékk aðila til að koma með hugmyndir að nýrri sundlaug á þeim stað sem sú gamla er. Fallegar teikningar en hvað svo? Verður sundlaugin byggð í líkingu við íþróttahúsið, allt hálfklárað? Tungubakkar, aðstaða knatt- spyrnumanna hefur einnig átt undir högg að sækja. Lélegt vallarhús þar sem salernis- og sturtuaðstaða er engin og eina aðkomuleiðin akandi er frá Vesturlandsvegi. Ljóst er að þarna vantar tengingu við gatnakerfi bæjarins og lagfæra þarf þetta að- stöðuleysi. Mér sýnist því það grettistak sem meirihlutinn segist hafa lyft vera eitthvað sem ekki stenst og einungis til þess fallið að upphefja þá í kom- andi kosningum. Við sjálfstæðismenn ætlum að að ljúka við byggingu og frágang íþróttamannvirkja og gera íþrótta- starf í Mosfellsbæ leiðandi á sínu sviði. X-D fyrir fólk, fyrst og fremst. Uppbygging íþrótta- mannvirkja í Mosfellsbæ Bjarki Sigurðsson Mosfellsbær Við sjálfstæðismenn ætlum að ljúka við byggingu og frágang íþróttamannvirkja, segir Bjarki Sigurðs- son, og gera íþrótta- starf í Mosfellsbæ leiðandi á sínu sviði. Höfundur skipar 7. sæti á lista sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ. MARGT hefur áunnist á undanförn- um árum í nýsköpun í atvinnulífi á lands- byggðinni. Þrátt fyrir það höfum við orðið vitni að mestu fólks- flutningum Íslandssög- unnar síðan að vestur- ferðunum lauk. Samkeppnisstaða fyr- irtækja á landsbyggð- inni hefur versnað gagnvart höfuðborgar- svæðinu. Þá þróun má að miklu leyti rekja til veikburða stoðum- hverfis heima fyrir og ómarkvissra aðgerða stjórnvalda sem einblínt hafa um of á einstök staðbundin stórverkefni í stað þess að skapa umhverfi sem örvar fjölbreytni og nýsköpun. Þær áætlanir sem gerðar hafa verið af stjórnvöldum um nýsköpun hafa ekki verið nægjanlega næmar fyrir einkennum og möguleikum hinna ýmsu byggðarlaga. Á því er einföld skýring: Heimafólk hefur ekki nema að litlu leyti verið þátt- takendur í stefnumótun og nýsköp- unaráætlunum fyrir sín eigin byggðarlög. Við höfum búið við for- ræðishyggju aðila sem oft á tíðum þekkja lítið eða ekkert til í viðkom- andi byggðarlögum. Heilu landshlutarnir eru slegnir af eða hampað í byggðaáætl- unum alþingis. Áætl- anir auðugar af mark- miðum en fátækar af leiðum og efndum. Stefnumótun og stuðn- ingur við nýsköpun á það til að taka á sig svipmót nokkurskonar þróunaraðstoðar við fólk sem ekki getur hjálpað sér sjálft. Sú byggðastefna sem stjórnvöld hafa rekið hefur stuðlað að því að drepa niður frumkvæði fólks. Þáttur rannsókna- og menntastofnana Rannsókna- og menntastofnanir á landsbyggðinni hafa ekki nema að litlu leyti verið efldar til eða fengið tækifæri til að vera fullgildir þátt- takendur þegar kemur að uppbygg- ingu á hverskyns þjónustu við at- vinnuvegi og þróunarstarf á landsbyggðinni, jafnvel þó að þær séu staðsettar innan viðkomandi byggðarlaga. Oftar en ekki er um að ræða máttlitlar og fjárvana útstöðv- ar stofnana og fyrirtækja á Reykja- víkursvæðinu. Það skortir einnig á að nægjan- legt samstarf sé á milli ýmissa aðila heima í héraði sem ekki mega sín mikils einir og sér en gætu gert margt með meiri samvinnu og betra skipulagi. Hér er átt við rannsókna- og menntastofnanir, ýmiskonar ráð- gjafarþjónustu, sveitarfélög og fyr- irtæki. Stundum virðast þessir að- ilar jafnvel ekki vita af því hvað hinn er að gera. Oft er leitað langt yfir skammt eftir ráðgjöf eða ann- arri þjónustu sem tengist nýsköpun. Mörg dæmi eru um að hægt sé að fá jafngóða eða betri þjónustu heima fyrir en þó sé leitað annað. Á þetta ekki síst við um sveitarfélög. Það er eins og menn haldi að það sé trú- verðugra að sækja ráðgjöf og þjón- ustu sem lengst í burtu. Ekki skað- ar að fyrirtækin beri erlend nöfn. Það sem þarf að gera Sveitarfélög, fyrirtæki og íbúarn- ir sjálfir eiga að gegna lykilhlut- verki þegar kemur að stefnumótun og framkvæmd nýsköpunar í at- vinnulífi í þeirra eigin byggðarlög- um. Mikilvægur þáttur í því er að nýta sér innsæi og þekkingu heima- manna sjálfra, hlúa að og nýta þann innri sköpunarkraft sem hvert hér- að býr yfir. Við þurfum öflugar mennta- og rannsóknastofnanir sem eru staðsettar á því svæði sem þær eiga að þjóna. Við þurfum öfluga ráðgjafarþjónustu með skýrum boð- leiðum. Við þurfum samstarf á milli þeirra aðila sem í sameiningu geta myndað stoðnet nýsköpunar og framfara. Þannig er hægt að skapa jákvætt umhverfi fyrir frumkvæði og fyrirtæki. Það þarf að færa heimamönnum meira vald og fjár- muni til að vinna að eigin hags- munamálum. Með samstarfi heimaaðila er hægt að skapa nauðsynlegt stoð- umhverfi fyrir eflingu atvinnulífs. Forsenda þess er að efla þekking- ariðnað, þar með talið rannsóknir og ráðgjöf heima fyrir. Það þarf stuttar skýrar boðleiðir á milli aðila þar sem menn vita vel hver af öðr- um og hvernig þeir geta komið að liði. Það þarf að koma auga á styrk- leikana og nýta þá. Náttúra, mannlíf og mannauður er auðlegð hverrar byggðar og uppspretta nýrra tæki- færa. Forsendur og fyrir- staða nýsköpunar á landsbyggðinni Bjarni Jónsson Skagafjörður Sú byggðastefna sem stjórnvöld hafa rek- ið, segir Bjarni Jónsson, hefur stuðlað að því að drepa niður frum- kvæði fólks. Höfundur er fiskifræðingur og skipar 2. sætið á lista VG í sveitarfélaginu Skagafirði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.