Morgunblaðið - 17.05.2002, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 17.05.2002, Qupperneq 59
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2002 59 ✝ James JosephDempsey fæddist í Westchester County í New York-ríki í Bandaríkjunum 16. október 1953. Hann lést á Landspítalan- um í Fossvogi 8. maí síðastliðinn. Hann ólst upp hjá foreldr- um sínum í Yorktown Heights í Westchest- er County. Foreldrar hans eru James Jos- eph Dempsey frá New York, f. 15.10. 1922, d. 12.11. 1984, og Julia M. Dempsey frá New York, f. 22.5. 1921, nú búsett í Florida. Systkini hans eru: Diane M. Dempsey, f. 20.11. 1954, búsett í Houston í Texas, Gerald Demps- ey, f. 3.10. 1956, búsettur í New York, kvæntur Anne Marie Carl- ey, Mary Elizabeth Dempsey, f. 23.4. 1962, búsett í New York. James útskrifaðist frá York- town High School 1971, síðan frá Clarkson University í Potsdam í New York-ríki 1975 með BS- gráðu í eðlisfræði. Tók masters- próf í stærðfræði og tölvufræðum frá sama skóla 1977. James starf- aði hjá IBM í New York í 6 ár að loknu námi og vann við forritun og fleira. Hann kvæntist Amy Ewing 1979, bjó með henni í Connecticut, en þau skildu. James starfaði sem flug- maður og flugkenn- ari um árabil í Conn- ecticut. James flutt- ist til Íslands 1994, hóf sambúð með Guðrúnu Markús- dóttur í Langagerði í Hvolhreppi, þar sem þau stunduðu búskap ásamt öðr- um störfum og bjó þar til dauða- dags. Þau eignuðust soninn Mark- ús James árið 1995. James starfaði hjá Tölvumyndum í Reykjavík á árunum 1999–2000, en rak fyrirtækið Gagnasýn, ásamt Eiði Arnarsyni, á árinu 2001. Hann stofnaði fyrirtækið Langagerði ehf. á þessu ári, þar sem ætlunin var að sinna margs konar tölvuþjónustu. Útför James verður gerð frá Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 14.30. Kynni mín af James hafa kennt mér að hugtakið tími er afstætt fyr- irbæri. Kynni okkar, sem eingöngu stóðu í rúm tvö ár, eru samt eins og við höfum þekkst alla ævi. Það er erf- itt að skýra það en þannig er það. Allt frá fyrstu kynnum höfum við haft mikið samband, unnið saman, stofnað saman fyrirtæki, farið utan á ráð- stefnur, farið saman að veiða og síð- ast en ekki síst talað mikið saman og skemmt okkur konunglega þennan tíma. James var einstaklega fróður og þrá hans til að vita meira var þvílík að fáir geta fetað í fótspor hans, hann var gífurlega víðlesinn og því hafsjór af fróðleik nánast á hvaða sviði sem var. Það er erfitt að standa frammi fyrir því að náinn vinur og samstarfsmaður hverfi allt í einu án nokkurs fyrirvara, en veikindi gera ekki boð á undan sér. James, ég á eftir að sakna þín eins og fleiri samferðamenn þínir. Ég vil þakka þér fyrir þau forréttindi að hafa kynnst þér. Það verður aldrei fullþakkað. Elsku Guðrún og Mark- ús, megi góður Guð gefa ykkur styrk í sorg ykkar og einnig votta ég móður og systkinum James samúð mína. Guð blessi ykkur öll. Eiður Arnarson og fjölskylda. James Joseph Dempsey kom hing- að til lands sem ferðamaður fyrir um áratug. Hann kynntist þá Guðrúnu Markúsdóttur, heimasætu í Langa- gerði í Hvolhreppi, og tókust með þeim ástir. James átti að baki fjölbreytt nám og störf í heimalandi sínu, Bandaríkj- unum, meðal annars sem atvinnuflug- maður og tölvufræðingur. Það virtist ekki vefjast fyrir honum að söðla um, fara að sinna búskap og ræktun hér við ystu höf. Hann nálgaðist verkefn- in með skipulegum hætti, las allt sem hann komst yfir og ræddi við kunn- áttumenn, varð þannig sjálfmenntað- ur í búfræðum, en fór ekki endilega troðnar slóðir. Að heimsækja James í Langagerði var ávallt fræðandi og maður fór rík- ur af hugmyndum og fróðleik af hans fundi. Ég man þegar James sýndi mér gróðurhúsið, sem hann hannaði og smíðaði eftir kúnstarinnar reglum. Það virkaði vel, enda til þess vandað og hvert atriði þaulhugsað. Eins þeg- ar við gengum um akrana og túnin þar sem nýjar fóðurjurtir spruttu í bland við gamlar. Sumar höfðu menn talið að gætu tæplega sprottið hér að gagni, en þær brögguðust ágætlega innan við skjólbeltin í Langagerði. Einu sinni fór ég með félaga mínum Páli Pálssyni til gæsaveiða í akri hjá James og Guðrúnu. Eftir svolítinn fróðleik um atferli gæsarinnar út- skýrði James hve tæpt á skurðbrúnir þurfti að sá korninu. Þannig náði gæsin ekki að lenda í akrinum óslegn- um og spilla uppskerunni. Þegar farið var í fjósið og geldneytin skoðuð fylgdi fyrirlestur um vaxtarhraða nautgripa, samspil fóðureininga og þyngdaraukningar, og á hvaða tíma- bilum í æviskeiði gripanna væri hag- kvæmast að lóga þeim að teknu tilliti til allra þessara þátta. Eitt síðasta sinn sem við töluðum saman rakti James kenningar um áhrif sólgosa á ýmis náttúrufyrirbæri á jörðu, m.a. jarðhræringar og jarðelda. Hann velti því fyrir sér hvort hægt væri að segja fyrir náttúruhamfarir af því tagi með því að fylgjast með sólinni. James kom mér fyrir sjónir sem vel lesinn, ríkur að hugmyndum og hæfileikum. Búskapurinn varð auka- geta hjá James. Hann komst að því að enn voru full not fyrir þekkingu hans á tölvum og hugbúnaði. Starfaði hann á því sviði hin síðari ár hér í höfuð- borginni og fór heim í Langagerði um helgar og á milli verkefna. Fjölskyldan í Langagerði hefur mikið misst. Í vetur var Markús Run- ólfsson, tengdafaðir James, borinn til grafar og nú er höggið í sama kné- runn. Það er mikill missir að James Dempsey, ekki síst fyrir ungan son og eiginkonu. Við vottum ástvinum James okkar dýpstu samúð og biðj- um þess að faðir miskunnsemdanna og Guð allrar huggunar sé þeim ná- lægur nú og um ókomin ár. Guðni Einarsson og fjölskylda. Á stundu sem þessari er gott að geta litið aftur og hugsað með hlýhug til samverustundanna sem ég átti með vini mínum Jim. Þegar tíminn sem við þekktumst er skoðaður, stendur upp út minning um duglegan mann sem kom úr öðrum heimshluta og annarri menningu og þurfti að að- laga sig nýjum aðstæðum. Jim gerð- ist bóndi á íslenskum sveitabæ sem voru mikil umskipti frá fyrri störfum. Maður sem er menntaður tölvun- arfræðingur og hefur jafnframt starf- að sem flugmaður með próf upp á vasann í þeim efnum hlýtur að taka stóra ákvörðun með því að gerast bóndi á Íslandi. Sérstaklega í ljósi þess að staða bóndans á Íslandi er engan veginn sambærileg við fyrri störf Jims. Ég hef oft hugsað til þess að í raun var hann landnámsmaður eins og við getum lesið um í Íslend- ingasögum. En Jim tókst ætlunar- verk sitt. Í dag hefur hann búið Guð- rúnu sinni og Markúsi syni sínum gott og fallegt heimili í einni af nátt- úruperlum Suðurlands. Fyrir tveimur árum áttum við leið þar um, ég og góður vinur minn og frændi, og heimsóttum fjölskylduna í Langagerði, við vorum á leið í gæs. Jim var ekki ánægður með gang mála í sölu á nautgripakjöti þá og sagði að þessi búskaparmáti gengi ekki leng- ur. Frændi, sem er það sem við segj- um „í tölvubransanum“, hlýddi á þetta samtal. Í þessum töluðu orðum bað ég Jim að segja þessum vini mínum hvaða nám hann ætti að baki í tölvufræðum. Þegar upptalningunni var lokið, sem tók alllangan tíma, fórum við frændi að hlæja. Jim spurði hvað þetta ætti að þýða, að hlæja að þessum kring- umstæðum þegar ekkert var fram- undan nema svartnættið og hrun á mörkuðum. Vinur minn sagði Jim að drífa sig „í bæinn“ og hitta sig á mánudeginum því að mikil vöntun væri á mönnum til starfa með hans þekkingu. Jim var kominn með góða vinnu seinni partinn á mánudeginum. Jim var ekki gefinn fyrir sjálfhól. Ég reyndi þekkingu hans nú á liðnum mánuðum þar sem hann var að hjálpa mér við uppsetningu á tölvukerfi fyrir mitt fyrirtæki. Ég vissi fyrir hverja hann var að vinna og þeir aðilar kröfðust fullrar þekkingar á viðfangs- efninu. Leyndardómurinn á bak við að leysa erfitt verkefni vel af hendi var að biðja fyrir því. Þetta sagði Jim við mig fyrir fáum dögum. Hann átti trúna á Jesúm Krist í hjarta sínu. Nú þegar við stöndum frammi fyrir því óumflýjanlega, sem allt of fljótt henti vin minn Jim, kemur í hugann saga úr Biblíunni um Jósef, sem kom úr fjar- lægu landi en gerðist ráðgjafi og var falinn mikill trúnaður. Jim minnir í mörgum hlutum á Jósef sem var út- lendingur í fjarlægu landi en samdi sig fljótar að aðstæðum en margir innfæddir. Megi minningin um þig lifa áfram, vinur, ég er stoltur af að hafa átt þig sem vin. Far þú í friði. Ég, Unnur og börnin biðjum Drottin okkar og frelsara Jesúm Krist að vera með ykkur, Guðrún mín, Markús og Jóa. Megi hann taka höndum um ykkur í ykkar miklu sorg. Sigurmundur og Unnur. JAMES JOSEPH DEMPSEY                                         !"#$%     &'( )'(   * +! , -""+  . + /% ! -  0-1  2-""+  03   " + 1    +"1 !, -""+  )'( &'(   4' 03 -""+  * + 03   !, +)'(    +"'( ( -""+ % "       4) 5  /2+ #  $  %      &! '! (     $   )   *+! ' ! *,!--! * ! -""+   + !   !, !03 -""+  !, !! -""+     +   62"! !    -1 / -""+  "27 !   "2 1 !,! --""+  )-1! -""+        ( % 6 , .   '  '    )   ! *-!--/*0!--  )  $1..2345 637%238854! 8! 32%  '"37+9. ' 1 % 9   : 0 / 5  + '!3+ /+ 7,!  -+1:+, +   )  %   )   *+! ' ! *:!:-! ;      +);"  )" 0 -""+  +! '( );"-""+  +<  - +<% $)        = >0 5  /1,  -   2+ ,+  )  < )  )   *+! '   *,!--! !,'( %0 -""+  0 8 2-""+  *  ,! %0 -""+  -2:  ;  61 %0 -""+  :  ?"%0 -""+  +! ,! ! "+   +! '( )" 0 -""+  * ,! "27     2 -." + +% ;   &08= 5  :+, !"@A #  $   =>    *0! '! (     => )  )   *+! ' ! *,!--! 7 ++! ,  & . ' :%B7 -""+  6+' +! , -""+  )+ %    &'( + +! ,  * "+ %+! ,       ( % ?          &* /665  #  . >' ;   **! '! (     ?  )  )   0-! ' ! *,!--! ;       +B7-""+  +,! &    B7&    )"  +"1 +! ' -""+  ,! &  -""+  Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.