Morgunblaðið - 17.05.2002, Síða 66

Morgunblaðið - 17.05.2002, Síða 66
DAGBÓK 66 FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Í dag eru væntanleg Björgvin EA, Árni Friðriksson RE og Trinket. Hafnarfjarðarhöfn: Í dag eru væntanleg Lotta Kosan, Nikolay Afnasyev og Lodvig Andersen. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 leikfimi og vinnustofa, kl. 13 bókband, kl. 14 bingó. „Vor í vesturbæ“ dagana 23., 24. og 25 maí. Frá kl. 13–17 verð- ur hátíð með söng, dansi og veislukaffi. Allir vel- komnir. Árskógar 4. Bingó kl. 13.30. Kl. 13–16.30 opin smíðastofan. Allar upp- lýsingar í s. 535 2700. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8 hárgreiðsla, kl. 8.30 böð- un, kl. 9–12 bókband, kl. 9–16 handavinna, kl. 10– 17 fótaaðgerð, kl.13 frjálst að spila. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið, Hlaðhömrum, er á þriðju- og fimmtudögum kl. 13–16.30, spil og föndur. Kóræfingar hjá Vorboðum fimmtudaga kl. 17–19. Lesklúbbur kl. 15.30 á fimmtudögum. Jóga á föstudögum kl. 11. Uppl. hjá Svanhildi í s. 586 8014 kl. 13–16. Uppl. um fót-, hand- og andlitssnyrtingu, hár- greiðslu og fótanudd, s. 566 8060, kl. 8-16. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Kl. 9–12 aðstoð við böðun, kl. 9–16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 9 opin handa- vinnustofan. Föstudag- inn 17. og laugardaginn 18. maí verður handa- vinnusýning og basar frá kl. 13–17, kaffiveit- ingar, allir velkomnir. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20.30. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 10 hársnyrting, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 13 „Opið hús“, spilað á spil. Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Brids kl. 13.30. Morgungangan á morgun, farið frá Hraunseli kl 10. Kór eldri Þrasta og Gaflarakórinn halda tón- leika í Víðistaðakirkju í dag, 17. maí, kl. 20 að- gangur ókeypis. Vest- mannaeyjaferð 2. til 4. júlí. Rúta, Herjólfur og gisting í 2 nætur. Skrán- ing í Hraunseli sími 555 0142. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan opin virka daga frá kl. 10–13. Kaffi, blöðin og matur í hádegi. Göngu- Hrólfar fara í leik- húsferð á Sólheima laugardaginn 18. maí að sjá „Hárið“. Brottför frá Ásgarði, Glæsibæ, kl. 14. Allir velkomn- ir,skráning á skrifstofu FEB. Þeir sem hafa skráð sig í Vestfjarðaferð 18.–23. júní og Vestmannaeyjar 11.–13. júní þurfa að staðfesta ferðina fyrir 18. maí. Dagsferð 27. maí, Hafn- arfjörður-Heiðmörk. Kaffi og meðlæti. Leið- sögn: Páll Gíslason og Pálína Jónsdóttir, brott- för frá Ásgarði, Glæsibæ, kl. 13, skrán- ing hafin á skrifstofu FEB. Fræðslunefnd FEB stendur fyrir ferð í Skrúðgarða Reykjavík- ur 29. maí. Brottför frá Ásgarði, Glæsibæ, kl. 13.30, skráning á skrif- stofu FEB. Silfurlínan er opin á mánu- og miðvikudögum frá kl. 10–12 í s. 588 2111. Skrifstofa fé- lagsins er flutt í Faxafen 12, sama símanúmer og áður. Félagsstarfið er áfram í Ásgarði, Glæsibæ. Upplýsingar á skrifstofu FEB. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 myndlist og rósamálun á tré, kl. 9–13 hárgreiðsla, kl. 9.30 gönguhópur, kl. 14 brids. Opið sunnu- daga frá kl. 14–16, blöð- in og kaffi. Gerðuberg, félagsstarf. Í dag kl. 9–16.30 vinnu- stofur opnar, kl. 9.30 boccia, frá hádegi spila- salur opinn. Kl. 13 bók- band. Veitingar í Kaffi Bergi. Lokað verður mánudaginn 20. maí, 2. í hvítasunnu. Upplýs- ingar um starfsemina á staðnum og í s. 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.30 málm- og silf- ursmíði, kl. 13 bókband, kl. 13.15 brids. Hraunbær 105. Kl. 9–12 baðþjónusta, kl. 9–17 hárgreiðsla og fótaað- gerðir, kl. 9 handavinna, bútasaumur, kl. 11 spurt og spjallað. Í dag spilað bingó kl. 14. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun, postulín, kl. 12.30 postulín. Fótaaðgerð, hársnyrting. Allir vel- komnir. Norðurbrún 1. Kl. 9–13 tréskurður, kl. 9–17 hár- greiðsla, kl. 10 boccia. Allir velkomnir. Tómstundastarf eldri borgara í Reykjanesbæ. Sýning á handverki eldri borgara dagana 26.–31. maí, að báðum dögum meðtöldum. Kaffi- húsastemmning og lif- andi tónlist. Tekið á móti munum á sýn- inguna þriðjud. 21. maí í Selinu. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 9.15 handa- vinna, kl. 13.30 sungið við flygilinn, kl.14.30–16 leikur Ragnar Páll Ein- arsson á hljómborð fyrir dansi, kaffiveitingar. Leikhúsferð. Farið verð- ur miðvikudaginn 22. maí í Borgarleikhúsið að sjá leiksýninguna „Kryddlegin hjörtu“. Skráning í síma 562 7077. Vitatorg. Kl. 9 smíði og hárgreiðsla, kl. 9.30 bók- band og morgunstund, kl. 10 leikfimi og fótaað- gerðir, kl. 12.30 leir- mótun, kl. 13.30 bingó. Bridsdeild FEBK, Gjá- bakka. Brids kl. 13.15 í dag. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan verður á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, Fannborg 8, kl. 10. Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13 kl. 10 á laugardögum. Félag fráskilinna og einstæðra. Fundur á morgun kl. 21 í Konna- koti, Hverfisgötu 105, Nýir félagar velkomnir. Munið gönguna mánu- og fimmtudaga. Ungt fólk með ungana sína. Hitt húsið býður ungum foreldrum (ca. 16–25 ára) að mæta með börnin sín á laugard. kl. 15–17 á Geysi, Kakóbar, Aðalstræti 2 (gengið inn Vesturgötumegin). Opið hús og kaffi á könnunni, djús, leikföng og dýnur fyrir börnin. Hana-nú, Kópavogi. Sýningar á „Smelli … 2 aldrei of seint“ alla daga kl. 14 fram til laugardagsins 18. maí í Hjáleigunni, Félags- heimili Kópavogs. Geng- ið inn baka til. Aðeins þessar sýningar. Pant- anir og sala miða er í Gjábakka, s. 554 3400, og hjá Dóru, s. 899 5508. Miðar eru einnig seldir við innganginn. Minningarkort Minningarkort Kven- félags Háteigssóknar. Kvenfélagskonur selja minningarkort, þeir sem hafa áhuga á að kaupa minningarkort vinsam- legast hringi í síma 552 4994 eða síma 553 6697, minning- arkortin fást líka í Há- teigskirkju við Háteigs- veg. Minningarkort Kven- félags Langholtssóknar fást í Langholtskirkju, sími 520 1300 og í blómabúðinni Holta- blóminu, Langholtsvegi 126. Gíróþjónusta er í kirkjunni. Minningarkort Kven- félags Neskirkju fást hjá kirkjuverði Nes- kirkju, í Úlfarsfelli, Hagamel 67 og í Kirkju- húsinu v/Kirkjutorg. Minningarkort Kven- félagsins Hringsins í Hafnarfirði fást í blóma- búðinni Burkna, hjá Sjöfn, s. 555 0104, og hjá Ernu, s. 565 0152 (gíró- þjónusta). Minningarkort Barna- heilla til stuðnings mál- efnum barna fást af- greidd á skrifstofu samtakanna á Lauga- vegi 7 eða í síma 561 0545. Gíróþjónusta. Í dag er föstudagur 17. maí, 137. dagur ársins 2002. Orð dagsins: En vonin bregst oss ekki, því að kærleika Guðs er úthellt í hjörtum vorum fyrir heilagan anda, sem oss er gefinn. (Rómv. 5, 5.) K r o s s g á t a Víkverji skrifar... MIKILL fjöldi erlendra blaða-manna, talsvert á fjórða hundr- að, sótti ráðherrafund NATO í Reykjavík í vikunni. Aðstaða fyrir blaðamennina í húsum Tæknigarðs og Endurmenntunarstofnunar Há- skólans var öll til fyrirmyndar og jafnaðist á við það bezta, sem Vík- verji hefur kynnzt á sambærilegum viðburðum erlendis, enda voru er- lendu blaðamennirnir ánægðir með viðurgjörninginn. x x x ÍSLENZK stjórnvöld og hags-munaaðilar í ferðaþjónustu stund- uðu öfluga landkynningu í blaða- mannamiðstöðinni og mokuðu bæklingum, kortum og öðrum upp- lýsingum í blaðamennina. Þetta skil- aði m.a. því að þegar átti að fara að halda blaðamannafund til að greina frá niðurstöðum fundar Evró-Atl- antshafsráðsins á miðvikudag, þar sem 46 utanríkisráðherrar sátu, reyndist stór hluti blaðamannanna horfinn af fundarstaðnum, menn búnir að leigja sér bíla og flugvélar og farnir að skoða Gullfoss og Geysi eða í Bláa lónið. Frekar en að halda blaðamannafundinn í Bláa lóninu, eins og einhver stakk upp á í gamni, ákvað NATO bara að blása hann af og láta fréttatilkynningu duga, enda má segja að ekki hafi orðið nein stór- tíðindi á þeim fundi miðað við fundina daginn áður. Í staðinn fékk Ísland ef- laust góða kynningu, því að oft skrifa varnar- og utanríkismálaskríbentar heimspressunnar líka ferðagreinar. x x x FYRIR blaðamenn, sem ekki kom-ust út á land og kynntust ekki ís- lenzkum sveitavegum, var svolítið sýnishorn af hefðbundnum íslenzk- um umferðarmannvirkjum í næsta nágrenni blaðamannamiðstöðvarinn- ar. Hinni venjulegu aðkomu að Tæknigarði um Brynjólfsgötu og bílastæði Háskólans hafði verið lokað af öryggisástæðum og í staðinn þurfti að aka um lóð verkfræði- og raunvís- indadeildar frá Hjarðarhaga. Þar er ófrágenginn húsgrunnur, malborin bílaplön og rúsínan í pylsuendanum: Rammíslenzkur malarvegur með beygju, holum og dýfu. Sem hluti af ferðaþjónustunni er þetta auðvitað til fyrirmyndar, en Víkverja er þó til efs að þeir sem nema og starfa í húsum VR séu hrifnir af þessu umhverfi. x x x VÍKVERJA hefur borizt svohljóð-andi bréf frá Svanfríði Jónas- dóttur þingmanni þar sem hún þakk- ar viðurkenningarorð í pistlinum sl. föstudag um vef hennar. „Ég átta mig hins vegar á því að þú hefur ekki séð nema brot af þeim mataruppskriftum sem hann [vefur- inn] geymir, þ.e.a.s. einungis fremstu síðu hvar þú finnur aðallega fiskisúp- ur, allar þrautreyndar og góðar. En þar er líka að finna baunarétti og ef þú opnar þar koma fleiri baunaréttir í ljós og leiðbeiningar um það hvernig maður útbýr þá á sem þægilegastan hátt. Jafnframt verður til nýr und- irdálkur undir Matarást; Lífið er saltfiskur. Þar er að finna nokkra úr- vals saltfiskrétti, flesta af portúgölsk- um og spænskum uppruna, en vel að- lagaða að okkar smekk og venju. Ég mæli sérstaklega með þessum með svörtu ólífunum og harðsoðnu eggj- unum og Uppáhaldi skipstjórans. Verði þér að góðu,“ segir Svanfríður – og Víkverji þakkar fyrir sig. Handbolti í stað fjölskyldumyndar Á föstudagskvöldum eru yfirleitt sýndar fjölskyldu- myndir frá Disney. Á mínu heimili er þetta fjölskyldu- stund á heimilinu. Sl. föstu- dag var sýndur handbolta- leikur og var sú breyting hvergi auglýst. Við héldum að myndin yrði þá sýnd á eftir handboltanum en svo var ekki, myndinni var bara sleppt og börnin urðu mjög sár og leið. Jóhanna Vigfúsdóttir. Var krýnd 1953 Í MORGUNBLAÐINU 12. maí sl. stóð að það væru 50 ár liðin frá því Elísabet drottning var krýnd. Það er ekki rétt, því hún var krýnd 1953. Faðir hennar dó 6. febrúar 1952 og hún var krýnd 2. júní 1953. Það verða ekki liðin 50 ár fyrr en árið 2003. Ég var stödd í Edinborg og er þetta því mjög minnisstætt. Sigríður Johnsen. Takk, Norðurljós MIG langar að þakka Ís- lenska útvarpsfélaginu (Norðurljós) fyrir að starf- rækja útvarpsstöðvarnar Klassík FM og hina ónefndu djass/soul-stöð á tíðninni FM 97,7. Ef maður vill fría sig aðeins frá síbylj- unni eru þessar stöðvar svarið. Á tíðninni FM 97,7 er held ég reyndar um til- raunadagskrá að ræða, en viðleitnin er góð. Þó þarf nauðsynlega að uppfæra lagalistann á báðum stöðv- um. Slíkt ætti að vera fram- kvæmanlegt með lág- markstilkostnaði. Maður er farinn að geta stillt klukk- una sína eftir ákveðnum lögum – sem er vandræða- legt fyrir stöðvarnar. Báð- ar þessar stöðvar fá samt lúmskt mikla hlustun og eiga tilvistarrétt til fram- búðar. Útvarpshlustandi á þrítugsaldri. Fjölmiðlar fara hamförum STUNDUM finnst manni fjölmiðlar fara hamförum í fréttaflutningi. Má þar nefna mál Árna Johnsen og hasarinn í kringum Hafskip forðum. Og ekki stóð á lýðnum að draga fram höggstokkinn. Þá mátti oft greina illkvittnisblik í aug- um sumra og jafnvel gamlir krimmar glottu af vandlæt- ingu. Sumt fólk virðist stjórnast af fjölmiðlum eða þeir sem ekki geta myndað sér sjálfstæðar skoðanir og láta aðra hugsa fyrir sig. Í mínu ungdæmi sögðu menn gjarna þegar þeir vildu sanna mál sitt: Ég sá það á prenti. En þá var imba- kassinn ekki kominn til að rugla mannskapinn. Sagt er að fólk sé saklaust uns sekt er sönnuð og þegar orrahríðin stóð sem hæst datt mér þessi sígilda vísa í hug: Enginn lái öðrum frekt/ einn þó nái að falla/ hver einn gái að sinni sekt/ synd- in hrjáir alla. Eldri borgari. Jeppadekk í Hverafold ÞÚ SEM sóttir jeppadekk- in í Hverafold á annan í páskum, vertu heiðarlegur og hafðu samband í síma 822 0557 eða 587 1957. Við hljótum að geta komist að samkomulagi. Öðrum til varnaðar 11. MAÍ kl. 10.15 lá leið mín til Keflavíkur ásamt 40 konum í rútu. Þar sem ég beið á Um- ferðarmiðstöðinni lagði ég frá mér smá farangur og leit af honum eitt augnablik en á meðan var veskinu mínu stolið. Það er leiðin- legt að þarna skuli þrífast gengi sem situr um að stela af farþegum. Þetta hvarfl- aði ekki að mér á sólbjört- um maímorgni eins og þá var. Ég var að vona að ein- hver fyndi gleraugum mín í grænu hulstri. Ég þarf ekki að vonast eftir gsm-síman- um né kreditkortunum, ökuskírteini og snyrtidóti en ég lifi í voninni um að skilvís finnandi komi eigum mínum til lögreglunnar. Gróa Guðnadóttir. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is FIMMTUDAGINN 9. maí, uppstigningardag, fórum við 14 konur úr Mennta- smiðju kvenna á Akra- nesi að Sólheimum í Grímsnesi. Aðallega til að sjá uppfærslu íbúa á Hárinu (hárið okkar) eins og þau kalla það og skoða þennan fallega stað Sól- heima. Þetta var í einu orði sagt frábær sýning og fannst okkur þetta einstök upplifun í alla staði og ekki spillti fyrir að miðaverð er aðeins 500 kr. Veitingar á kaffi- húsi staðarins voru einn- ig mjög góðar og ódýrar. Við viljum senda okkar bestu kveðjur og þakkir til allra íbúa á Sólheimun og þökkum kærlega fyrir ógleymanlega skemmtun og vonumst til að fleiri eigi eftir að hafa eins gaman af að sjá sýning- arnar sem eftir eru og við. F.h. nemenda í Mennta- smiðju kvenna á Akra- nesi 2002. Ásta Ástbjartsdóttir, Bjarney Jóhannesdóttir. Kveðja til íbúa Sólheima í Grímsnesi 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 LÁRÉTT: 1 blautur inn að skinni, 8 pyngju, 9 hitann, 10 skartgripur, 11 nauta, 13 áann, 15 karldýr, 18 eitt- hvað smávegis, 21 hreinn, 22 látni, 23 verk- færið, 24 skipshlið. LÓÐRÉTT: 2 lýkur, 3 níska, 4 þreifa fyrir sér, 5 bolflík, 6 við- bót, 7 sæla, 12 látbragð, 14 spor, 15 fnykur, 16 sjúkdómur, 17 stíf, 18 alda, 19 saurnum, 20 fuglinn. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 áheit, 4 sópur, 7 önduð, 8 rollu, 9 arg, 11 nýra, 13 rita, 14 feyra, 15 vagl, 17 krám, 20 eir, 22 liðug, 23 ungar, 24 norpa, 25 launi. Lóðrétt: 1 áhöfn, 2 eldur, 3 taða, 4 sorg, 5 polli, 6 rausa, 10 reyfi, 12 afl, 13 rak, 15 valan, 16 góðir, 18 ruggu, 19 myrti, 20 egna, 21 rugl.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.