Morgunblaðið - 18.05.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.05.2002, Blaðsíða 12
HÖFUÐBORGARSAMTÖKIN eru nýr listi í framboði til borgarstjórn- arkosninga. Í stefnuskrá samtakanna segir að mest áhersla sé lögð á nýja borgarstefnu til mótvægis við rík- isrekna byggða- stefnu, virkt lýð- ræði í stjórn borgarinnar, skipulagsmál, fjármál og fjárreiður. Guðjón Erlendsson arkitekt, sem skipar fyrsta sæti á lista Höfuðborg- arsamtakanna, segir eitt af mikilvæg- ustu stefnumálum listans að þétta byggð vestan Elliðaá. Hann segir að af nógu landrými sé að taka sem nægi til að hýsa alla framtíðaruppbyggingu og fólksfjölgun í Reykjavík næstu 20 árin. „Svæði sem við erum að tala um er fyrst og fremst Vatnsmýrarsvæðið, svæði við Reykjavíkurhöfn, Örfirisey og á uppfyllingum við Sæbraut, Hólma og Akurey.“ Guðjón bendir á nauðsyn þess að viðhalda gömlu húsnæði í miðborg- inni sem allt lúti sömu markmiðum; að þétta miðborgarbyggð. Með því móti sé hægt að koma í veg fyrir gliðnun borg- arinnar sem geri Reykjavík stöðugt erf- iðara að standast sam- keppni við erlendar borgir um vinnuafl og fyrirtæki. „Við erum ekki að segja að það eigi að hætta að byggja í út- hverfunum heldur að menn verði fyrst að ein- beita sér að hinu.“ Hann bendir á að Höfuðborgarsamtökin vilji að Reykjavíkur- flugvöllur verði látinn víkja í áföngum til ársins 2010. Guðjón segir það eindreginn vilja samtakanna að eyða biðlistum eftir hvers konar þjónustu sem borgin veitir og að borgin aðstoði foreldra við að tileinka sér mismunandi upp- eldisaðferðir í barnauppeldi. Guðjón segir að greina þurfi betur á milli reksturs borgarsjóðs og rekst- urs fyrirtækja í eigu borgarinnar. „Við erum aftur á móti algjörlega á móti því að þjónustu- kerfi borgarinnar; lagnakerfi, rafmagns- kerfi, og svo framvegis, sé einkavætt. Hins veg- ar er ekkert til fyrir- stöðu að einkavæða þjónustuna sjálfa.“ Hann segir að á stefnuskrá listans sé að koma á fót hverfaráð- um víðsvegar um borg- ina með lýðræðislega kjörinni stjórn sem íbú- ar hverfanna kjósi sjálf- ir. Hverfaráð hefðu eig- in fjárráð og myndu stjórna hvernig hverfin þróast hvert fyrir sig. Einnig berjist samtökin fyr- ir því að hafið verði átak til samein- ingar sveitarfélaganna á höfuðborg- arsvæðinu. „Við teljum að hin framboðin séu með nákvæmlega sömu stefnuna. Við erum að bjóða borgarbúum nýja sýn og valkost varðandi hvernig þeir vilja að borgin þróist í framtíðinni,“ segir Guðjón Erlendsson. Þétting byggðar grundvallaratriðið Guðjón Erlendsson FRÉTTIR 12 LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ FRJÁLSLYNDIR og óháðir bjóða fram lista til borgarstjórnarkosn- inga í fyrsta sinn, undir forystu Ólafs F. Magn- ússonar, heimilislækn- is og borgarfulltrúa. „F-listinn hefur aðr- ar áherslur og aðra for- gangsröðun en R- og D-listi, einkum varð- andi velferðarmál, ör- yggis- og umhverfis- mál,“ segir Ólafur F. Magnússon. Ólafur bendir á að hann hafi í gegnum tólf ára veru sína í borgar- stjórn flutt fjölda til- lagna er varða lægri þjónustugjöld á börn, unglinga, öryrkja og aldraða. Þær hugmyndir birtist í stefnuskrá Frjálslyndra og óháðra. „Við leggjum mikla áherslu á hús- næðismálin, bæði með fjölgun leigu- húsnæðis fyrir efnaminna fólk og að reist verði meira af hentugu húsnæði fyrir aldraða og öryrkja, sem í dag er alltof dýrt. Við viljum líka gera átak í ferli- og aðgengismálum fatlaðra.“ Ólafur segir brýnt að rjúfa ein- angrun þessara hópa og einnig út- lendinga. F-listinn vill draga úr mengun í borginni, meðal annars með eflingu almennings- samgangna og hreinsun strandlengjunnar, og leggur jafnframt áherslu á að gera útivist- arsvæðin aðgengileg fyrir borgarbúa. Ólafur segir F-lista styðja virkjunarfram- kvæmdir á Hellisheiði. Þar sé um tiltölulega litl- ar og hagkvæmar virkj- anir að ræða. Hann segir brýnt að flýta uppbyggingu stofn- brautakerfis í borginni, einkum við „hin löngu tímabæru“ gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubraut- ar. Þá kveðst Ólafur hafa beitt sér mjög fyrir fjölgun göngubrúa yfir umferðaræðar, m.a. yfir Miklubraut til móts við Framheimilið. „Ég hef alla mína tíð í borgarstjórn talað mjög ákveðið fyrir sameiningu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Það tel ég vera forsendu fyrir því að stofnbrautakerfið, íbúðaog athafna- svæði, útivistarsvæði og annað sé skynsamlega skipulagt.“ Hann segist sjá fyrir sér eitt sterkt sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu með virku íbúalýðræði. Að sögn Ólafs ætlar F-listi að beita sér fyrir þéttingu byggðar í Reykja- vík og að þekkingarþorp rísi milli Há- skólans og Landspítala – háskóla- sjúkrahúss. Þá vill F-listi að hugað verði að uppbyggingu verslunarhús- næðis í miðborginni en jafnframt að gætt verði að varðveislu menningar- minja og merkustu bygginga borgar- innar. Ólafur segir brýnt að viðhalda hafnsækinni starfsemi við gömlu höfnina. Hann kveðst hlynntur vík- inga- og sjóminjasafni á hafnarsvæð- inu og uppbyggingu á slippsvæðinu. Mikill stuðningur sé einnig við íbúð- arbyggð í Geldinganesi, byggð með- fram ströndinni og flýtingu Sunda- brautar og vegtengingar upp á Kjalarnes. Ólafur segir F-listann vera ein- dregið á móti hugmyndum Sjálfstæð- isflokksins um einkavæðingu Orku- veitu Reykjavíkur en á sama hátt þurfi að stöðva „óráðsíu R- listans með fjármuni Orkuveitunnar“. Þá peninga eigi að nota í þágu borgarbúa en ekki „pólitísk gæluverkefni“ á borð við Línu.net. „Við viljum að Orkuveitan sé fyrst og fremst góð mjólkurkýr borgarbúa sem tryggi þeim góðan aðgang að ódýrri orku og vatni og styrki að öðru leyti fjárhag borgarinnar,“ segir Ólaf- ur F. Magnússon. Megináhersla á velferðarmál Ólafur F. Magnússon VINSTRI hægri snú, skammstafað VHS, bjóða fram til borgarstjórnar- kosninga í fyrsta sinn. Í stefnuskrá samtakanna segir meðal annars: „VHS vill byggja upp einstak- linga þannig að þeir hafi með sér gott veganesti út í lífið með öflugu skólakerfi og forvörnum.“ Enn fremur segir þar: „Aldraðir, nýbúar, kon- ur og börn eru líka fólk með vonir og drauma. Því þarf að hlúa vel að þessum hópum og fullnægja þeirra þörfum með öllum tiltækum ráðum.“ Snorri Ásmundsson myndlistar- maður skipar fyrsta sæti listans. „Það er ekkert grín á bak við þetta. Hins vegar þarf að vera gaman að líf- inu. Stjórnmál eru ofsalega leiðinleg og það þarf að setja þau á hærra plan og gera þau skemmtilegri.“ Listi VHS er skipaður átján karl- mönnum og segir Snorri það tilviljun að listinn hafi raðast þannig niður. Þær konur sem hann hafi rætt við hafi ekki sóst eftir að vera á listanum. „Allir sem eru á listanum eru óvan- ir stjórnmálum og hafa hingað til ekki haft mikinn áhuga á þeim. Það er kannski einmitt það sem stjórnmálin þurfa,“ segir Snorri. „Helsta stefnumál VHS er að Reykvík- ingum líði vel og við svífumst einskis til að það geti orðið. Hing- að til hefur fólk í kap- ítalísku þjóðfélagi verið ginnkeypt fyrir peningum og öðru sem að þeim snýr. Reykjavík hefur hins vegar upp á miklu meira að bjóða og á góða möguleika á að fá viðurnefnið Eden norðursins,“ segir Snorri Ásmundsson. Í stefnuskrá flokksins segir að „VHS [bjóði] sátt við gömlu öflin með nýjum og stór- huga áætlunum sem framkvæmdar verði með góðum hug og glæsibrag.“ Þá vill VHS „gera Reykjavík að mennskri menningarlegri heimsborg sem ferðamenn alls staðar frá sækj- ast eftir að heimsækja“. Enn fremur segir í stefnuskránni: „VHS hefur kynnt sér stefnuskrá R-listans og D-listans og er sammála í meginatriðum flestu sem þar kemur fram. VHS treystir sér til að starfa með hvorum fyrir sig eða báðum í nýrri borgarstjórn ef flokkurinn nær ekki hreinum meirihluta.“ Vilja að Reykvíkingum líði vel Snorri Ásmundsson Húmanistaflokkurinn býður fram til borgar- stjórnarkosninga í ann- að sinn undir sama nafni. Samtökin, sem hétu áður Flokkur mannsins, hafa starfað með formlegum hætti frá árinu 1984 og tekið þátt bæði í Alþingis- og forsetakosningum auk sveitarstjórnarkosn- inga. Methúsalem Þór- isson ráðgjafi skipar fyrsta sæti listans. „Ástæða þess að fólk ætti að kjósa Húman- istaflokkinn en ekki hina flokkana er sú að við höfum köllun. Kjörorð okkar er að lengja lífið og sigra dauðann. Til að gera þetta þarf að sigrast á ofbeldinu á þremur sviðum. Á persónulegu sviði, þ.e. gagnvart sjálfum sér, í öðru lagi að láta af ofbeldi gagnvart öðrum og í þriðja lagi að aflétta hinu félagslega ofbeldi sem er það sem við erum að fást við í þessum kosning- um,“ segir Methúsalem Þórisson. Methúsalem segir samtökin leggja áherslu á að útlendingar njóti fullra mannréttinda í íslensku sam- félagi og að opnaðar verði leiðir fyrir þá til fullrar þátttöku í því, meðal annars með ókeypis íslensku- kennslu. „Við leggjum líka mikla áherslu á heilbrigði og menntun. Við teljum að borgin verði að taka ábyrgð á því að allir fái notið fullrar heilbrigðisþjón- ustu og menntunar án allrar mis- mununar. Það ættu ekki að vera nein skólagjöld. Þeir skólar sem hins veg- ar taka upp skólagjöld ættu ekki að fá opin- bert fé til síns rekstr- ar.“ Methúsalem segir eitt helsta kosninga- mál flokksins vera að almenningur fái að- gang að mótun fjár- hagsáætlunar. „Á hverju ári er út- deilt ákveðnum fjár- munum á vegum borg- arinnar. Þessu útdeilir nú borgarstjóri ásamt nokkrum embættis- mönnum. Borgar- stjóri er að fá umboð til að útdeila fjármun- unum burtséð frá því hvað almenn- ingur vill. Við viljum að almenningur komi að því að útdeila þessum pen- ingum, bæði hvað varðar forgangs- röðun og hafa hönd í bagga með út- hlutuninni.“ Methúsalem segir að vera kunni að þetta fyrirkomulag hafi ekki verið aðgengilegt áður. Nú sé hins vegar hægt að upplýsa fólk á mun auðveld- ari hátt. Það muni verða til þess að minnka hættu á spillingu innan borgarkerfisins þegar unnið sé að fjárhagsáætlun fyrir opnum tjöld- um. „Menn hafa talað mikið um íbúa- lýðræði en ekki skilgreint hvað þetta lýðræði á að fela í sér. Fyrir okkur snýst lýðræðið um að fólk hafi að- gang að því að útdeila fjármunun- um,“ segir Methúsalem Þórisson. Að lengja lífið og sigra dauðann Methúsalem Þórisson 25.maí2002 Borgarstjórnarkosningar Oddvitar fjögurra framboða í Reykjavík lýsa stefnumiðum lista sinna Morgunblaðið/Golli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.