Morgunblaðið - 17.05.2002, Blaðsíða 60
MINNINGAR
60 FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Sofðu vært hinn síðsta blund
uns hinn dýri dagur ljómar
Drottins lúður þegar hljómar
hina miklu morgunstund.
(V. Briem.)
Ég vil í fáum orðum minnast Odds
tengdasonar míns. Erfiðu sjúk-
dómsstríði er nú lokið og hinn illvígi
sjúkdómur hafði betur. Það er svo
sárt þegar ungt fólk er hrifið á brott
frá fjölskyldu og vinum og eftir
stöndum við í vanmáttugri sorg.
Oddur var glaðlyndur og vin-
margur, veikindum sínum tók hann
af æðruleysi. Útivera og fjallaferðir
áttu hug hans enda öflugur liðsmað-
ur í Flugbjörgunarsveitinni á Hellu
meðan heilsan leyfði. Okkur hjónum
var hann sem besti sonur og breytti
engu þó fjölskyldubönd rofnuðu, til-
finningatengsl voru hin sömu enda
bundu dætur hans og dóttur okkar
ODDUR
ÞORSTEINSSON
✝ Oddur Þorsteins-son fæddist á
Heiði á Rangárvöll-
um 6. apríl 1960.
Hann lést á Landspít-
alanum við Hring-
braut 1. maí síðastlið-
inn og var útför hans
gerð frá Keldum á
Rangárvöllum 11.
maí.
þau bönd enn fastar,
þær Hjördís Rún, Anna
María og Kolbrún Eva.
Við fjölskyldan þökkum
samfylgd og kveðjum
með þessum ljóðlínum.
Gott er sjúkum að sofna,
meðan sólin er aftanrjóð,
og mjallhvítir svanir syngja
sorgblíð vögguljóð.
Gott er sjúkum að sofa,
meðan sólin í djúpinu er,
og ef til vill dreymir þá
eitthvað,
sem enginn í vöku sér.
(Davíð Stefánsson.)
Sigrún Ólafsdóttir.
Elsku frændi.
Þó að kali heitur hver,
hylji dali jökull ber,
steinar tali og allt hvað er,
aldrei skal ég gleyma þér.
(Vatnsenda-Rósa.)
Elsku Ingibjörg og börn, Hjördís
Rún, Anna María, Kolbrún Eva,
Steini og aðrir aðstandendur, ég
votta ykkur mína dýpstu samúð.
Guð veri með ykkur.
Inga Kolbrún.
Á sumardaginn
fyrsta settist náfrænka
mín, Eyrún Eiríksdótt-
ir, upp í bát hins mikla
ferjumanns, sem ferjar
okkur öll yfir ómælisdjúpið, sem bíð-
ur okkar allra. Enda þótt hugmyndir
okkar séu misjafnar um það, hvað við
tekur handan djúpsins, hefur hún
örugglega náð góðri lendingu og
henni vonandi orðið að trú sinni, að
vinir og venzlamenn hafi beðið henn-
ar á hinni ókunnu strönd.
Við Eyrún vorum bræðrabörn og
nær jafnaldra, hún tæpu ári eldri en
ég.
Bæði fæddumst við í sama húsi við
Óðinsgötu 25 hér í borg, en samkv.
skipulagi var talið vera við Baldurs-
götu 13. Var hvort tveggja heimils-
fangið notað á víxl á þessum árum
okkar frændsystkinanna í húsinu.
Eyrún var jólabarn foreldra sinna,
fædd 18. desember 1919, en ég sá aft-
ur ljós dagsins í október árið eftir.
Foreldrar hennar voru Rannveig
Jónsdóttir frá Þykkvabæjarklaustri í
Álftaveri og Eiríkur Ormsson frá
Efri-Ey í Meðallandi, föðurbróðir
minn. Þau Rannveig áttu þá fyrir
tvær dætur, Sigrúnu Ástrósu, fædda
1911, og Sigurveigu Margréti, fædda
1914.
Var þannig um nokkurn aldursmun
að ræða milli þeirra og þriðju syst-
urinnar.
Loks eignuðust þau Rannveig og
Eiríkur fjórða barn sitt sex árum síð-
ar, sem kalla mátti jóla- og nýársbarn.
EYRÚN
EIRÍKSDÓTTIR
✝ Eyrún Eiríks-dóttir fæddist í
Reykjavík 18.12.
1919. Hún lést á
dvalar- og hjúkrun-
arheimilinu Holts-
búð í Garðabæ 25.4.
síðastliðinn og var
útför hennar gerð
frá Dómkirkjunni í
Reykjavík 6. maí.
Var það sonurinn Gunn-
laugur Karl, sem lifir
einn systur sínar og
heldur enn á lofti fyrir-
tækinu Bræðurnir
Ormsson, sem feður
okkar stofnuðu árið
1922 og ráku saman um
átta ára skeið og í því
sama húsi, sem við Eyja
frænka og Nonni
frændi, eins og við,
frændsystkin, vorum þá
oftast nefnd að þeirra
tíðar hætti og raunar
alla tíð, sem fundum
okkar bar saman. Að
vonum eru samveruár okkar Eyju
undir sama þaki hulin móðu fjarlægð-
ar og ungs aldurs. Hins vegar lékum
við okkur oft saman sem systkin,
enda var frændinn á efstu hæðinni
einn og sótti því oft niður á næstu
hæð. Þar var honum líka alltaf tekið
sem einum í fjölskyldunni og aldrei
skilinn eftir, þegar heimilisfaðirinn
brá sér til útlanda og færði börnum
sínum ýmsa muni og góðgæti við
heimkomuna. Þessu gleymir ung
barnssál aldrei, þótt aldur færist yfir.
Árið 1930 urðu mikil umskipti í
sambúð fjölskyldnanna. Foreldrar
Eyrúnar fluttust niður á Laufásveg
34 með fjölskyldu sína, en mínir for-
eldrar fluttust á Sjafnargötu 1, þar
sem faðir minn hóf eigin rekstur í raf-
magnsiðnaði.
Um allmörg ár urðu þannig ekki
mikil tengsl milli fjölskyldna okkar
Eyju, en engu að síður vissum við allt-
af vel hvert af öðru og ekki síður, þeg-
ar árin færðust yfir. Minntumst við
Eyja þá oft þeirra ljúfu daga, sem við
áttum saman í frumbernsku okkar.
Árið 1946 giftist Eyrún miklum
öðlingsmanni, Víglundi Guðmunds-
syni rennismíðameistara í Hafnar-
firði. Reisti hann þeim hús á Hring-
braut 46 í Hafnarfirði í næsta
nágrenni við móður sína og bræður.
Þau hjón voru samvalin um alla
snyrtimennsku innan húss sem utan.
Var blómagarður þeirra í kringum
húsið mjög rómaður og eins verðlaun-
aður. Sama gilti einnig, þegar þau
fluttust úr Hafnarfirði og settust að í
nýju húsi í Stigahlíð 79 í Reykjavík.
Veit ég, að vinir þeirra og kunningjar
geta vottað það með mér, að það var
unun að sækja þau hjón heim og njóta
veitinga þeirra og líta augum þá
smekkvísi, sem alls staðar blasti við.
Árið 1981 lézt Víglundur, þá enn á
góðum aldri. Var það mikið áfall fyrir
frænku mína. Huggun hennar var sú í
þeirri sorg, að hún átt fjögur börn,
sem öll voru komin vel á legg og höfðu
erft myndarskap foreldra sinna og
alla góðvild. Ekki má heldur gleyma
tengdabörnum hennar, sem léttu
henni örugglega margar stundir.
Eins voru barnabörnin orðin mörg,
sem sóttu mjög til ömmu sinnar og
voru henni miklir sólargeislar.
Lengi vel bjó Eyrún í húsi sínu í
Stigahlíð, en með hækkandi aldri
reyndist henni óhægt um vik að búa
þar, enda þótt hún væri umvafin
börnum sínum og venzlaliði, sem léttu
undir með henni eftir þörfum.
Eyrún brá því á það ráð að selja
hús sitt og kaupa sér ágæta íbúð í fjöl-
býlishúsi í Garðabæ fyrir fáeinum ár-
um. Þar undi hún sér vel, og mynd-
arskapur hennar og smekkvísi skein
þar um allt eins og á fyrri stöðum
hennar. Því miður varð dvöl hennar
þar styttri en hún hefði sjálf óskað
sér. Þegar hér var komið, fór hún að
eiga óhægt um allar hreyfingar. Um
síðustu áramót heltók svo hinn mikli
vágestur, krabbameinið, hana Eftir
nokkra sjúkrahúslegu fluttist hún á
hjúkrunar- og dvalarheimilið Holts-
búð í Gaðabæ. Þar lézt hún í sum-
arbyrjun eftir stutt, en strangt hel-
stríð.
Nú er svo komið, að við Karl frændi
erum orðnir einir eftir af því fólki,
sem setti svip sinn á Óðinsgötu 25 á
þriðja áratug liðinnar aldar. Bíðum
við nú aðeins eftir hinum mikla ferju-
manni enn um sinn.
Að endingu sendi ég og fjölskylda
mín öllum ástvinum Eyrúnar samúð-
arkveðjur, og minnumst við hennar
með þakklæti fyrir gengna tíð.
Jón Aðalsteinn Jónsson.
✝ Guðjón Jónssonfæddist í Reykja-
vík 7. júlí 1929. Hann
lést á dvalarheim-
ilinu Hlíð á Akureyri
12. maí síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Kristjana Þorsteins-
dóttir, f. 26. septem-
ber 1900, d. 30. júní
1959, og Jón Hjörtur
Vilhjálmsson, f. 17.
júlí 1900, d. 24.
ágúst 1938. Guðjón
átti þrjár systur:
Helga, f. 15. janúar
1928, d. 3. septem-
ber 1994, gift Magnúsi Gíslasyni,
þau eiga átta börn, Hulda, f. 25.
ágúst 1930, gift Markúsi Stefáns-
syni, þau eiga fimm börn, og hálf-
systir samfeðra Hjördís, f. 23. nóv-
ember 1923, d. 25. janúar 1983,
gift Ívari Andersen, þau eiga fjög-
ur börn. Hinn 24. júní 1955 kvænt-
ist Guðjón Dísu Pétursdóttur, f. á
Akureyri 17. júní 1934. Foreldrar
hennar voru Pétur Fr. Guðmunds-
son, f. 30. júní 1879, d. 29. sept-
ember 1962, og kona hans Aðal-
björg Jónsdóttir, f. 29. júní 1893,
1996. Fyrir átti Guðjón Ingi-
björgu, f. 9. maí 1952, sambýlis-
maður Charles Jón Brainard, f.
1958, dóttir hennar er Björk f.
1978, sonur hennar er Bergur
Snorri, f. 2000. Guðjón átti ættir
að rekja til Vestfjarða, hann ólst
upp í Reykjavík, var mikið í sveit
fyrir vestan og fór ungur til sjós
frá ýmsum útgerðum. Eftir að
hann fluttist til Akureyrar var
hann um tíma á síldarbátum og
togurum Útgerðarfélags Akur-
eyrar. Eftir áralanga sjósókn
starfaði hann hjá ÚA, á skrifstofu
félagsins í nokkur ár. Guðjón fór
þaðan til starfa á skrifstofu
Verkalýðsfélaganna á Akureyri,
starfaði fyrir Sjómannafélagið og
Einingu, hann var formaður Sjó-
mannafélags Eyjafjarðar um ára-
bil og gegndi ýmsum trúnaðar-
störfum fyrir Sjómannasamtökin.
Hann var framkvæmdastjóri
Golfklúbbs Akureyrar í eitt ár.
Síðustu starfsár sín vann Guðjón á
skrifstofu Verkalýðsfélagsins Ein-
ingar á Akureyri. Guðjón var fé-
lagsmaður í Lionshreyfingunni.
Hann var mikill áhugamaður um
íþróttir, var um árabil virkur í
Bridgefélagi Akureyrar. Guðjón
var mikill áhugamaður um golf-
íþróttina.
Útför Guðjóns verður gerð frá
Akureyrarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
d. 11. júlí 1950. Þau
áttu átta börn af þeim
eru þrjú á lífi. Guðjón
og Dísa bjuggu fyrsta
hjúskaparárið í
Reykjavík og síðan að
Hafnarstræti 47 á Ak-
ureyri. Börn þeirra
eru: 1) Sigrún Helga,
f. 12. október 1955,
sambýlismaður
Sveinn R. Brynjólfs-
son, f. 1955, d. 1994,
börn þeirra: a) Brynj-
ólfur, f. 1975, sam-
býliskona Anna María
Ingþórsdóttir, f. 1978,
dóttir þeirra er Bjarklind Ásta, f.
1999; Sandra Hrönn, f. 1979. unn-
usti Davíð Elvar Marinósson, f.
1979; og Birkir Guðjón, f. 1989. 2)
Pétur Örn, f. 4. október 1956. 3)
Kristján Jón, f. 26. ágúst 1958,
dóttir Ellý Dröfn, f. 1975, sam-
býlismaður Sturlaugur Þórir Sig-
fússon, f. 1974, sonur hennar er
Kristófer, f. 1993, og dóttir þeirra
Rakel Ýr, f. 1999. 4) Aðalbjörg
Dísa, f. 11. júní 1962, sambýlis-
maður Oddgeir Eysteinsson, f.
1960, dóttir þeirra er Hafdís f.
Flestir deyja bara einu sinni,
þ.e. kveðja þennan heim og fara á
vit feðra sinna. Guðjón var langt í
frá tilbúinn að kveðja þegar hann
fékk áfall fyrir um 5 árum uppi á
golfvellinum á Akureyri. Okkur
var auðvitað mjög brugðið þegar
við fengum fregnirnar, vissum
ekki annað en að hann hefði verið
við fulla heilsu, stundaði sína
vinnu og og var iðinn við golf-
íþróttina. Fljótlega komu góðar
fréttir að hann hefði komist til
meðvitundar og væri á batavegi og
hinn hressasti eftir atvikum. Síðan
leið ekki á löngu áður en ljóst varð
að þó líkaminn hresstist að þá
hafði liðið of langur tími frá því að
hann missti meðvitund og þangað
til að tókst að vekja hann til lífsins
aftur. Andlega náði Guðjón sér
aldrei eftir þetta áfall.
Ég kynntist Guðjóni fljótlega
eftir að ég fór að vera heimagang-
ur í Bakkahöllinni hjá Ólöfu og
Adda Pé sem bæði eru nú látin.
Ég fékk auðvitað að vita strax að á
hæðinni fyrir ofan byggi Dísa
frænka Öddu og Guðjón, þá með
alla krakkana fjóra heima, Sig-
rúnu, Pétur, Kristján og Dísu
„litlu“. Þegar við Adda komum
seinna í heimsóknir í Bakkahöllina
hvarf Adda fljótlega upp til að
heilsa upp á frændfólkið en ekki
veit ég hvort því fylgdi eitthvert
ónæði en fljótlega á eftir birtist
Guðjón niðri og settist að spjalli
með okkur Adda. Ég kunni strax
alveg sérstaklega vel við Guðjón.
Hann hafði mjög ákveðnar skoð-
anir sem ég var kannski ekki alltaf
sammála en hann var aldrei með
neina fordóma og ætíð tilbúinn að
hlusta á skoðanir annarra. Fljót-
lega fór ég auðvitað líka að venja
komur mínar á efstu hæðina og
fékk þá að kynnast sömu gestrisn-
inni hjá Dísu og Gauja eins og ég
hafði fengið að njóta hjá Ólöfu og
Adda. Og eftir að Ólafar og Adda
naut ekki lengur við kom ekki ann-
að til greina en að við gistum og
værum eins og heima hjá okkur á
efstu hæðinni þegar við komum til
Akureyrar. Guðjón kom sjaldan í
heimsókn til okkar í Kópavoginn
þó hann væri oft á ferðinni, við
vonum bara að það hafi verið
vegna þess að hann hafði í nógu
öðru að snúast og kom yfirleitt
suður að morgni og fór aftur norð-
ur seinni hluta dags. En það voru
alltaf fagnaðarfundir þegar við
komum norður. Það var því ákaf-
lega sárt eftir að hann fékk áfallið
að heimsækja hann í Selið og hitta
hann þar líkamlega hressan, glað-
an í bragði, en vita að hann ætti
ekki afturkvæmt í Bakkahöllina.
Eftir að hann flutti upp á sjúkra-
deildina í Hlíð stóð hann oft úti í
garði og horfði á nágrennið. Hvað
hann hugsaði þá eða yfirleitt hvað
hann hugsaði dags daglega veit ég
ekki, en alltaf var hann í góðu
skapi. Þegar ég heimsótti hann
síðast eina kvöldstund núna í lok
mars sat hann við sjónvarpið ásamt
konu sem þar dvelur. Fljótlega sát-
um við einir eftir, sögðum ekki
margt, ef ég impraði á einhverju
svaraði Guðjón en hann hafði ekki
frumkvæði að samræðum. En
kvöldstundin var notaleg. Ekki
grunaði mig þá að þetta yrði í síð-
asta sinn sem ég hitti hann því ég
hafði fyrir heimsóknina átt von á
að hann væri farinn að láta miklu
meira á sjá en raunin var. Þó vissi
maður auðvitað að hverju stefndi,
en öll stefnum við víst í sömu átt
þó e.t.v. á mismiklum hraða.
Ég ætla ekki að fjalla um líf
Guðjóns að öðru leyti, þar þekkja
aðrir betur til en ég, um tíma hans
á sjónum og síðan allt starf hans í
landi í þágu sjómanna. Fyrir þau
störf held ég að margir eigi honum
þakkir skildar. Og betri afa en
Guðjón hefur örugglega ekki verið
hægt að hugsa sér. Ég veit að Guð-
jón var ættaður að vestan, var af
Vigurættinni eins og ég og margir
aðrir, eins og margir aðrir góðir
eins og við Guðjón vorum vanir að
segja þeim í Bakkahöllinni sem
ættaðir voru að austan.
En nú hefur Guðjón kvatt í ann-
að sinn og líkaminn verður ekki
vakinn til lífsins á ný. Ég held ég
særi engan þegar ég segi að hann
eigi hvíldina skilið miðað við það
hvernig komið var. En samt er allt-
af sárt að kveðja.
Elsku Dísa, Sigrún, Pétur, Stjáni
og Dísa „litla“ og allt ykkar fólk,
við vitum að góðar minningar um
góðan eiginmann, faðir og afa
munu styrkja ykkur á þessari
kveðjustund.
Guðjón kveðjum við með þakk-
læti fyrir góðar samverustundir í
gegnum árin.
Víðir og fjölskylda.
Fyrir hönd félagsmanna í Sjó-
mannafélagi Eyjafjarðar langar
mig að minnast í örfáum orðum
forvera míns í starfi, Guðjóns Jóns-
sonar.
Kynni okkar hófust fyrir alvöru
þegar ég tók við formennsku í sjó-
mannafélaginu af Guðjóni en hann
hafði þá verið búinn að óska eftir
því við sína nánustu samstarfs-
menn að láta af störfum sem for-
maður. Þetta var árið 1989 en þá
hafði Guðjón verið formaður fé-
lagsins frá árinu 1976. Ég vil telja
það til láns í lífinu að hafa fengið
að kynnast Guðjóni og starfa með
honum í stjórn félagsins en hann
var ritari sjómannafélagsins frá
1989 til 1997 er hann varð að hætta
afskiptum af félagsmálum vegna
heilsubrests. Í öllum erfiðari mál-
um sem komu til kasta stjórnarinn-
ar var Guðjón sá maður sem allir
litu til um lausnir á málunum og
þar komum við ekki að tómum kof-
unum. Alltaf á sinn rólega og yf-
irvegaða hátt kom hann með tillögu
að lausn sem farið var eftir. „Held-
urðu að það væri ekki skynsamlegt
að fara svona að,“ eða „ég held að
það sé ekki rétt að nota þessa að-
ferð,“ alltaf á sinn rólega, hógværa
og yfirvegaða hátt. Það var sama
hvenær maður leitaði til hans um
ráðleggingu, hann gaf sér ávallt
tíma til að ræða málin og koma
með góð ráð.
Þann tíma sem Guðjón starfaði
fyrir sjómenn í Eyjafirði valdist
hann til margra trúnaðarstarfa fyr-
ir sjómenn á Íslandi. Hann sat í
framkvæmdastjórn Sjómannasam-
bands Íslands og þá sem ritari
stjórnar, einnig sat hann í stjórn
Lífeyrissjóðs sjómanna, varamaður
í verðlagsráði sjávarútvegsins og
fjölmörgum öðrum nefndum og
ráðum á vegum verkalýðshreyfing-
arinnar.
Að leiðarlokum þakka ég Guðjóni
fyrir allt hans óeigingjarna starf í
þágu sjómanna. Blessuð sé minn-
ing Guðjóns Jónssonar.
Ég votta eiginkonu og fjölskyldu
mína dýpstu samúð.
Konráð Alfreðsson.
GUÐJÓN
JÓNSSON