Morgunblaðið - 17.05.2002, Side 67
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2002 67
DAGBÓK
Árnað heilla
DEMANTSBRÚÐKAUP. Í dag, föstudaginn 17. maí, eiga 60
ára brúðkaupsafmæli hjónin Pálína Guðrún Gísladóttir og
Jón Gíslason, til heimilis að Skálafelli, Suðursveit, Austur-
Skaftafellssýslu. Þau voru gefin saman að Uppsölum í sömu
sveit af séra Jóni Péturssyni.
GULLBRÚÐKAUP. Í dag, föstudaginn 17. maí, eiga 50 ára
hjúskaparafmæli hjónin Snjólaug Þorsteinsdóttir og Jón
Helgason, Mýrarvegi 111, Akureyri.
LJÓÐABROT
Á NÝÁRSDAG
(1845)
Svo rís um aldir árið hvert um sig,
eilífðar lítið blóm í skini hreinu.
Mér er það svo sem ekki neitt í neinu,
því tíminn vill ei tengja sig við mig.
Eitt á ég samt, og annast vil ég þig,
hugur mín sjálfs í hjarta þoli vörðu,
er himin sér og unir lágri jörðu
og þykir ekki þokan voðalig.
Eg man þeir segja: „Hart á móti hörðu“.
En heldur vil ég kenna til og lifa,
og þó að nokkurt andsreymi ég bíði,
en liggja eins og leggur uppi í vörðu,
sem lestastrákar taka þar og skrifa –
og fylla, svo hann finnur ei, af níði.
Jónas Hallgrímsson
1. e4 c6 2. c4 d5 3. exd5 cxd5
4. cxd5 Rf6 5. Rc3 Rxd5 6.
Rf3 Rxc3 7. bxc3 g6 8. d4
Bg7 9. Bd3 Rc6
10. 0–0 0–0 11.
He1 Da5 12. Bd2
Bg4 13. Be4 e6 14.
Hb1 Hab8 15. a4
Dc7 16. h3 Bxf3
17. Dxf3 Da5 18.
Bf4 Hbc8 19. Bd6
Hfe8 20. Hxb7
Rd8 21. Hb4 f5
Staðan kom
upp á Reykjavík-
urskákmótinu
sem lauk fyrir
skömmu. Oleg
Korneev (2568),
annar sigurvegari
mótsins, hafði
hvítt gegn Heinrik Daniel-
sen (2520). 22. Bd5! Kh8 23.
Be5 Rf7 24. Bxg7+ Kxg7
25. Bb3 Hc7 26. h4 Hec8 27.
He3 e5 28. Hb5 e4 29. Dg3
f4 30. Dxf4 Da6 31. Hxe4 h5
32. He6 og svartur gafst
upp.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
MARGAR leiðir standa
sagnhafa opnar í fjórum
spöðum, án þess þó að
nokkur sé fullkomlega
örugg. En þá er vandinn sá
að velja þá bestu:
Vestur gefur; enginn á
hættu.
Norður
♠ 3
♥ D7652
♦ Á872
♣K72
Suður
♠ ÁKD742
♥ K3
♦ 3
♣Á653
Vestur Norður Austur Suður
1 tígull Pass Pass 2 spaðar
Pass 2 grönd Pass 4 spaðar
Pass Pass Pass
Vestur kemur út með
tígulkóng, sem tekinn er
með ás. Hver er nú besta
leiðin?
Spilið vinnst alltaf í 3–3-
legu í trompi, svo við skul-
um slá því föstu að vörnin
eigi spaðaslag. Ýmislegt
kemur til greina: Það
mætti taka þrjá efstu í
trompi og spila hjartakóng
með því hugarfari að frí-
spila hjartað. Betra af-
brigði af þeirri áætlun er
þó að spila hjarta á kóng-
inni í öðrum slag, áður en
trompið er tekið. Ennfrem-
ur mætti dúkka lauf í þeirri
von að sá litur falli 3–3.
Allt er þetta góðra gjalda
vert, en dugir þó ekki í legu
af þessum toga:
Norður
♠ 3
♥ D7652
♦ Á872
♣K72
Vestur Austur
♠ G1085 ♠ 96
♥ Á10 ♥ G984
♦ KDG106 ♦ 954
♣D9 ♣G1084
Suður
♠ ÁKD742
♥ K3
♦ 3
♣Á653
Besta spilamennskan
leynir á sér, en hún byggist
á því að nýta smátrompin
heima. Sagnhafi trompar
tígul í öðrum slag og tekur
ÁKD í spaða. Spilar næst
SMÁU hjarta að drottn-
ingu blinds. Vestur á nær
örugglega ásinn og má ekki
drepa á hann strax. Inn-
koman á hjartadrottningu
er notuð til að trompa tígul,
og endahúturinn er sá að
taka AK í laufi og stinga
tígul í þriðja sinn með síð-
asta trompinu. Þetta gefur
sex slagi á tromp og tíu í
allt.
BRIDS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson
70 ÁRA afmæli. Nk.sunnudag, 19. maí, er
sjötugur Höskuldur A. Sig-
urgeirsson, Litla-Hvammi
1, Húsavík. Hann og eigin-
kona hans, Hólmfríður J.
Hannesdóttir, verða með
opið hús í salnum, Hvammi,
milli kl. 15 og 18 laugardag-
inn 18. maí.
50 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 17.
maí, er fimmtugur Sigurð-
ur Jónasson, ráðgjafi hjá
European Consulting
Partners og framkvæmda-
stjóri ZooM. Af því tilefni
er fjölskylda hans með op-
ið hús fyrir ættingja, vini
og starfsfélaga milli kl. 16
og 19 í dag í Súlunesi 7,
Garðabæ.
FRÉTTIR
Ársfundur Eftirlaunasjóðs
starfsmanna Íslandsbanka
Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar.
2. Ársreikningar kynntir.
3. Skýrsla um trygginga-
fræðilega úttekt
kynnt.
4. Fjárfestingarstefna
kynnt.
5. Önnur mál.
Ársfundur Eftirlauna-
sjóðs starfsmanna
Íslandsbanka verður
haldinn 4. júní nk.
kl. 17.15 á 5. hæð,
(Hólum), Kirkjusandi.
Stjórn Eftirlaunasjóðs starfsmanna Íslandsbanka.
Barnabolir
Nýbýlavegi 12, Kópavogi,
sími 554 4433.
með myndum kr. 590
Mikið úrval
VINSTRI grænir bjóða til
hjólaferðar um Kópavog
laugardaginn 18. maí. Lagt
verður af stað frá Hamraborg
11 kl.11. Aðrar tímasetningar
eru: kl. 11.25 frá Sundlaug
Kópavogs, kl. 12.10 frá Nóa-
túni við Furugrund, 12.45 frá
Bónus á Smiðjuvegi, 13.15 frá
Núpalind og 13.40 frá Bónus
á Smáratorgi.
Boðið verður upp á svala-
drykki á áningarstöðum fyrir
hjólreiðamenn, og svala-
drykki og léttar veitingar í
ferðarlok í boði framboðsins,
segir í fréttatilkynningu.
Hjólreiða-
dagur VG í
Kópavogi
NÁMSTEFNA verður haldin á
Reykjalundi laugardaginn 18. maí
kl. 9 á vegum Nordisk Förening för
Rehabilitering (NFR), sem um
þessar mundir heldur aðalfund sinn
á Íslandi.
Á námstefnunni verður fjallað
um fjölþætt vandamál fólks með
langvarandi verki. Meðal fyrirles-
ara er Gunnilla Brattberg, læknir í
Stokkhólmi, sem m.a. mun fjalla
um listina að lifa með verki. Pró-
fessor Lillemor Hallberg frá Nor-
ræna heilbrigðisháskólanum í
Gautaborg fjallar um konur og
verki. Sagt verður frá árangri með-
ferðar á verkjasviði Reykjalundar
og m.a. fjallað um hugræna atferl-
ismeðferð sem þar er beitt. Einnig
verða fyrirlesarar frá hinum Norð-
urlöndunum sem fjalla m.a. um at-
vinnuþátttöku fólks með langvinna
verki. Þá verður fjallað um trygg-
ingalæknisfræðileg sjónarmið og
prófessor Stefán Ólafsson mun
fjalla um „íslensku leiðina“, sam-
anburð á tryggingakerfi Íslands og
annarra Norðurlanda, segir í
fréttatilkynningu.
Núverandi formaður NFR er
Magnús Ólason, læknir á Reykja-
lundi.
Norræn námstefna um
verki og verkjameðferð
UM helgina ætla KFUM og K að
fara með tveggja hæða strætó í eigu
félaganna til Grundarfjarðar þar
sem öllum bæjarbúum er boðið
koma í kaffi og kleinur og að skoða
vagninn sem er breskur að uppruna
og hefur verið innréttaður með tækj-
um eins og þythokký, PlayStation2,
DVD-spilurum og breiðtjaldssjón-
varpi.
„Farið verður á laugardag og er
vagninn opinn öllum milli 16–18, en
þá er endað með helgistund á efri
hæð vagnsins. Um kvöldið er svo
unglingafundur í vagninum áður en
haldið er heim. Slíkir fundir hafa
verið haldnir í kirkjunni hálfsmán-
aðarlega undanfarin ár,“ segir í
fréttatilkynningu frá KFUM og K.
KFUM og K
leggja land
undir fót
STJÖRNUSPÁ
eft ir Frances Drake
NAUT
Afmælisbörn dagsins:
Þú ert persónuleiki sem
er gjarn á að láta skoðanir
þínar í ljós, ert staðfastur
og hefur heilbrigð
viðhorf til lífsins.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Nýttu þá möguleika sem
eru fyrir hendi því fólk lað-
ast að þér og er tilbúið að
gefa þér tækifæri.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Láttu það eftir þér og
kauptu það sem þig langar
verulega í. Nú er rétta
tímasetningin til þess að
kaupa eitthvað sem þú ert
stoltur af.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þú getur búist við miklu
álagi í starfi í dag. Mundu
samt að taka hvíld öðru
hverju til þess að ná fyrri
orku.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Einhver sem býr yfir meiri
reynslu getur gefið þér góð
ráð. Hlýddu á það sem
þessi persóna hefur að
segja af áhuga og hógværð.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Gerðu það sem þú getur til
þess að vekja hrifningu
annarra. Sólin er hátt á
lofti og þú getur auðveld-
lega náð fram markmiðum
þínum.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Skráðu þig á námskeið,
heimsóttu bókasafn, lista-
safn, eða gerðu eitthvað
sem getur vakið áhuga þinn
á menningu og fegurð.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þú hefur mikla sköpunar-
hæfileika. Láttu þessa hæfi-
leika þína njóta sín til fulls.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Alltaf lærir maður eitthvað
nýtt á ferðalögum. Þetta
þurfa ekki að vera langar
ferðir. Gönguferð getur
verið gefandi.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Öllum finnst gott að heyra
að einhver elski þá. Reyndu
að koma persónu, sem
skiptir þig máli, í skilning
um að hún sé þér mikilvæg.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Margir taka fjölskyldum
sínum sem sjálfgefnum
hlut. Hvað er langt síðan þú
lést í ljósi tilfinningar þínar
gagnvart fjölskyldu þinni?
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Þótt þú hafir mikla trú á
þeim aðferðum sem þú not-
ar máttu ekki loka á þann
möguleika að aðrir beiti
líka ágætum vinnuaðferð-
um.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Þú ert að eðlisfari forvitinn
um allt sem máli skipti í líf-
inu. Notaðu daginn til þess
að koma skipulagi á líf þitt
svo að þú hafir tíma til þess
að skoða það sem skiptir
þig mestu máli.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.