Morgunblaðið - 18.05.2002, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 18.05.2002, Blaðsíða 66
DAGBÓK 66 LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Í dag fer Borgin út. Hafnarfjarðarhöfn: Í dag landar Ozherelye. Fréttir Kattholt. Flóamark- aður í Kattholti, Stang- arhyl 2, opinn þriðju- og fimmtudaga kl. 14– 17. Félag frímerkjasafn- ara. Opið hús laug- ardaga kl. 13.30–17. Mannamót Aflagrandi 40 „Vor í vesturbæ“ dagana 23. 24. og 25 maí. frá kl. 13–17 verður hátíð með söng, dansi og veislu- kaffi. Allir vekomnir. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðju- og fimmtudög- um kl. 13–16.30, spil og föndur. Lesklúbbur kl. 15.30 á fimmtudögum. Jóga á föstudögum kl. 11. Kóræfingar fimmtudaga kl. 17–19. Uppl. hjá Svanhildi í s. 586 8014, kl. 13-16. Uppl. um fót-, hand- og andlitssnyrtingu, hár- greiðslu og fótanudd, s. 566 8060 kl. 8-16. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli , Flatahrauni 3. Morg- ungangan í dag kl. 10 frá Hraunseli. Vest- mannaeyjaferð 2.–4. júlí. Rúta, Herjólfur, gisting í 2 nætur. Frekari upplýsingar og skrásetning í Hraun- seli, sími 555 0142. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan opin virka daga frá kl. 10–13. Kaffi, blöðin og matur í hádegi. Laug- ardagur 18. maí: Göngu-Hrólfar fara í leikhúsferð í Sólheima í Grímsnesi. Uppselt. Farið verður frá Ás- garði Glæsibæ kl. 14. Þeir sem hafa skráð sig í Vestfjarðaferð 18.–23. júní og Vest- mannaeyjar 11.–13. júní þurfa að staðfesta ferðina fyrir 18. maí. Dagsferð 27. maí Hafn- arfjörður-Heiðmörk. Kaffi og meðlæti. Leið- sögn: Páll Gíslason og Pálína Jónsdóttir, brottför frá Ásgarði Glæsibæ kl. 13, skrán- ing hafin á skrifstofu FEB. Fræðslunefnd FEB stendur fyrir ferð í Skrúðgarða Reykjavík- ur 29. maí. Brottför frá Ásgarði Glæsibæ kl. 13.30, skráning á skrif- stofu FEB. Silfurlínan er opin á mánudögum og mið- vikudögum frá kl. 10 til 12 f.h. í síma 588 2111. Skrifstofa félagsins er flutt að Faxafeni 12, sama símanúmer og áður. Félagsstarfið er áfram í Ásgarði Glæsibæ. Upplýsingar á skrifstofu FEB. Gerðuberg, félagsstarf, Lokað um hvítasunnu- helgina. Óskum þátt- takendum fé- lagsstarfsins og samstarfsaðilum gleði- legrar hátíðar. Opið þriðjudaginn 21. maí samkv. dagskrá. Sundhópur Jóhönnu, Gjábakki og Gullsmári. Vegna aukins gistirým- is eru nokkur sæti laus í ferðalag um Norð- austurhluta landsins og út á Langanes sem far- in verður 1.–5. júlí á vegum Sundhópsins, félagsheimilinu Gjá- bakka og Gullsmára. Allt fullorðið fólk er velkomið í þetta ferða- lag. Allar upplýsingar og skráning svo og drög að ferðaáætlun er hægt að fá í félags- heimilinu og í síma 554 3400 og 564 5260. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Föstudaginn 17. og laugardaginn 18. maí verður handa- vinnusýning og basar frá kl. 13–17, kaffiveit- ingar. Allir velkomnir. Vesturgata 7. Farið verður miðvikudaginn 22. maí í Borgarleik- húsið að sjá leiksýn- inguna „Kryddlegin hjörtu“. Skráning í síma 562 7077. Tómstundastarf eldri borgara í Reykja- nesbæ. Sýning á hand- verki eldri borgara dagana 26.–31. maí, að báðum dögum með- töldum. Kaffi- húsastemmning og lif- andi tónlist. Tekið á móti munum á sýn- inguna þriðjud. 21. maí í Selinu. Gönguklúbbur Hana- nú. Morgunganga kl. 10 frá Gjábakka í Kópavogi laugardags- morgna. Krummakaffi kl. 9. Allir velkomnir Kirkjustarf aldraðra Digraneskirkju. Opið hús á þriðjudag kl. 11. Leikfimi, matur, helgi- stund og fleira. Félag fráskilinna og einstæðra. Fundur í kvöld kl. 21 í Konna- koti Hverfisgötu 105. Nýir félagar velkomnir. Munið gönguna mánu- og fimmtudaga Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleik- fimi karla, vefjagigt- arhópar, jóga, vatns- þjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Stuðningsfundir fyrr- verandi reykingafólks. Fólk sem sótt hefur námskeið gegn reyk- ingum í Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, fundur í Gerðubergi á þriðjud. kl. 17.30. GA-fundir spilafíkla, kl. 18.15 á mánudögum í Seltjarnarneskirkju (kjallara), kl. 20.30 á fimmtudögum í fræðsludeild SÁÁ Síðu- múla 3–5 og í Kirkju Óháða safnaðarins við Háteigsveg á laug- ardögum kl. 10.30. Samtök þolenda kyn- ferðislegs ofbeldis, fundir mánudaga kl. 20 á Sólvallagötu 12. Stuðst er við 12 spora kerfi AA-samtakanna. Orlofsnefnd húsmæðra í Kópavogi. Á vegum nefndarinnar verða farnar tvær ferðir á þessu sumri: að Kirkju- bæjarklaustri 13.–15. júní, í Skagafjörð 22.– 24. ágúst. Hvíldar- og hressingardvöl á Laug- arvatni 24.–30. júní. Innr. í s. 5540388, Ólöf, s. 554 2199, Birna. Hana-nú Kópavogi. Síðasta sýning á „Smelli 2 … aldrei of seint“ er í Hjáleigunni, Félagsheimili Kópa- vogs, í dag laugardag- inn 18. maí. Gengið inn baka til. Pantanir í síma 899 5508. Miðar eru einnig seldir við innganginn. Kvenfélag Óháða safn- aðarins. Aðalfundurinn verður í Kirkjubæ þriðjudaginn 21. maí kl. 20.30. Minningarkort Landssamtökin Þroskahjálp. Minning- arsjóður Jóhanns Guð- mundssonar læknis. Tekið á móti minning- argjöfum í síma 588 9390. Minningarsjóður Krabbameinslækninga- deildar Landspítalans. Tekið er við minning- argjöfum á skrifst. hjúkrunarforstjóra í síma 560 1300 alla virka daga milli kl. 8 og 16. Utan dagvinnu- tíma er tekið á móti minningargjöfum á deild 11-E í síma 560 1225. Hranfkelssjóður (stofn- aður 1931), minning- arkort afgreidd í sím- um 551 4156 og 864 0427. Minningarkort Minn- ingarsjóðs Maríu Jóns- dóttur flugfreyju eru fáanleg á eftirfarandi stöðum: Á skrifstofu Flugfreyjufélags Ís- lands, s. 561 4307/fax 561 4306, hjá Halldóru Filippusdóttur, s. 557 3333 og Sigurlaugu Halldórsdóttur, s. 552 2526. Minningarkort Minn- ingarsjóðs hjónanna Sigríðar Jakobsdóttur og Jóns Jónssonar á Giljum í Mýrdal við Byggðasafnið í Skógum fást á eftirtöldum stöð- um: Í Byggðasafninu hjá Þórði Tómassyni, s. 487 8842, í Mýrdal hjá Eyþóri Ólafssyni, Skeiðflöt, s. 487 1299, í Reykjavík hjá Frí- merkjahúsinu, Laufás- vegi 2, s. 551 1814 og hjá Jóni Aðalsteini Jónssyni, Geitastekk 9, s. 557 4977. Slysavarnafélagið Landsbjörg, Stang- arhyl 1, 110 Reykjavík. S. 570 5900. Fax: 570 5901. Netfang: slysavarnafelag- id@landsbjorg.is Í dag er laugardagur 18. maí, 138. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Berið sama hug til allra, hreykið yður ekki, en haldið yður að hinum lítilmótlegu. Ætlið yður ekki hyggna með sjálfum yður. (Rómv. 12, 17.) K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 greinilegt, 4 kroppur, 7 klifrast, 8 blómum, 9 mis- kunn, 11 sigaði, 13 vegur, 14 hefja, 15 stertur, 17 verkfæri, 20 gruna, 22 brúkum, 23 fól, 24 sár, 25 kvabb. LÓÐRÉTT: 1 hrammur, 2 ósvipað, 3 spilið, 4 fjöl, 5 henda, 6 hæsi, 10 kjánar, 12 reið, 13 op, 15 áma, 16 pössum, 18 duglegur, 19 missa marks, 20 hljómar, 21 mjög. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 gegndrepa, 8 buddu, 9 ylinn, 10 men, 11 tarfa, 13 afann, 15 fress, 18 hrafl, 21 tær, 22 liðni, 23 öxina, 24 kinnungur. Lóðrétt: 2 endar, 3 nauma, 4 reyna, 5 peisa, 6 ábót, 7 un- un, 12 fas, 14 far, 15 fýla, 16 eyðni, 17 stinn, 18 hrönn, 19 atinu, 20 lóan. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Víkverji skrifar... VÍKVERJI á við tvo veikleika aðstríða um þessar mundir. Snú- ast þeir báðir um mat og mataræði og þarf svosem ekki að koma á óvart að slíkur kvilli fylgi Víkverjanum. Tvær af frumþörfum mannsins eru matur og kynlíf og einatt er þetta tvennt að koma okkur í koll, á hina og þessa vegu. Það tvennt sem um er að ræða er bandarísk matvara, eða öllu heldur sælgæti. Fyrst ber að nefna afbrigði af hinum sígildu M&M súkku- laðikúlum sem innihalda hnetu- smjör. Kúlurnar eru stærri en þess- ar hefbundnu og minna á þessar með hnetunum í gulu pokunum – en eru þó ögn ólögulegri að gerð og sannarlega mýkri undir tönn. Vík- verji stenst einfaldlega ekki þetta sælgæti sem er í huga hans full- komnunin sem slík – í líki súkku- laðis. Í öðru lagi er það ís frá Vermont- fylki á Austurströnd Ameríku, kenndur við æringjanna Ben og Jerry. Ekki er langt síðan innflutn- ingur hófst á þessum gæðaís og um þessar stundir eru þetta 6 til 10 teg- undir á boðstólum. Erlendis skipta tegundirnar hins vegar tugum. Er skemmst frá því að segja að ís þessi hefur svipuð áhrif á Víkverja og kúl- urnar góðu. Það sem pirrar Víkverja hins veg- ar óheyrilega, fyrir utan það að vera andsetinn af matgræðgi sem bætir fitunni hægt og sígandi utan á hann án nokkurrar miskunnar, er verðið á þessu tvennu. Poki af umræddu M&Mkostar rúmlega 500 kr. út úr búð. En það kastar fyrst tólfunum hvað ísinn varðar. Ein dolla, 500 g ef rétt er með farið, kostar um 800 kr.! Víkverji skrifar vissulega undir það að um sannkallaða kóngafæðu sé að ræða en fyrr má nú rota en dauðrota. Skrifari hefur staðið sig að því endrum og eins að vera með tvo Ben og Jerrys ísa og einn poka af M&M í höndunum og þar að auki reikning upp á hartnær 2.000 kr! Hefur hann því stundum gripið til þess ráðs – af hreinni skömm – að láta í veðri vaka að herlegheitin væru vegna veislu sem framundan væri þó að sjálfsögðu hafi þetta allt runnið í belginn á Víkverja. x x x ÞAÐ ER löngu þekkt staðreyndað allt sem er einstaklega gott á bragðið er jafnframt einstaklega óhollt. En þarf endilega að verð- leggja það sem gullstangir væru? Ef þessi verðlagning er ætluð sem góðmennska, það er að svimandi hátt verð fæli mann frá kaupum, líkt og hugmyndin er með vindlingana, virkar það ekki! Víkverji krefst þess að okri á seðjandi og seiðmagnandi sælgæti verði hætt strax. Hann vill hafa mannsæmandi svigrúm til mat- aræðislegra synda! Góð þjónusta DÓTTIR mín verslaði í Rúmfatalagernum í Holta- görðum og var ekki ánægð með vöruna. Ég ráðlagði henni að tala við verslunar- stjórann sem hún gerði og hann brást svo vel við að það er virkilega hægt að hrósa honum fyrir. Sendi ég honum bestu kveðjur. 090832-3879. Súfistinn góður VEGNA bréfs sem birtist í Velvakanda frá óánægðum gesti Súfistans vil ég vil koma á framfæri ánægju minni með starfsfólk og um- hverfi á kaffihúsinu. Viðskiptavinur. Að standa við fögur loforð SENN líður að kosningum. Baráttan harðnar með hverjum deginum sem líð- ur. Margt fólk er orðið þreytt á því fjaðrafoki sem þessu fylgir. Aldrei hef ég séð eins margt fólk í óvissu um hvaða lista það muni kjósa. Þeir skrökva allir að okkur, sagði kona ein. Hún sagði að sér fyndist hart að öryrkjar og fátækt fólk skyldu vera peð á tafli fram- boðanna. Alla jafna vill þetta fólk sem minnst af okkar niðurlægingu vita. Nei, það hefur ekki verið mikið gert til þess að hjálpa því fólki sem hefur lent í gildru fátæktar hingað til. Ég fór á borgarafund í Ráð- húsinu og heyrði borgar- stjórann Ingibjörgu Sól- rúnu kenna ríkisstjórninni um fátæktina hér. Það er venjan að kenna hver öðr- um um. En það sem skiptir máli er að þeir sem hér stjórna sameinist um að hjálpa þessu fólki sem svo illa er ástatt fyrir. Margt hefur verið rætt og ritað um það neyðarástand sem hér ríkir hjá mörgum og nóg er komið af loforðum fram- bjóðenda undanfarin ár. Fólk vill sjá að það sé staðið við þau fögru loforð sem gefin hafa verið. Sigrún Ármanns Reynisdóttir, form. Samtaka gegn fátækt. Tapað/fundið Leðurhanskar í óskilum SVARTIR dömuleður- hanskar fundust á miðri Óð- insgötu síðastliðinn þriðju- dag. Uppl. í síma 551 1261. Monsur óskast LITLIR brúnir bangsar, svokallaðar Monsur, óskast gefins. Upplýsingar hjá Melkorku í síma 693-3919. Koddaver í óskilum HVÍTT koddaver með blúndu fannst í Foldahverfi 11. maí. Upplýsingar hjá Ólöfu í síma 535 2972. Dýrahald Góðir gaukar gefins TVEIR páfagaukar fást gefins á gott heimili. Búr með öllu fylgir. Upplýsing- ar í síma 552 8576. Kettlingar fást gefins GULLFALLEGIR, blíðir og fjörugir kettlingar fást gefins á góð heimili. Upp- lýsingar í síma 565 3219 og 866 1550. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is MÉR komu þessi orð Jesú Krists í hug fimmtudag- inn 9. maí eftir að ég hafði setið og horft á Kastljósið í sjónvarpinu með móður minni og ömmu. Í þættinum var viðtal við Árna Johnsen, fyrr- verandi alþingismann. Öll höfum við gert eitt- hvað af okkur á lífsleið- inni, sem við höfum séð eftir, og höfum óskað þess, að það hefði aldrei gerst. Sumt af því er ein- stakir atburðir en annað framkoma eða athæfi sem hefur varað í langan tíma. Við viljum öll eiga for- eldra sem styðja okkur og leiðbeina og gefa okk- ur tækifæri til að bæta okkur án þess að skamma okkur, refsa og brjóta okkur niður. Mér fannst stjórnendur þáttarins Kastljóss í sjónvarpinu í viðtalinu við Árna haga sér eins og óhæfir for- eldrar. Þeir voru dóm- harðir, miskunnarlausir og leyfðu Árna ekki að halda mannlegri reisn. Slíkt niðurbrot gerir eng- an mann betri. Slík fram- koma sýndi bara að stjórnendurnir höguðu sér af sömu ófyrirleitni og þeir voru að skamma Árna fyrir. Þetta olli mér miklum vonbrigðum, því Kastljós hefur yfirleitt verið áhugaverður þátt- ur, þótt margt komi þar fram sem ég skil ekki, því enn er ég ung að aldri. Ég myndi vilja sjá Rík- issjónvarpið eins og góða uppalendur sem eru strangir en dæma ekki og brjóta ekki þjóð sína niður. Við Árna vil ég segja: Ekki fara í viðtalsþátt þar sem þú veist að spyrj- endurnir eru ekki að leita að sannleikanum heldur bara ráðast á ein- staklinginn sem söku- dólg. Það hjálpar ekki þér og ekki heldur okkur hinum sem viljum sjá réttláta umfjöllun mál- anna. Harpa Jóhannsdóttir, 15 ára nemi í Hvassaleitisskóla. „Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.