Morgunblaðið - 18.05.2002, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.05.2002, Blaðsíða 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2002 13 Austurstræti 17, 4. hæð, 101 Reykjavík, sími 562 0400, fax 562 6564, netfang: prima@heimsklubbur.is, heimasíða: http://www.heimsklubbur.is Ítalíuferð í öðru veldi FÁIÐ NÁNARI FERÐALÝSINGU Á SKRIFST. PÖNTUNARSÍMI: 56 20 400 „Ferð okkar, LISTATÖFRAR ÍTALÍU með Heimsklúbbi Ingólfs í fyrra, breytti öllu gildismati okkar um ferðalög. Konan valdi ferðina vegna áhuga á listum, sem höfðuðu ekkert sérstaklega til mín í upphafi, en nú veit ég betur. Á mörgum ferðum hefur ekkert ferðalag komið mér meir á óvart, við bókstaflega drukkum í okkur hvert and- artak í hrifningarvímu. Svona ferð á erindi við alla, en margir gera sér ekki fyrirfram grein fyrir, hvaða forréttindi hún býður.” Helgi Guðmundsson og Ingveldur Jónsdóttir. SANNKÖLLUÐ LISTAVEISLA: VERONA, MILANO, PARMA, PISA, FLÓRENS, SIENA, BOLOGNA, PADUA, FENEYJAR, TRIESTE, VERONA. Lúxusvagn á fegurstu leiðum, 4-5* hótel m. morgunv., fegurstu söfn og byggingar - fararstjórn Ingólfs. Ferð með ævarandi gildi Síðustu sætin Þú sérð varla aðra eins listfjársjóði og fegurð annars staðar MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfandi greinargerð frá Braga Guðbrandssyni forstjóra Barna- verndarstofu, fyrir hönd Barna- verndarstofu: „Hinn 24. apríl sl. kvað Hæstirétt- ur upp sýknudóm yfir manni sem ákærður hafði verið fyrir kynferðis- brot gagnvart stúlkubarni sem átt hefðu sér stað á löngum tíma, eða frá því stúlkan var 8 ára og til 13 ára ald- urs hennar. Hinn ákærði hafði hins vegar verið sakfelldur í Héraðsdómi Vesturlands. Niðurstaða Hæstarétt- ar um að sýkna beri hinn ákærða þrátt fyrir að framburður hennar þyki trúverðugur, byggir á því að rannsókn málsins hafi verið áfátt og jafnframt að við skýrslutöku af stúlk- unni í Barnahúsi hafi hún verið spurð leiðandi spurninga. Þar sem mál þetta hefur hlotið talsverða umfjöllun í fjölmiðlum undanfarið telur Barna- verndarstofa rétt og skylt að koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri. Samkvæmt breytingu á lögum um meðferð opinberra mála, sem tók gildi hinn 1. maí 1999, ber dómari ábyrgð á framkvæmd skýrslutöku af barni sem grunur leikur á að sætt hafi kynferðisbroti, er skýrslutakan því sérstök dómsathöfn og hluti af dómstólameðferð málsins verði sak- borningur ákærður. Auk dómarans fylgjast með skýrslutökunni verjandi sakborn- ings, fulltrúi ákæruvalds, lögregla, fulltrúi barnaverndarnefndar og skipaður réttargæslumaður barns- ins. Þegar dómari ákveður að skýrslutaka fari fram í Barnahúsi annast sérfræðingur hússins sjálfa skýrslutökuna undir stjórn dómar- ans, sem þá fylgist með framkvæmd- inni á sjónvarpsskjá í öðru herbergi ásamt öðrum þeim sem fyrr eru nefndir. Með sérstökum tæknibúnaði getur dómari lagt fyrir sérfræðing að spyrja barnið tiltekinna spurninga eða nánar um tiltekin efnisatriði í framburði barnsins. Aðrir viðstaddir, þ.m.t. verjandi sakbornings, geta komið á framfæri athugasemdum við dómara um framkvæmd eða annað það sem máli skiptir. Sú skýrslutaka sem lögð var til grundvallar í því dómsmáli sem um ræðir, fór fram í Barnahúsi í desember árið 2000. Til- högun hennar var með sama hætti og venja er og að ofan er lýst. Barna- verndarstofu er ekki kunnugt um að athugasemdir hafi verið gerðar við framkvæmd skýrslutökunnar. Sérfræðingar Barnahúss, sem fal- in er framkvæmd skýrslutöku undir stjórn dómara, spyrja barn í sam- ræmi við alþjóðlega viðurkennda að- ferð (protokoll) sem þróuð hefur ver- ið m.a. í því skyni að forðast leiðandi spurningar. Sá sérfræðingur sem annaðist umrædda skýrslutöku er sálfræðingur, annar tveggja sérfræð- inga hérlendis sem hlotið hafa sér- staka þjálfun erlendis í skýrslutökum á börnum með fyrrgreindri aðferð. Frá því að Barnahús tók til starfa hefur málum rúmlega 400 barna ver- ið vísað til meðferðar þar sem rann- sóknarviðtöl hafa verið tekin. Frá breytingu laga vorið 1999 hafa 132 börn komið til skýrslutöku undir stjórn dómara. Ljóst er því að sér- fræðingar Barnahúss hafa öðlast meiri reynslu og þekkingu á um- ræddu sviði en fyrr hefur þekkst hér- lendis. Barnaverndarstofu er ekki kunnugt um að dómstólar hafi áður gert samsvarandi athugasemdir við framkvæmd skýrslutöku og hér um ræðir síðan Barnahús tók til starfa fyrir um þremur og hálfu ári síðan. Barnaverndarstofa mun hér eftir sem hingað til hlutast til um að tryggja að Barnahús ráði yfir og nýti bestu þekkingu á sviði rannsóknar- viðtala sem völ er á.“ Sýknudómur Hæstaréttar og skýrslutaka af börnum SÝSLUMAÐURINN í Kópavogi gerir ekki efnislegar athugasemdir við gagnrýni á vinnubrögð embættis- ins sem kom fram í dómi yfir for- svarsmanni Eystrasaltsviðskipta sem var dæmdur fyrir að ráða níu lit- háska ríkisborgara í vinnu, þrátt fyrir að enginn þeirra hefði atvinnuréttindi á Íslandi. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi manninn til að greiða 300.000 krónur í sekt og tók við ákvörðun refsingar mið af vanköntum á rannsókn máls- ins. Segir í dómnum að svo virðist sem ákæruvaldið hafi ekki gert alvar- lega tilraun til að upplýsa hversu lengi mennirnir voru við störf hér á landi, hvað þeim hafi verið greitt í laun eða hvernig þeir komu til lands- ins. Komið hafi fram að mennirnir hafi búið í húsnæði á vegum Eystra- saltsviðskipta en sá þáttur hafi ekk- ert verið rannsakaður. Í frétt Morgunblaðsins af máli Litháanna í nóvember í fyrra kom m.a. fram að skv. áreiðanlegum heim- ildum blaðsins hafi mennirnir búið í húsnæði í Gufunesi sem uppfyllti hvergi kröfur sem hægt er að gera til íbúðarhúsnæðis. Einn þeirra hafi borið að hafa fengið tæplega 700 krónur á klukkustund í vinnulaun. Þar sem Litháarnir voru ekki látn- ir gefa skýrslu fyrir dómi áður en þeir fóru úr landi, var framburður þeirra hjá lögreglu ekki notaður sem sönn- unargagn. Þorleifur Pálsson, sýslu- maður, segir að alls ekki sé hægt að draga almennar ályktanir af starf- semi embættisins, þó svo héraðsdóm- ur hafi gagnrýnt eitt tiltekið mál. „Við tökum hins vegar alltaf mark á gagn- rýni sem kemur fram hjá dómstólum og við munum skoða þær aðfinnslur sem koma fram í dómnum,“ segir Þorleifur. Aðspurður segir hann að komi sambærilegt mál upp verði tek- ið mið af dómnum, en bætir við að slík mál séu afar fátíð og þetta hafi verið fyrsta málið þessarar tegundar sem embættið hafi fengist við. Þorleifur segir þó að ekki sé alveg ljóst hvaða áhrif önnur vinnubrögð hefðu haft á niðurstöður dóms í þessu tilviki. Sýslumaður tekur mark á gagnrýninni ÞESSIR öryggisverðir sáu sér hag í því að stíga upp á stein, á meðan þeir hringdu til að spyrja frétta af komutíma þyrlu Berlusconis, for- sætisráðherra Ítalíu, og Davíðs Oddssonar til Geysis í Haukadal á dögunum. Hilmar Gunnarsson, yf- irmaður hjá Símanum, segir að það sé ekki vegna gloppótts farsíma- sambands á svæðinu þar sem Sím- inn sé með gsm-stöð við þar rétt hjá, við hliðina á Hótel Geysi. Morgunblaðið/RAX Uppi á steini TUGIR víkinga munu berjast, hamra járn, spinna, syngja, setja upp leikrit og bjóða til veislu í Hafn- arfirði dagana 13.–17. júní næst- komandi. Stemmningin verður því væntanlega líkust því sem var hér á landi og víðar um Norður-Evrópu fyrir hundruðum ára. Tilefnið er Sólstöðuhátíð víkinga við Fjöru- krána, en samkvæmt upplýsingum Jóhannesar Viðars Bjarnasonar, eiganda Fjörukrárinnar, Vestnor- ræna menningarhússins og Vestnor- ræna hótelsins í Hafnarfirði, er Vík- ingahátíðin orðin árviss viðburður í bænum, en hann er sjálfur frum- kvöðull hátíðarinnar. „Í tilefni hátíðarinnar koma hing- að tugir erlendra víkinga, sem allir eru listamenn,“ segir Jóhannes. „Meðal þeirra eru t.d. ýmsir góðir handverksmenn sem einbeita sér ýmist að steinhöggi, tréskurði eða öðru. Þá eru margir þeirra bardaga- listamenn, en við Íslendingar eigum einnig góða bardagalistamenn í okkar röðum sem munu sýna á há- tíðinni.“ Sönghópur sem í eru söngvarar frá Íslandi, Finnlandi og Danmörku munu stíga á svið á hátíðinni og flytja gömul þjóðlög. Þá kemur hingað til lands sænskur leikhópur, inúítar frá Kanada og samar frá Norður-Noregi í tengslum við hátíð- ina. Þá segir Jóhannes að fjölmargir Færeyingar og Grænlendingar komi fram á hátíðinni, en árið 2000 var opnað við Fjörukrána Vestnor- rænt menningarhús í þeim tilgangi að efla tengsl Íslendinga, Grænlend- inga og Færeyinga. Handverksfólki frá þessum löndum býðst að koma og sýna og selja sitt handverk og kenna áhugasömum aðferðir sínar. Þá er þessa dagana verið að vinna að breytingu á hótelinu og mun það verða opnað í endurnýjaðri mynd í tengslum við Víkingahátíðina. Víkingahátíðin fer fram á svæð- inu umhverfis Fjörukrána þar sem slegið verður upp tjöldum. Víkingar munu berjast við Fjörukrána í ár á Sólrisuhátíð Víkinga. Sólrisuhátíð víkinga við Fjörukrána MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Bruna- málastofnun og Ísfélagi Vestmanna- eyja hf.: „Brunamálstofnun hefur ákveðið að veita Ísfélagi Vestmannaeyja hf. tveggja mánaða frest til að skila inn athugasemdum við skýrslu stofnun- arinnar um bruna hjá Ísfélaginu í desember 2000. Brunamálastofnun tekur að því loknu afstöðu til þess hvort hún breyti skýrslunni. Á með- an verður ekki um frekari dreifingu skýrslunnar að ræða og aðilar tjá sig ekki frekar um hana við fjölmiðla fyrr en þessari vinnu er lokið.“ Ísfélagið fær að gera at- hugasemdir BERGDAL ehf. heildverslun lækk- aði verð um 3–10% síðastliðinn mið- vikudag. Lækkunin nær til flestra vöruflokka í matvöru og er til komin vegna gengisþróunar, að sögn Sverr- is E. Bergmann. Dæmi um vörur sem Bergdal flytur inn eru McVities kex, Finn Crisp hrökkbrauð, Pik Nik kartöflustrá, Heinz matvörur, Kavli hrökkbrauð og Sun-Maid rúsínur. Bergdal lækkaði verð síðast 25. febrúar og nam lækkunin 2–11% segir Sverrir Bergmann. 3–10% verð- lækkun hjá Bergdal ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ KARLMAÐUR var handtekinn í gær af lögreglunni í Reykjavík, grunaður um að hafa kveikt í garð- skúr við Hverfisgötu. Skúrinn gjör- eyðilagðist í eldinum sem kom upp á þriðja tímanum í fyrrinótt. Reynist hafa verið um íkveikju að ræða verð- ur málið litið mjög alvarlegum aug- um þar sem skúrinn stóð inni á íbúð- arlóð rétt við íbúðarhús. Maðurinn var ölvaður þegar lög- reglumenn handsömuðu hann skammt frá vettvangi.Yfirheyra átti hann er hann hefði sofið úr sér áfengisvímuna. Ekki er vitað til þess að hann hafi átt neitt sökótt við fólkið sem í íbúðarhúsinu býr. Grunaður um íkveikju við íbúðarhús
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.