Morgunblaðið - 17.05.2002, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 17.05.2002, Qupperneq 57
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2002 57 röksemdir hennar. Hún var ljúf og manni leið ávallt vel í návist hennar. Árin liðu og ungu hjónin fóru með elsta barnið, Guðrúnu, til Danmerkur þar sem bóndinn fór í nám. Þar fædd- ist þeim sonurinn Kristján og lífið lék við þau. Þau komu heim og við tók vinna og húsakaup, og Lilja litla fæddist. En skömmu seinna reið ógæfan yfir, eiginkonan og móðirin greindist með krabbamein í brjósti. Það var fjarlægt og bjartsýni og gleði ríkti aftur hjá fjölskyldunni. En óvin- urinn lá í leyni, og í heil 18 ár skiptust á skin og skúrir, baráttan var erfið, en Dóra gafst aldrei upp. Eftir síð- asta áfallið fannst henni þó freistandi að láta bara náttúruna hafa sinn gang, en svo hugsaði hún, að úr því að fólkið hennar væri búið að berjast með henni allan þennan tíma ætti það ekki skilið af sér að hún gæfist upp núna. Eftir fyrsta áfallið átti hún sér tvær óskir, að geta látið ferma yngstu dótturina og að eignast ömmubarn. Henni varð aldeilis að ósk sinni, yngsta barnið löngu fermt og hún hefur eignast fjögur yndisleg barnabörn. Það var stolt amma sem talaði þegar hún sagði litlar sögur af þeim eða náði í myndirnar af þeim til að skoða og sýna manni. Tvær yngstu hnáturnar í skokkum sem amma hafði prjónað og nú eru tvær útprjón- aðar peysur, sem þær áttu að fá í jólagjöf á næstu jólum, hálfkláraðar. Ég og fjölskylda mín erum Dóru óumræðanlega þakklát fyrir hve góð hún var foreldrum okkar. Hún var þeim sem besta dóttir. Hún var óþreytandi í því að heimsækja þau og færa þeim gleði. Á hverju aðfanga- dagskvöldi eftir að Kiddi og Dóra komu heim frá Danmörku var ekki við annað komandi en að gömlu hjón- in kæmu til þeirra og eyddu með þeim kvöldinu. Eftir að pabbi lést 1982 héldu þau þeim sið áfram og náðu í mömmu alveg þangað til fyrir svona tveim árum að mamma, þá tæpra 93 ára, treysti sér ekki lengur til að fara, en hún dvelur núna á hjúkrunarheimilinu Eir. Síðustu árin hefur móðir okkar verið bundin við hjólastól og þar sem svefnherbergin á heimili þeirra Kristjáns og Dóru eru á annarri hæð var bara útbúið rúm fyrir hana í stofunni og skermað fyrir, því það kom ekki annað til greina en að hún yrði hjá þeim á jóla- nóttina. Hjá Dóru var engin fyrirhöfn of mikil til að öðrum mætti líða vel. Dóra var góð og fjölhæf kona. Þær eru ekki fáar konurnar sem hún hef- ur hjálpað til að komast yfir erfiðu sporin, fyrst eftir að þær höfðu greinst með krabbamein, en hún var ein af þessum hjálpsömu konum sem mynduðu Samhjálp kvenna. Hún gaf mikið af sér og oft meira en hún hafði þrek til. Handavinna hennar liggur víða, ótal jóla- og tækifærisgjafir. Út- saumaðar smámyndir og klukku- strengir, útprjónuð barna- og dúkku- föt og margt fleira, og allt er þetta svo fallegt og vel gert að unun er að. Allt virtist leika í höndum hennar, matseldin, baksturinn, skreytingarn- ar, og hlýlegt og fallegt heimili þeirra hjóna ber svo sannarlega smekkvísi hennar vott. Dóra var aldrei áhorfandi að lífinu, hún tók þátt í því, veik og ekki veik. Á mannamótum virtist hún skemmta sér manna best, alltaf ljúf og kát og átti falleg orð og hrós fyrir alla. Hún var hrókur alls fagnaðar hvar sem hún kom, og félagslynd með afbrigð- um. Alveg fram á síðustu árin hélt hún upp á öll afmæli, stór og smá, og hún heilsaði hverjum gesti svo inni- lega og fagnandi að það var eins og hver og einn væri mikilvægasti gest- urinn í boðinu. Barnaafmælin hennar voru svo skemmtileg, þar sem hún fór í ótal leiki með börnunum og hún átti sér sérstakan afmælissöng, Dóru söng, sem hún stjórnaði og lét alla taka undir. Það var fallegt að heyra hana tala um fjölskyldu sína, hvað hún hefði stutt hana í veikindunum og manninn sinn, sem hefði staðið eins og klettur við hlið hennar alla tíð. Hún talaði um fórn hans og hvernig hann hefði keppst við að gleðja hana og borið hana á höndum sér. Ástúðin og hlýj- an skein úr hverjum drætti hennar og blik kom í augu og ég sá að hún var alveg jafn ástfangin og fyrrum. Ég sá í huga mér ungu stúlkuna og veiku konuna sameinast í hinni einu sönnu ást til mannsins í lífi hennar. Farðu í friði, elsku vinkona, Guð veri með þér og okkur öllum sem syrgja þig. Rósa Kristjánsdóttir. Mig langar að skrifa nokkur fá- tækleg orð til minningar um einstaka konu. Þessi einstaka kona er Hall- dóra Borg Jónsdóttir eða bara Dóra, eins við kölluðum hana flest. Við Dóra vorum ekki skyldar í eiginlegri merkingu þess orðs. En eins og ein úr fjölskyldunni komst svo skemmti- lega að orði vorum við kannski dálítið „andlega“ skyldar. Dóra var systir tengdapabba og því frænka manns- ins míns og barnanna okkar. Það eru svo margar skemmtilegar minningar sem tengjast Dóru: Heim- sóknirnar á Nýbýlaveginn þegar Lilja og Eva Lind, dætur okkar, voru litlar; fertugsafmælið hennar þar sem við mættum í gömlu kjólunum; Lions-vor- og skíðaferðir; fals- ettusöngurinn í dansinum kringum jólatréð í nýársboðinu, danski afmæl- issöngurinn og Dóra sem „prímus mótor“ í „hókí pókí“, jarðarberja- garðinum og fleiri leikjum í hinni ár- legu fjölskylduferð stórfjölskyldunn- ar; Dóra á stuttbuxum, fremst í flokki í gönguferð, þar sem við hin vorum kappklædd og dauðuppgefin. Margt fleira mætti til telja, listinn er langur og það er gott að eiga þessar skemmtilegu minningar. Þegar við hugsum til þess hvernig Dóra lifði getum við ekki annað en dáðst að henni. Dáðst að hugrekki hennar og krafti. Hún lifði til hins ýtrasta. Hún tók áskorunum, ekkert fjall var of hátt til að klífa, engin á of köld til að vaða, enginn vegur of lang- ur til að ganga. Bæði í eiginlegri og óeiginlegri merkingu! En á veginum reyndust ýmsar kaldar ár og há fjöll. Vegurinn eða lífsleiðin var þó ekki alltaf erfið. Oft var hún böðuð í sólskini og lyng og liljur spruttu upp með vegarköntun- um. Þar var ein falleg „Lilja“ sem studdi mömmu svo dyggilega síðustu sporin, ekki síður en traustur eigin- maður, systir og eldri börnin. Margir vinir og ættingjar komu þar við sögu. Öll gengum við með Dóru í hjarta okkar, og munum halda því áfram. Dóru var augljóslega umhugað að safna saman fjölskyldunni til að krækja saman höndum, hvort sem var að vaða í lygnu vatni eða stíga straumhörð stórfljót. Dóra gekk sinn veg allan og gerði það vel. En nú skil- ur leiðir. Vegur Dóru er ekki lengri í þessu lífi. Það er komið að vegamót- um. Dóra fer eina leið, við aðra – og það er erfitt. Dóra okkar heldur inn á braut eilífa lífsins þar sem hún fær nýtt samferðafólk. Hún er lögð af stað í öðruvísi fjölskylduferð með Ragnheiði systur sinni, ömmu Guð- rúnu og afa Jóni og öðrum þeim ætt- ingjum og vinum sem á undan eru gengin. Þar verður örugglega nýtt „hókí pókí“, nýr afmælissöngur og nýr jarðarberjagarður. Blessuð sé minning Halldóru Borgar Jónsdóttur. Jóhanna Magnúsdóttir og fjölskylda. Hún Dóra frænka er farin. Elsku besta frænka mín er farin langt fyrir aldur fram eftir langvarandi veikindi. Við biðum öll og vonuðum, vissum reyndar hvert stefndi, en innst inni vonuðumst við samt eftir einhverju, kannski enn einu kraftaverkinu. Allur þessi tími er í raun eitt stórt kraftaverk, hennar kraftaverk. Hún Dóra fann aldrei fyrir uppgjöf, hún kunni ekki gefast upp. Það er ekki öllum gefin þessi ein- staka bjartsýni á lífið, þessi þrotlausi kraftur og orka sem gerði það að verkum að ekkert varð ómögulegt í hennar augum, og hún sannaði það aftur og aftur að allt er hægt ef vilj- inn er fyrir hendi. Við Dóra berum báðar nafn lang- ömmu minnar, ömmu hennar, og ég er mjög stolt af þessu nafni. Ég hélt nú reyndar sem krakki að ég hefði verið skírð í höfuðið á Dóru frænku, og finnst það nú reyndar aðeins enn, hún hefur alltaf átt svo mikið í mér. Það mesta hrós sem ég gat fengið og fæ enn í dag er þegar mér er líkt við Dóru, hún er svo sannalega sú besta fyrirmynd sem nokkur getur hugsað sér, átti alltaf tíma fyrir mann og alltaf tilbúin að leiðbeina og hjálpa. Hún kenndi manni það að ekkert er ómögulegt, eina sem þarf er viljinn og óbilandi trú á sjálfum sér, svo gerði hún líka alla hluti eitt- hvað svo auðvelda og skemmtilega. Það var alltaf fjör í kringum hana, gleði, kátína, söngur og dans, og hún fór létt með að heilla bæði börn og fullorðna í fjölskyldunni og alla þá sem í kringum hana voru. Gleði henn- ar og bjartsýni var svo smitandi að alltaf tókst henni að fá okkur í lið með sér til að syngja og dansa í öllum jóla- boðunum og fjölskylduferðunum. Það var eiginlega ekki hægt að stand- ast það að taka þátt, maður fylltist krafti bara af því að vera nálægt henni. Þau yngstu fá ekki að kynnast henni, en við hin munum segja þeim frá henni, hún mun aldrei gleymast okkur hinum um ókomna framtíð. Það er eins og partur af manni sé horfinn, partur af hjartanu rifinn í burt, eftir stendur tómarúm sem vonandi með tímanum fyllist af öllum yndislegu minningunum sem maður á um Dóru. Sárust er sorgin hjá Kidda og börnunum, tengdabörnum og barnabörnum. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Guð geymi ykk- ur öll. Í hjarta mér er sorgin sár, söknuður er sefa tár. Þrek og þrótt nú skortir mig, þökk sé fyrir vin sem þig. Helga Halldóra. Elsku Dóra frænka, aldrei höfum við kynnst annarri eins baráttukonu og þú varst. Í fjölskylduferðunum varst þú alltaf manneskjan sem hélt uppi stemmningunni, hvort sem það var í leikjum eða kvöldsöng. Söngn- um þínum munum við aldrei gleyma og mun hann lifa í afmælum okkar, því ekkert afmæli var afmæli án hans. Á sama tíma og talað var um að þú værir illa haldin varst þú að höggva niður jólatré, ganga Horn- strandir og sífellt að koma okkur á óvart. Ef við bræðurnir ættum að velja okkur eina hetju þá ert þú án efa hetjan í okkar lífi. Kiddi, Guðrún, Kristján og Lilja, við vottum ykkur og fjölskyldum ykkar okkar dýpstu samúð. Ykkar frændur Ólafur, Sindri og Jökull. Vorinu er að ljúka og sumarið tek- ið við. Sól er hátt á lofti og bjartar sumarnætur framundan. Fossvogs- dalurinn sem og aðrir dalir landsins er að vakna úr vetrardvala. Foss- vogsdalurinn sem gaf Dóru ómetan- lega orku og styrk á erfiðum stund- um er smám saman að taka á sig hlýja sumarmynd. Gönguferðir og hjólreiðatúrar Dóru um þennan dal veittu henni baráttustyrk ár eftir ár. Nærvera hennar við móður náttúru var hennar einskonar lífsnæring. Það var eins og hún tæki til sín orku frá sólinni og gróðrinum. Á þessum fagra árstíma kveður Dóra vinkona þennan heim, þreytt eftir hetjulega baráttu í tæpa tvo ára- tugi. Já, hetjulega baráttu því engum hef ég kynnst sem hefur haft eins mikla lífslöngun og Dóra. Hún þráði að lifa, þráði að taka þátt og þráði að sjá börnin sín vaxa úr grasi, fylgjast með þeim taka fyrstu sjálfstæðu sporin út í lífið. Og henni tókst það. Dóra var sterkur persónuleiki. Lét ættmenni, vini og umhverfið sig varða. Hún fylgdist ávallt vel með högum þeirra sem hún kynntist. Samgladd- ist þegar vel gekk og hughreysti þann sem átti bágt. Ávallt tilbúin að vera þátttakandi þar sem eitthvað var um að vera. Sérstök ættrækni Dóru varð til þess að við hjónin kynntumst Dóru og Kidda fyrir tæpum 25 árum. Eig- inmenn okkar eru systrasynir, en höfðu lítið vitað hvor af öðrum þar til Dóra „kippti því í liðinn“. Allar götur síðan höfum við hjónin notið ómet- anlegrar vináttu þeirra Dóru og Kidda sem við verðum ævinlega þakklát fyrir. Ferðalag okkar allra í kring um landið eftir vel heppnað ættarmót í Önundarfirði verður sennilega hápunktur okkar í minn- ingunni. Vinátta okkar Dóru var einstök. Hlýhugur okkar í garð hvor annarrar var einlægur. Varla leið sá dagur að við ekki töluðum saman eða hittumst. Þá höfðum við sérstaklega gaman af því að eiga sama afmælisdag, þótt- umst oft kannast við margt í fari hvor annarrar sem „ekta ljónynjur“. Það var sem sagt árið 1978 sem við kynntumst á stofnfundi JC Víkur. Báðar stóðum við að stofnun félags- ins ásamt rúmlega sextíu hressum konum. Þetta voru skemmtileg ár. Þarna var hún í essinu sínu enda mjög félagslynd kona. Tilbúin að vinna öll þau verkefni sem fyrir hana voru lögð, auk þess að vera vinsæll og skemmtilegur félagi á góðum stund- um. JC áhugi hennar opnaði augu hennar fyrir frábærum leiðbeinanda- hæfileikum sínum. Það eru ófáir nemendur úr Tjarnarskóla sem tóku sín fyrstu spor í ræðumennsku undir leiðsögn Dóru. Sem frábær JC leið- beinandi var Dóra góðfúslega beðin um að taka að sér kennslu í tjáningu og framsögn fyrir Tjarnarskóla. Þar með hófst nýr kafli í lífi Dóru. Börnin í Tjarnarskóla eignuðust stórt hólf í hjarta Dóru. Sem fyrrverandi JC félagar stofn- uðum við nokkrar stöllurnar hóp sem hittist af og til. Þennan hóp kölluðum við Mozart kúlurnar. Einlægur vina- hópur sem nýtur þess að hittast á góðum stundum. Við Dóra gengum báðar í Lions ár- ið 1984, hún í Lionessuklúbbinn Ýr í Kópavogi og ég í Lionessuklúbbinn Eir í Reykjavík. Báðir þessir klúbbar eru Lionsklúbbar í dag. Seinna kom Dóra „yfir til mín“ eins og við köll- uðum það og störfuðum saman í Lionsklúbbnum Eir alla tíð. Þar end- urtók sama sagan sig og í JC. Dóra var hrókur alls fagnaðar, skemmtileg og samviskusöm. Það geislaði af henni í hvert sinn sem hún mætti á fundi. Jafnvel undir það síðasta þeg- ar sjúkdómurinn hafði markað sín spor kom hún brosandi inn í salinn. Við félagarnir í Eir hlustuðum ávallt hljóðar þegar Dóra talaði. Henni var lagið að láta okkur sjá hluti út frá fleiri en einu sjónarhorni. Stundum átti hún það til að „skamma“ okkur fyrir annaðhvort svartsýni, leti eða aðgerðarleysi. Hún tók okkur með sér á flug með nokkr- um setningum, án þess að nokkur okkar skildi hvernig hún færi að því. Þetta var Dóra í Lions. Það var erfitt að sitja á síðasta fundi og horfa á stól- inn hennar tóman í upphafi fundar. Ekki má gleyma að eiginmenn okkar og frændurnir eru félagar í Lionsklúbbnum Tý. Týsmenn nutu stuðnings Dóru allt frá stofnum klúbbsins. Þar hafa sumarferðir þeirra félaga verið hápunktur fjöl- skyldunnar með Dóru í fararbroddi sem aðaldagskrárstjóra barna okkar og umboðsmann þeirra. Þegar börn- in okkar fóru í leiki mátti ávallt reikna með að Dóra væri einhvers staðar nálægt. Það verður mikill söknuður hjá mörgum við fráfall Dóru. Söknuður minn sem vinkonu Dóru er mikill. Nú er horfin sú vinkona sem ég gat trúað fyrir mínum dýpstu tilfinningum. Þannig hef ég misst mína einlægu vinkonu. En við megum ekki gleyma því að Dóra verður meðal okkar áfram, í hjarta okkar, í huga okkar og sem lærimeistari okkar í þeirri lífsleikni að lifa lífinu jákvæð og bjartsýn. Dóra trúði á lífið sjálft. Elsku Kiddi, Guðrún, Kristján yngri og Lilja. Guð blessi ykkur í söknuði ykkar. Blessuð sé minning Dóru. Hvíl í friði. Þórhildur. Ég minnist þín fyrir vináttu okkar. Fyrir örlæti þitt, fölskvalausa gleði og hreinleika hjarta þíns. Fyrir það hve góð móðir og góður leiðbeinandi þú varst börnum þínum. Fyrir ást ykkar hjónanna, virðingu og um- hyggjusemi fyrir hvort öðru. Fyrir umhyggju þína og ástríki til allra þeirra sem þú elskaðir. Fyrir heilindi þín og það hve vel þú vildir öllum. Fyrir það hversu mildum og ákveðnum höndum þú tókst á við- kvæmum málefnum. Fyrir þá virð- ingu sem þú sýndir annarra skoðun- um þótt þær væru aðrar en þínar. Fyrir bjartsýni þína – baráttuþrek – hugrekki – viljastyrk. Fyrir það æðruleysi sem þú sýndir og auðmýkt þína fyrir lífinu. Fyrir þann kærleik sem þú áttir í ríkum mæli og deildir af óeigingirni með öðrum. Fyrir trú þína á lífið og tilgang þess. Fyrir það að þiggja ætíð með þakklæti allar góðar gjafir lífsins. Fyrir svo margt sem ekki verður upp talið. Elsku vinkona, takk fyrir sam- fylgdina að þessu sinni. Anna. Það var um haustið 1968 að hópur Íslendinga hélt til Álaborgar á Jót- landi. Strákarnir fóru í tækniskólann en stelpurnar sáu um að færa björg í bú því í þá daga voru nær engin námslán í boði fyrir fátæka náms- menn. Ári síðar bættust fleiri í hóp- inn og þessir íslensku námsmenn og fjölskyldur þeirra urðu eins og ein stór fjöldskylda. Allir hjálpuðust að hvort sem var við barnapössun eða bílaviðgerðir en lengi vel var einn bíll til í hópnum sem var vel nýttur af stórfjölskyldunni. Á jólum, áramótum og öðrum há- tíðum héldum við hópinn og börnin kunnu vel að meta þetta enda flest á svipuðum aldri og góðir leikfélagar. Já, það eru margar minningarnar frá þessum árum og ekki hægt að minn- ast þeirra án þess að nefna Dóru og Kidda sem voru aðal driffjaðrirnar í hópnum. Einhvern veginn er alltaf talað um þau í einu – Dóru og Kidda – þau hafa alltaf verið svo samhent, svo samofin eins og einn maður. Árin liðu og að loknu námi var haldið heim til Íslands en tengslin rofnuðu samt ekki. Hópurinn hélt áfram að halda sambandi og í mörg ár hittumst við reglulega. Eftir því sem árin liðu fækkaði samverustund- unum, en alltaf er samt jafn gaman að hittast og rifja upp gömlu góðu Álaborgarárin. Við gleymum ekki hvað Dóra var stolt þegar hún til- kynnti okkur eitt skiptið sem við hitt- umst, að hún og Kiddi ættu von á barnabarni og að þau yrðu fyrst til að verða afi og amma. Þá risu tvær úr hópnum upp og sögðust líka eiga von á barnabarni og á þremur mánuðum fæddust þrjú börn. Að þessu hefur oft verið hlegið og við segjum gjarn- an að þetta sýni best samheldnina sem var í hópnum. Dóra hélt áfram að vera driffjöðrin í hópnum og fyrir nokkrum árum stofnaði hún ömmuklúbbinn sem síð- an hefur komið saman nokkrum sinn- um með börnum og barnabörnum, öllum til mikillar ánægju. Við viljum að leiðarlokum þakka fyrir þennan skemmtilega tíma sem við áttum saman bæði í Álaborg og síðan hér heima. Dóru verður sárt saknað í hópnum okkar og við kveðj- um hana með þakklæti fyrir dugn- aðinn og lífskraftinn sem fylgdi henni. Elsku Kiddi, við sendum þér, börnunum og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur og biðjum góðan guð að styrkja ykkur á erfiðri stundu. Álaborgarvinirnir. Kveðja frá Lionsklúbbnum Eir Í dag kveðjum við í Lionsklúbbn- um Eir einn okkar besta og trygg- asta félaga og vin, Halldóru Jóns- dóttur. Dóra hefur verið félagi í Eir frá árinu 1988. Hún var trú Lionshug- sjóninni og starfaði af atorku og alúð að öllu sem hún tók að sér fyrir klúbbinn okkar. Dóra var frábær fé- lagi sem alla tíð hvatti okkur til góðra verka og með metnaðarfullu starfi sínu bar hún hróður okkar víða. Með umhyggju sinni og hreinskiptni kom hún oft með góðar ábendingar og hristi þannig upp í okkur og efldi með okkur Lionsandann. Dóra sóttist ekki eftir hóli fyrir sín góðu störf. Fólst hennar umbun í gleði og þakk- læti þeirra sem nutu góðs af. Við fé- lagskonur í Eir vorum stoltar af frumkvæði hennar þegar í ljós kom SJÁ NÆSTU SÍÐU
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.