Morgunblaðið - 18.05.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.05.2002, Blaðsíða 16
SUÐURNES 16 LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ MARGIR íbúar við Ásabraut í Grindavík eru óánægðir með veg- tengingu úr nýju íbúðahverfi, Lautarhverfi, sem er fyrirhugað sunnan brautarinnar í nýlegu deili- skipulagi sem hefur verið í kynn- ingu. Kærufrestur vegna bæði að- al- og deiliskipulags rann út á miðvikudag þar sem tvær athuga- semdir bárust við deiliskipulag hverfisins, annars vegar frá einum einstaklingi sem gerði m.a. athuga- semd við umrædda vegtengingu og hins vegar frá 34 íbúum við Ása- braut sem skiluðu inn mótmælum á undirskriftalista vegna vegteng- ingarinnar. Þá bárust fimm at- hugasemdir vegna aðalskipulags- ins, sem gilda á fyrir lögsagnarumdæmi Grindavíkur- kaupstaðar til ársins 2020. Verið að skapa þrengsli og óþarfa slysahættu Halldór Þorláksson, skipstjóri og íbúi við Ásabraut, afhenti undir- skriftalistann fyrir hönd nágranna sinna. Í samtali við Morgunblaðið sagði hann að umferðaröryggi væri ógnað með því að tengja útkeyrslu úr hverfinu á þessum stað inn á Ásabrautina, þarna færu börn um á leið í skóla og verið væri að skapa óþarfa slysahættu. Þá kæmi vegtengingin nánast beint á móti innkeyrslunni hjá sér sem hann taldi skapa mikil þrengsli. Halldór taldi að skipuleggja hefði mátt hverfið með öðrum hætti þannig að útafaksturinn væri á öðrum stað. Fer fyrir skipulagsnefnd Einar Njálsson bæjarstjóri sagði við Morgunblaðið að skipulags- og byggingarnefnd bæjarins kæmi til með að skoða innkomnar athuga- semdir við aðal- og deiliskipulagið. Um mótmæli íbúanna við Ásabraut vildi hann ekki tjá sig sérstaklega á þessu stigi málsins. Einar benti þó á að aðalvegtenging inn í Laut- arhverfið væri um Dalbraut, og sér vitanlega hefðu engar athuga- semdir borist við það. Tengingin inn á Ásabraut hefði verið hugsuð til að hafa fleiri möguleika á leið- um inn og út úr hverfinu. Einar sagði að reiknað hefði verið með að hefja gatnaframkvæmdir í hverf- inu síðar í sumar en mikill skortur væri á nýjum byggingarlóðum í bænum. Í Lautarhverfi er gert ráð fyrir 44 íbúðum sem gætu hýst á annað hundrað manns. Varðandi aðalskipulagið sagði Einar að at- hugasemdir vegna þess gætu ekki talist alvarlegs eðlis. Deiliskipulag nýs íbúðahverfis í Grindavík Mótmæli frá 34 íbúum við Ásabraut Grindavík                                         SAMEIGINLEGUR fundur með framboðunum þremur í Reykja- nesbæ fór fram í félagsheimilinu Stapa á fimmtudagskvöldið. Var fundurinn vel sóttur en umræður þóttu ekki mjög líflegar ef marka má frásagnir viðstaddra. Eftir ræður tveggja frambjóðenda frá hverjum flokki, Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki og Samfylkingu, sátu fyrir svörum fundargesta efstu menn listanna, þeir Árni Sigfússon (D), Kjartan Már Kjartansson (B) og Jóhann Geirdal (S). Meðal þess sem þeir voru spurðir um var afstaða til nýjustu tíðinda af fyrirhugaðri stál- pípuverksmiðju í Helguvík, sem þeir fögnuðu og voru sammála um að verksmiðjan væri góður kostur fyrir Reykjanesbæ. Málefni Reykjanes- hallar komu einnig til tals sem og mögulegt meirihlutasamstarf flokk- anna. Sögðu oddvitarnir engar slíkar þreyifingar hafa farið fram, flokk- arnir gengju óbundnir til kosninga. Morgunblaðið/Hilmar Bragi Bárðar Vel fór á með þeim Jóhanni Geirdal, Kjartani Má Kjartanssyni og Árna Sigfússyni á framboðsfundinum í Stapa. Stálpípuverk- smiðju fagnað Reykjanesbær SANDGERÐISLISTINN sem kennir sig við bókstafinn Þ hélt grillveislu fyrir Sandgerðinga á dögunum. Fjölmenni var í veisl- unni og hátt í 400 pylsur runnu ljúft niður, að sögn Marteins Ólafssonar, umboðsmanns listans. Boðið var upp á andlitsmálningu og Halli Valli tók nokkur létt lög á gítarinn við góðar undirtektir. Hér skreytir Sigurbjörg Hjálm- arsdóttir, einn frambjóðenda Þ- listans, andlitið á ungum Sand- gerðingi. Sandgerðingum boðið í grill Sandgerði SKIPULAGSSTOFNUN hefur bor- ist tillaga Hitaveitu Suðurnesja og verkfræðistofunnar Línuhönnunar að matsáætlun vegna mats á um- hverfisáhrifum lagningar 220kV há- spennulínu frá Reykjanesi að Svartsengi. Athugasemdir við tillögurnar þurfa að hafa borist Skipulagsstofn- un eigi síðar en 29. maí næstkomandi og stefnir stofnunin að því að skila niðurstöðu sinni fyrir 12. júní. Í tilkynningu frá Skipulagsstofn- un segir að allir geti kynnt sér tillög- urnar og lagt fram athugasemdir. Hægt er að nálgast þær á skrifstofu stofnunarinnar á Laugavegi 166 í Reykjavík eða á vefsíðu Línuhönn- unar, www.lh.is. Skipulagsstofnun hefur leitað um- sagnar Grindavíkurkaupstaðar, Reykjanesbæjar, Ferðamálaráðs, Fornleifaverndar ríkisins, Heil- brigðiseftirlits Suðurnesja, Holl- ustuverndar, iðnaðar- og viðskipta- ráðuneytisins, Löggildingarstofu og Náttúruverndar ríkisins. Matsáætlun háspennulínu Reykjanes SUMARHÁTÍÐ eldri borgara verð- ur í Framsóknarhúsinu, Hafnargötu 62 í Keflavík á annan í hvítasunnu, 20. maí, kl. 15. Guðni Ágústsson landbún- aðarráðherra mun segja sögur úr sveitinni, rokkarinn Rúnar Júlíusson leikur nokkur lög, Kjartan Már Kjartansson, bæjarfulltrúi Fram- sóknarflokksins, fer með gamanmál og Freyr Sverrisson, einn frambjóð- enda flokksins, sýnir töfrabrögð. Sumarhátíð eldri borgara Reykjanesbær FJÖGUR ungmenni á aldrinum 17– 20 ára slösuðust er fólksbifreið sem þau voru í valt út af Stafnesvegi í Sandgerði snemma í gærmorgun, skammt frá Hvalsneskirkju. Voru þau flutt á sjúkrahúsið í Keflavík en reyndust öll hafa hlotið minniháttar meiðsl. Að sögn lögreglunnar voru nokkur ungmennanna við skál en bílstjórinn með öllu óölvaður. Varð það ung- mennunum til happs að þau voru öll í bílbeltum. Hlutu þau aðeins skrámur og mar hér og þar. Bifreiðin er gjörónýt að sögn lögreglu og var fjarlægð af vettvangi með dráttarbif- reið. Bílvelta á Stafnesvegi Sandgerði VORTÓNLEIKAR Tónlistarskóla Reykjanesbæjar hefjast næstkom- andi þriðjudag þann 21. maí og stendur tónleikahaldið yfir fram á föstudagskvöldið 24. maí. Á tónleik- unum kennir margra grasa þar sem fram koma m.a. strengjasveitir, lúðrasveitir, barnakór, bjöllukór og einstakir nemendur, bæði styttra og lengri komnir í skólanum. Skólaslit verða svo 26. maí nk. Vortónleikar að hefjast Reykjanesbær ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Háskólakórinn ætlar að halda vortónleika sína miðvikudaginn 22. maí kl. 20 í Keflavíkurkirkju. Á efnisskránni eru íslensk þjóðlög, m.a. eftir Atla Heimi Sveinsson, Báru Grímsdóttur, Hafliða Hallgrímsson, Hjálmar H. Ragnars, John Hearne, Jón Ásgeirsson, Jón Leifs og Þorkel Sigurbjörnsson. Stjórnandi kórsins er Hákon Leifsson. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. ⓦ Blaðbera vantar í sumarafleysingar í Ytri-Njarðvík. vantar í afleysingar í Ytri- Njarðvík Upplýsingar veitir umboðsmaður, Eva Gunnþórs- dóttir í síma 421 3475 og 868 3281.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.