Morgunblaðið - 18.05.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 18.05.2002, Blaðsíða 34
UMRÆÐAN 34 LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í sveitarstjórnar- kosningunum í vor er um tvennt að velja, Álftaneshreyfinguna eða D-listann. Við í Álftaneshreyfingunni eigum okkur drauma. Drauma um gott mann- líf, góða, jákvæða og skemmtilega stjórn á sveitarfélaginu. Sambærileg málefni einkenna stefnuskrár beggja framboðanna, en áherslur eru nokkuð mismunandi. Þetta á fyrst og fremst við um skipulagsmál, skólamál og fjármál. Í skipulagsmálum stefnir Álfta- nesheyfingin að hægri en fjölbreyttri uppbyggingu. Við viljum gefa 200 nýjum íbúum kost á að setjast hér að á næsta kjörtímabili. Stefna D- listans er hins vegar að fjölga um 400 íbúa með því að byggja nánast bara blokkir. Auðvitað er okkar kostur bæði raunhæfari og betri. Það er viður- kennt af báðum framboðunum að fjölgi íbúum yfir 450 frá því sem nú er, þýði það að fara verður út í um- fangsmikla og kostnaðarsama stækkun á Álftanesskóla. Við í Álfta- neshreyfingunni viljum fara hægar í sakirnar og láta tímann vinna með okkur. Við viljum leyfa skipulags- málunum að þróast í rólegheitunum næstu 10–12 árin og sjáum fyrir okk- ur vel ígrundaða og fjölbreytta byggð einbýlishúsa, raðhúsa og fjöl- býlishúsa. Með því móti verður ald- ursdreifing íbúanna eðlileg og hægt að bjóða unga og eldra fólkinu og öðrum sem vilja setjast hér að, að byggja það húsnæði sem það kýs. Við viljum ekki klára kvótann í hvelli með því að byggja hér 108 blokkar- íbúðir og loka þar með fyrir fjöl- breytta framtíðarmöguleika. Þá eru það skólamálin. Álftneskir unglingar hafa sótt menntun sína í Garðaskóla svo áratugum skiptir og hefur það fyrirkomulag að mörgu leyti reynst ágætlega. Álftanes- hreyfingin stefnir þó að því að hér verði heildstæður grunnskóli og leggur til að hafin verði kennsla í 8. bekk hér heima árið 2003 og þá strax í varanlegu húsnæði. D-listinn vill hinsvegar taka 8., 9. og 10. bekk inn í Álftanesskóla árin 2004–2006. Hugmyndin er vissulega athygli- verð, en strandar einfaldlega á fjár- hagsstöðu hreppsins. Þessi áætlun hefur margsinnis verið kynnt í Grá- steini með mynd þar sem list- og verkgreinaálman er orðin þriggja hæða. Staðreyndin er samt sú að lítið annað en lánsfé, sem ófært er að taka, er til fyrir slíkri framkvæmd. Meðal D-listans eru hins vegar uppi hugmyndir um að breyta stærð- fræðistofunni og tölvustofunni í al- mennar kennslustofur, en leysa svo annan og augljósan húsnæðisvanda með lausum kennslustofum. Það þarf því að færa töluverðar fórnir til þess að hrinda þessari flaustur- skenndu hugmynd í framkvæmd. Fjármál eru nefni- lega þriðja málið sem takist er á um. Skuldir Bessastaðahrepps eru komnar að hættumörk- um, samtals um 602 milljónir, eða sem sam- svarar 346.000 kr. á íbúa. Til viðmiðunar má benda á að borgarsjóð- ur Reykjavíkur skuldar 125.000 kr. á íbúa. Eftir mikla skoðun á bókhaldinu teljum við aðeins raun- hæft að miða við að hægt sé að fjár- festa fyrir í mesta lagi 100 milljónir á kjörtímabilinu, enda munum við þá ekki greiða niður skuldir svo heitið geti. Þetta eru óskemmtileg tíðindi, en samkvæmt ársreikningi fyrir 2001 stóðu aðeins 14 milljónir króna eftir til framkvæmda, þegar búið var að greiða reksturinn og vexti. Sjálfstæðismenn virðast ætla sér að fjárfesta fyrir yfir 450 milljónir á næstu 6 árum. Þetta teljum við al- gjörlega óraunhæft og vísasta leiðin til gjaldþrots sveitarfélagsins. Eigi að forða því er fátt til ráða nema að selja og einkavæða sameignir okkar, sem er þá fyrst og fremst húsnæði skóla og leikskóla. Svo væri auðvitað hægt að fara Kjalarnesleiðina, með nauðasamningum við Reykjavík eða annað burðugt sveitarfélag sem sér hag í að sameinast okkur. Standa „sjálfstæðismenn“ undir nafni? Get- ur það enn verið stefna þeirra, sem ekki fengu sameiningunni við Garða- bæ framgengt, að leggja sveitarfé- lagið niður hvað svo sem íbúarnir segja? Við í Álftaneshreyfingunni viljum bjóða betri þjónustu í stað dýrra fjárfestinga. Við viljum lýðræðisleg og sanngjörn vinnubrögð og erum reiðubúin til þjónustu við alla Álft- nesinga hvar í flokki sem þeir standa. Valið er skýrt. Álftanes- hreyfingin býður skynsamlegri og raunhæfari kost. Við biðjum Álftnes- inga að kjósa Álftaneshreyfinguna í sveitarstjórnarkosningunum 25. maí. Í Bessastaðahreppi eru skýrar línur Kristján Sveinbjörnsson Bessastaðahreppur Sambærileg málefni einkenna stefnuskrár beggja framboðanna, segir Kristján Sveinbjörns- son, en áherslur eru nokkuð mismunandi. Höfundur er rafverktaki og skipar 2. sæti Álftaneshreyfingarinnar. FRAMSÓKNARFLOKKURINN hefur tekið þá ákvörðun að taka þátt í samstarfi um Reykjavíkurlista þriðja kjörtímabilið í röð undir styrkri stjórn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Þáttaka Framsóknar- flokksins er að mörgu leyti ólík því samstarfi sem flokkurinn á í ríkis- stjórn. Samstarf flokkanna í borg- inni er ákveðið fyrirfram. Kjósendur hafa þannig skýran valkost þegar þeir velja Framsóknarflokkinn í borginni. Hann mun vinna með Sam- fylkingu og Vinstri grænum í Reykjavíkurlistanum. Hver er hagur Framsóknarflokksins? En hver er hagur flokksins í því að taka þátt í samstarfi um Reykja- víkurlista í borginni? Á s.l. átta árum hafa framsóknarmenn í borgarstjórn, Sigrún Magnúsdóttir og Al- freð Þorsteinsson, unnið að mjög stórum og áberandi mála- flokkum innan borgar- innar. Framsóknar- flokkurinn hefur verið með formennsku í fræðsluráði sem hefur staðið að einsetningu grunnskóla Reykjavík- ur, sem lýkur í haust, og jafnframt staðið að þeirri gríðarlegu upp- byggingu sem átt hef- ur sér stað í grunn- skólunum. Þar hafa verið byggðir um 50 þúsund fer- metrar í skólahúsnæði á s.l. átta ár- um. Framsóknarflokk- urinn hefur einnig verið með formennsku í Orkuveitu Reykjavíkur og t.d. komið því í fram- kvæmd að sameina orkufyrirtæki borgar- innar undir einn hatt og koma á fót fjórðu veitu okkar borgarbúa, upp- lýsingaveitunni, sem hefur tryggt samkeppni á ljósleiðaramarkaði. Auk þessa hefur Guð- rún Jónsdóttir, formað- ur menningamála- nefndar, staðið fyrir gífurlegri uppbyggingu menningastofnana á miðborgarsvæðinu og Menningar- nótt hefur átt miklum vinsældum að fagna frá upphafi. Við framsóknar- menn erum stoltir af árangri okkar í Reykjavíkurlistasamstarfinu s.l. átta ár og við vitum að fulltrúar okk- ar á komandi kjörtímabili, Alfreð Þorsteinsson og Anna Kristinsdótt- ir, munu starfa áfram að góðum mál- efnum í Reykjavík. Ekki má heldur gleyma glæstum fulltrúa Framsókn- arflokksins frá ungliðahreyfingunni, Marsibil Sæmundsdóttur, sem skip- ar 10.sæti. Hér hefur aðeins verið nefndur hluti af því góða verki sem fulltrúar okkar í borgarstjórn og nefndum borgarinnar hafa komið í verk. Allt tal um að fulltrúar Framsóknar- flokksins verði ekki sýnilegir í þessu samstarfi er líkt og að tala um að verk félagsmálaráðherra eða utan- ríkisráðherra í ríkisstjórnarsam- starfinu séu ekki sýnileg. Allt tal um ósýnileika okkar fulltrúa í borgar- stjórnarsamstarfinu er ekkert nema hjáróma raddir þeirra sem vilja grafa undan því góða starfi sem Reykjavíkurlistinn hefur unnið að á liðnum átta árum. Framsókn Reykjavíkurlistans Gestur Kr. Gestsson Reykjavík Allt tal um ósýnileika okkar fulltrúa í borg- arstjórnarsamstarfinu, segir Gestur Kr. Gestsson, er ekkert nema hjáróma raddir. Höfundur er formaður Framsókn- arfélags Reykjavíkurkjördæmis norður. Sjálfstæðismenn hafa legið stjórnend- um Orkuveitu Reykjavíkur á hálsi fyrir 550 milljóna króna tap, er varð á síðasta ári, sem þó stafaði mestmegnis af óhagstæðri gengis- þróun eins og flest stórfyrirtæki lentu í. Nú hafa orðið alger umskipti í rekstri Orkuveitu Reykjavík- ur, því að fyrstu fjóra mánuði þessa árs hef- ur orðið hagnaður, sem nemur 1.470 milljónum króna. Um þennan hagnað þegja sjálfstæðis- menn þunnu hljóði enda snýst mál- flutningur þeirra um fyrirtæki borgarinnar ekki um viðskipti heldur ómerkilega pólitík. Orkuveita Reykjavíkur er eitt stöndugasta fyrirtæki landsins með eigið fé upp á 38 milljarða króna. Það hefur verið stefna Reykjavíkurlistans, að Orkuveita Reykjavík- ur byði viðskiptavin- um sínum bæði góða og ódýra þjónustu. Og í samræmi við kosn- ingaloforð um lækkun gjalda hefur Orku- veita Reykjavíkur lækkað verð á raf- magni og heitu vatni. Þannig hefur raforku- verð lækkað að raun- gildi um rúmlega 20% og heitt vatn um 8% frá 1994. Er þá miðað við, að gjaldskráin hefur ekki fylgt vísitölu neysluverðs. Af þessum sökum eru tekjur Orkuveitu Reykjavíkur árlega um 1.500 milljónum króna lægri en ella. Þess njóta öll heimili á höf- uðborgarsvæðinu svo og fyrirtæki. Þetta er búbót fyrir Reykvíkinga og kemur sér vel, ekki síst fyrir þá verst settu. En þrátt fyrir lág orkugjöld greiðir Orkuveita Reykjavíkur eig- endum sínum hæfilegan arð, sem nýttur er til margvíslegra sam- félagslegra verkefna. Orkuveita Reykjavíkur gegnir því þýðingar- miklu hlutverki og tekur þátt í að bæta lífskjör í borginni. Alfreð Þorsteinsson Höfundur er borgarfulltrúi og stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur. Reykjavík Nú hafa orðið alger umskipti, segir Alfreð Þorsteinsson, í rekstri Orkuveitunnar. 1.470 milljóna króna hagn- aður Orkuveitu Reykjavíkur UNDANFARNA daga hefur komið fram af hálfu fram- bjóðenda Sjálfstæðis- flokksins að sam- kvæmt aðalskipulagi Reykjavíkur 2001– 2024 sé fyrirhugað að hafa iðnaðarsvæði í Geldinganesi, þvert á það sem haldið hefur verið fram af hálfu Reykjavíkurlistans. Hafa fulltrúar D- listans vitnað í texta í greinargerð aðal- skipulagsins máli sínu til stuðnings og jafn- framt lýst því að á iðnaðarsvæðum sé gert ráð fyrir mengandi starfsemi. Til að taka af allan vafa í þessu efni er rétt að undirstrika að Reykjavíkurlistinn hefur engin áform um að skipuleggja iðnaðar- svæði í Geldinganesi. Þá þarf líka að koma fram að á svokölluðum skipulagsuppdrætti kemur fram ríkjandi landnotkun á hverjum stað í borginni fyrir sig. Í Gelding- arnesi er samkvæmt aðalskipulag- skortinu gert ráð fyrir hafnar- og athafnasvæði annars vegar og blandaðri byggð íbúða og atvinnu- starfsemi hins vegar. Iðnaðar- svæði eru hins vegar sérgreind á skipulagi og er aðeins eitt slíkt svæði í nýju aðalskipulagi Reykja- víkur en það er á Kjalarnesi í landi Saltvíkur þar sem starfrækt er sláturhús. Þetta er vitaskuld kjarni málsins sem allir sjá sem skoða skipulagskortið. Skýr afstaða Þegar aðalskipulag- ið var á vinnslustigi í skipulagsnefnd voru hugmyndir um að af- marka sérstakt svæði í Geldinganesi fyrir iðnaðarstarfsemi. Kort sem sýndi það var lagt fram í skipu- lagsnefnd 6. júní 2001. Það var líka gert ráð fyrir höfn og athafna- svæði í Gufunesi í landi Áburðarverksmiðjunnar. Reykjavíkurlistinn ákvað hins veg- ar að breyta þeim tillögum þannig að hafnar- og athafnasvæði yrði ekki í Gufunesi heldur blönduð byggð íbúða og atvinnustarsemi og einnig var ákveðið að falla frá hug- myndum um iðnaðarstarfsemi í Geldinganesi. Þessi afstaða var al- veg skýr og endurspeglast í að- alskipulagskortinu. Það má færa fyrir því rök að visst ósamræmi sé milli aðalskipulagskortsins eins og það var samþykkt og greinargerð- arinnar sem fylgir aðalskipulaginu hvað þetta atriði varðar, en það getur Skipulagsstofnun, sem nú hefur skipulagið til meðferðar, gert athugasemd við og þá yrði textinn að sjálfsögðu lagfærður til samræmis við landnotkunarkortið. Blómlegar íbúðarbyggðir Hafi þetta valdið sjálfstæðis- mönnum hugarangri er sjálfsagt að harma það. Það breytir hins vegar ekki þeirri staðreynd að Reykjavíkurlistinn hefur engin áform um að skipuleggja iðnaðar- svæði í Geldinganesi, Geldinganes- ið er ekki á dagskrá borgarmál- anna næstu 15 árin. Hvað varðar íbúðarbyggð leggur Reykjavíkur- listinn meiri áherslu á það sem er nær okkur í tíma, nefnilega blóm- lega íbúðarbyggð í suðurhlíðum Úlfarsfells, með Úlfarsána í dal- botninum, þar sem mun rísa um 20 þúsund manna byggð þegar það svæði verður fullbyggt og 6–8 þús- und manna byggð við ströndina þar sem Áburðarverksmiðjan er nú. Um þetta snýst málið. Ekki iðnaðarsvæði í Geldinganesi Árni Þór Sigurðsson Reykjavík Rétt er að undirstrika, segir Árni Þór Sigurðsson, að Reykja- víkurlistinn hefur engin áform um að skipuleggja iðnaðar- svæði í Geldinganesi. Höfundur skipar 1. sæti Reykjavíkurlistans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.