Morgunblaðið - 17.05.2002, Side 58
MINNINGAR
58 FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
að hún hafði á eigin spýtur safnað
hjálpartækjum í stórum stíl fyrir
hönd klúbbsins sem send voru til
Litháen en þetta er verkefni sem
Lionshreyfingin stendur sameigin-
lega að.
Fyrir einstök störf sín í þágu Lions
var Dóra gerð að Melvin Jones fé-
laga. En það er mesta virðing, heiður
og þakklætisvottur sem klúbbur eða
hreyfingin getur sýnt félaga sínum.
Með fráfalli Dóru hefur verið
höggvið stórt skarð í okkar hóp. Við
sjáum á eftir vinkonu sem hafði sér-
staka útgeislun til að bera og frá
henni stafaði einstök gleði og hlýja.
Við höfum ætíð dáðst að andlegum
styrk hennar og hetjuskap og notið
birtunnar og ylsins sem frá henni
stafaði. Við höfum átt margar
ógleymanlegar stundir saman bæði í
starfi og leik. Fyrir þær erum við
þakklátar og þeirra munum við ætíð
minnast. Með söknuði og eftirsjá
kveðjum við mætan félaga.
Sumir kveðja
og síðan ekki
söguna meir
– Aðrir með söng
er aldrei deyr
(Þorsteinn Vald.)
Við vottum Kristjáni, börnum
þeirra, tengdabörnum og öðrum ást-
vinum einlæga samúð.
Guðríður M. Thorarensen,
Ásta Bára Jónsdóttir,
Edda Imsland.
Kveðja frá
Lionsklúbbnum Tý
Í dag kveðjum við vin okkar hana
Dóru. Hana kveðjum við með sökn-
uði en um leið skilur hún eftir sig frá-
bæra minningu um glaðværa og góða
manneskju sem ávallt gladdi þá sem
nálægt henni voru. Við félagarnir í
Tý og fjöskyldur okkar munum
minnast margra samverustunda, frá
skemmtunum, í sameiginlegum
verkefnum sem staðið var að og síð-
ast en ekki síst minningar frá sum-
arferðum þar sem ungir sem aldnir
hrifust af lífskrafti hennar Dóru.
Dóra kom þannig fram að einungis
góðar minningar standa eftir sem við
munum öll varðveita með okkur.
Hún var sannur Lionsfélagi og
heiðruð með Melvin Jones-orðunni
eins og Kristján félagi okkar.
Kæri Kristján, við félagar þínir í
Tý og fjölskyldur okkar viljum votta
þér, börnum þínum, tengdabörnum
og allri fjölskyldu dýpstu samúð á
þessum erfiða tíma.
Megi Guð blessa ykkur og minn-
inguna um hana Dóru okkar.
F.h. félaga í Lionsklúbbnum Tý
Theódór S. Halldórsson
formaður.
Í dag kveðjum við kæra vinkonu
og vinnufélaga, Halldóru B. Jóns-
dóttur.
Dóra var hugmyndarík og drífandi
kona sem kom öllum í gott skap sem í
kringum hana voru. Jákvæðni henn-
ar og félagslyndi urðu til þess að hún
var sjálfkjörinn foringi hópsins þeg-
ar skipuleggja átti samkomur og
skemmtanir.
Minnisstæðar eru ferðirnar út í
óvissuna og ógleymanleg er ferðin til
Danmerkur á síðasta ári þar sem
Dóra var hrókur alls fagnaðar.
Við minnumst vinkonu okkar sem
hetju og baráttukonu sem ekki var á
því að gefast upp en varð að lúta í
lægra haldi fyrir þeim sjúkdómi sem
lagði hana að velli.
Dóra sinnti þjónustu við konur
sem nota gervibrjóst og lagði grunn-
inn að þjónustunni sem veitt er í dag
hjá Eirbergi. Hún rækti starf sitt af
alúð og hafði samkiptin persónuleg
og tryggði að skjólstæðingnum liði
sem best.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur hið sama,
en orðstír deyr aldregi
hverjum sér góðan getur.
(Úr Hávamálum.)
Við vottum fjölskyldu Dóru okkar
dýpstu samúð.
Vinnufélagar Eirbergi ehf.
Kveðja frá
starfsfólki Össurar hf.
Fallin er frá samstarfskona okkar
hjá Össuri, Halldóra Borg Jónsdótt-
ir, kölluð Dóra í daglegu tali. Þegar
við lítum yfir farinn veg og hugsum
um stundirnar sem við áttum með
Dóru kemur fyrst upp í hugann sá já-
kvæði kraftur og útgeislun sem frá
henni stafaði. Hún var glaðvær og já-
kvæð og vílaði aldrei neitt fyrir sér.
Til hennar var alltaf hægt að leita
með stór mál og smá. Dóra hóf störf
hjá Össuri hf. í sumarbyrjun 1995.
Hún starfaði í versluninni við af-
greiðslustörf en þar voru m.a. seld
gervibrjóst fyrir konur sem misst
höfðu brjóst í kjölfar brjóstakrabba-
meins. Dóra tók að sér að þjónusta
þessar konur og veita þeim ráðgjöf,
og gerði það einstaklega vel.
Hún vann mikið og gott starf í
þágu Krabbameinsfélagsins, m.a. í
Samhjálp kvenna þar sem hún tók
þátt í að heimsækja konur sem höfðu
greinst með brjóstakrabbamein og
veitti þeim ráðgjöf og styrk. Fyrir
nokkrum árum átti Dóra frumkvæði
að því að flutt var til landsins þreifi-
brjóst sem var ætlað til kennslu.
Þetta þreifibrjóst var síðan gefið
Krabbameinsfélaginu og hefur það
verið nýtt hjá félaginu til forvarnar-
starfa. Það var fyrst og fremst kraft-
ur og dugnaður sem einkenndi Dóru
og þrátt fyrir erfið veikindi heyrði
maður hana aldrei kvarta. Við kveðj-
um Dóru með söknuði og erum þakk-
lát fyrir að hafa fengið að kynnast
henni og njóta starfskrafta hennar.
Við vottum aðstandendum samúð
okkar.
Að berjast upphátt er einkar djarft.
En öllu vaskari er sá sem orrustu heyja í
eigin brjósti við ógæfu liðsstyrk má.
Við treystum að honum til heiðurs
sem í hernaði slíkum dó
englarnir marséri – allir í takt –
einkennisklæddir í snjó.
(Þýð. Hallberg Hallmundsson.)
Halldóra Jónsdóttir er látin langt
um aldur fram. Hún gerðist sjálf-
boðaliði Samhjálpar kvenna árið
1989, til stuðnings konum sem grein-
ast með brjóstakrabbamein. Var
stuðningshópnum mikill fengur í
þeim liðsauka. Halldóra bjó yfir
óþrjótandi orku og áræði sem sífellt
kom okkur á óvart. Þó vissum við að
hún gekk ekki alltaf heil til skógar.
Dæmi um eljusemi hennar eru mörg.
Hún var sannur forkur í fjáröflun
fyrir starfsemina í gegnum árin. Hún
lagði á sig ómetanlega vinnu vegna
20 ára afmælis Samhjálpar kvenna.
Frjór hugur hennar og tengsl við
stóran hóp fólks kom starfsemi okk-
ar oft einkar vel, t.d. í tengslum við
„Opið hús“ hjá stuðningshópnum.
Allt þetta verður seint fullþakkað.
Veikindum sínum mætti Halldóra
með sama kjarki og krafti og öðrum
verkefnum sem hún tókst á við í líf-
inu, þótt oft væri þungt undir fæti.
Mikil kjarnakona er gengin. Við
minnumst hennar með virðingu og
þökk í huga. Fjölskyldunni vottum
við einlæga hluttekningu og biðjum
góðan Guð að styrkja þau í sorginni.
Samhjálp kvenna.
Langt um aldur fram hefur Dóra
kvatt okkur eftir erfið veikindi. Með
nokkrum fátæklegum orðum langar
okkur til að minnast hennar.
Við kynntumst henni Dóru og
Kidda manninum hennar vorið 1968
er við hittumst í Landmannalaugum.
Má segja að vinátta okkar hafi orðið
sterk strax þá, enda þau hjónin bæði
einstaklega skemmtileg.
Er Kiddi og Ingvi fóru saman í
framhaldsnám til Álaborgar
ákváðum við að leigja saman ein-
býlishús og búa þar ásamt ungum
dætrum okkar. Það var oft kátt á
hjalla í þessu húsi, sem við skírðum
Heklu. Mikill gestagangur var þarna
og var það ekki síst Dóru og Kidda að
þakka, enda hrókar alls fagnaðar.
Dóra ákvað fljótlega eftir að við
komum út að fara út á vinnumark-
aðinn, og ég man svo vel að hana
vantaði far inn í borgina, svo hún
spurði bláókunnugt fólk, sem hún
vissi að færi í borgina um klukkan
hálfsex á hverjum morgni, hvort hún
gæti fengið far með því, sem hún að
sjálfsögðu fékk. Ég dáðist að þessari
framtakssemi.
Á hverju föstudagskvöldi fórum
við Dóra í bingó og höfðum mikið
gaman af, fengum líka mjög oft vinn-
inga. Ég var ólétt að öðru barninu
mínu á þessum tíma og höfðum við
Dóra það oft í flimtingum að ég, hún
og Daníel bingó værum að fara sam-
an í bingó. Og það var einmitt í bingó
sem ég tók sóttina og hún Dóra
studdi mig heim til að taka sjúkrabíl
upp á spítala. Dóra var stoð mín og
stytta á þessum tíma, enda var það
sjálfgefið að biðja Dóra og Kidda um
að vera barninu skírnarvottar.
Það er eins og það hafi gerst í gær,
þegar við fjögur sátum saman á
kvöldin eftir að börnin voru sofnuð
og drukkum kvöldkaffið, að heyra
óteljandi sögur frá þeim hjónum, en
það brást ekki að alltaf lumuðu þau á
skemmtilegum sögum sem unun var
að hlusta á.
Elsku Dóra mín, þú hefur gefið
okkur svo miklu meira en þú getur
ímyndað þér og okkur líður vel að
vita að þér líður vel núna. Megi sorg-
ir aðstandenda þinna linast með tím-
anum. Við sendum þeim öllum okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Sigríður Jóna Egilsdóttir,
Ingvi I. Ingason.
Elsku Dóra. Þegar við hófum störf
hjá Innanlandsdeild Össurar fyrir
nokkrum árum, þá minnumst við
þess hve vel þú tókst á móti okkur og
bauðst okkur velkomnar til starfa.
Það er heiður að hafa fengið að starfa
með þér og eignast þig sem vin. Þú
bjóst yfir svo mörgum kostum en ef
við ættum að draga fram einhverja
sem lýstu þér best þá var það já-
kvæðni, glaðværð og dugnaður.
Atorka þín og dugnaður voru ein-
stök. Þegar eitthvað stóð til, hvort
sem það var í sambandi við vinnuna
eða skemmtiferð, þá komst þú alltaf
með hugmyndir um hvað væri hægt
að gera, svo oft var leitað til þín þeg-
ar skipuleggja átti óvissuferðir, dek-
urdag og fleira. Við minnumst þess í
einni ferð okkar þegar rútan rann í
hlað hjá bóndabæ og allir fengu út-
hlutað fötu, svuntu, húfu og hanska
frá þér. Svo rakstu alla beint út í fjós-
ið til að fara að mjólka. Þegar í fjósið
var komið stóð ekki til að mjólka
heldur að dansa kántrýdans. Þú
hafðir mikið gaman af svipnum á
okkur þá og hlóst mikið.
Hjá þér var fjöldskyldan alltaf í
fyrirrúmi og þú geislaðir af stolti
þegar þú sýndir okkur myndir af
börnum þínum og barnabörnum.
Við kveðjum þig með söknuð í
hjarta og minningar í huga.
Fjöldskyldu hennar og öðrum ást-
vinum sendum við okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Guð blessi minningu Halldóru
Jónsdóttur.
Þínar vinkonur,
Fanný, Þórunn og Unnur.
HALLDÓRA
BORG JÓNSDÓTTIR
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upp-
lýsingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og
börn, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer
fram. Ætlast er til að þessar
upplýsingar komi aðeins fram í
formálanum, sem er feitletrað-
ur, en ekki í greinunum sjálf-
um.
Formáli
minning-
argreina
✝ Sölvi Guttorms-son var fæddur á
Síðu í Víðidal í V-
Hún. 2. febrúar 1913.
Hann lést á sjúkra-
húsinu á Hvamms-
tanga 10. maí síðast-
liðinn. Foreldrar
Sölva voru Guttorm-
ur Stefánsson, f. í
Fljótsdal 1. septem-
ber 1866, alinn upp að
Arnheiðarstöðum í
Fljótsdal, d. 11. nóv-
ember 1928, og Arn-
dís Guðmundsdóttir,
f. að Klömbrum 30.
október 1873 og ólst upp á Hara-
stöðum í Þverárhreppi, d. 4. sept-
ember 1950. Systkinin voru ellefu,
sjö þeirra komust á fullorðinsár.
Þau voru Soffía, Sigurður, Sigur-
björg, Anna, Sölvi, Guðmundur og
Droplaug sem lifir systkini sín.
Sölvi kvæntist árið 1949 Hildu
Elísabeth Hansen, f. í Svíney í Fær-
eyjum 9. mars 1917. Foreldrar
hennar voru Hanus Hansen sjó-
maður og bóndi í Svíney og kona
hans Elsebeth Petronella Hansen.
Börn þeirra eru: 1) Arndís Helena,
f. 31. desember 1950, gift Eggerti
Garðarssyni, f. 4. júlí 1950, d. 25.
október 1991. Börn þeirra eru Sól-
ey Halla, f. 11. mars 1972, Örlygur
Karl, f. 12. apríl 1975, kvæntur
Huldu Ósk Ragnarsdóttur, f. 27.
desember 1979, börn þeirra Hekla
Ýr, f. 8. október 1996, og Hera
Rán, f. 16. febrúar 2001. Erling
Viðar, f. 5. júlí 1977, sambýliskona
er Jóhanna Birna Guðmundsdótt-
ir, f. 30. mars 1980. 2) Guttormur
Páll, f. 15. mars 1952, kvæntur
Kristbjörgu Gunnarsdóttur, f. 23.
ágúst 1953. Börn þeirra: Jóna
Kristín, f. 6. janúar 1975, sambýlis-
maður Þór Snær Sigurðsson, f. 28.
nóvember 1973, dóttir Kristjana
Björg, f. 6. febrúar 2001. Hilda El-
ísabeth, f. 18. desember 1975, gift
Björgvin Unnari Ólafssyni, f. 4.
nóvember 1975, börn
Guttormur Unnar, f.
2. september 1995,
og Helga Rós, f. 7.
ágúst 1997. Rósa
Matthildur, f. 31. des-
ember 1979, sam-
býlismaður Viðar
Örn Guðnason, f. 6.
janúar 1977, sonur
Guðni Grétar, f. 11.
mars 1999. Sölvi, f.
13. október 1990. 3)
Sigurbjörg Berglind,
f. 18. maí 1954, gift
Eðvald Daníelssyni,
f. 14. apríl 1957.
Börn þeirra: Brynjar Már, f. 18.
júní 1976, kvæntur Kristrúnu Ein-
arsdóttur, f. 4. desember 1972,
börn hennar: Alexander Már, f. 14.
desember 1992, og Irma Lind, f.
15. desember 1993. Sonja Mjöll, f.
27. júlí 1979, sonur Draupnir Orri,
f. 11. október 2000. Sölvi Mars, f. 6.
desember 1982.
Sölvi ólst upp á Síðu og þegar
faðir hans lést tók hann við búi
með móður sinni og systkinum, þar
til hún lést 1950 og bjó hann þar til
ársins 1972, en þá flutti hann til
Hvammstanga og bjó þar síðan.
Ásamt búskap á Síðu vann hann
við vöruflutninga bæði á sínum
vörubílum og einnig annarra. Vet-
urinn 1932–1933 stundaði hann
nám á Bændaskólanum á Hvann-
eyri. Eftir að hann flutti til
Hvammstanga vann hann við
Verslun Sigurðar Pálmasonar,
bæði sem verkstjóri í sláturhúsi og
sem pakkhúsmaður þar til hann
var kominn á áttræðisaldur.
Sölvi gegndi ýmsum trúnaðar-
störfum fyrir sýslu og sveit, t.d. sat
í hreppsnefnd Þverárhrepps,
skólanefnd Þverárhrepps og var
formaður sóknarnefndar Breiða-
bólstaðarsóknar til margra ára.
Útför Sölva verður gerð frá
Hvammstangakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Við viljum minnast Sölva afa í
nokkrum orðum. Afi var góður og
brosmildur rólegheitamaður sem
alltaf var til í að spjalla. Margar
minningar skjóta upp kollinum þeg-
ar við hugsum til hans. Í æsku minn-
umst við sérstaklega þess að er hann
kom í heimsókn hafði hann alltaf sír-
íus-rjómasúkkulaði með sér til að
gefa stelpunum sínum. Enn er hlegið
að því þegar hann kom óvænt á Síðu
til okkar og hafði ekkert súkkulaði
meðferðis. Var þá leitað í öllum vös-
um og ekkert fannst. Eftirleiðis
gleymdi hann því aldrei að hafa eitt-
hvert góðgæti með í för. Það var allt-
af gaman að koma í heimsókn til afa
og ömmu, vel tekið á móti fólki og var
Hilda amma alltaf snögg að koma
upp veisluborði. Gaman var að heyra
ömmu raula færeysku sálmana sína
og afi sitjandi í sínum hægindastól
sem ískraði svo eftirminnilega í,
brosandi og í mesta lagi tuðandi yfir
því að amma heyrði ekki neitt.
Afi kom suður í síðasta mánuði og
náðum við að spjalla saman og sagði
hann okkur þá frá því er hann tók bíl-
prófið en hann hafði bílpróf í 70 ár.
Þegar hann fór í fyrsta sinn til
Reykjavíkur þurfti hann að byrja á
því að ganga að Holtavörðuheiðinni
þar sem hann fékk far og svo sigldi
hann frá Borgarnesi til Reykjavíkur
því að ekki var þá búið að brúa Hvít-
ána. Við töluðum einnig um hve
margt hefði breyst á aðeins einni
mannsævi, eins og hvað ferðaleiðirn-
ar hafa styst frá nokkrum dögum á
hestbaki niður í 2 klst. á bíl í gegnum
göngin. Svo hvíslaði lítill fugl að okk-
ur um daginn að þegar afi og Nanni
voru á heimleið hefði lögreglan
stoppað þá á heiðinni fyrir of hraðan
akstur.
Afi var alltaf hress, sérstaklega
eftir að hann fékk gangráðinn, þá
varð hann miklu hressari og ung-
legri. Það var alveg ótrúlegt að mið-
að við aldurinn, 89 ár, var hann enn
alveg klár í kollinum og aðeins kom-
inn með nokkur grá hár í vangann.
Það var erfitt að sjá hann á spítalan-
um, en þar fengum við tækifæri til að
halda í höndina á honum og kveðja
hann áður en hann færi til ömmu.
Elsku afi, þín verður sárt saknað.
Hvíl í friði.
F.h. barnabarnanna
Jóna Kristín, Hilda
Elísabeth, Rósa Matthildur.
Við andlát Sölva Guttormssonar
koma fram margar minningar frá
liðnum árum.
Sölvi var samstarfsmaður minn
um árabil við Verslun Sigurðar
Pálmasonar á Hvammstanga, en
einnig áður í góðum viðskiptum sem
bóndi á Síðu. Eftir að hann og Hilda
kona hans brugðu búi og fluttu til
Hvammstanga vann hann um árabil
ýmis störf í pakkhúsi og sláturhúsi
VSP og rækti öll sín verk með stakri
natni og umhyggju. Það var einnig
ljúft að hafa Sölva í hópi starfsfólks-
ins á skemmtistundum, sem oft voru
tíðkaðar, ferðir eða aðrar samveru-
stundir.
Sölvi var hæglátur maður, en
glettinn og sagði skemmtilega frá.
Hann var með fyrstu mönnum sem
hófu akstur í héraðinu og var einnig í
ferðum milli Hvammstanga og
Reykjavíkur. Margar sögur sagði
hann af þeim ferðum, sem tóku
stundum allt að einum sólarhring,
þótt ekkert sérstakt hamlaði för.
Sölvi bjó hin síðustu ár í góðu sam-
býli með eldri borgurum í Nestúni á
Hvammstanga, fyrst með Hildu
sinni og síðar einn, eftir fráfall henn-
ar 1998. Það var alltaf gott að koma
til hans, heimsóknirnar hefðu þó
mátt vera tíðari af minni hálfu, því
notalegt var að tylla sér hjá honum
og rabba. Sölvi hélt góðri heilsu til
hins síðasta, þótt elli kerling sækti á.
Við fjölskylda mín þökkum sam-
fylgdina, biðjum honum blessunar og
vottum börnum hans og afkomend-
um samúð okkar. Minningin um
Sölva Guttormsson er hrein og þar
fellur hvergi á skuggi.
Karl Sigurgeirsson.
SÖLVI
GUTTORMSSON