Morgunblaðið - 18.05.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.05.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ SUMARIÐ hefur aðeins heilsað upp á Reykvíkinga undanfarna daga og hafa borgarbúar tekið því fagn- andi. Þó hefur verið haft á orði að sumarið væri heldur seint á ferð- inni og hafa menn spurt hvað valdi. Slíkar yfirsjónir eru yfirleitt fljótar að gleymast þegar sólin hitar kroppinn. Þessir piltar notuðu blíð- viðrið til hins ýtrasta og öttu kappi í boltaleik á Austurvelli. Morgunblaðið/Golli Afslöppuð á Austurvelli ÁSBJÖRN Leví Grétarsson, sem réð Finnboga Sigurbjörnssyni bana 27. október sl., var sýknaður í gær af ákæru um manndráp vegna geðheilsu sinnar en var gert að sæta ótíma- bundinni öruggri gæslu á viðeigandi stofnun. Ásbjörn Leví var dæmdur til að greiða móður hins látna tæpar 1,4 milljónir króna í skaðabætur, þar af milljón vegna miska og 396 þúsund vegna útfararkostnaðar. Ennfremur var hann dæmdur til að greiða henni 200 þúsund krónur í bætur fyrir lög- mannskostnað. Þar eð ákærði var sýknaður af manndrápsákæru varð hann ekki gerður bótaskyldur eftir hinni al- mennu sakarreglu skaðabótaréttar- ins. Aftur á móti þótti hann með verknaðinum hafa leitt yfir sig bóta- skyldu eftir 8. kapítula mannhelgis- bálks Jónsbókar frá árinu 1281, „um óðs manns víg ok hversu með hann skal fara,“ en í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að sá bálkur sé enn í gildi. Í dómi Héraðsdóms er vitnað til læknisrannsókna þar sem því var slegið föstu að Ásbjörn Leví hafi, vegna geðveiki, verið alls ófær um að stjórna gerðum sínum þegar hann varð Finnboga heitnum Sigurbjörns- syni að bana. Á grundvelli þess bæri, samkvæmt 15. gr. almennra hegning- arlaga að sýkna hann af refsikröfu fyrir manndráp. Allur annar sakarkostnaður en að framan greinir, þar með talin 400 þús- und króna málsvarnarlaun til verj- anda ákærða, var felldur á ríkissjóð. Pétur Guðgeirsson héraðsdómari kvað upp dóminn. Skipaður verjandi ákærða var Björn L. Bergsson hrl. Málið sótti Ragnheiður Harðardóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknara. Sýknaður af ákæru um manndráp kjölfarið. Guðjón átti ekki frum- kvæði að þessu, þetta var ekki mála- miðlun og hann var ekki neyddur til þess að rifta samningnum. Það var aðeins verið að fylgja eftir því sem um var samið í upphafi. Við ætlum ekki að standa í deilum við Guðjón, og óskum honum alls hins besta í framtíðinni. Málinu er lokið af okkar hálfu.“ Gunnar sagði að leitin að eftir- manni Guðjóns væri þegar hafin. „Við erum að vinna í þessum máli af krafti og ætlum að hitta þá sem koma til greina. Það er ætlun okkar að funda með þeim í þar næstu viku á Englandi, en það er ekki víst að það takist að gera það í einni lotu. Við stefnum að því,“ sagði Gunnar en hann vildi ekki staðfesta að Steve Coppell eða Peter Taylor væru inni í myndinni nú þegar. „Það á eftir að koma í ljós og þetta ferli tekur sinn tíma.“ GUNNAR Þór Gíslason, stjórnar- formaður Stoke, sagði í gær að nið- urstaða stjórnarinnar um að ganga ekki til viðræðna við Guðjón Þórð- arson knattspyrnustjóra um áfram- haldandi samstarf yrði kynnt nánar á fundi með hluthöfum í Stoke Hold- ing á næstunni. „Margt af því sem Guðjón Þórð- arson hefur sagt við fjölmiðla hér á landi og á Englandi, á leiktíðinni og eftir að henni lauk formlega í Card- iff, gaf ekki tilefni til þess að ætla að grundvöllur hafi verið til farsæls samstarfs. Við í stjórn Stoke fórum ítarlega yfir framtíð félagsins, þar sem við veltum fyrir okkur fleiri þáttum en knattspyrnustjórastöð- unni. Það var niðurstaða okkar að þrátt fyrir að Guðjón næði að koma liðinu upp um deild væri hagsmun- um félagsins betur borgið til lengri tíma litið með öðrum aðila í knatt- spyrnustjórastöðunni. Það var rauði þráðurinn sem hafður var að leiðar- ljósi,“ sagði Gunnar. „Málinu er lokið af okkar hálfu“ Hann bætti við að stjórn Stoke óttaðist ekki að fá stuðningsmenn liðsins upp á móti sér. „Það gengur oft mikið á á þessum vígstöðvum, menn koma og fara, en þegar upp er staðið stendur félagið alltaf eftir. Það er það sem stuðningsmennirnir eru að horfa á – félagið sjálft og merki þess.“ Gunnar sagði að Guð- jón Þórðarson hefði ekki alltaf greint rétt frá ástæðu þess að nýr samn- ingur var gerður við hann fyrir ári. „Í upphaflega samningi Guðjóns við Stoke sem var til fimm ára var ákvæði þess efnis að tækist liðinu ekki að komast upp í 1. deild á fyrstu tveimur árum hans í starfi, yrði samningnum rift. Það var gert og nýr eins árs samningur var gerður í Hagsmunir félagsins hafðir að leiðarljósi Stjórn Stoke um brotthvarf Guðjóns Þórðarsonar Í GÆR slitnaði upp úr samn- ingaviðræðum Ríkissjónvarps- ins við Sport Five um beinar út- sendingar frá landsleikjum íslenska fótboltalandsliðsins og bikarkeppni karla í knatt- spyrnu. Norðurljós gerðu í gær einkaréttarsamning um beinar útsendingar frá efstu deild karla í knattspyrnu, Símadeildina. Bjarni Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Sjónvarpsins, segir að meginástæðan fyrir því að samningaviðræður sigldu í strand, sé sú að kröfur um greiðslur hafi verið of háar, um 30–40% hærri en vegna fyrri samnings. Tæplega 20 milljóna króna skuld Sjónvarpsins vegna vanskila Norðurljósa við Sport Five hafi einnig haft talsverð áhrif. Samingaviðræður hafa staðið yfir í nokkrar vikur en Sjón- varpið hafði lýst yfir áhuga á sýningarétti frá landsleikjum, bikarkeppni og fá að sýna sam- antekt frá Símadeildinni. Þýska fyrirtækið Sport Five, áður UFA, keypti árið 1998 útsend- ingarréttinn frá íslenskri knatt- spyrnu, landsleikjum, bikar- keppni og íslandsmótinu, af Knattspyrnusambandi Íslands. Sjónvarpið keypti sýningarrétt- inn síðan af Sport Five og fram- seldi hluta hans til Norðurljósa með öllum réttindum og skyld- um sem því var samfara, en bar samt sem áður ábyrgð á greiðslum Norðurljósa en fyrir- tækið hefur ekki greitt fyrir hluta af samningnum. Því hefur Sport Five krafið Sjónvarpið um greiðslur. Verið að vinna í skuldamálum Hermann Hermannsson, framkvæmdastjóri sjónvarps- sviðs Norðurljósa, segir það rétt að fyrirtækið eigi eftir að inna af hendi hluta af greiðslum fyrir samninginn. Verið væri að vinna í þessum málum eins og öðrum skuldamálum Norðurljósa. Skv. samningnum frá því í gær hafa Norðurljós einkarétt á beinum útsendingum frá Símadeild karla til næstu tveggja ára. Út- sendingarnar verða á sjónvarps- stöðinni Sýn, sú fyrsta frá leik FH og Fylkis á mánudag. Fótbolta- sjónvarp í óvissu var einnig komið í eigu annarra aðila. Björn var einn af stofnendum fyrra fyrirtækisins árið 1986, en það var stofnað í kringum umsókn til þá- verandi borgarstjóra, Davíðs Odds- sonar, um að leigja Laugardalslaug. Árið 1991 hætti Björn í stjórn fyr- irtækisins og árið 1996 hættu hinir stjórnarmennirnir og félagið var selt öðrum aðilum. Björn segir að eftir að Laugar ehf. hafi orðið gjaldþrota hafi nafnið losn- að. „Ég ákvað því að breyta nafninu á fyrirtæki mínu, Þrekhúsinu, í Laug- ar. Ég tengdist ekki rekstri fyrirtæk- isins sem varð gjaldþrota á neinn annan hátt en að ég stofnaði það ásamt nokkrum öðrum mönnum í kringum umsókn um að leigja Sund- laugarnar í Laugardal. Ég áttaði mig ekki einu sinni á því að um sama fyr- INGA Jóna Þórðardóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, gerði á fundi í borgar- stjórn í fyrrinótt að umtalsefni samn- inga borgarinnar við Laugar ehf., fyrirtæki Björns Leifssonar í World Class, um byggingu heilsuræktar- stöðvar við Laugardalslaug. Vakti Inga Jóna athygli á því að Laugar ehf. hefði orðið gjaldþrota í maí árið 2000 en væri nú orðið til á ný undir annarri kennitölu og búið að gera samning við Reykjavíkurborg. „Sem borgarráðsmaður, sem er í góðri trú að standa að samþykktum í borgarráði, kemur mér þetta óþægi- lega á óvart,“ sagði hún. Hún sagði mjög mikilvægt að skoða þessi mál ofan í kjölinn, þar sem við Laugar- dalslaug væri um að ræða fram- kvæmdir og fjárfestingar upp á mörg hundruð milljóna króna. Í umræðum á borgarstjórnarfundinum kom fram í máli Ingibjargar Sólrúnar Gísla- dóttur borgarstjóra að henni hefði ekki verið kunnugt um þessa mála- vöxtu og hún gæti því ekki gefið svör við fyrirspurnum borgarfulltrúans. Björn ekki tengdur gjaldþroti fyrirtækis með sama nafni Morgunblaðið leitaði til Björns Leifssonar og bar undir hann um- mæli Ingu Jónu á borgarstjórnar- fundinum. Hann sagðist ekki hafa tengst fyrra fyrirtækinu með nafni Lauga er það varð gjaldþrota. Samkvæmt gögnum sem Morgun- blaðið hefur undir höndum var Björn Kr. Leifsson hættur í stjórn Lauga ehf., þegar fyrirtækið varð gjald- þrota fyrir tveimur árum. Fyrirtækið irtækið hefði verið að ræða,“ segir hann í samtali við Morgunblaðið. Aðspurður hvort fyrirtæki með 500 þúsund króna eigið fé sé treyst- andi fyrir framkvæmd upp á mörg hundruð milljónir króna segist Björn vera að vinna að fjármögnun í sam- vinnu við banka. „Ef bankinn treystir mínum áætlunum hef ég ekki stórar áhyggjur,“ segir hann. Inga Jóna lýsti einnig yfir áhyggj- um af því að fjárhagsleg ábyrgð vegna framkvæmdarinnar væri ekki nægilega vel skilgreind. Björn segist ekki deila þeim áhyggjum. „Fyrir- tæki mitt byggir heilsuræktarstöð- ina, sem kostar samkvæmt áætlun um 1.250 milljónir króna. Borgin byggir keppnissundlaugina, sem kemur til að kosta um það bil millj- arð.“ Rætt um fyrirtæki Björns Leifssonar á borgarstjórnarfundi Vill láta skoða samninga Lauga ehf. við borgina LÖGREGLUNNI í Keflavík hefur í þessari viku verið tilkynnt um á þriðja tug innbrota í bíla. Í flestum tilvikum hafa þjófarnir ekki þurft að hafa fyrir því að brjóta rúður eða spenna upp hurðir því bílarnir hafa í flestum tilvikum verið ólæstir. Í sumum tilvikum var talsverðum verðmætum stolið. Jóhannes Jens- son, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar í Keflavík, segir að hluti þessara innbrota sé upplýstur. Flest hafa innbrotin verið í Njarðvík og liggur ákveðinn maður undir grun en hann hefur neitað sök. Á þriðja tug bílainnbrota
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.