Morgunblaðið - 18.05.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 18.05.2002, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. NÆSTKOMANDI föstu-dag verður fluttur áListahátíð í ReykjavíkHrafnagaldur, tónverk Hilmars Arnar Hilmarssonar, með- lima Sigur Rósar, þeirra Jóns Þórs Birgissonar, Kjartans Sveinssonar, Georgs Hólm og Orra Páls Dýra- sonar, og Steindórs Andersens, við Eddukvæðið Hrafnagaldur Óðins. Verkið var frumflutt í Barbican- listamiðstöðinni í Lundúnum fyrir skemmstu með London Sinfonietta strengjasveitinni og The Sixteen miðaldakórnum en verður flutt í Laugardalshöll í nokkuð endur- bættri mynd. Hrafnagaldur er kvæði sem var líklega skrifað á fjórtándu eða fimmtándu öld. Um miðja nítjándu öld var það mat fræðimanna að kvæðið væri ekki eiginlegt forn- kvæði heldur sautjándu aldar spuni og í framhaldi af því féll það í gleymsku. Fyrir nokkurm árum fóru menn aftur á móti að rýna í það að nýju og eru flestir nú þeirrar skoðunar að það eigi heima með öðru Eddukvæðum. Kvæðið segir frá því að goð hafa spurnir af því að eitthvað ógnvænlegt sé í uppsigl- ingu og gera út af örkinni sendiboða til að grafast fyrir um það hjá Ið- unni Ívaldsdóttur djúpvitru. Ekki hefur hann erindi sem erfiði og snýr aftur til Valhallar þar sem slegið er upp veislu. Er bjarmar af degi blæs Heimdallur goðin til þings og við það lýkur kvæðinu. Það er mat margra að hér vanti aftan á kvæðið en þeir félagar Hilmar, liðsmenn Sigur Rósar og Steindór skilja þó kvæðið svo að þegar Heimdallur blæs séu hafin ragnarök og þurfi ekki að orðlengja um það. Hilmar Örn hefur lengið verið áhugamaður um Hrafnagaldur og þegar hann vann tónlist við kvik- myndina Engla alheimsins með Sigur Rós, sem á tvö lög í myndinni, sagði hann þeim félögum frá kvæð- inu og þegar kviknaði hugmynd um að þeir myndu einhvern tímann semja tónlist við það. Aðstandend- ur Listahátíðar í Reykjavík fréttu af þessum vangaveltum þeirra og óskuðu eftir því að verkið yrði flutt á Listahátíð. Það varð þeim tæki- færi til að ljúka við það og þrátt fyr- ir miklar annir, Sigur Rós á kafi í upptökum á breiðskífu og Hilmar að vinna tónlist við Fálka Friðriks Þórs Friðrikssonar, bjuggu þeir sér til tíma til að vinna við tónlistina. Steindór Andersen kvæðamaður kom snemma að verki og stein- harpa Páls Guðmundssonar á Húsafelli kórónaði það síðan, en stjórnandi hljómsveitar og kórs er Árni Harðarson. Í spjalli við þá Hilmar Örn Hilm- arsson, Steindór Andersen og Jón Þór Birgisson kemur fram að eftir tónleikana í Barbican hafi menn sest niður og farið yfir verkið, skerpt á ákveðnum þáttum, bætt flæði þess og ákveðið að hægja eilít- ið ferðina á stöku stað auk sem þeir lengdu lokaka Næst á dagskrá var síðan kammerkór Hallgrím Schola cantorum, til að sjá hlutverkið og síðan hljóð ara í strengjasveitina, 3 alls. „Þegar við fórum yf var ekki mikið sem okku þurfa að breyta,“ segja þe en bæta við að þeim hafi þó hafa meiri kraft í lokakafla þess sem ævinlega komi e ljós sem betur megi fara ef ralprufu og á sviðinu í Barb smávægilegir tækjaörð líka hrjáð menn. „Við brey kórtextanum lítillega,“ seg ar, „og bætum meðal an fleiri Óðinsheitum en Alföð mynda Bölverkur, H Hangantýr og svo framveg hans sögn er hægara um breyta textanum þegar átt lenskumælandi kór. Hver gerði hvað Eins og getið er á ve nokkurn aðdraganda þó b við það hafi ekki hafist skömmu fyrir tónleikana an. Þeir segja að verkið s samið að nánast ógerning segja hver gerði hvað. Se Hrafnagaldu Steindór Andersen kvæðamaður, Hilmar Örn Hilmarsson og Hrafnagaldur Óðins hefur verið reist fluttur á Listahátíð í Reykjavík við tón arsson og Sigur Rós. Árni Matthíasso Hilmar Örn Hilmarsson, Jón Þór Birg STURLA Böðvarsson samgönguráðherra tilkynnti á blaðamannafundi á Hótel Kefla- vík í gær, ásamt áhugahópi um öryggi Reykjanesbrautar, að í sumar myndi Vega- gerðin bjóða út fyrsta áfanga breikkunar Reykjanesbrautar milli Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar. Ráðherra sagði að með þessu væri hafin tvöföldun brautarinnar þannig að ný akbraut yrði lögð sunnan við þá sem fyrir væri. Áætlaður kostnaður við þennan áfanga er 900 milljónir króna og verklok áætluð sumarið 2004, eða eftir tvö ár. Fyrsti áfanginn nær frá Hvassahrauni um Kúagerði og upp á Strandarheiði og er um 8 kílómetra langur. Auk þess verða lagðir um 5 kílómetrar af hliðarvegum auk tilheyrandi tenginga við Reykjanesbraut. Hliðarvegirnir eru Vatnsleysustrandarveg- ur, Höskuldarvallavegur og útivistarstígur í Hvassahrauni. Tvenn mislæg gatnamót eru á þessum kafla og mun Reykjanesbraut liggja yfir hliðarvegina á brúm. Mislægu gatnamótin eru annars vegar í Hvassahrauni og hins vegar þar sem Vatnsleysustrandarvegur og Höskuldarvallavegur mætast. Á blaðamannafundinum í gær kom einnig fram að vegfláar og umhverfi Reykjanes- brautar væri hannað með tilliti til aukins umferðaröryggis og verða fláar núverandi brautar einnig lagaðir og gerðir meira aflíð- andi. Helstu magntölur fyrir fyrsta áfang- ann eru þær að fylling og burðarlag er upp á 260 þúsund rúmmetra og leggja á malbik á um 77 þúsund fermetra. Samgönguráðherra boðar útboð í sumar á fyrsta Kostnaður um 900 milljónir og verklok áætluð eftir tvö ár Sturl stakk með Hallg AUÐLINDAGJALD Í ÞÁGU ÞJÓÐARINNAR ALLRAR Haraldur Sturlaugsson útgerðar-maður hefur varpað fram þeirrihugmynd að tekjum af auðlinda- gjaldi, sem lagt verður á veiðiheimildir, verði ráðstafað í þeim sveitarfélögum, þar sem það er innheimt. Þannig renni t.d. þær 200 milljónir króna, sem Har- aldur telur að verði innheimtar í Vest- mannaeyjum, beint aftur til Vestmanna- eyinga. Hann vill að féð renni til t.d. íþróttamannvirkja, mennta-, menning- ar- og heilbrigðismála og atvinnuupp- byggingar í byggðarlögunum. Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráð- herra hefur svarað þessum röksemdum Haraldar og sagt að helztu rökin fyrir auðlindagjaldinu séu þau að þjóðin eigi að fá sjáanlega hlutdeild í arðinum af auðlindinni. Í Morgunblaðinu í gær var haft eftir ráðherranum að honum þætti af þessum sökum einkennilegt ef menn væru misjafnlega réttháir eftir búsetu þegar kæmi að skiptingu gjaldsins. Hins vegar telur ráðherrann skynsamlegt að nota auðlindarentuna til uppbyggingar atvinnulífi á þeim svæðum, þar sem gera megi ráð fyrir breytingum vegna breyt- inga í sjávarútvegi. Þannig telur ráð- herrann víst að megnið af veiðigjaldinu færi til landsbyggðarinnar. „Ég sé ekki ofsjónum yfir að fjármunirnir fari til þessara svæða en ég tel að það þurfi að vera á grundvelli hagsmuna heildarinn- ar, því það er þjóðin öll sem á auðlindina og hún á því öll að njóta hennar jafnt,“ segir Árni M. Mathiesen. Morgunblaðið getur að ýmsu leyti tek- ið undir þessi rök sjávarútvegsráðherra. Þjóðin öll er eigandi auðlindarinnar og hún á öll að njóta hennar, hvorki lands- byggðarmenn einir né höfuðborgarbúar einir. Auðlindanefndin, sem mótaði til- lögur þær sem liggja til grundvallar auð- lindagjaldinu, lagði til að hluta tekna af gjaldinu yrði varið í sjávarbyggðunum en að hluta yrði því varið þannig að allur almenningur hagnaðist á því, t.d. til skattalækkana. Hins vegar er spurning hvort tíma- bært sé að ræða hvernig deila eigi hluta auðlindagjaldsins niður á byggðarlög. Þótt útgerðarmenn hafi fallizt á auð- lindagjaldið, að vísu mjög treglega, höfðu þeir lýst sig reiðubúna til að taka á sig þann kostnað, sem skattgreiðendur hafa hingað til haft af sjávarútveginum. Miðað við áætlaðan afla á þessu ári hefði auðlindagjald orðið rúmir tveir milljarð- ar króna. Það nær ekki þeim upphæðum, sem skattgreiðendur verja árlega í t.d. rannsóknir á auðlindinni og aðra þjón- ustu við útgerðina. Hins vegar er full ástæða til að ætla, að þegar fram líða stundir nemi gjaldið hærri upphæðum. Í skýrslu auðlindanefndar kom skýrt fram að endurgjald skyldi koma fyrir hvers konar nýtingarrétt á auðlindum í þjóðareign eða þjóðarforsjá, þ.á m. á tíðnisviði vegna sjónvarpssendinga og reksturs farsímakerfa og á vatns- og jarðhitaréttindum. Þetta verður að hafa í huga þegar menn gera kröfur um að auðlindagjald í einni atvinnugrein eigi að renna aftur til sveitarfélaga, þar sem það er innheimt. Fjarskipta- og fjöl- miðlafyrirtæki, sem líkleg eru til að greiða fyrir afnot af tíðnisviði, eru til dæmis flest hver með meginstarfsemi sína á höfuðborgarsvæðinu. Sama á við um ýmis orkufyrirtæki. Myndi lands- byggðarfólk sætta sig við að tekjur af auðlindagjaldi, sem innheimt yrði af slíkum fyrirtækjum, rynnu allar til verk- efna á höfuðborgarsvæðinu? Að sjálf- sögðu ætti þjóðin öll að njóta þeirra, enda eru þær auðlindir, sem þar um ræð- ir, þjóðareign með sama hætti og fiski- miðin. EVRÓPA OG INNFLYTJENDURNIR Morðið á Pim Fortuyn og velgengniflokks hans í kosningunum í kjöl- farið hefur haft áhrif langt út fyrir landamæri Hollands. Fortuyn var áber- andi maður, sem var óhræddur við að segja skoðanir sínar. Hann sagði að Hol- land væri fullt og ekki ætti að hleypa fleiri innflytjendum inn í landið. Hann sagði að barátta sín snerist um að halda í hið umburðarlynda Holland. Fortuyn var samkynhneigður og kvaðst enga samleið eiga með mönnum á borð við Jean Marie Le Pen í Frakklandi og Jörg Haider í Austurríki. Hann kvaðst ekki fyrirlíta aðra kynþætti, en beindi spjót- um sínum að öðrum menningarheimum og spurði hvers vegna landamæri Hol- lands ættu að vera opin fyrir fólki, sem fyrirliti sig vegna kynhneigðar sinnar. Það er enginn vafi á því að málflutn- ingur Fortuyns á hljómgrunn víða. Í Hollandi hefur almenningur flykkst út á götur eftir að Fortuyn var myrtur og þar hefur mátt sjá fólk af öllum kynþátt- um. Fjölmiðlar í Evrópu eru nú uppfull- ir af leiðurum og fréttaskýringum þar sem því er haldið fram að Fortuyn hafi sagt það, sem allir séu að hugsa, en eng- inn hafi þorað að segja vegna þess að hinir hefðbundnu vinstri-, hægri- og miðflokkar séu í spennitreyju pólitískr- ar rétthugsunar. Við slíkar aðstæður myndist glufur fyrir viðhorf og sjónar- mið öfga, hvort sem þær eru til hægri eða vinstri – ef það er þá svo mikill mun- ur þar á. Sumir fjölmiðlar ganga svo langt að segja að hin pólitíska miðja sé hrunin í Evrópu. Slíkar yfirlýsingar kunna að vera efni í grípandi fyrirsagnir, en þær lýsa ekki reyndinni. Málefni innflytjenda hafa verið í deiglunni undanfarna áratugi í helstu ríkjum álfunnar og keimlíkur málflutningur hefur oft heyrst áður án þess að flokkarnir sitt hvorum megin miðjunnar hafi horfið. Á þessum málum eru hins vegar engar auðveldar lausnir og það að loka öllum landamærum og gera nafn smábæjarins Schengen að einhvers konar samnefnara brynvarnar hinna auðugu Evrópuríkja gegn snauð- um umheimi er ekki leiðin frekar en yf- irgripsmiklar aðlögunarreglur. Pim Fortuyn ætlaði að verja umburðarlynd- ið með andstæðu þess. Umburðarlyndið verður hins vegar best varið með því að skapa viðunandi skilyrði fyrir einstak- linga hvers þjóðfélags til að dafna og þroskast. Í þeim efnum væri nær að horfa á þætti á borð við innbyggt at- vinnuleysi fremur en að hugsa um að víggirða landamærin. Það hefur marg- sýnt sig að þau ríki, sem einangra sig, heltast úr lestinni, en opin þjóðfélög eru líklegust til að dafna og blómstra. Það er staðreynd, óháð trúarbrögðum í við- komandi ríkjum. Þar sem straumar mis- munandi menningar fá að mætast og lit- róf þjóðanna að njóta sín er helstu möguleikana að finna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.