Morgunblaðið - 18.05.2002, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 18.05.2002, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2002 9 SAMÞYKKT hefur verið vísinda- stefna Landspítala – háskólasjúkra- húss og er markmið hennar m.a. að fræðilegt starf standist samanburð á alþjóðlegum vettvangi og að spítal- inn verði í fararbroddi í þróun heil- brigðismála á Íslandi. Magnús Pét- ursson, forstjóri LSH, kynnti vísindastefnuna á nýlegum vordög- um spítalans en stjórnarnefnd sam- þykkti hana á fundi sínum í byrjun mánaðarins. „Í stefnunni kemur fram hvaða sess spítalinn ætlar sér í vísinda- starfsemi á Íslandi og jafnframt er þar tilvísun til alþjóðlegra viðmiða sem spítalinn setur varðandi gæði vísindarannsókna. Settar eru fram leiðir sem spítalinn áformar að fara í átt að þessum markmiðum, bæði að því er varðar uppbyggingu á aðstöðu og stuðning við rannsóknastarf- semi,“ sagði Magnús Pétursson með- al annars er hann kynnti stefnuna. Samvinna við rannsókna- og menntastofnanir Í vísindastefnunni segir að spítal- inn muni vinna að framgangi vísinda- stefnu sinnar með því að eiga nána samvinnu við rannsókna- og mennta- stofnanir og vísaði Magnús í ræðu sinni þar til Háskóla Íslands og líf- tæknifyrirtækja, erlendra og inn- lendra. Þá segir í stefnunni að í samningum spítalans og mennta- stofnana verði vísinda- og rann- sóknastarfsemi tryggð, þverfaglegt rannsóknastarf verði eflt innan spít- alans og við vísindamenn utan hans, unnið verði að stofnun heilbrigðisvís- indastofnunar á lóð spítalans í sam- vinnu við Háskóla Íslands og einka- aðila. Einnig segir að aðstaða til klínískra rannsókna verði byggð upp og styrkt og tryggður verði aðgang- ur starfsfólks spítalans að vísinda- legu bókasafni með rafrænum tíma- ritum og gagnasöfnum. Forstjórinn sagði spítalann vilja með vísindastefnu koma enn frekar til móts við óskir um bætta aðstöðu til vísindarannsókna. Sagði hann uppbyggingu vísindasjóðs vera ein þeirra leiða sem farin hefði verið til að styðja vísindastarfsemi og í ár- legri fjárhagsáætlun spítalans sagði hann unnið að frekari viðurkenningu á rannsóknaleyfum starfsmanna. Magnús ræddi einnig um að ólíkir hagsmunir gætu vegist á í vísinda- rannsóknum. Niðurstöður geta skipt máli fyrir afkomu fyrirtækja „Vísindarannsóknir á vegum fyr- irtækja geta haft þann ókost, að nið- urstöður rannsókna skipta verulegu máli fyrir afkomu þeirra. Þau kunna þannig að hafa hag af að birta ekki niðurstöður sem komið geta sér illa fjárhagslega. Eðlilega tengjast vís- indamenn oft þessum fyrirtækjum og munu gera það í auknum mæli, spái ég. Þarna fara að vegast á ólíkir hags- munir. Annars vegar eru hagsmun- irnir, sem felast í því að birta nið- urstöður rannsóknanna eins fljótt og kostur er á opnum vettvangi og hins vegar hagurinn af því að halda nið- urstöðum leyndum þar til sótt hefur verið um einkaleyfi eða fjárhagslegir hagsmunir tryggðir á annan hátt. Í þessu umróti ólíkra hagsmuna getur myndast jarðvegur fyrir tortryggni og trúverðugleiki vísindamanna dvínar. Til að trúverðugleiki vísindarann- sókna haldist, þurfa allir sem að þessum málum koma að leggja sig fram um að rannsóknastarfsemin sé eins opin og kostur er, bæði að því er varðar tilhögun rannsóknanna og fjárhagsleg atriði er þeim tengjast. Ég tel að Landspítala – háskóla- sjúkrahúsi beri skylda til að taka þátt í að viðhalda trúverðugleika rann- sóknastarfa m.a. með því að tryggja að fjárhagslegir hagmunir séu sýni- legir og standa vörð um, að þeir hafi ekki áhrif á rannsóknaniðurstöður.“ Vísindastefna hefur verið samþykkt fyrir LSH Fjárhagslegir hags- munir verði sýnilegir Blúndupeysur                    15% sumartilboð á öllum kjólum, stuttum og síðum Síðasti tilboðsdagur Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00. Sportlegir jakkar, pils og buxur Neðst við Dunhaga, sími 562 2230 Opið í dag kl. 10-14 Símar: 515 1735 og 515 1736 Bréfasími: 515 1739 Farsími: 898 1720 Netfang: oskar@xd.is Utankjörfundaratkvæ›agrei›sla vegna sveitarstjórnarkosninganna 25. maí nk. fer fram í Ármúlaskóla ALLA DAGA kl. 10 - 22. Utankjörsta›askrifstofan veitir allar uppl‡singar og a›sto› vi› kosningu utan kjörfundar. Utankjörsta›askrifstofa Sjálfstæ›isflokksins Sjálfstæ›isfólk! Láti› okkur vita um stu›ningsmenn sem ekki ver›a heima á kjördag, t.d. námsfólk erlendis. Valhöll, Háaleitisbraut 1, 3. hæ›, 105 Reykjavík 30–50% afsláttur af öllu vegna breytinga Ekta pelsar, handunnin húsgögn, öðruvísi lampar. Mikið úrval gjafavöru, rúmteppi og púðaver frá austurlöndum Opið virka daga frá kl. 11-18, laugardaga frá kl. 11-15 Sigurstjarnan, Suðurlandsbraut 50 (bláu húsin), sími 588 4545. Verslun fyrir konur Laugavegi 44 og Mjódd Vordagar eru í fullu fjöri í Mjódinni og á Laugavegi Mikið úrval af sumarfatnaði í góðum stærðum. Margskonar tilboð í gangi. Hlökkum til að sjá ykkur. Hið nýja hlutafé var skráð á aðallista Verðbréfaþings Íslands hf. þann 4. janúar 2002. Áður hafði verið fallið frá forgangsrétti til hins nýja hlutafjár. Meirihluti hins nýja hlutafjár sem gefið var út var notað til að greiða fyrir hlutafé í Frjálsa fjárfestingarbankanum hf. og Pankkiriliike Sofi Oyj. Hluti hins nýja hlutafjár var ennfremur seldur til starfsmanna vegna kaupréttarsamninga. Skráð hlutafé Kaupþings banka hf. á Verðbréfaþingi Íslands eftir hækkunina er 1.628.626.184 kr. að nafnverði. Unnt er að nálgast skráningarlýsingu hjá Kaupþingi banka hf. að Ármúla 13, 108 Reykjavík, sem og á heima- síðu Kaupþings banka hf., www.kaupthing.is, ásamt útboðs- og skráningarlýsingu frá 2. október 2000 og útboðs- og skráningarlýsingu frá 18. maí 2001 – og önnur þau skjöl sem vitnað er til í skráningarlýsingunum. Skráningarlýsing vegna hlutafjár- hækkunar í Kaupþingi banka hf. að nafnverði 420.017.258 kr. AB X/ SÍ A Í SKÝRSLU um mat á umhverfis- áhrifum Norðlingaölduveitu er ein- ungis fjallað um áhrif framkvæmd- arinnar á umhverfið eins og það er í dag, enda hafi Skipulagsstofnun hafnað því að fjallað yrði um áhrif af eldri framkvæmdum á svæðinu í matsskýrslunni. Þetta segir Guðjón Jónsson verkfræðingur sem hafði umsjón með gerð skýrslunnar. Í Morgunblaðinu á laugardag gagnrýndi Gísli Már Gíslason, pró- fessor, formaður Þjórsárveranefnd- ar, að í matsskýrslunni væri ekki lit- ið til upprunalegs rennslis í fossinum Dynk, sem Sigurður Þórarinsson hafi talið æskilegt að friða, í riti Náttúruverndarráðs um fossa á Ís- landi árið 1978. Rennslið hefði verið skert um 40% með Kvíslaveitum 1–5 og eftir framkvæmdina verði rennsl- ið 30–40% af upprunalegu rennsli. Guðjón segir að við gerð mats- áætlunar hafi þessi athugasemd, þ.e. að meta ætti áhrifin fyrir tíma Kvíslaveitna, komið frá einum um- sagnaraðilanna. Hann hafi talið að nauðsynlegt væri að skoða hvaða breyting hefði orðið á svæðinu frá því samkomulag um friðlýsingu Þjórsárvera var gert árið 1981. Því hafi aftur á móti verið hafnað af hálfu Skipulagsstofnunar, sem hafi talið að matsskýrslan ætti einungis að fjalla um áhrif þeirra framkvæmda sem nú standa fyrir dyrum. „Við getum ekki afturkallað Kvíslaveitu 5. Fossinn eins og hann er í dag er með skertu rennsli og það sem við erum að horfa á er breyt- ingin frá því sem er í dag og því sem verður eftir framkvæmd. Það er það sem okkur er uppálagt og það sem við erum að reyna að meta,“ segir Guðjón. Hann bendir einnig á að lög um mat á umhverfisáhrifum hafi fyrst litið dagsins ljós árið 1993. Framkvæmdirnar sem Gísli vilji að séu skoðaðar séu frá því fyrir þann tíma og falli því ekki undir lögin. Umhverfisáhrif Norðlingaölduveitu Ekki talin nauðsyn að skoða eldri framkvæmdir Bómullar-satín og silki-damask rúmföt Skólavörðustíg 21, sími 551 4050 VÉLAR Ármúla 29 - Rvk. Sími 588 4699 Plöstunar Vefsíða: www.oba.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.