Morgunblaðið - 18.05.2002, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 18.05.2002, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2002 39 Grúsk er fíkn eins og spilamennska, laxveiði og ættfræði. Það ræður eng- inn við grúskið, það ræður yfir þér, gefur þér eng- in grið, en rekur þig áfram frá einu efninu til ann- ars. Það fær aldrei nóg. Þú ert einfaldlega heltekinn. Þetta eru orð Páls Bergþórssonar, sem hefur grúskað alla tíð. Hann segir þetta liggja bæði í upplagi og uppeldi. Sjálfur er hann sveitapiltur og segist hafa haft nógan tíma til að grufla í hlut- unum. Það var ekki mikill bókakostur á heimilinu, en þó nægur til þess að koma piltinum á sporið. „Ég var ekki sérlega vinnusamur. Mig langaði heldur að búa með því að reikna út, hvernig ætti að gera það. Auðvitað hló fólkið að þessum búskap mínum á pappírnum og þótti hann ekki burðugur. En ég lét mér ekki segjast. Svo ágerðist grú- skið með skólanáminu. Grúskið vefur nefnilega upp á sig. Eitt leiðir af öðru. Maður fer að sjá eitt og annað og hitta mann og annan. Mig langar að nefna í því sambandi Sig- urð Þórarinsson, Unnstein Stefánsson, Teresíu Guðmundsson og Jón Eyþórsson og síðast en ekki sízt prófessorinn minn í Stokkhólmi; Carl-Gustaf Rossby. Hann hvatti mig óspart til að grúska með náminu og gera tilraunir. Þá var sú aðferð notuð að teikna fyrst kortin og lesa þau svo inn í tölvuna, en hann hvatti mig og annan nemanda til þess að finna leið til að setja veðurathuganirnar beint inn í tölvuna. Þetta lánaðist okkur svo vel, að að- ferðin var tekin upp í mörgum löndum og notuð lengi vel, þar til aukin tækni leysti hana af hólmi. Ég get til gamans sagt frá því að ég kom á veðurstofuna í Moskvu 1957 og þá fór starfsmaður hennar að lýsa því fjálglega hvernig þeir létu tölvurnar teikna veðurkortin. Það kom nú í ljós, að ráðstjórnin hafði engu aukið við aðferð okkar veðurfræðinemanna í Stokkhólmi! Hún stóð fyrir sínu bæði austan tjalds og vestan!“ Heimkominn veðurfræðingur tók Páll upp þráðinn í grúskinu, þar sem frá var horfið bernskubúskap hans inni í bæ í Borgarfirðinum. Þótt búskapurinn hefði þá oft verið einfalt reikn- ingsdæmi á pappírnum, deildi sveitapilturinn áhyggjum fullorðna fólksins af hörku vetrarins og heyfeng sumarsins. Nú hafði honum bætzt veðurfræðin í farang- urinn og hann fór að grúska í samhengi hitafars og grassprettu; hvernig jafna mætti heyfenginn frá ári til árs og viðhalda bústofninum í misjöfnu árferði. Þegar hann flutti landsmönnum svo veð- urfréttir, fór hann að bæta í þær ýmsum ábend- ingum til bænda; m.a. birti hann reglulega sprettuspá. Og eins og fólkið hló að piltinum, sem reiknaði sinn búskap inni í bæ, þótti mörgum broslegt að heyra veðurfræðinginn vera að segja bændum til um áburðarnotkun. „Menn töldu þetta grúsk mitt ekki eiga heima í veðurfregnum. En svo kom nú annað hljóð í strokkinn og til- raunir á Hvanneyri sönnuðu ágæti þess.“ Páll hlær með sér, þegar hann rifjar þetta upp og er greinilega ekki óánægður með hlut síns grúsks! Þegar heyfengnum sleppti, tók hafísinn við. 1965 lagðist landsins forni fjandi að, en hann hafði þá látið landið að mestu laust allar götur síðan 1918. Hafísinn var því fjarri sveitapiltinum í Borg- arfirði. „Kuldatíminn var að baki, þegar ég fæddist og farið að hlýna hér á landi. En ég heyrði sem krakki mikið talað um kulda. Og fólk talaði um hafís, þótt hann sæist ekki. Amma mín var alltaf hrædd, þegar hafísinn bar á góma.“ Uppkominn og orðinn veðurfræðingur stóð hann allt í einu frammi fyrir þessum hvíta gesti, sem bankaði upp á öllum að óvörum. Og það var ekki að sökum að spyrja. Meðan aðrir horfðu á hafísinn í forundran lagðist Páll Bergþórsson að sjálfsögðu í grúsk! Út úr því komu hafísspárnar, sem hann byggði á hitafarinu á Jan Mayen og seinna teygði hann sig allt til Svalbarða til að segja fyrir um hitafar hér við land og jafnvel á öllu norðurhveli. Og enn var hlegið að grúskaranum. „Mönnum þótti þetta ótrúlegt og það var gert mikið grín að því, að hitamælingar á einum stað gætu sagt fyrir um hafís annars staðar.“ En sá hlær bezt sem síðast hlær! Það fór með hafísinn eins og heyfenginn. Reynslan sýndi enn og aftur fram á gildi grúsksins. Grúskið lætur grúskarann kannski aldrei í friði. „Mikil ósköp. Ég ligg nú oft í leti líka. En stundum er ég einhvern veginn farinn að brjóta heilann um eitthvað áður en ég veit af. Svo rekst þetta áfram koll af kolli!“ Eftir að Páll lét af starfi veðurstofustjóra hefur grúskið leitt hann á nýjar slóðir; í vesturvíking. Hann telur sig hafa fundið Vínland Leifs í Québec og hann hefur fylgt Þorfinni Karlsefni allt til Long Island. Þótt vínviðarræktun væri ekki stunduð í Borg- arfirðinum, þegar Páll var að alast upp og hann því ekki tekið hana inn í búreikninga sína á þeim tíma, varð vínviðurinn til þess, að hann fór að velta Vínlandi fyrir sér. Og eins og svo oft var kveikjan tilviljunarkennt hliðarspor. En það er ekki að sök- um að spyrja; þegar grúskið er farið að gerjast, getur grúskarinn ekki undan því vikizt. Páll hefur lýst tildrögunum að þessu Vínlandsgrúski: „Ég var að skrifa grein um hitafar og gróður í tímaritið Búvísindi. Ég gerði línurit um norður- mörk birkiskóga, bygg- og kornræktarsvæði, og tók einnig vínviðinn með. Ég fylgdi vínviðinum eftir til Norður-Ameríku og fór þá að lesa Vín- landssögurnar. Síðan fór ég vestur um haf og bók- in Vínlandsgátan er árangurinn.“ Ekki kyngja menn þessum kenningum Páls orðalaust og sumum finnst veðurfræðingurinn vera kominn fulllangt að heiman! „Víst er ég slettir- eka að vera að þessu grúski,“ segir Páll og glottir. „Það er kannski eðlilegt að menn fyrtist við, þegar sérfræðingar eru að skipta sér af öðru en sinni fræðigrein. En kannski má réttlæta það með máltækinu, að glöggt er gests augað.“ Hér bendir Páll á, að Wegener, höfundur land- rekskenningarinnar hafi verið veðurfræðingur, en ekki jarðfræðingur. „Það er kannski eitthvað í veðurfræðinni, sem ýtir undir alls konar grúsk. Veðurfræðin var lengi vel list í bland við vísindi. Sú blanda kann að hafa örvað ímyndunaraflið!“ Sjálfur segist hann ekki vera sérlega umburð- arlyndur gagnvart því að aðrir séu að vasast í veð- urfræðinni. „En ég ætti auðvitað að vera það! Hins vegar hef ég aldrei látið viðtökur annarra á mig fá. Ég ber ekki nema hæfilega virðingu fyrir rótgrónum hefðum, hvorki sérfræðinga né ann- arra. En ég geri mér alveg grein fyrir því, að sam- vinna milli fólks í ólíkum fræðigreinum er afskap- lega nauðsynleg.“ Grúskið er svo sannarlega skrýtin skepna! Það teygir grúskarann út og suður; hendir honum fyr- irvaralaust upp og niður. Páll Bergþórsson var ekki fyrr snúinn frá New York, en hann fór að brjóta heilann um vöxt og viðgang þorskstofnsins við Ísland! Og bjó þó Þorfinnur karlsefni hvorki við kvótakerfi né veiðileyfagjald! Og líkt og með búskapinn forðum hefur Páll setið inni í bæ og reiknað; ekki til landsins, heldur niður í sjóinn. Út úr því grúski öllu saman er hann kominn með reiknilíkan, sem byggist á fimm ára með- altölum og hann segir sýna tengsl hitastigs við Ís- land, nýliðunar þorsksins, veiðistofns, veiðipró- sentu og hrygningarstofns. Páll segist hafa sýnt nokkrum mönnum af- rakstur þessa grúsks síns og þeir tekið því hóf- lega. Enginn hefur að minnsta kosti hlegið upp- hátt enn sem komið er. Þegar ég spyr Pál, hvert hann telji, að grúskið muni bera hann næst, verður hann íbygginn á svip, en hlær svo og segist ekki hafa hugmynd um það. Eitt er þó víst; hann er ekki hættur að grúska! Hitt má líka vera; að Páll Bergþórsson hafi með grúski sínu afsannað þá kenningu, að enginn sé spámaður í sínu föðurlandi! Víst er ég slettireka að vera að þessu grúski Eftir Freystein Jóhannsson HAFÍS VIÐ VESTFIRÐI - Grúsk Páls fann grunninn að haf- ísspám við Ísland í hitafari Jan Mayen og Svalbarða. GRÚSKARINN – Páll Bergþórsson segir grúskið vera fíkn. freysteinn@mbl.is kinheldur afla þess. n að ráða mskirkju, um kórs- ðfæraleik- 32 manns fir verkið ur fannst ir félagar ótt rétt að anum, auk eitthvað í ftir gene- bican hafi ðugleikar ytum líka gir Hilm- nnars inn ður, til að Hroftatýr, gis,“ en að m vik að t er við ís- ð? erkið sér bein vinna fyrr en í Barbic- sé þannig gur sé að em dæmi megi nefna að í sumum tilfellum hafi Jón Þór sett hugmyndir inn á sína tölvu sem síðan voru fluttar yf- ir í tölvu Hilmars og breytt eilítið þar og fluttar þaðan í tölvuna hjá Kjartani og var breytt meira og svo megi telja. Þegar upp var staðið sé því ómögulegt að greina á milli framlags hvers og eins. Hilmar seg- ir að þeir hafi líka hist á „söngæf- ingum“ eins og hann kallar svo, en þá hittust þeir til að kveða kvæðið sem hafi verið mikið gaman. Stein- dór segir og að textinn móti verkið einmitt talsvert, setji það í ákveðinn ramma og gefi því sinn anda. Steinharpa Páls Guðmundssonar á Húsafelli setur líka mikinn svip á verkið, eins konar marimba með 54 íslenskum steinum sem raðað er niður eftir stærð/hljómi. Hilmar segir hörpuna þannig komna inn í verkið að þeir Jón Þór hafi farið hvor í sínu lagi á sýningu sem Páll var með í Ásmundarsafni og séð þar minni steinhörpu úr smiðju hans. „Jónsi hringdi í mig og sagði að við yrðum að nota steinhörpuna í Hrafnagaldur og ég var honum sammála, hafði reyndar dottið það sama í hug þegar ég sá minni hörp- una í Ásmundarsafni. Ég hafði því samband við Pál og við Jónsi, Kjartan og Orri fórum norður í Húsafell að hitta hann. Við vorum að velta því fyrir okkur að taka steinhörpuna upp á stafrænt seg- ulband og nota í hljóðsmala. Þegar á staðinn var komið tók Páll hins- vegar því svo vel að lána okkur hörpuna, og það þó við vildum fara með hana til Bretlands, að ekki kom annað til greina en nota hana sjálfa.“ Árni svellkaldur Stjórnandi á tónleikunum í Höll- inni verður Árni Harðarson sem stýrði einnig flutningnum i Barbic- an. Þeir segja að hann hafi reynst þeim einkar vel. Þegar Árni kom út hafði hann ekki heyrt allt verkið, enda var ekki búið að ljúka við inn- setningu nótna og því lauk ekki fyrr en kvöldið fyrir tónleika vegna tölvuvandræða. „Hann var samt svellkaldur þar sem hann beið eftir nótunum með heila sinfóníusveit fyrir framan sig. Þegar þær síðan komu tók hann þær og byrjaði að leiðbeina hljómsveitinni eins og ekkert hefði í skorist,“ segir Jón Þór og Steindór bætir við að hljóm- sveit og kór hafi strax fundið það að þar væri kominn maður sem hægt væri að treysta. Til stendur að hljóðrita tón- leikana í Höllinni og ekki bara þeim til skemmtunar heldur kemur einn- ig til greina að gefa það út síðar ef flutningurinn tekst nógu vel. Hrafnagaldur verður fluttur í Laugardalshöll 24. maí næstkom- andi á vegum Listahátíðar í Reykjavík. r í Höllinni Morgunblaðið/Kristinn g Jón Þór Birgisson liðsmaður Sigur Rósar. arnim@mbl.is tur úr öskustónni og verður nlist eftir Hilmar Örn Hilm- n ræddi við þremenningana isson og Steindór Andersen. Gott samstarf við Reyknesinga Sturla sagði að blaðamannafundurinn í Keflavík hefði verið haldinn í samstarfi við áhugamannahóp heimamanna undir forystu Steinþórs Jónssonar hótelstjóra til að und- irstrika gott samstarf ráðuneytis og Reyk- nesinga um framgang tvöföldunar Reykja- nesbrautar. Þessi sami hópur afhenti Sturlu einmitt undirskriftalista nærri 10 þúsund manna í byrjun síðasta árs þar sem skorað var á ráð- herrann að beita sér fyrir framkvæmdum á Reykjanesbrautinni. Við sama tilefni af- henti Steinþór ráðherra skóflu til að stinga niður þegar framkvæmdir hæfust. Þeirri skóflu var beitt í gær en henni ekki stungið í jörð heldur til að skera forláta tertu sem borin var fyrir viðstadda af þessu tilefni. Sturla segir að í 1. áfanga verði brautin breikkuð á mikilvægasta kafla hennar. Ákvörðun um framhaldið verði tekin í sam- gönguáætlun sem lögð verður fram í haust. Ljóst sé að miklar framkvæmdir verði við Reykjanesbraut á næstu árum. Í haust verði boðin út mislæg gatnmót brautarinnar við Stekkjabakka og síðan breikkun frá Breiðholti og suður í Hafnarfjörð. Alls nemur kostnaður um fjórum millj- örðum. a áfanga tvöföldunar Reykjanesbrautar Ljósmynd/Páll Ketilsson la Böðvarsson, samgönguráðherra k fyrstu skóflustunguna í rjómatertu aðstoð Steinþórs Jónssonar og Helgi grímsson vegamálastjóri fylgdist grannt með.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.