Morgunblaðið - 18.05.2002, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 18.05.2002, Blaðsíða 49
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2002 49 Á AKUREYRI og í nærsveitum bíða marg- ir eftir hjúkrunar- plássi. Til að meta þörf fyrir hjúkrunarrými er gert vistunarmat. Þörf fólksins er metin í stig- um eftir ákveðnu kerfi. Í október síðastliðnum biðu 97 eftir plássi og þar af voru 29 í mjög brýnni þörf. Fjöldinn á þessum lista hefur aldrei verið meiri og fer ört fjölgandi. Á FSA er rekin hjúkrun- ardeildin Sel fyrir aldr- aða með 27 rýmum. Þar vistast aldraðir til langframa en jafnframt eru þar tvö pláss fyrir skammtímavistun, þ.e. 3ja vikna dvöl. Oftar en ekki eru þeir einstaklingar sem koma til skammtímavistunar orðnir svo lé- legir að ekki reynist unnt að koma þeim heim. Skammtímaplássið teppist þar til losnar langtímapláss við andlát einhvers. Það er nauð- synlegt að hafa skammtímaplássin tiltæk þeim sem þurfa á að halda, því ekki fer þeim fram á meðan þeir bíða. Svipað er á öldrunar- lækningadeild Krist- ness, þar eru rými teppt vegna hjúkrun- arsjúklinga. Á sjúkrahúsum og þ.m.t. FSA verða inn- lyksa sjúklingar sem komast ekki heim. Heimahjúkrun nægir ekki né heldur sú þjónusta sem bæjar- félagið býður upp á í formi þrifa, matar- sendinga og innlits. Þessir sjúklingar treysta sér ekki til að vera heima og dvelja því langdvöl- um á bráðadeildum. Á lyfjadeild FSA liggja að jafnaði 4–6 einstak- lingar, þar sem engin úrræði um vistun eða umönnun er í sjónmáli og fólk liggur inni svo vikum og mánuðum skiptir. Umhverfið er engan veginn í samræmi við and- legar og félagslegar þarfir sjúk- linga til lengri tíma, enda ætlað til hjúkrunar bráðveikum. Þetta fólk upplifir sig sem byrði, það getur ekki farið heim og séð um sig, ætt- ingjar treysta sér ekki til að annast viðkomandi og hafa ekki tök á því. Allt er þó reynt til að koma fólki heim og byggt upp net í kringum það en fólk er oft komið aftur innan 1–2ja vikna eða fárra sólahringa af því að aðstæður verða þeim ofviða. Eftir nokkrar slíkar hrakfarir gefst fólk upp og óskar þess eins að deyja frekar en að vera slík byrði á ætt- ingjum og þjóðfélagi. Maður spyr sig, hver eru lífsgæði þessara ein- staklinga sem hvergi eiga samastað í kerfinu! Heimahjúkrun Það sem er brýnast er að fjölga stöðum í heimahjúkrun og gera ráð fyrir lengri viðveru starfsfólks þar sem þörf krefur. Oft þarf fé- lagsskap frekar en einhver ákveðin verk. Það þarf að koma sólarhring- sþjónustu á strax alla daga vikunn- ar, það þjónustustig gæti fleytt mörgum áfram í einhvern tíma. Það sem flestir vilja er jú að vera sem lengst heima. Það verður að leysa mál aldraðra hjúkrunarsjúklinga í bænum, því stundum hefur fólk orðið að fara í önnur sveitarfélög til að fá hjúkrunarpláss. Hugmyndir Fjölga þarf hjúkrunarrýmum og huga jafnframt að málum þeirra einstaklinga sem taka upp pláss á sjúkrahúsinu, aldraðir eða yngri hjúkrunarsjúklingar. Það verður að tryggja að sjúklingar sem þess þurfa komist í hjúkrunarpláss og að sú þjónusta sé sniðin að þeirra þörf- um. Mikilvægt er að þjónusta heimahjúkrunar eflist, þá er hægt að veita fólki þjónustu heim sem gæti dugað svo ekki þyrfti á innlögn að halda. Mest er um vert að hafa samráð við eldra fólkið um hvernig það vilji sjálft haga þeirri þjónustu sem það fær. Sjálfstætt starfandi hjúkrunarfræðingar sem eru jafn- framt sérfræðingar í hjúkrun aldr- aðra, barnahjúkrun og heimahlynn- ingu er sjálfsagður og nauðsynlegur hluti af þessu ferli. Sjúkraþjálfun og iðjuþjálfun heima hjálpa fólki til að sjá um sig sjálft og gerir því lífið auðveldara á margan hátt. Með vaxandi fjölda hjúkrunar- sjúklinga hlýtur að styttast í að líknardeild verði komið upp við FSA, einnig þarf að fjölga öldrunar- lækningaplássum. Vert væri að at- huga þörf fyrir næturdeild, þar sem fólk fær hjúkrun og eftirlit yfir nóttina svo ættingjar geti hvílst. Einnig væri sjúkrahótel sem væri rekið innan FSA góð viðbót. Öm- urlegt er að verða allt í senn fórn- arlamb erfiðra sjúkdóma, einsemd- ar og jafnvel fátæktar og geta hvorki staðið undir heimilisrekstri né lyfjakaupum þegar sjúkdómur herðir að og endalok nálgast. Um hjúkrun aldraðra á Akureyri Margrét Þorsteinsdóttir Höfundur er hjúkrunarfræðingur og skipar 17. sæti Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs á Ak- ureyri fyrir sveitarstjórnar- kosningarnar. Akureyri Á sjúkrahúsum og þ.m.t. FSA, segir Margrét Þorsteins- dóttir, verða innlyksa sjúklingar sem komast ekki heim. Fræðsluyfirvöld í Reykjavík ákváðu fyrir fjórum árum að veita verðlaun fyrir bætta umgengni í grunnskól- um borgarinnar. Það eru nemendaráðin sem fá ákveðna peninga- upphæð til ráðstöfunar í samráði við skóla- stjórnendur. Það hefur verið ein- staklega ánægjulegt að mæta í skólana til að afhenda þessar viður- kenningar en miklu fremur að sjá þá gríð- arlegu breytingu sem orðið hefur á allri um- gengni í skólunum. Það eru heiðursmennirnir Þráinn Guðmundsson, Stefán Bjarnason og Halldór Gíslason á Fræðslumiðstöð sem eru stöðugt á flakki úti í skól- unum sem meta hvaða skólar hljóta viðurkenningar í ár. Þeir þættir sem vega þyngst í mati þeirra eru: Verulegar framfar- ir í almennri umgengni innandyra. Góð umhirða umhverfis skólann. Krot utan sem innandyra. Frágang- ur á fatnaði og skótaui. Umgengni í skólastofum og skemmdir á búnaði og húsnæði. Fræðsluráð ákvað við gerð fjár- hagsáætlunar að setja 1,5 mkr. til verðlauna fyrir bætta umgengni og hljóta 8 skólar viðurkenningar í ár. Hagaskóli og Selásskóli skora hæst og fá 250 þús. Fossvogsskóli og Húsaskóli fá 200 þús.. Rimaskóli og Fellaskóli fá 150 þús. Hvassaleitis- skóli og Öskjuhlíðarskóli fá 100 þús. hvor. Það er mjög fjölbreytt í hvað nemendurnir hafa ákveðið að ráð- stafa verðlaunafénu. Þau lyfta sér upp og fara í ferðalög, þau kaupa hljómflutningsgræjur fyrir skólann og einhverjir vildu fá sófa inn í nem- endaaðstöðuna. Agi og umgengni Það er oft talað um agaleysi íslenskra barna og verri um- gengni þeirra með verðmæti en jafnaldra þeirra erlendis. Ég ætla mér ekki að draga dul á að stundum mættu nemendur okk- ar koma betur upplýst- ir að heiman um góðar umgengnisreglur og t.d. virðingu fyrir sér eldra fólki og hlýðni. En reynsla okkar í Reykjavík sýnir að um- gengnin í grunnskólum hefur gjörbreyst á síðustu árum. Eftirtektarvert er víða hvað skóm er vel uppraðað og snyrtilega gengið frá yfirhöfnum. Bréfadrasl á göng- um og krot á skólaborð heyra nánast sögunni til. Ef þessar viðurkenningar okkar eiga einhvern þátt í þessari breyt- ingu hefur jafn litlu fé sjaldan verið betur varið. Átak til bættrar umgengni Sigrún Magnúsdóttir Reykjavík Reynsla okkar í Reykja- vík sýnir, segir Sigrún Magnúsdóttir, að um- gengnin í grunnskólum hefur gjörbreyst á síðustu árum. Höfundur er borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans og formaður fræðsluráðs. UMRÆÐA um skuldir er út úr öllu korti,“ sagði borgar- stjóri í viðtali í DV 6. maí sl. Ekki lýsa þessi orð mikilli virðingu fyr- ir kjósendum. Þó eru það þeir sem verða að borga skuldasúpuna fyrr eða síðar. Skuldir Reykjavíkurborgar voru við síðustu áramót 34 milljarðar króna. Af slíkri upphæð má reikna með að vextir og verðbætur séu a.m.k. 3–4 milljarðar á ári. Hér er illa farið með fé skattborgaranna að 3–4 milljarðar fari aðeins í fjár- magnskostnað af skuldum borgar- innar á ársgrundvelli. Áætlanir standast ekki milli ára og svo langt er gengið að 9,5 milljarðar var um- frameyðslan sl. ár eða 40%. Þessu eigum við skattgreiðendur að kyngja. Ef eitthvað er sagt er það rekið ofan í kokið á viðkomandi og upphefst mikil lofrolla um allt sem hefur verið gert, en auðvitað sleppt því sem var búið að lofa og ekki gert, t.d. – Setja á stofn heilsugæslustöð fyrir Voga-, Heima- og Sundahverfi. – Tryggja öllum börnum aðgang að leikskóla. – Bygging tveggja nýrra hjúkr- unarheimila. – Bygging 50 m yfirbyggðrar sundlaugar í Laugardal o.s.frv. Þegar þessi loforð voru gefin hlýt- ur að hafa verið gert ráð fyrir fram- kvæmd þeirra af skattpeningum borgarbúa, en hvert fóru þeir pen- ingar? Holræsakerfið R-listinn hrósar sér mikið af upp- byggingu holræsakerfisins, sem við greiddum reyndar fyrir aukalega með aukinni skattlagningu, en hún nam um 600–1.000 milljónum króna á ári árin 1996–2001 og er enn í fullu gildi. Undirbúningi að endurbótum hol- ræsakerfisins var lokið, fram- kvæmdir hafnar og gert ráð fyrir að halda þeim áfram án aukinnar skatt- heimtu af borgarbúum, þegar R-list- inn tók við. Hins vegar tók R-listinn upp nýja skattheimtu á húseignir, en hún miðaðist ekki við áætlaða notk- un af kerfinu heldur við stærð hús- eigna hvort sem þar búa einn eða tíu. Til þess að bjarga andliti R-listans svo að útkoman liti betur út á kjörtímabilum þeirra hefur verið seilst í sjóð Orkuveitu Reykjavíkur og hafa þangað verið sóttir um 17 milljarðar króna og þeir milli- færðir í kassa borgar- innar. Uppgjöri árs- reikninga var breytt og rekstur Reykjavíkur- borgar gerður upp sér, en eðlilegt er að gerður sé samstæðureikning- ur borgarsjóðs og allra fyrirtækja í eigu og á ábyrgð borgarinnar og hann skoðaður sem ein heild því það þannig sést raunveruleg eign Reyk- víkinga. Þessar uppgjörsæfingar voru gerðar eingöngu til að reyna að blekkja kjósendur með því að láta reikningana líta betur út. Þegar fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borg- arstjórn mótmæla þessum skollaleik stynja R-listamenn og segja að allir séu orðnir þreyttir á umræðum um fjármál! Í útvarpsþætti í RÚV nýlega sagði Ragnar Arnalds að fólk væri leitt á þrasi um fjármál. Telur hann að hinn almenni kjósandi hafi ekkert vit á fjármálum? Hér er talað niður til kjósenda, sem eru langþreyttir á að greiða fyrir óráðsíu núverandi vald- hafa. Skuldasúpan Þegar R-listinn tók við fyrir átta árum lýsti Ingibjörg Sólrún yfir hve hneyksluð hún væri á skuldasukkinu en þá voru heildarskuldir borgar- sjóðs tæpir 4 milljarðar króna. Utan um þann pakka ætlaði hún að binda rauða slaufu og ekki greiða af hon- um. Boðskapurinn hljóðaði einnig upp á lækkaða skatta. Við þekkjum öll hvernig það gekk eftir. Nú eru skuldirnar 34 milljarðar, og skulda- klukkan sýnir að þær aukast um 26 milljónir á dag. Okkur kjósendum er sagt að þetta sé allt eðlilegt, þessu hafi verið eytt í okkar þágu. Í hvað fóru allir þessir peningar? Við skulum muna að þetta er hrein viðbót við allt það sem við höfum einnig greitt í skatta og aukn- ar skatttekjur borgarinnar í góðær- inu. Skatttekjur borgarsjóðs voru árið 1993 15–16 milljarðar á ári, en hafa aukist í góðæri sl. 8 ára í 25 milljarða árið 2001 og eru áætlaðar 27 milljarðar árið 2002. Fasteigna- skattar voru árið 1994 2,8 milljarðar króna en eru árið 2001 5,5 milljarðar með holræsagjaldi. Hækkunin frá 1997–2001 er 45%. Skuldastaða borgarinnar breyttist úr tæpum 4 milljörðum króna (39 þúsund á hvern íbúa)1993 í 34 milljarða ( 286 þúsund á íbúa) árið 2001. Lína.Net ævintýrið og Orkuveitan Hvað um 1,7 milljarða króna sem hurfu í Línu.Net ævintýrið og þar að auki í Tetralínu, Þórsbrunn og klúðrið með gagnaflutninginn um rafmagnslínurnar? Þetta eru hátt í 3 milljarðar sem eru tapað fé. Hér er verið að leika sér með fé okkar Reykvíkinga í Orkuveitu Reykjavík- ur í stað þess að láta kjósendur njóta þess í lægra orkuverði sem væri góð búbót fyrir heimilin. Halda mætti að Alfreð væri eig- andi Orkuveitunnar. Þar var nýlega haldin 500 manna veisla sem var ekki í boði Orkuveitunnar sam- kvæmt boðskortum, heldur í nafni Alfreðs. Endurskoðun á öllum rekstri brýn Nauðsynlegt er að endurskoða all- an rekstur á vegum Reykjavíkur- borgar. Skattar hafa hækkað ásamt ýms- um gjöldum og skuldir áttfaldast. Samt tala R-listamenn um að þeir hafi dúxað í rekstri borgarinnar og gert þar margfalt betur en þeir sem áður voru við stjórn. Ekki er hald- gott að vera dúx á röngum forsend- um og enn verra að hreykja sér af. Það er með rekstur borgarinnar eins og annar rekstur. Hann verður að bera sig. Borgarbúar greiða fyrir reksturinn og þeir eiga heimtingu á að þeir sem hafa tekið að sér að stjórna viti hvað þeir eru að gera, og ekki fari fram sóun á almanna fé. Það er kominn meira en tími til þess að traustir aðilar taki við stjórninni. Við látum ekki draga okkur á asna- eyrunum lengur. Kjósum því Sjálf- stæðisflokkinn, þar er ábyrgur mað- ur í brúnni. Skuldir, hverj- um koma þær við? Margrét Kr. Sigurðardóttir Reykjavík Þessar uppgjörsæfingar voru gerðar eingöngu til að reyna að blekkja kjósendur, segir Mar- grét K. Sigurðardóttir, með því að láta reikn- ingana líta betur út. Höfundur er viðskiptafræðingur og 20. maður á lista Sjálfstæð- isflokksins. Begga fína
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.