Morgunblaðið - 18.05.2002, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 18.05.2002, Blaðsíða 43
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2002 43 ÞAÐ ÞARF að kynna miklu miklu bet- ur ferðaþjónustuaðilum hvað er í boði hér í Ár- borg. Á Selfossi er mjög snyrtileg og góð sund- aðstaða sem við í Sam- fylkingunni ætlum að gera enn betri og stór- auka þannig aðsóknina að Sundhöll Selfoss sem þýðir auknar tekjur sem aftur dekkar þær framkvæmdir sem ráð- ast á í. Á Stokkseyri og Eyr- arbakka eru tvö af fjöl- sóttustu veitingahúsum landsins, Rauða húsið og Fjöruborðið. Þessir staðir byggj- ast á eigin sérstöðu hvað varðar um- hverfi og matseld og þeir aðilar sem standa að þessum stöðum eiga heiður skilinn fyrir framtakið. Ekki má gleyma Kajakferðum á Stokkseyri en þar er einstaklingsframtakið í hnot- skurn að skila okkar ágæta sveitarfé- lagi stórkostlegri og lifandi kynningu sem þarf að styðja við. Það þarf að styðja við stækkun golfvallarins í 18 holu völl og ef til þess kemur að færa þurfi völlinn munum við í Samfylk- ingunni styðja þá framkvæmd af alefli. Hvað á að gera? Hvernig ætlum við í Samfylking- unni að framkvæma þetta er spurt. Við ætlum að koma á fagráði í ferðaþjónustu hér í Árborg þar sem allir rekstrar- og hagsmunaaðilar í ferðaþjónustu geta átt málsvara. Við ætlum að fylgja eftir þeirri stefnumótun Árborgar í ferðamálum sem búið er að samþykkja í bæjar- stjórn Árborgar. Við ætlum að koma á frumkvöðla- smiðju þar sem hugmyndaríkir ein- staklingar geta leitað með hugarfóst- ur sín hvað varðar uppbyggingu atvinnumála hér í Árborg. Við ætlum að auka vægi atvinnuþróunar- nefndar Árborgar þannig að nefndin geti skilað sínu hlutverki enn betur hvað varðar styrkveitingar til þeirra aðila sem til nefndar- innar leita. Árborg vænlegur kostur atvinnutækifæra Búið er að ráða til starfa hjá sveitarfé- laginu markaðs- og kynningarfulltrúa sem við þurfum að nýta okk- ur í þetta kynningarstarf og til að kynna Árborg sem mjög svo vænleg- an kost fyrir atvinnufyrirtæki, fjöl- skyldufólk og sem ferðamannastað. Leggja þarf áherslu á að framboð og fjölbreytni lóða sé nægjanlegt hvar sem fólk vill byggja í hinum þremur þéttbýliskjörnum Árborgar en þetta hefur verið til mikils vansa á liðnu kjörtímabili. Það er of seint að fara að skipuleggja þegar óskað er eftir lóð, skipulagsvinna á að fela í sér framtíðarsýn. Suðurland er land tækifæranna og Samfylkingin afl framkvæmda og festu. Styrkjum stöðu ferðaþjónust- unnar – átak í atvinnumálum Torfi Áskelsson Árborg Einn mesti vaxtar- broddur íslensks at- vinnulífs, segir Torfi Áskelsson, felst í ferða- þjónustunni. Höfundur skipar annað sæti framboðslista Samfylkingarinnar í Árborg. RÉTT eins og börn gera fyrir jólin hafa Samfylkingin og Vinstri grænir í Kópa- vogi birt óskalista sína fyrir komandi sveitar- stjórnarkosningar. Eins og hjá börnunum virðast óskalistar þess- ara framboða vera byggðir á trúnni á jóla- sveininn. Börnin hugsa nefnilega aldrei um kostnað heldur vona þau bara að jólasveinn- inn verði rausnarlegur. Gagnrýni þessara tveggja framboða á fjármálastjórnina hjá Kópavogsbæ kemur manni óneitan- lega spánskt fyrir sjónir. Grundvöll- ur góðrar stöðu fjármála hjá Kópa- vogsbæ er sú mikla og metnaðarfulla uppbygging sem átt hefur sér stað á undanförnum árum. Uppbygging og þjónusta sveitarfé- laga kostar peninga og þeir koma aðeins frá vinnandi fólki og atvinnu- rekstri. Mikilvægasti þátturinn í stjórnun hvers sveitarfélags er því að hafa nóg framboð af bygging- arhæfum lóðum bæði fyrir íbúðir og atvinnurekstur. Einnig þarf að fá at- vinnulífið til samstarfs um uppbygg- inguna. Samfylkingin talar aftur á móti af fyrirlitningu um malbik og steypu sem sé vond fyrir hagsmuni íbúanna. „Við stjórnum bænum bet- ur,“ segja þeir í fyrirsögnum og trúa því eflaust sjálfir rétt eins og þeir virðast trúa á jólasveininn. Frábær árangur í fjármálastjórn Kópavogur hefur sérstöðu meðal sveitar- félaga á Íslandi vegna traustrar fjármála- stjórnar. Rekstur bæj- arins kostar aðeins um 65% af skatttekjum, en hjá öðrum sveitarfélög- um er þetta hlutfall 70–80% þegar best lætur og hjá mjög mörgum þeirra fara nánast allar tekjur í rekstur. Þessi frábæri árangur hef- ur náðst vegna aðhaldssemi og strangrar fjármálastjórnar undir forystu Sjálfstæðisflokksins en þeg- ar flokkurinn tók við forystu í bæj- arstjórn fyrir 12 árum voru fjármál bæjarins í rúst. Stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í ár byggist á þessari traustu stöðu. Engin kosningaloforð eru gefin nema fyrir liggi að við þau sé hægt að standa án þess að tefla fjárhagn- um í tvísýnu. Fyrir öllum kosninga- loforðum Sjálfstæðisflokksins er innistæða. Þrekvirki í atvinnumálum Undir forystu Sjálfstæðisflokks- ins hefur núverandi meirihluti í bæj- arstjórn Kópavogs unnið þrekvirki í atvinnumálum bæjarins. Í Kópa- vogsdal er nú risið eitt öflugasta iðn- aðar- og þjónustusvæði landsins og þangað sækja þúsundir manna at- vinnu. Atvinnusvæðið á Kársnesi hefur einnig styrkst verulega eftir að uppbygging hafnarinnar hófst af fullum krafti, nú síðast með samn- ingum við Atlantsskip, auk þess sem starfsemi á eldri atvinnusvæðum er blómleg. Sjálfstæðismenn munu halda áfram að treysta þennan grunn og búa þannig til umgjörð fyrir sífellt auðugra mannlíf, á und- irstöðu sem ekki sligast undan yf- irbyggingunni. Trúin á jólasveininn Pétur Magnús Birgisson Höfundur skipar 12. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins til bæjarstjórn- arkosninga í Kópavogi. Kópavogur Undir forystu Sjálf- stæðisflokksins, segir Pétur Magnús Birg- isson, hefur núverandi meirihluti í bæjarstjórn Kópavogs unnið þrekvirki í atvinnu- málum bæjarins. Sjálfstæðismenn í Garðabæ eru einhuga um að áfram verði lögð áhersla á upp- byggilegt íþrótta- og æskulýðsstarf í bæn- um, enda málefnið af- ar mikilvægt fyrir vöxt og viðgang bæj- arfélagsins okkar á komandi árum. Á næsta kjörtíma- bili setja sjálfstæðis- menn markið hátt og mun aðstaða til íþróttaiðkunar batna verulega með tilkomu nýs og glæsilegs íþróttahúss með inni- sundlaug og tækjasal í Hofstaða- mýri en framkvæmdir munu hefj- ast nú í vor. Íþróttamannvirkið verður alls um 4.350 m², en til samanburðar má nefna að íþróttamannvirkin við Ásgarð eru um 4.860 m². Nýja íþróttamannvirkið mun án efa efla allt starf Stjörnunnar en félagið er samkvæmt ÍSÍ þriðja stærsta íþróttafélagið á landinu hvað fjölda iðkenda varðar. Hús- næðið mun einnig nýtast Hofs- staðaskóla og Fjölbrautaskólanum við sund- og leikfimikennslu. Gert er ráð fyrir að eldri borgarar geti stundað þar sundleikfimi og boðið verði upp á ungbarnasund í nýju sundlauginni. Sjálfstæðismenn hafa lagt góðan grunn að því að efla alhliða íþrótta- iðkun í bænum á komandi kjör- tímabili. Má þar fyrst nefna fram- kvæmdir við gervigrasvöll í fullri stærð t.d. við Ásgarð, byggingu stúku og vallarhús við Stjörnuvöll- inn en með öllum þessum framkvæmd- um mun aðstaða fyrir knattspyrnuáhuga- menn í Garðabæ batna verulega. Í kosninga- stefnu okkar er lögð áhersla á að hugað verði að uppbyggingu knatthúss í samvinnu við fleiri aðila. Einnig er fyrirhug- að að byggja reið- skemmu í samvinnu við Hestamannafélagið Andvara, bæta að- stöðu barna til vatns- leikja við Sundlaugina í Ásgarði. Við viljum að kannaðir verði möguleikar á að koma upp skíðasvæði innan bæj- armarkanna og að útbúið verði skautasvell í bænum þegar aðstæð- ur leyfa yfir vetrarmánuðina. Sjálfstæðismenn hyggst beita sér fyrir því að settur verði upp pútt- völlur miðsvæðis í bænum sem meðal annars gæti nýst eldri borg- urum í tengslum við Garðaberg, miðstöð eldri borgara í bænum. Nýlega var gerður samningur við Golfklúbb Garðabæjar og Kópa- vogs um uppbyggingu á svæði fé- lagsins á komandi árum. Á liðnu kjörtímabili voru lagðir yfir 10 kílómetra af göngustígum um Garðabæ og náttúruperlurnar í kringum bæinn til að auðvelda bæj- arbúum að njóta útiverunnar. Nú er unnið að því að leggja göngustíg hringinn í kringum Vífilsstaðavatn en slík útivistarperla sem og Heið- mörkin í nálægð við borgarsam- félög eru ekki sjálfgefnar og því kærkomið tækifæri að nýta þessa aðstöðu til að efla möguleika til úti- vistar meðal bæjarbúa. Sjálfstæðismenn munu halda áfram að auka stuðning við frjálsu félagasamtökin með samningum um markmið og stefnu í starfi þeirra. Við ætlum okkur að auka upplýsingagjöf til bæjarbúa um starfsemi félagasamtaka og mögu- leika til útivistar í bænum með út- gáfu vetrar- og sumarbæklinga og með aukinni miðlun upplýsinga á Netinu. Sjálfstæðismenn munu vinna að því á komandi kjörtímabili að mót- uð verði frítímastefna í Garðabæ, fyrst bæjarfélaga á landinu í góðri samvinnu við félagasamtök og íbúa bæjarins. Við viljum því hvetja frjálsu fé- lagasamtökin í bænum til að hefja almenna stefnumótunnarvinnu inn- an sinna vébanda í tengslum við frítímastefnuna og í samvinnu við íþrótta- og tómstundafulltrúa sem hafi með höndum samskipti við fé- lögin fyrir hönd bæjarfélagsins. Af ofangreindu má sjá að Sjálf- stæðismenn í Garðabæ leggja metnað sinn í byggja upp gott íþróttalíf í bænum á komandi kjör- tímabili. Rétt er að taka fram að aðstaðan ein og sér kemur bæj- arfélaginu ekki til forystu í íþrótta- málum heldur sameiginlegt átak bæjarfélagsins og kraftmikil sam- staða íbúanna í Garðabæ til að byggja upp metnaðarfullt íþrótta- starf. Áfram góður Garðabær, áfram góður íþróttabær. Metnaðarfull uppbygging íþróttamannvirkja framundan Páll Hilmarsson Höfundur skipar fjórða sætið á lista sjálfstæðismanna í Garðabæ. Garðabær Sjálfstæðismenn í Garðabæ, segir Páll Hilmarsson, leggja metnað sinn í að byggja upp gott íþróttalíf í bænum á komandi kjörtímabili. ÞAÐ er eitthvað mikið og aðdáunar- vert að verða Dúx. Að Dúxa eins og það er kallað. Ég hlýt því í ein- feldni minni að fagna öllum Dúxunum sem hafa dúkkað upp að undanförnu hjá fram- boðslistanum, í kom- andi borgarstjórnar- kosningum, með marglita bókstafinn R. Sá sem safnað hef- ur milljarða skuldum, á undanförnu átta ára góðæri, er auðvitað Dúx! Að auka skuldir borgarinnar úr þrem milljörðum í þrjátíu og þrjá milljarða á umliðnum átta ár- um er nefnd „sterk staða borg- arsjóðs“, þetta er örugglega hægt að kalla, að Dúxa! „Sterk staða borgarsjóðs“ er að auka skuldir hvers gjaldanda í Reykjavík á átta árum úr 39 þús- und krónum í a.m.k. 286 þúsund krónur á mann. Þetta heitir að Dúxa með stæl. Að lækka fjárveitingu til hjúkr- unarheimila aldraðra úr þrem komma þrem milljörðum, sem var- ið var til þessa málaflokks á síð- ustu tveim kjörtíma- bilum Sjálfstæðis- flokksins, niður í 580 milljónir á átta ára tímabili R-listans, er verðugt viðfangsefni til að verða Dúx! „Sterk staða borg- arsjóðs“ er að auka skuldir borgarinnar um fjóra milljarða á árinu 2002 samkvæmt áætlun R-sam- bræðslulistans, er að- eins á færi alvöru Dúx! Heildarskuldir borgarinnar aukast núna um ellefu millj- ónir á dag. Þar fer hraðsoðinn Dúx! Reiknimeistarar R misreiknuðu skuldastöðu Reykjavíkurborgar ekki nema um fimm milljarða um síðustu áramót! Svona lagað gerir auðvitað ekki nema afburða Dúx! Seytján milljarðar króna villtust út úr sjóðum Orkuveitunnar yfir í borgarsjóð sl. átta ár. Svoleiðis smámunir eru ekki umtalsverðir, þegar í hlut á veru- lega snjall Dúx! Að auka skuldir borgarsjóðs um 480 þúsund krón- ur á klukkustund, eða sem sam- svarar 8 þúsund krónum á mínútu, er virkilega verðugt verkefni fyrir verulega stóran Dúx! Konan með götótta ostinn spyr: „Eru þetta ekki einum of mörg göt á einum osti?“ Þvílíkur fjöldi afburða Dúxa í einu liði! Eru þeir ef til vill, eins og götin í ostinum, of margir? Þetta átti ekki að vera tæmandi upptalning, svo verðugir ónefndir Dúxar eru beðnir velvirðingar, þeim er ekki gleymt af illvilja eða ásetningi. Öðru nær. Leyndur aðdáandi. Dúx! Dúx! Dúx! og aftur Dúx!!! Þráinn Sigtryggsson Reykjavík Heildarskuldir borg- arinnar, segir Þráinn Sigtryggsson, aukast núna um ellefu milljónir á dag. Þar fer hraðsoðinn Dúx! Höfundur er vélfræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.