Morgunblaðið - 18.05.2002, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 18.05.2002, Blaðsíða 58
MESSUR Á MORGUN 58 LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÁSKIRKJA: Hvítasunnudagur: Hátíðar- guðsþjónusta kl. 14. Þórunn Elín Péturs- dóttir syngur einsöng. Kór Áskirkju syng- ur. Organisti Kári Þormar. HJÚKRUNARHEIMILIÐ SKJÓL: Annar í hvítasunnu: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Hvítasunnudagur: Há- tíðarguðsþjónusta kl. 11. Magnea Tóm- asdóttir syngur einsöng. Organisti Smári Ólason. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Hvítasunnudagur: Hátíð- armessa kl. 11. Sr. Jakob Ágúst Hjálm- arsson prédikar. Sr. Hjálmar Jónsson þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur. Org- anisti Marteinn H. Friðriksson. Ferming- armessa kl. 14. Sr. Jakob Ág. Hjálmars- son og sr. Hjálmar Jónsson. Dómkórinn syngur. Organisti Marteinn H. Friðriksson. Annar í hvítasunnu: Æðruleysismessa kl. 20.30. Sr. Hjálmar Jónsson prédikar. Sr. Jakob Ág. Hjálmarsson leiðir bæn. Bræðrabandið ásamt Önnu S. Helgadótt- ur sér um tónlistina. Einnig syngur Berg- þór Pálsson. GRENSÁSKIRKJA: Hvítasunnudagur: Messa kl. 11. Altarisganga. Hellen Helga- dóttir, Ingibjörg Ólafsdóttir og Matthildur Matthíasdóttir syngja þrísöng. Kirkjukór Grensáskirkju syngur. Organisti Árni Ar- inbjarnarson. Sr. Ólafur Jóhannsson. Ann- ar í hvítasunnu: Kvöldmessa kl. 20. Ein- falt form, létt tónlist. Kirkjukór Grensáskirkju syngur. Organisti Arni Ar- inbjarnarson. Sr. Ólafur Jóhannsson. GRUND, dvalar- og hjúkrunarheimili: Guðsþjónusta kl. 10.15. Prestur Guð- mundur Óskar Ólafsson. Organisti Kjart- an Ólafsson. HALLGRÍMSKIRKJA: Hvítasunnudagur: Hátíðarmessa kl. 11. Sr. Sigurður Páls- son prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Jóni Dalbú Hróbjartssyni. Mótettukór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Harðar Áskelssonar. Annar í hvítasunnu: Hátíð- armessa kl. 11. Sr. Kristján Valur Ingólfs- son prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Jóni D. Hróbjartssyni. Kammerkór Hall- grímskirkju, Schola cantorum, syngur undir stjórn Harðar Áskelssonar. Vortón- leikar Mótettukórsins kl. 17. LANDSPÍTALINN: Hvítasunnudagur: Guðsþjónusta kl. 10.30. HÁTEIGSKIRKJA: Hvítasunnudagur: Messa kl. 11. Organisti Douglas A. Brotchie. Sr. Tómas Sveinsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Hvítasunnudagur: Hátíðar- messa kl. 11. Fermd verða sjö börn. Prestar sr. Jón Helgi Þórarinsson og sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir. Organisti Jón Stefánsson. Kór Langholtskirkju syngur. LAUGARNESKIRKJA: Hvítasunnudagur: Guðsþjónusta kl. 11. Kór Laugarneskirkju syngur undir stjórn Bjarna Jónatanssonar organista. Sr. María Ágústsdóttir, héraðs- prestur, þjónar fyrir altari. Eygló Bjarna- dóttir er meðhjálpari. Boðið verður upp á barnasamveru meðan á messu stendur. Messukaffið í umsjá Sigríðar Finnboga- dóttur, kirkjuvarðar. Guðsþjónusta kl. 14 á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni. Gerðuberg- skórinn syngur. Sr. Ólafur Skúlason pré- dikar, en djáknarnir Fjóla Haraldsdóttir og Jón Jóhannsson þjóna. (Sjá síðu 650 í Textavarpi.) NESKIRKJA: Hvítasunnudagur: Hátíðar- messa kl. 11. Fermd verða Elvar Sigur- geirsson, Hildur Rut Ingimarsdóttir og Mist Háldánardóttir. Kór Neskirkju syng- ur. Organisti Reynir Jónasson. Prestur sr. Frank M. Halldórsson. Annar í hvíta- sunnu: Fjölskyldumessa kl. 11. Fögnum nærveru Guðs í heilögum anda. Börn sér- staklega boðin velkomin. Sr. Örn Báður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Neskirkju syngur og Reynir Jónasson leik- ur á ýmis hljóðfæri. SELTJARNARNESKIRKJA: Hátíðarguðs- þjónusta kl. 11. Kammerkór Seltjarnar- neskirkju syngur. Organisti Viera Manas- ek. Prestur sr. Sigurður Grétar Helgason. Verið öll hjartanlega velkomin. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Hvítasunnudag- ur: Hátíðarguðsþjónusta kl. 11. ÍSLENSKA KIRKJAN ERLENDIS: GAUTABORG: Annar í hvítasunnu: Ferm- ingarmessa í Skårs kirkju kl. 14. Organ- isti Tuula Jóhannesson. Einsöngur Svava Kr. Ingólfsdóttir. Kirkjukaffi. Fermdir verða: Anton Magni Rúnarsson Trädvägen 35 og Stefan Hilmarsson, Röliden 26. Skúli S. Ólafsson. ÁRBÆJARKIRKJA: Hátíðarmessa kl. 11. Kirkjukórinn syngur undir stjórn Pavel Manásek. Ferming. Fermdur verður: Guð- mundur Páll Kjartansson til heimilis í Hraunbæ 72. Prestur sr. Þór Hauksson. BREIÐHOLTSKIRKJA: Hátíðarmessa kl. 11. Sæberg Sigurðsson syngur einsöng. Organisti: Sigrún Þórsteinsdóttir. Gísli Jónasson. DIGRANESKIRKJA: Messa kl. 11. Sam- eiginleg messa Digranes- og Hjallasafn- aða í Digraneskirkju. Sr. Gunnar Sigur- jónsson þjónar fyrir altari. Sr. Íris Kristjánsdóttir prédikar. Organisti: Kjart- an Sigurjónsson. Kór Digraneskirkju. Kaffiveitingar í boði Digranessafnaðar. Safnaðarferð Digranessafnaðar um Borg- arfjörð 26. maí. Upplýsingar hjá kirkju- verði. Aðalsafnaðarfundur Digrane- sprestakalls verður haldinn í safnaðarsal Digraneskirkju miðvikudaginn 29. maí kl. 19.30. Venjuleg aðalfundarstörf. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Hátíðarguðs- þjónusta kl. 11. Prestur: Sr. Hreinn Hjart- arson. Djákni: Lilja G. Hallgrímsdóttir. Organisti: Lenka Mátéová. Kór Fella- og Hólakirkju syngur. GRAFARVOGSKIRKJA: Hátíðarguðsþjón- usta kl. 11. Sr. Vigfús Þór Árnason prédik- ar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Bjarni Þór Bjarnasyni. Hátíðarsvör sr. Bjarna Þor- steinssonar sungin. Kór Grafarvogskirkju syngur. Einsöngur: Kristín María Hreins- dóttir. Organisti: Hörður Bragason. Hátíð- arguðsþjónusta á Hjúkrunarheimilinu Eir kl. 15. Sr. Vigfús Þór Árnason prédikar og þjónar fyrir altari. Hátíðarsvör sr. Bjarna Þorsteinssonar sungin. Kór Grafarvogs- kirkju syngur. Einsöngur: Kristín María Hreinsdóttir. Organisti: Hörður Bragason. HJALLAKIRKJA: Messuheimsókn í Digra- neskirkju á hvítasunnudag kl. 11. Hefð undanfarinna ára í kirkjum í austurbæ Kópavogs við haldið. Gengið verður til guðsþjónustu frá Hjallakirkju og lagt af stað kl. 10.30. Sr. Íris Kristjánsdóttir pré- dikar og prestar Digraneskirkju þjóna. Veitingar í boði Digranessóknar að guðs- þjónustu lokinni. Við minnum á bæna- og kyrrðarstund á þriðjudag kl. 18. KÓPAVOGSKIRKJA: Hátíðarguðsþjónusta kl. 11. Kór Kópavogskirkju syngur og leið- ir safnaðarsöng undir stjórn Julian Hewl- ett. Að lokinni guðsþjónustu verður boðið upp á kaffi og konfekt í safnaðarheimilinu Borgum. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson. SELJAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. (Ath. breyttan tíma.) Sr. Ágúst Einarsson pré- dikar. Sr. Valgeir Ástráðsson þjónar fyrir altari. Organisti er Gróa Hreinsdóttir. Kirkjukór Seljakirkju syngur undir stjórn Gróu Hreinsdóttur. Guðsþjónusta í Skóg- arbæ kl. 16. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar. Organisti er Gróa Hreinsdóttir. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Hvítasunnu- dagur kl. 11. Guðsþjónusta. Friðrik Schram predikar. Skírn. Annar hvíta- sunnudagur kl. 20. Samkoma á hátíð Heilags anda. Mikil lofgjörð og fyrirbænir. Ragnhildur og Olaf Engsbraten predika. Allir hjartanlega velkomnir. Heimasíða kirkjunnar: www.kristur.is. Sjónvarpsþátt- urinn „Um trúna og tilveruna“ sýndur á Omega þriðjud. kl. 11, sunnud. kl. 13.30 og mánud. kl. 20. KLETTURINN: Sunnudagur kl. 11. Al- menn samkoma fyrir alla fjölskylduna. Mikil lofgjörð og tilbeiðsla. Allir velkomnir. FÍLADELFÍA: Hvítasunnudagur: Brauðs- brotning kl. 11. Ræðumaður Erling Magn- ússon. Almenn samkoma kl. 16.30, lof- gjörðarhópur Fíladelfíu syngur. Ræðumaður Mike Fitzgerald. Barnakirkja fyrir 1 árs til 9 ára börn meðan á sam- komu stendur. Við minnum á sjónvarps- útsendingu á guðsþjónustu frá Fíladelfíu sem verður send út í ríkissjónvarpinu að kvöldi hvítasunnudags kl. 21.55. Annar í hvítasunnu: Útvarpsmessa kl. 11 sem verður send út beint á rás 1. Ræðumaður Vörður L. Traustason. Allir velkomnir. FRÍKIRKJAN KEFAS, Vatnsendabletti 601: Samkoma sunnudag kl. 14. Ræðu- maður Helga R. Ármannsdóttir. Bæna- stund fyrir samkomu kl. 13.30. Lofgjörð og fyrirbænir. Tvískipt barnastarf fyrir börn frá eins árs aldri. Þriðjud.: Bæna- stund kl. 20.30. Miðvikud.: Samveru- stund unga fólksins kl. 20.30. Mikil lof- gjörð og Orð Guðs rætt. Allir velkomnir. KFUM og KFUK v/Holtaveg: Samkoma kl. 17. Samkoma í umsjá Sportfélagsins Hvats. Hvatsfélagar bjóða upp á grill að lokinni samkomu. Komið og njótið upp- byggingar og samfélags. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Reykjavík – Kristskirkja í Landakoti: Sunnudaga: Hámessa kl. 10.30. Messa á ensku kl. 18. Alla virka daga: Messa kl. 18. Einnig messa kl. 8 suma virka daga (sjá nánar á tilkynningablaði á sunnudög- um). Maímánuður er settur sérstaklega undir vernd heilagrar Maríu meyjar og til- einkaður henni. Haldin verður bænastund á hverjum mánudegi og fimmtudegi fyrir kvöldmessu kl. 17.40 (en þó ekki mánu- daginn 20. maí, annan í hvítasunnu). Sunnudaginn 19. maí: Hvítasunna – Bisk- Nýja kirkjan og Snorrastofa setja sterkan svip á Reykholt. Guðspjall dagsins: Hver sem elskar mig. (Jóh. 14.) Morgunblaðið/Golli Safnaðarferð Digra- neskirkju í Reykholt SAFNAÐARFERÐ Digraneskirkju verður sunnudaginn 26. maí 2002. Förinni er heitið í Reykholt í Borg- arfirði. Farið verður frá Digraneskirkju kl. 9 og komið kl. 18. Fararstjóri verður Nanna Kaaber. Á leiðinni verður Búvélasafnið og Ullarselið á Hvanneyri skoðað. Messað verður í Reykholtskirkju kl. 14. Það er organisti og kór Digraneskirkju sem flytur þýska messu. Prestar Digranessafnaðar þjóna ásamt sóknarprestinum sr. Geir Waage. Samvera verður í Reykholts- kirkju eftir kirkjukaffi og Snorra- safn skoðað. Innritun fer fram hjá kirkjuverði Digraneskirkju til 21. maí og á net- fanginu: kirkjuvordur@digra- neskirkja.is. Fjölskyldumessa í nærveru Guðs FJÖLSKYLDUMESSA verður í Neskirkju annan hvítasunnudag kl. 11. Sýnd verða listaverk eftir börn úr leikskólunum Hagaborg og Sæ- borg. Í raun eru allar messur fjöl- skyldumessur en hér er átt við helgihald með léttari söngvum og atferli en alla jafnan. Hefðbundnu sunnudagaskóla- starfi vetrarins er lokið en for- eldrar eru að sjálfsögðu velkomnir með börn sín í messur árið um kring. Í fjölskyldumessunni er tekið sérstakt tillit til barnanna svo sem í sálmavali og verða þau kölluð upp og látin syngja fyrir og með söfn- uðinum. Foreldrar eru hvattir til þess að koma með börnum sínum til kirkju og leyfa þeim að ganga með sér til altaris þar sem þau fá sér- staka blessun. Á hvítasunnuhátíðinni sem er ein þriggja stórhátíða kristninnar fögnum við nærveru Guðs í heil- ögum anda sem fylgir okkur um lífsins veg. Séra Örn Bárður Jóns- son prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Neskirkju syngur og Reynir Jónasson leikur á ýmis hljóðfæri. Hvítasunnan í Hallgrímskirkju HÁTÍÐ heilags anda er ein af þremur stórhátíðum kirkjuársins. Í Hallgrímskirkju verða hátíð- armessur kl. 11 báða dagana og vortónleikar Mótettukórs Hall- grímskirkju verða annan í hvíta- sunnu kl. 17. Hvítasunnudag kl. 11 verður há- tíðarmessa. Sr. Sigurður Pálsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Jóni D. Hróbjartssyni. Mótettukór Hallgrímskirkju syng- ur undir stjórn Harðar Áskels- sonar, kantors. Annan hvítasunnudag verður há- tíðarmessa kl. 11. Sr. Kristján Val- ur Ingólfsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Jóni D. Hró- bjartssyni. Kammerkór Hallgrímskirkju, Schola cantorum syngur í messunni undir stjórn Harðar Áskelssonar, kantors. Vortónleikar Mótettukórsins verða annan í hvítasunnu kl. 17, en yfirskrift þeirra er: „Guð, helgur andi“. Flutt verður fjölbreytt kór- tónlist eftir J.S. Bach, Duruflé, Messiaen, Nystedt o.fl., auk Söngva úr Opinberunarbókinni eftir Kjell Mörk Karlsen, sem verða frum- fluttir á Íslandi. Kórstjóri er Hörður Áskelsson, kantor. Miðasala er í Hallgrímskirkju. Kvöldmessa í Grensáskirkju KVÖLDMESSA verður í Grens- áskirkju kl. 20 á mánudagskvöldið, annan í hvítasunnu. Í kvöldmessunni er lagt upp úr því að skapa kyrrlátt andrúmsloft bænar og tilbeiðslu. Töluðu máli er stillt í hóf og sungnir einfaldir söngvar við píanóundirleik org- anistans, Árna Arinbjarnarsonar, en kirkjukórinn leiðir sönginn. Messan sjálf tekur tæpan klukku- tíma og að henni lokinni er kaffi, djús og kex á boðstólum í safn- aðarsal. Hvítasunnan er stórhátíð enda stofndagur kristinnar kirkju. Af ýmsum ástæðum er þó almennt mun minni kirkjusókn um hvíta- sunnu en á hinum stórhátíðum kirkjunnar, m.a. vegna þess að hvítasunnuhelgin er mikil ferða- helgi. Þessi messutími ætti að henta sérlega vel þeim sem kynnu að skreppa út úr bænum um helgina en þurfa að koma í bæinn á annan í hvítasunnu til að mæta í vinnu dag- inn eftir. Kirkja og börn í borg SUMARNÁMSKEIÐ 6–10 ára barna verður í Dómkirkjunni. Námskeiðin einkennast af úti- veru, fræðslu og fjöri, stuttum ferð- um og þroskandi leikjum. Í lok hvers námskeiðs verður haldin grillveisla. 10.–14. júní (5 dagar) kl. 13–17: 24.–28. júní (5 dagar) kl. 9–13. 29. júlí–2. ágúst (5 dagar) kl. 9– 13. 6.–9. ágúst (4 dagar) kl. 9–13. Ævintýranámskeið 11–12 ára barna. Námskeiðin eru spennandi og ævintýraleg. Farið verður í rat- leiki, hjólreiðaferðir, vettvangs- ferðir, ferðalög og fleira. Í lokin er grillveisla. 18.–21. júní (4 dagar) kl. 13–17. 12.–16. ágúst (5 dagar) kl. 13–17. Námskeiðsgjald er 2.800 kr. fyrir 4 daga námskeið og 3.500 fyrir 5 daga námskeið. Systkinaafsláttur er veittur, helmingsafsláttur fyrir annað barn. Léttar veitingar verða í boði fyr- ir krakkana á hverjum degi, ekki er því nauðsynlegt að þau komi með nesti eða pening fyrir mat. Þorvaldur Víðisson guðfræð- ingur og æskulýðsfulltrúi Dóm- kirkjunnar mun hafa umsjón með námskeiðunum ásamt fleirum. Skráning fer fram í safn- aðarheimili Dómkirkjunnar á virk- um dögum frá 9–16. Einnig er tekið á móti skráningum í símum 520 9700 og 866 3080 og með net- pósti torvaldur@domkirkjan.is. Skráum sem fyrst því það er tak- markaður fjöldi þátttakenda. Dómkirkjan. Æðruleysismessa í Dómkirkjunni ÆÐRULEYSISMESSA, tileinkuð fólki sem leitar bata eftir tólf- sporaleiðinni, verður í Dómkirkj- unni, annan hvítasunnudag, 20. maí kl. 20.30. Einhver mun segja þar af reynslu sinni úr baráttunni við áfengissýk- Morgunblaðið/Árni Sæberg Vídalínskirkja. MESSA með altarisgöngu verður í Vídalínskirkju kl. 11 á hvíta- sunnudag. Sameinaðir kórar Garða- og Bessastaðasóknar (Kór Vídal- ínskirkju og Álftaneskórinn) leiða almennan safnaðarsöng og syngja saman messukafla úr Missa brevis eftir W.A. Mozart. Stjórnendur kóranna og org- anistar eru Jóhann Baldvinsson og Hrönn Helgadóttir. Við mess- una þjóna báðir prestarnir, sr. Hans Markús Hafsteinsson og sr. Friðrik J. Hjartar. Eftir messuna verður boðið upp á veitingar í safnaðarheim- ilinu og þar mun kór Vídal- ínskirkju syngja létta vor- og sumarefnisskrá, m.a. þjóðlög frá öllum Norðurlöndunum og ís- lensk og erlend kórlög. Allir eru velkomnir í messuna kl. 11, svo og í veitingar og á tónleika á eft- ir. Eru Garðbæingar og aðrir hvattir til að koma. Vakin er athygli á sýningu Leifs Breiðfjörð í Vídalínskirkju, „Sigur lífsins“, sem opnuð var 16. maí, síðastliðinn. Hér er um að ræða fimm ný verk frá þessu ári, unnin með vatnslitum og pastellitum. Sýningin mun standa út júní og er opin alla daga kl. 10–20. Sýningin er öllum opin og ókeyp- is. Prestarnir. Mikið um að vera í Vídalínskirkju Kirkjustarf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.