Morgunblaðið - 18.05.2002, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 18.05.2002, Blaðsíða 36
UMRÆÐAN 36 LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ er gott að búa í Reykjavík í dag en það var æði flókið og erfitt fyrir nokkrum árum þegar starfsmöguleikar mínir og dagur barnanna minna mótuð- ust af lítilli og lélegri þjónustu Dagvistar barna sem rekin var af Reykjavíkurborg Sjálf- stæðisflokksins. Ég man þá tíð þegar litlu börnin mín sem nú eru 10 og 12 ára voru á leik- skóla í 4 tíma á dag og voru þá sótt af ömmum og dagmæðrum. Ég var gift og búin að ljúka námi. Ég var því ekki í neinum for- gangi fyrir leikskóla og reyndi að spara dagmæður því aðrir en for- gangshópar fengu enga niðurgreiðslu vegna dagvistar hjá dagmæðrum. Heilsdagsleikskóli Undir stjórn Reykjavíkurlistans var ákveðið að leikskólinn skyldi vera fyrir öll börn, óháð stöðu foreldra. Dagvist barna var breytt í Leikskóla Reykjavíkur sem er þjónustufyrir- tæki fyrir börn borgarinnar og fjöl- skyldur þeirra. Styrkir til einkarek- inna leikskóla voru fjórfaldaðir og niðurgreiðslur voru teknar upp vegna allra barna hjá dagforeldrum. Byggð- ar hafa verið 100 nýjar leikskóladeildir og leik- skólum borgarinnar fjölgað úr 56 í 78 á sl. 8 árum. Við höfum samt ekki lokið verkinu enda verður það viðvarandi hlutverk borgarinnar að bjóða upp á hágæða leikskóla fyrir öll börn. Yngstu börnin og þau sem það velja verða hjá dagforeldrum og eða einkareknum leikskól- um, en allir fá niður- greiðslu frá borginni. Þess vegna á ekkert barn að vera án ein- hverra dagvistarúr- ræða í Reykjavík í dag. Það er af sem áður var og það mætti halda að ég væri á sjötugsaldri þegar ég segi frá aðstæðum barna minna fyrir nokkrum árum. Börnin mín voru í þörf fyrir góða leikskóla þegar Sjálfstæðisflokkurinn var við völd í borginni – en fengu ekki. Leikskóli nauðsynlegur Við á Reykjavíkurlistanum viljum að öll börn gangi í leikskóla, vegna þess náms sem þar á sér stað í gegn- um leik, undirbúnings fyrir grunn- skólagönguna og fyrir félagsþrosk- ann. Það er ekki í okkar hlutverki að setja á skólaskyldu en þess í stað vilj- um við að hluti af skólastarfi fimm ára leikskólabarna verði ókeypis. Þannig getum við vonandi fengið öll börn í leikskólana a.m.k. í eitt ár óháð því hver fjárhagur eða önnur staða for- eldranna er. Ég vona að unga fólkið í borginni viti að það er ekki sjálfsagður hlutur að hafa góða leikskóla. Til að svo sé þurfa borgaryfirvöld að forgangsraða hlutunum þannig að börn og leikskól- ar sitji í öndvegi. Það hefur Reykja- víkurlistinn gert og mun halda áfram að gera. Þess vegna eru kosningar 25. maí mikilvægar og geta ráðið úrslit- um í málum sem varða beint lífsgæði í borginni. Ég man þá tíð Björk Vilhelmsdóttir Reykjavík Börnin mín voru í þörf fyrir góða leik- skóla, segir Björk Vilhelmsdóttir, þegar Sjálfstæðisflokkurinn var við völd í borginni – en fengu ekki. Höfundur er félagsráðgjafi og skipar 6. sæti Reykjavíkurlistans. ÁSTAND öldrunar- mála á Akureyri hefur mikið verið rætt und- anfarna daga og vikur og virðast menn al- mennt vera sammála um að ástandið eins og það er í dag sé með öllu óviðunandi. Í dag eru um það bil 30 aldraðir Akureyringar í brýnni þörf á biðlista eftir hjúkrunarrýmum og nokkuð ljóst að þessir einstaklingar geta ekki beðið eftir viðbyggingu við Hlíð. Úrbóta er þörf og það strax. Þegar farið er að rýna í ástandið eins og það er í dag má sjá að það er ekki nýtt af nálinni og í raun hefur ástandið farið stigvaxandi undanfarin ár. Okkar skoðun er sú að einn einstaklingur í brýnni þörf er meira en viðunandi er. Persónu- lega þekkjum við bæði dæmi þar sem fólk hefur mátt bíða heima án þess að vera í nokkru ástandi til þess. Þurfi það aðstoð yfir nóttina er eina úrræðið að hringja og vekja ættingja eða eins og margir gera hringja á slökkviliðið. Að- standendur gera virkilega sitt besta í þessum málum en þeir hvorki geta né eiga að bera ábyrgðina. Okkar skoðun er sú að svona andvaraleysi gagnvart þeim, sem hafa byggt upp þann bæ sem við búum í ídag, sé með öllu ólíðandi. Þegar leyst hefur verið úr þeim vanda sem augljóslega blasir við í dag þarf að ganga þannig frá hnút- um að svona ástand komi aldrei upp aftur. Læra þarf af þeim mis- tökum sem valdið hafa þessari neyð og stytta viðbragðstímann ef ástand breytist á skömmum tíma. Sólarhringsþjónusta í heimahjúkrun Við viljum leggja mikla áherslu á að ekki er nóg að bæta við hjúkr- unarrýmum heldur er einnig brýnt að bæta það húsnæði sem nú þegar er í notkun til þess að það fullnægi nútímakröfum. Eins þarf að koma á sólahringsþjónustu í heimahjúkr- un. En það er ekki bara hægt að mála hlutina svörtum litum því vissulega er ekki allt neikvætt þegar kemur að þjónustu við aldr- aða Akureyringa. Við öldrunar- þjónustu bæjarins vinnur frábært starfsfólk sem virkilega gerir það besta úr því vinnuumhverfi sem því er boðið og ber að þakka það. Það er ekki gott að vera gleyminn Á dögunum hélt Framsóknar- félag Akureyrar opinn fund með Jóni Kristjánssyni heilbrigðisráð- herra. Þar kom fram að fyrir árið 2002 sótti Akureyrarbær ekki um nein framlög til bygginga á auka- hjúkrunarrýmum til framkvæmda- sjóðs aldraðra. Ástæðan er sú að verið er að bíða eftir að ríki og Ak- ureyrarbær nái samkomulagi um áframhald Reynslusveitarfélaga- samningsins. Kannski er eitthvað til í því en á meðan ekki er orðið ljóst með framhaldið ber að setja undir alla leka með því að sækja til framkvæmdasjóðs aldraða eins og verið hefur. Það ætti að vera ljóst hverra ábyrgðin er og það skalt þú, kjós- andi góður, hafa í huga þegar þú gengur að kjörborðinu 25 maí næstkomandi Öldrunarmál á Akureyri – hver er ábyrgur? Guðný Jóhannesdóttir Höfundar skipa þriðja og fjórða sæti B-lista framsóknarmanna. Akureyri Svona andvaraleysi, segja Jóhannes Gunnar Bjarnason og Guðný Jóhannesdóttir, gagn- vart þeim, sem hafa byggt upp þann bæ sem við búum í, er með öllu ólíðandi. Jóhannes Gunnar Bjarnason ÞRÁTT fyrir að íbú- um hafi fjölgað í Ár- borg síðastliðin ár hef- ur störfum ekki fjölgað að sama skapi. Fjöldi fólks sækir vinnu um langan veg. Það skortir fjölbreytni í starfsflóru Árborgar. Þessari kyrrstöðu segjum við í Samfylkingunni í Ár- borg stríð á hendur. Þéttum byggðina Það er hægt með markvissum aðgerðum að vinna að því að laða fólk og fyrirtæki til Ár- borgar. Við verðum að hugsa stórt og tefla fram af dirfsku og þrótti. Það þarf að vekja Þyrnirós og drífa af stað kraftmikla atvinnu- uppbyggingu. Um leið eigum við að þétta byggðina og byggja blómlegan miðbæ, í ætt við stórbrotnar hug- myndir Einars Elíassonar, sem kenndur er við Set. Iðandi miðbær kallar til sín aukið líf menningar og atvinnu. Metnaðarleysi hefur ríkt í skipulags- málum og mál að linni. Það þarf að haldast í hendur að þétta byggð- ina, efla atvinnustigið með ýmsum leiðum og auka menningarlíf Ár- borgar í nýjum miðbæ. Forystumenn sveitar- félagsins á hverjum tíma eiga að fagna frumkvæði frumkvöðla í sveitarfélaginu og leggja sitt af mörkum til að stórhuga hug- myndir geta orðið að veruleika og orðið til að efla uppbyggingu í sveitarfélaginu. Frumkvöðlasmiðjan Borið hefur á misskilningi á hug- mynd Samfylkingarinnar um frum- kvöðlasmiðju til að efla atvinnulífið og kalla frumkvæðið og nýsköp- unina fram, til að virkja mannauð Árborgar. Í sinni einföldustu mynd er um að ræða farveg fyrir nýjar hugmyndir þar sem móralskur stuðningur og hvatning er veitt, vænlega hugmyndir þróaðar áfram og þær arðvænlegustu styrktar beint á meðan verið er að byggja fyrirtækið upp. Með þessu móti nýt- um við þá miklu þekkingu og fólks- auð sem fyrir er og veitum því í far- veg. Hugsum stórt og breytum kyrrstöðu í iðandi mannlíf með stór- huga uppbyggingu og nýrri sýn á skipulagsmál Árborgar. Frumkvæði og byggða- þétting í Árborg Guðjón Ægir Sigurjónsson Árborg Metnaðarleysi hefur ríkt í skipulags- málum, segir Guðjón Ægir Sigurjónsson, og mál að linni. Höfundur skipar 7. sæti á lista Samfylkingarinnar í Árborg. ALLT frá því ég var barn hef ég fylgst með því hvernig borgin okk- ar hefur verið að þróast. Ég hef eins og margir aðrir borgarbúar fylgst með því hvernig stjórn- málaöfl og borgarstjór- ar á hverjum tíma hafa mótað borgina, hver með sínum hætti. Við höfum átt borgarstjór- ann Geir Hallgrímsson sem malbikaði borgina. Borgarstjórinn Davíð Oddsson reisti sér minnisvarða með Perl- unni og Ráðhúsi Reykjavíkur. Þetta voru umdeilanlegar og mjög dýrar byggingar á sínum tíma, en Perlan er í dag eitt af táknum Reykjavíkur. En sá borgarstjóri sem nú situr hefur lagt pólitískar línur með allt öðrum hætti. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er fyrsti borgarstjórinn sem sett hefur fólkið og umhverfi þess í öndvegi. Vissulega ber borgin þess merki að miklar framkvæmdir hafa átt sér stað á síðustu tveim- ur kjörtímabilum. Strandlengjan hefur verið hreinsuð. Skóla- byggingar og íþrótta- mannvirki hafa risið í nýjum borgarhverfum og endurnýjun hefur átt sér stað í þeim eldri. Undirbúin hafa verið stór byggingarsvæði um borgina til að þétta byggð. Net reiðhjóla- og göngustíga hefur verið lagt um alla borg. Göngubrýr hafa dregið úr slysahættu á umferðarþungum götum. Þannig hefur núverandi meirihluti í borginni sýnt mikinn dugnað í verklegum framkvæmdum. Þó er fátt eitt af framkvæmdum talið. Það er mikilvægt að rifja það upp hvaða ástand ríkti í borginni þegar Ingibjörg Sólrún tók við stjórnar- taumum í Reykjavík. Skólar voru al- mennt tvísetnir, langir biðlistar voru að leikskólum og minni áhersla var lögð á ýmsa þætti félagslegrar þjón- ustu. R-listinn fékk brautargengi á sínum tíma vegna fyrirheita um breytingar, sem hafa gengið eftir. Það er athyglisvert og umhugsun- arvert að kosningarnar núna snúast að mestu leyti um stefnumörkun R- listans í mýkri málum þ.e. fjölskyldu- málum, málum sem snúa að börnum og unglingum, málefnum eldri borg- ara, skólamálum og síðast en ekki síst umhverfismálum. Í öllum þessum málum hefur Ingibjörg Sólrún beitt sér fyrir stefnubreytingu frá því sem var. Mig langar til þess að biðja borg- arbúa að velta því fyrir sér hverjir eru líklegri til að vinna áfram eftir þeirri fjölskylduvænu stefnu sem mörkuð hefur verið undanfarin tvö kjörtíma- bil. Er það D-listinn, sem hefur nú neyðst til að taka upp stefnumörkun R-listans í þeim málaflokkum sem hann lagði litla sem enga áherslu á áð- ur, eða R-listinn, sem óskar nú um- boðs til að halda áfram á sömu braut? Á undangengnum dögum hafa dun- ið á kjósendum auglýsingar frá fram- boðunum í Reykjavík og er þar mjög áberandi kosningaáróður D-listans sem augljóslega er rekinn með gífur- legum tilkostnaði. Kjósendur eru ef- laust margir settir í mikinn vanda í því að greina rétt frá röngu í þessu mikla auglýsingaflóði. Margir eru jafnvel ráðvilltir allt fram á síðustu stund og ákveða sig í kjörklefanum. Mikilvægt í þessu er að hafa það meginatriði í huga, hverjum er að treysta? Hverjum treysti ég betur til að stjórna borginni næstu fjögur ár- in? Ég vil hvetja borgarbúa til að láta ekki villa sér sýn með ódýrum brell- um og neikvæðum auglýsingum. Horfa þess í stað á verkin, fram- kvæmdirnar og fyrirheitin. Sem Reykvíking skiptir það mig miklu máli að þeir sem fara með stjórn borgarinnar finni hvar hjartað slær og sinni þörfum fólksins í borg- inni. Það er stundum sagt að það skipti engu máli hverjir stjórna. Það sé sami rassinn undir öllum stjórn- málamönnum. Ekkert er fjær sanni þegar skoðað er valið milli R- og D- lista í Reykjavík í dag. Valið stendur alveg skýrt í mínum huga. Í Ingibjörgu Sólrúnu eigum við for- ystumann sem við getum treyst og hefur látið verkin tala. Þegar þú ferð inn í kjörklefann hafðu það hugfast að val þitt getur ráðið úrslitum! Val þitt getur ráðið úrslitum Sigurður Bessason Reykjavík Sem Reykvíking skiptir það mig miklu máli, segir Sigurður Bessa- son, að þeir sem fara með stjórn borgarinnar finni hvar hjartað slær og sinni þörfum fólksins í borginni. Höfundur er í 27. sæti R-listans í Reykjavík og formaður Eflingar – stéttarfélags.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.