Morgunblaðið - 17.05.2002, Page 64

Morgunblaðið - 17.05.2002, Page 64
64 FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ                                  BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. HINN 20. apríl síðastliðinn birtist í Morgunblaðinu bréf frá Maríu Krist- ínu Steinsson fyrrverandi keppanda í fegurðarsamkeppni þar sem hún fjallar um keppnina Ungfrú Ísland.is. Hér er greinilega á ferðinni mjög hæfileikarík ung stúlka eins og sjá má á heimasíðu hennar á www.mariak- steinsson.com. Hún er líka mjög fróð um fegurðarhugmyndir almennings. Hún heldur því fram að þær stúlkur sem hlotið hafa titilinn Ungfrú Ís- land.is hafi allar haft einhver útlitslýti sem ekki geta talist falleg samkvæmt almennu fegurðarskyni. En þá spyr ég, hvað er almennt fegurðarskyn? Getur einhver sagt mér hvar ég finn greinargóða lýsingu á almennu feg- urðarskyni? Sem betur fer erum við þannig úr garði gerð að við höfum jafn mismunandi smekk eins og við erum mörg. En er þá eitthvað til sem heitir almennt fegurðarskyn? Ég held ekki en get þó viðurkennt að hún Elva Dögg Melsteð hefur engin útlitslýti sem teljast ekki falleg samkvæmt mínu eigin fegurðarskyni og það sama á við um aðrar stúlkur sem hlot- ið hafa titilinn Ungfrú Ísland.is Ég er Maríu hjartanlega sammála um að það er jákvætt að innri fegurð fái nú líka að njóta sín í fegurðarsam- keppni. Henni Maríu finnst að vísu sorglegt að sjá þær stúlkur sem geisla af fegurð hafðar að fífli í þessari keppni. Þetta er ekkert grín. Sam- kvæmt bréfi Maríu eru þessar stúlkur fíflgerðar með því að hafa þær sem uppfyllingarefni eða til yndisauka fyr- ir þá sem hafa gaman af því að horfa á ytri fegurð. En María, hafa þessar stúlkur þá nokkra innri fegurð til að bera? Yfir á planið. Í bréfi sínu tekur María það fram, að keppnin Ungfrú Ísland.is sé á lágu plani. Og rökin? Jú, keppnin var haldin á skemmtistað sem ungt fólk, sem á sér ekkert líf, leggur leið sína á um helgar (orð Mar- íu sjálfrar). Manni finnst nú að ung og hæfileikarík stúlka sem skrifar svona af fúsum og frjálsum vilja til birtingar í einu víðlesnasta dagblaði landsins mætti alveg spyrja sjálfa sig hvort að hún eigi sér sjálf eitthvert líf. Hvort ekki sé kominn tími til að líta augna- blik í eigin barm og hætta að benda fingri og dæma þennan eða hinn. Er það að fara á einhvern skemmtistað um helgar að eiga sér ekkert líf? Tja, ég skal segja ykkur það. María heldur greinilega að hún lifi hinu full- komna lífi og að smekkur hennar sé hinn eini sanni smekkur (sbr. umfjöll- un hennar um tónlistarvalið í keppn- inni). Fegurðarskyn Maríu er meira að segja orðið hið ‘almenna fegurð- arskyn’. Hið eina sanna fegurðar- skyn. Ég verð að segja þér María, mér finnst bréfið þitt ekki lýsa neinu nema hugsanlega þínum eigin hroka. Ég fæ á tilfinninguna að þú látir svona vegna þess að þú kannt ekki að tapa. Það var jú ein stúlka í þessari keppni sem ber eftirnafnið Steinsson er það ekki? Á heimasíðunni þinni eru myndir af ykkur saman og þú setur upp súran svip á einni þeirra. Textinn undir myndunum er svona: „Þessar myndir eru teknar á Ungfrú Reykja- vík (Apríl 1998) þegar Eyrún sistir tók þátt. Á fyrri myndinni set ég upp svip vegna þess að Eyrún fékk ekki titil eins og mér fannst hún eiga skil- ið.“ Getur verið María, að sú gagnrýni sem þú setur fram á keppnina Ungfrú Ísland.is, vinningshafa hennar, útlit þeirra og jafnvel eitthvert fólk, sem þú þekkir ekki neitt en fer á einhvern skemmtistað um helgar, eigi sér ein- hverjar rætur? Getur verið að upp- runa þessarar gagnrýni sé hægt að rekja til þess að úrslitin voru ekki eins og þú hefðir viljað sjálf, þ.e.a.s. litla systir þín vann ekki? Ég ætla að leyfa mér að vitna í þig sjálfa og segi: „Dæmi nú hver fyrir sig“. JÓN ÓMAR ÁRNASON, Ránargötu 2. Um útlitslýti og Ungfrú Ísland.is Frá Jóni Ómari Árnasyni: NÚ ERU í framboði til borgar- stjórnarkosninganna hér í Reykja- vík sex listar. Ef maður lítur alveg hlutlaust á, hlýtur maður að skilja að framboðin hafa misjafna aðstöðu. Slíkt hlýtur kannski alltaf að vera í nokkrum mæli, en þó hygg ég, að aldrei hafi annað eins óréttlæti verið og verður að setja í rétt samhengi. Það fer sem sé ekki framhjá nein- um að R-listinn hefur gengið óvenju langt í því sem flestir skilja sem mis- notkun á stofnunum borgarinnar. Gegndarlaust dynja á fólki frá flestum fjölmiðlum, bæði auglýsing- ar og það sem túlkað er sem fréttir en eru samt varla annað en auglýs- ingar, þar sem vakin er athygli á störfum og dugnaði bæði borgar- stjórans og annarra frambjóðenda R-listans. Alveg er með eindæmum, í þessu líka fréttahungri þegar fjölmiðlar gefa sig út sem rannsóknarblaða- menn, að enginn virðist hafa tekið eftir að þetta sé neitt athugavert. Og svo er auðvitað að benda á það, hve óréttlátt, að ég ekki segi óprúttið það er að frambjóðendur skuli ekki sjálfir átta sig á þessum ójafna leik. Væri kannski rétt að Samkeppn- isstofnun skoði málið? Allur ferill R-listans virðist annars vera svindl og ósannindi. Núna þessa dagana eru þeir á flótta undan eigin gerðum og skríða í hvert skálkaskjólið öðru fáránlegra. Alfreð sagði ósatt um samskipti Línu.nets og Columbía V. Það er orðið margsannað. Auðvitað til að draga úr og breiða yfir vandræðin með Línu.net. Eitt leikritið hjá ISG er að láta taka mynd með forstjóra Hörpu, þar sem ákveðið er að skera upp herör gegn veggjakroti. En fyrir örfáum árum talaði hún um að veggjakrot væri ákveðin útrás fyrir listþörf ungs fólks og vildi helst hjálpa því til að krota sem allra mest. HELGI ORMSSON, fyrrverandi borgarstarfsmaður. Ósannindi og flótti Frá Helga Ormssyni:

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.