Morgunblaðið - 18.05.2002, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 18.05.2002, Blaðsíða 33
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2002 33 SÝNINGIN á Hol- lendingnum fljúgandi er stórviðburður í ís- lensku menningarlífi að öllu leyti; fyrir að vera fyrsta Wagneróperan sem sýnd er á Íslandi í heild sinni, fyrir sam- starf allra aðilanna sem að henni standa, fyrir umfang sýningarinnar og síðast en ekki síst fyrir glæsilega frammi- stöðu allra listamanna. Það liggur því sérlega mikið við að tónlistar- gagnrýnandi aðal dag- blaðs landsins hafi kynnt sér verkið nógu vel áður en hann skrifar um sýn- inguna. Það virðist því miður hafa brugðist nokkuð í tilviki í Jóns Ás- geirssonar og því nauðsynlegt að koma á framfæri nokkrum leiðrétt- ingum. Stúlkan Senta er í upphafi óperunnar hug- fangin af Hollendingn- um fljúgandi og hefur af þeim sökum orðið af- huga gömlum kærasta sínum, Erik veiðimanni. Þegar Senta hefur fyrst upp raust sína í hinni frægu ballöðu er hún eingöngu að syngja um Hollendinginn og þau grimmu örlög sem hann hafði mátt sæta, en hún syngur þar alls ekki um ást sína til Eriks enda sambandi þeirra lokið af hennar hálfu þótt það sé ekki eins ljóst fyrir Erik. Daland skipstjóri er alls ekki tví- skipt persóna föður og gráðugs manns eins og Jón Ásgeirsson segir, heldur er hann ósköp venjulegur fað- ir síns tíma; Wagner lagði ríka áherslu á að hann yrði hvorki túlk- aður sem hlægilegur né gráðugur, heldur einmitt að framkoma hans sé eðlileg, því á þessum tímum hafi það verið hlutverk feðra að reyna að fá dætrum sínum sem stöndugust mannsefni. Það var það sem fyrir Da- land vakti, ekkert annað. Hitt er ann- að mál að Hollendingnum lá á að vekja áhuga Dalands og tókst að varpa nokkurri glýju í augu hans með því að sýna honum fjársjóði sína. Misskilningur Jóns Ásgeirssonar á þessum hlutverkum hefur áhrif á dóm hans um frammistöðu söngvar- anna í þeim, en það bliknar þó hjá þeim afleiðingum sem misskilningur hans á sjálfum Hollendingnum hefur, því hann setur skilning á öllu verkinu upp í loft. Nafnið Hollendingurinn fljúgandi nær í raun bæði yfir skipið og skipstjóra þess. Hér skiptir miklu máli að greina þar á milli. Allir sjó- menn óttuðust að verða á vegi skips- ins vegna þess fárviðris sem því fylgdi og sökkti þeim sjálfum. Þar var alls ekki illur vilji skipstjórans að baki, heldur var þetta óhjákvæmilegur fylgikvilli hinna grimmu örlaga sem hollenski skipstjórinn mátti sæta og var sjálfur helsta fórnarlambið fyrir. Hvergi í óperunni kemur fram að per- sóna hans hafi verið illgjörn eða grimm. Hollendingurinn er í rauninni fórnarlamb, en ekki gerandi! Hann er bugaður af örlögum sínum, einsemd og firringu. Þannig kemur hann fyrir í fyrsta þætti, í öðrum þætti vaknar hann til lífsins fyrir ást Sentu og í þeim þriðja telur hann sig svikinn og verður vegna bölvunarinnar að láta sig hverfa. Hollendingurinn verður í lokin vonsvikinn yfir meintum svikum Sentu, en óskar henni alls góðs og gleðst yfir því að hún hafi sloppið við þau örlög að týna lífinu eins og aðrar konur sem hafa svikið hann. Hann kveður hana fullur örvæntingar og biturleika yfir örlögum sínum, en þá kemur hin óvænta björgun - Senta fórnar lífi sínu fyrir hann. Sú fórn hefði að sjálfsögðu verið alveg til- gangslaus ef litið er á Hollendinginn sem illmenni, því þá ætti hann þá fórn alls ekki skilið. Með slíkum misskiln- ingi á hlutverki Hollendingsins fer ekki hjá því að niðurstaðan og þar með heildarmynd verksins verði allt önnur en fyrir höfundi vakti, sjálfum Richard Wagner. Í sýningu Þjóðleik- hússins kemur heldur ekkert það fram sem bendir til að leikstjóri verksins hafi skilið það öðru vísi enda virðist í þessari glæsilegu sýningu vera um fremur hefðbundna túlkun á persónum þess að ræða. Misskilinn Hollendingur Árni Tómas Ragnarsson Ópera Misskilningur Jóns Ásgeirssonar á þessum hlutverkum, segir Árni Tómas Ragn- arsson, hefur áhrif á dóm hans um frammi- stöðu söngvaranna. Höfundur er læknir. AÐ LOKINNI ein- setningu grunnskól- anna í Kópavogi hefur myndast svigrúm til að efla innra starf skól- anna. Mikilvægt er að sú uppbygging verði í senn markviss og hröð á næstu árum, þar sem sífellt stærri hluti yngstu nemendanna ver lunganum úr deg- inum í skólanum. Sjálf- stæðismenn í Kópavogi leggja áherslu á að grunnskólinn tvinni faglegan metnað sam- an við heilsteypt barna- og unglinga- starf. Innihaldsríkur heilsdagsskóli Foreldrar gera auknar kröfur um að innan heilsdagsskólans svonefnda þróist gjöfult umhverfi fyrir nem- endur samfara aukinni viðveru þeirra í skólanum. Þetta eru mjög eðlilegar kröfur, sér í lagi með hlið- sjón af því að tími til íþrótta- eða tónlistarnáms er oftar en ekki knappur að skóla loknum. Hér er jafnframt mikið í húfi. Forvarnar- gildi, ásamt þeim hvata til aukins þroska og sjálfstæðis sem slík áhugamál fela í sér, er óumdeilt. Þá er skólinn kjörinn vettvangur fyrir t.a.m. tónlistarkennslu hvað aðkomu nemenda snertir. Við eigum almennt auðveldara með að tileinka okkur nýja þekkingu og færni fyrr á deg- inum en í stressinu að vinnudegi loknum. Tónlistarnám samtvinnað grunnskólastarfinu Síðastliðið haust var farið af stað með tilraunaverkefni í tónlist í Kárs- nesskóla og Salaskóla í Kópavogi. Undirstöðunám í hljóðfæraleik og tónfræði bættist þannig við þá tón- menntakennslu sem fyrir var. Til- gangurinn var að sannreyna hvort og þá hvernig færa megi metnaðar- fulla tónlistarkennslu inn í grunn- skólana og tryggja þannig jafnan að- gang allra barna í Kópavogi að slíku námi. Er skemmst frá því að segja að þessi nýbreytni hefur mælst afar vel fyrir, jafnt hjá foreldrum sem nemendum. Ný stefna í tónlistarkennslu Það brautryðjandastarf sem unn- ið hefur verið í Kársnesskóla og Salaskóla er mikilvægur liður í stefnu Sjálfstæðisflokksins í Kópa- vogi varðandi tónlistarnám grunn- skólabarna. Starfandi hefur verið nefnd á vegum Kópa- vogsbæjar um stefnu- mótum í tónlistar- kennslu og var undirrituð, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, formaður nefndarinn- ar. Nái tillögurnar fram að ganga færist forskólanámið alfarið inn í alla grunnskóla bæjarins. Á þeim grunni verður síðan byggð upp tónlistar- kennsla sem ná mun til allra aldurshópa grunnskólans. Tillögur eru um að leitað verði til tónlistarkennara, t.d. frá Tónlistarskóla Kópavogs, til að hafa umsjón með kennslunni og sjá um faglega ráðgjöf. Jafnframt er lagt til að tónlistarnáminu verði einnig skapaður vettvangur í Saln- um, hinu glæsilega tónlistarhúsi okkar Kópavogsbúa. Þá eru tillögur um sérstaka fræðslu um samspil listgreina og upplýsingatækni, raf- og tölvutónlist. Auk þess eru tillögur um að samstarf Skólahljómsveitar Kópavogs og grunnskólanna verði styrkt, svo það helsta sé nefnt. Skólastarfið tengt íþróttaiðkun Þessi metnaðarfulla stefna segir þó aðeins hálfa söguna hvað okkur sjálfstæðismenn varðar. Við teljum að efla verði til muna samstarf íþróttafélaganna og grunnskólanna, þannig að eðlileg samtenging verði á milli skólastarfs og virkrar þátttöku nemenda í íþróttum. Þá viljum við færa íþróttakennsluna niður á leik- skólastigið, samhliða því að tengslin á milli þessara tveggja skólastiga, leikskólans og grunnskólans, verði styrkt með markvissum hætti. Eflum enn frekar innra starf skólanna Halla Halldórsdóttir Höfundur skipar 5. sæti framboðs- lista sjálfstæðismanna í Kópavogi. Kópavogur Það brautryðjandastarf sem unnið hefur verið í Kársnesskóla og Sala- skóla, segir Halla Halldórsdóttir, er mik- ilvægur liður í stefnu Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. UMRÆÐUR um skipulagsmál og Geld- inganesið hafa tekið einkennilega stefnu síðustu daga, þegar R- listinn hefur ákveðið að fara í auglýsingastríð við okkur sjálfstæðis- menn til að réttlæta þá ákvörðun sína að eyði- leggja suðurhlíðar nessins og gera þar stórskipahöfn og iðnað- arsvæði. Við sjálfstæðismenn höfum frá fyrsta degi kosningabaráttunnar lagt á það áherslu, að við viljum koma í veg fyrir tvöfalt umhverfisslys í Reykja- vík með því að forða Geldinganesinu frá eyðileggingu og jafnframt sjá til þess, að strandlengjan við Ánanaust og Eiðisgranda verði ekki eyðilögð með uppfyllingu úr nesinu. Til að árétta þessa stefnu okkar sýnum við á myndrænan hátt í auglýsingu, hvernig ætlun R-listans er að taka alla gróðurþekjuna af suðurhlíðum Geldinganess og auk þess sprengja þar milljón rúmmetra af landi til að skapa hafnaraðstöðu. Í fyrstu svaraði R-listinn þessari stefnu okkar á þann veg, að þetta væri sérkennilegt kosningamál, því að hann hefði í kosningunum 1998 fengið umboð til að eyðileggja Geldinga- nesið með þessum hætti. Næsta skrefið var, að R-listinn greip til þeirra varna að saka okkur um, að sýna ekki nægilega framsýni vegna hafnargerðar fyrir Reykjavík. Þegar þessu var svarað á þann veg, að sérfræð- ingar teldu núverandi hafnaraðstöðu myndu duga í 30 til 50 ár og augljóst væri af fram- kvæmdum Eimskip í Sundahöfn, að þar á bæ væru menn ekki að hugsa sér til neins hreyfings, var hlaupið í næsta vígi. Í auglýsingu, sem R-listinn hefur birt, er dregið yfir gjána, sem þegar hefur verið sprengd í Geldinganesi. Ekki nóg með, að reynt sé að blekkja með þessum hætti. Í texta segir: „Það stendur ekki til að hafa í Geld- inganesi iðnaðarhöfn. Í aðalskipulagi er bannað að hafa iðnaðarsvæði í Geldinganesi.“ Þetta er ekki rétt. Í aðalskipulaginu, sem R-listinn telur sér helst til framdráttar af afrekum sínum, segir beinlínis, að á Geldinga- nesi skuli vera iðnaðarsvæði og síðan er það svæði skilgreint sem svæði fyrir umfangsmikla iðnaðarstarf- semi eða starfsemi sem talin er geta haft mengun í för með sér. Málflutningur R-listans síðustu daga ber þess merki, að hann hafi tapað fótfestunni í kosningabarátt- unni. Stjórnmálamenn ná henni ekki aftur með því að bera andstæðinga sína röngum sökum. Við eigum að leggja mál fram með jákvæðum hætti og líta til framtíðar með hags- muni allra borgarbúa að leiðarljósi. Það höfum við sjálfstæðismenn gert með skipulegum hætti í þessari kosningabaráttu og boðið kjósendum að gera við okkur samning um helstu málefni næstu fjögurra ár. Eitt þeirra mikilvægustu er að koma í veg fyrir eyðileggingu Geldinganess. Eyðileggjum ekki Geldinganesið Björn Bjarnason Höfundur skipar 1. sæti á borgar- stjórnarlista Sjálfstæðisflokksins. Reykjavík R-listinn hefur tapað fótfestunni í kosninga- baráttunni, segir Björn Bjarnason, og bjargar sér ekki með rang- færslum. NÝVERIÐ voru lagðir fram ársreikn- ingar Mosfellsbæjar fyrir árið 2001. Í þeim kemur enn einu sinni fram að meirihluti framsóknar- og vinstrimanna er ófær um að stjórna og bera ábyrgð á fjármálum bæjarfélagsins. Svo virðist sem áætlanir séu gerðar einvörðungu í þeim tilgangi að fullnægja lagalegum skyldum og slá ryki í augun á bæjarbúum. Í fjár- hagsáætlun Mosfells- bæjar fyrir árið 2001 var gert ráð fyrir að rekstrarútgjöld fyrir fjár- magnsliði næmu 997 milljónum króna eða um 80% af skatttekjum bæjarins. Reyndin var síðan allt önnur. Samkvæmt fyrirliggjandi ársreikningi námu þessi rekstrar- útgjöld í raun 1.125 milljónum króna eða tæpum 88% af skatt- tekjum. Útgjöld umfram áætlanir nema því 128 milljón- um króna eða 12,8%. Stjórnendur sem stæðu með þessum hætti að rekstri fyr- irtækja sinna þyrftu sennilega flestir að taka pokann sinn. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2001 gerir ráð fyrir að skuldir bæjarsjóðs og stofn- ana hans yrðu 2.595 milljónir króna í lok ársins. Samkvæmt ársreikningnum eru skuldirnar orðnar 2.945 milljónir króna, sem sagt 350 milljón- um króna hærri en áætlað var. Þetta gerist þrátt fyrir að inn í bæjarsjóð rynni 400 milljóna króna greiðsla frá Reykjavíkur- borg vegna breytinga á lögsögu- mörkum. Ekki var gert ráð fyrir þeirri greiðslu í fjárhagsáætlun. Að teknu tilliti til gengisbreytinga sem nema um 100 milljónum króna hefur umframeyðsla, frá því sem fram kemur í fjárhagsáætlun, ver- ið um 650 milljónir króna. Ein- hverjir halda sjálfsagt að hér sé um grín að ræða en svo er alls ekki. Sjálfstæðismenn í Mosfellsbæ ætla að tryggja ráðdeild í meðferð fjármuna bæjarins. Við munum gera raunhæfar áætlanir, áætlanir sem standast, og með því koma í veg fyrir að bæjarbúnar séu blekktir. XD fyrir stefnufestu og frumkvæði, xD fyrir fólk fyrst og fremst. Umframeyðsla 650 milljónir Haraldur Sverrisson Mosfellsbær Sjálfstæðismenn í Mos- fellsbæ ætla, segir Har- aldur Sverrisson, að tryggja ráðdeild í með- ferð fjármuna bæjarins. Höfundur skipar 2. sæti á framboðs- lista sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.