Morgunblaðið - 18.05.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.05.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ FJÓRIR leikmenn ameríska ruðn- ingsliðsins Balitmore Ravens eru staddir hér á landi í skemmtiferð ásamt aðdáendum sínum. Tilefnið er leikur sem Flugleiðir stóðu fyrir í samstarfi við liðið og bauðst fjór- um heppnum aðdáendum að koma með átrúnaðargoðunum sínum í ís- lenska ævintýraferð. Hópurinn kom til landsins í gærmorgun og verður hér fram á sunnudag. Í gær- kvöldi snæddi hópurinn kvöldverð á veitingastaðnum Apótekinu í mið- bænum og í dag mun hann fara í jöklaferð og á sunnudag í Bláa lón- ið. Liðið Baltimore Ravens varð heimsmeistari árið 2001. Leikmennirnir sem buðust til að fara með aðdáendum sínum til Ís- lands eru Mike Flynn, Edwin Muli- talo, Casey Rabach og leikstjórn- andinn Chris Redman. Mulitalo og Flynn sögðu í samtali við blaða- mann Morgunblaðsins að þetta væri fyrsta heimsókn þeirra til Evrópu. „Við erum mjög ánægðir með dvöl- ina hér enn sem komið er,“ sagði Flynn. „Við höfum farið að versla og skoðað miðbæinn sem er fal- legur.“ Þeir voru sammála um að Íslendingar væru vinalegt fólk sem gott væri að heimsækja. „Ég vissi lítið um Ísland áður en ég kom hingað annað en að hér væru jöklar og að þið stundið miklar fisk- veiðar,“ sagði Flynn. Mulitalo bætti við að þeir hafi vitað að hér væri kalt svo þeir komu vel útbúnir. Morgunblaðið/Sverrir Mike Flynn, Chris Redman, Casey Rabach og Edwin Mulitalo, leikmenn Baltimore Ravens, ásamt aðdáendum sínum. Hrafnarnir frá Balti- more í skemmtiferð Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isFylkir og Grindavík sigra á útivelli / B2 Geir Sveinsson áfram þjálfari hjá Val / B1 4 SÍÐUR16 SÍÐUR Sérblöð í dag Á LAUGARDÖGUM Morgunblaðinu í dag fylgir auglýs- ingablað frá Hvöt, sjálfstæðisfélagi kvenna. Blaðinu verður dreift í Reykjavík. TVEIR Íslendingar, sem báðir eru á viðbragðslista Íslensku friðargæsl- unnar, halda um mánaðamótin til Sri Lanka þar sem þeir munu taka þátt í eftirliti á vegum Norðmanna vegna friðarsamkomulags sem nýverið komst á í landinu fyrir milligöngu þeirra, eftir áratugalangt borgara- stríð. Þetta er í fyrsta skipti sem ís- lenskir friðargæsluliðar eru sendir til starfa á vegum utanríkisráðu- neytisins utan Evrópu. Að sögn Auðuns Atlasonar, sendi- ráðsritara í utanríkisráðuneytinu, hafa Norðmenn undanfarið haft 23 borgaralega friðargæsluliða á sínum vegum á Sri Lanka en verkefni þeirra er að hafa eftirlit með því að farið sé eftir skilmálum friðarsam- komulagsins milli stjórnvalda og tamíla, skæruliðahreyfingar sem um áratuga skeið hefur barist við stjórn- arher landsins. Nú á hins vegar að fjölga eftirlits- mönnunum í 49 og barst því beiðni frá Norðmönnum til hinna Norður- landanna, um að þau tækju þátt í verkefninu. Sagði Halldór Ásgríms- son utanríkisráðherra í samtali við Morgunblaðið að í ráðuneytinu hefðu menn orðið sammála um að mikil- vægt væri að leggja hér hönd á plóg. Íslendingarnir sem fara til Sri Lanka 1. júní nk. eru Teitur Þorkels- son fréttamaður og Karl Sæberg af- brotafræðingur. Teitur verður fjöl- miðlafulltrúi norrænu sendinefnd- arinnar en Karl mun sinna eftirliti með framkvæmd vopnahléssamn- ingins. Báðir verða þeir í Colombo, höfuðborg Sri Lanka, og er gert ráð fyrir að þeir dvelji í landinu í sex mánuði hið minnsta. Liður í því að efla Íslensku friðargæsluna Þátttaka Íslendinga í alþjóðlegri friðargæslu hefur fram að þessu ver- ið bundin við Balkanskagann. Hall- dór sagði þetta skref hins vegar lið í því að efla Íslensku friðargæsluna. „Okkar fólk hefur fengið mikla reynslu í friðargæslustörfum á Balk- anskaga og við teljum að við höfum öðlast nægt sjálfsöryggi á þeim grundvelli til að geta stigið þetta skref,“ sagði hann. Aðspurður hvort þess mætti vænta að íslenskir friðargæsluliðar færu til starfa á fleiri stöðum utan Evrópu á vegum utanríkisráðuneyt- isins sagði hann ekkert útilokað í þeim efnum. Menn myndu meta það í hverju tilviki. Utanríkisráðuneytið sendir tvo Íslendinga til eftirlitsstarfa á Sri Lanka Fyrsta friðargæsluverkefn- ið sem sinnt er utan Evrópu ÁRNI Johnsen, fyrrverandi alþing- ismaður, játaði í gær fyrir dómi 12 ákæruliði af 27 liðum í ákæru rík- issaksóknara fyrir fjárdrátt, um- boðssvik, rangar skýrslur til yfir- valda og mútuþægni í opinberu starfi sem alþingismaður, formaður bygg- ingarnefndar Þjóðleikhússins og for- maður byggingarnefndar Vestnor- ræna ráðsins, Brattahlíðarnefndar. Þar af játaði ákærði fjóra ákæruliði með fyrirvara. Ákærði játaði skýlaust fjárdrátt í opinberu starfi sem formaður bygg- ingarnefndar Þjóðleikhússins með því að hafa dregið sér ýmsar vörur að andvirði rúmlega 1,2 milljónir króna. Um er að ræða byggingarefni s.s. timbur, óðalskantsteina, hrein- lætistæki og eldhús- og baðinnrétt- ingu sem byggingarnefnd Þjóðleik- hússins greiddi. Þá kvað ákærði réttan þann ákærulið, sem varðar rangar skýrslur til yfirvalda með því að framvísa tilhæfulausum greiðslu- kvittunum á skrifstofu Alþingis að fjárhæð samtals 230 þúsund krónur. Ákærði taldi þó ekki um refsiverða háttsemi að ræða. Þá játaði ákærði skýlaust um- boðssvik með því að hafa fengið með- ákærða Tómas Tómasson, verkfræð- ing hjá Ístaki hf., til að gefa út beiðni í nafni Ístaks til Funa ehf. um sand- blástur, efni og viðgerðir á ofni sem var byggingarnefnd Þjóðleikhússins algjörlega óviðkomandi en Ístak krafði nefndina um kostnað vegna verksins, um 32.800 krónur. Þá kvað ákærði rétta fjóra ákæru- liði sem varða fjárdrátt upp á tæp- lega eina milljón króna, en þar er honum gefið að sök að hafa tekið út ýmsar vörur sem byggingarnefnd greiddi. Ákærði sagði það hins vegar rangt í ákæruliðunum að hann hefði notið aðstoðar meðákærða Tómasar við umrædda háttsemi. Neitar sök í 6 ákæruliðum er varða fjárdrátt Ákærði neitaði sök í 6 ákæruliðum sem varða fjárdrátt í opinberu starfi sem formaður byggingarnefndar Þjóðleikhússins upp á rúmlega tvær milljónir króna og neitaði ennfremur sök um fjárdrátt sem formaður byggingarnefndar Vestnorræna ráðsins upp á 782 þúsund krónur. Þá neitaði ákærði sök í 7 ákærulið- um m.a. vegna mútuþægni með því að hafa heimtað og þegið 650 þúsund krónur úr hendi fyrirsvarsmanna Þjóðleikhúskjallarans fyrir að sam- þykkja reikning Þjóðleikhúskjallar- ans upp á rúmar þrjár milljónir króna vegna lagfæringa í Þjóðleik- húskjallaranum. Þá neitaði ákærði sök um refsi- verða háttsemi í því að hafa sem for- maður byggingarnefndar Vestnor- ræna ráðsins misnotað aðstöðu sína, sér eða öðrum til ávinnings er hann greiddi Torf- og grjóthleðslunni ehf. 645 þúsund krónur út af reikningi Vestnorræna ráðsins vegna hleðslu í Brattahlíð og tækjaleigu þótt fyrir- tækið hefði verið undirverktaki Ís- taks við framkvæmd verks í Græn- landi. Fjórir meðákærðir í málinu, Björn Leifsson, Gísli Hafliði Guðmunds- son, Stefán Axel Stefánsson og Tóm- as Tómasson neita allir sök. Mál Árna Johnsen þingfest í héraðsdómi Játaði tólf af 27 liðum ákærunnar HARALDUR Örn Ólafsson, sjötindafari og pólfari, sneri niður úr Suðurskarði í gær eftir hvíld í fjórðu búðum að lokinni uppöngu á tind Everest. Hann hélt áleiðis niður í grunnbúðir þar sem faðir hans, Ólafur Örn Haraldsson, og vinur hans, Steinar Þór Sveinsson, biðu hans og hópsins alls. Óstaðfestar fregnir hafa bor- ist um atvik í Suðurskarði rétt áður en Haraldur og félagar hófu uppgönguna aðfaranótt fimmtudags. Mun sænskur leiðangursstjóri hafa ráðist með ísöxi að sérpa að nafni, Ang Dorje, en ekki liggur fyrir hvað manninum gekk til með árásinni eða hvort sérpinn hafi meiðst. Talið er að Svíinn hafi truflast af einhverjum ástæð- um og ráðist að sérpanum með umræddum hætti. Taka átti á móti fjallafólkinu með miklum hátíðarbrag og halda góða veislu í grunnbúð- um. Stuttum góðviðriskafla er lokið í bili efst á fjallinu og var vindhraðinn kominn í 32 metra á sekúndu þegar Haraldur hélt niður. Í dag, laugardag, efnir bak- varðasveitin til ferðar til Nep- als undir fararstjórn Helga Benediktssonar þar sem stefnt er að því að taka á móti Haraldi í Katmandú, höfuðborg Nepals, á þriðjudag. Í förinni verða Una Björk Ómarsdóttir, unn- usta Haralds, Hallur Hallsson, Skúli Björnsson og Georg Ottósson. Gert er ráð fyrir að öll hersingin með Harald í broddi fylkingar komi til Ís- lands sunnudaginn 26. maí. Haraldur heldur niður af Everest
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.