Morgunblaðið - 18.05.2002, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 18.05.2002, Blaðsíða 54
MINNINGAR 54 LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Gunnar GuðjónStefánsson fædd- ist á Skuggabjörgum í Deildardal í Skaga- fjarðarsýslu 15. októ- ber 1911. Hann lést á Heilbrigðisstofnun- inni á Sauðárkróki 9. maí síðastliðinn. For- eldrar hans voru Stef- án Jón Sigurjónsson, bóndi á Skuggabjörg- um, f. 4.4. 1874, d. 6.8. 1970, og Arnfríður Guðrún Sveinsdóttir húsmóðir, f. 28.3. 1878, d. 26.10. 1959. Systkini Gunn- ars eru Óskar, f. 5.7. 1908 d. 17.7. 1989, Sveinn, f. 5.7. 1908, d. 1.8. 1987, Sigurjón Jóhannes, f. 2.4. 1913, d. 18.10. 1996, Þórleif Elísa- bet f. 27.3. 1918, og Þorsteinn Ingi- mar f. 21.6. 1921. Gunnar kvæntist 1936 Rósu Bjarney Sveinsdóttur, f. á Grund- arlandi í Unadal í Skagafjarðar- sýslu 13.3. 1916, d. 17.8. 1994. Þau eiga sjö börn: 1) Þóra Sigurðar, f. 20.3. 1937, maki Garðar Sæberg Ólafsson Schram, f. 19.2. 1932, d.19.7. 1999. 2) Bjarni Sverrir, f. 20.8. 1939, maki Guð- laug Jóhannsdóttir, f. 4.4. 1943. 3) Guðlaug Guðrún, f. 19.8. 1942, maki Sævar Einars- son, f. 9.4. 1942. 4) Loftur Rögnvalds, f. 13.3. 1945, maki Er- lendsína Guðlaug Helgadóttir, f. 4.11. 1948. 5) Stefán Sveinn, f. 23.8. 1946, maki Stefanía Th. Guðmundsdóttir, f. 15.10. 1953. 6) Ásdís, f. 23.9. 1947. 7) Jóna Rósa, f. 30.6. 1950. d. 23.7. 1951. Afkom- endur Gunnars og Rósu eru 65. Rósa og Gunnar á Hofsósi. Hann vann við húsasmíðar alla sína tíð. Útför Gunnars verður gerð frá Hofsóskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 14. Kær tengdafaðir er látinn og minn- ingarnar hrannast upp. En þegar heilsan er farin er sælt að fá að kveðja. Gunnar tengdapabbi hafði til að bera ljúfa lund, góða kímnigáfu en umfram allt mikla mannlega hlýju. Ég minnist fyrstu ferðar minnar á Hofsós til að heimsækja verðandi tengdaforeldra. Auðvitað var ég kvíð- in stelpa á átjánda ári. En það var fljótt að breytast eftir að hafa kynnst Rósu og Gunnari. Ferðirnar urðu margar í Skagafjörðinn og það var fastur liður að fara til Hofsóss á hverju sumri með börnin. Gunnar hafði mikinn áhuga á íþróttum og fylgdist vel með. Hann fylgdist vel með minni íþrótt, blakinu, og gladdist með mér þegar vel gekk. Þegar við kvöddumst síðast sagði hann: þú reynir að ná í verðlaunapening á öld- ungamótinu. Af því varð ekki. Það eru forréttindi að fá að hafa kynnst manni eins og Gunnari Stef- ánssyni. Gunnar var vinamargur og einn af hans vinum var skáldið Krist- ján frá Skálá. Tveimur dögum áður en Gunnar dó kom Kristján til að kveðja vin sinn, þegar því var lokið setti hann blað á sængina með ljóði og ég ætla að gera hans orð að mínum. Bæn sem varð til við sjúkrabeð vin- ar míns Gunnars Stefánssonar: Ég bið þig faðir himinhæða hans að greiða veginn stranga. Lát miskunn þína meinin græða að megi hann til þín röskur ganga. Lát haminn löngu lúða detta. En lífmagns geisla á himnum brenna. Veittu dyggum þjóni þetta. Þú sem einn mátt sköpum renna. Senn er mál úr rekkju að rísa. Roða morguns fyrsta boða og í höllu himnadísa. Hamarinn þinn nýja skoða. (Kristján frá Skálá.) Blessuð sé minning Gunnars Stef- ánssonar. Guðlaug Jóhannsdóttir. Við viljum þakka afa fyrir góðar stundir. Við minnumst þess þegar við vorum litlar stelpur á leiðinni norður á Hofsós. Tilhlökkunin við að fara norður var mikil því alltaf var tekið vel á móti okkur. Þegar við renndum í hlaðið sáum við undantekningarlaust tvö andlit í eldhúsglugganum. Það voru Gunnar afi og Rósa amma. Alltaf var hangikjöt á boðstólum á hvaða tíma sólarhrings sem við komum. Minnisstæðar eru ferðirnar út á tún til að skoða kindurnar hans afa. Á túninu var það okkar fyrsta verk að leita að kindinni sem hann hafði gefið okkur systrunum. Afi starfaði sem smiður og dáðist hann að góðu handbragði hvert sem hann kom. Þegar við komum í heim- sókn þótti okkur spennandi að fá að fara niður í kjallara. Þar sýndi hann okkur verkfærin og það sem hann var að smíða. Í október síðastliðnum heimsóttum við hann í síðasta sinn. Tilefnið var níræðisafmæli hans. Margir vinir og ættingjar samfögn- uðu honum og er það okkur efst í huga hve hress hann var og virtist njóta dagsins. Hlýlegt viðmót, jafnaðargeð og innilegur hlátur er meðal þess sem við minnumst sérstaklega þegar við kveðjum Gunnar afa. Upp frá grunni allt þú byggðir, ævistarf og heimarann. Á vegum þínum vaxa dyggðir, verkin lofa meistarann. (Guðrún Sveinsdóttir.) Linda, Helga, Hildur og Eva. Elsku vinur minn, ég kveð þig með söknuði en þegar ég hugsa til baka brosi ég. Þær voru margar skemmti- legu stundirnar sem við áttum saman heima á Hofsósi. Frá því ég var sex ára höfum við verið vinir og allar góðu minningarnar geymi ég í hjartanu. Skemmtilegasti tíminn var þó á vorin þegar litlu lömbin komu í heiminn, þá hljóp ég beint úr skólanum í fjárhúsin til að athuga hvort hefði fjölgað í kindahópnum okkar. Þegar við hætt- um að vera „bændur“ tóku göngu- túrarnir og útiveran við hjá okkur. Á hverjum einasta degi hittumst við hjá pósthúsinu og löbbuðum „stóra hringinn“, og þú sagðir að hreyfingin væri okkur holl og þá sérstaklega fyr- ir hjartað. Það er svo ótrúlega margt skemmtilegt sem kemur upp í hug- ann þegar ég hugsa um gömlu dag- ana og þær minningar gleymast aldr- ei. Í október á síðasta ári kom ég í heimsókn til þín á dvalarheimilið, þar sem þú varst búinn að koma þér svo vel fyrir í fallegu herbergi, og það var alltaf jafn hlýlegt að koma til þín og fá smákökur og kaffi og við spjölluðum um gamla tíma. Það voru okkar síð- ustu endurfundir og við nutum þeirra vel og rifjuðum upp skemmtilegar minningar. Þó svo að söknuðurinn sé sár veit ég að þú ert á góðum stað og veikindin yfirstaðin. Þitt starf var farsælt, hönd þín hlý og hógvær göfgi svipnum í. Þitt orð var heilt, þitt hjarta milt og hugardjúpið bjart og stillt. (Höf. óþ.) Elsku besti vinur, ég hugsa til þín og er þér eilíflega þakklát fyrir allt. Þín Stefanía (Stebba). Öðlingurinn hann afi minn er lát- inn. Það er stutt síðan afi varð níræð- ur og þá var glatt á hjalla. Komu þá saman flestir afkomendur hans, ætt- ingjar og vinir. Það iljar manni að hafa átt svo góða stund með afa og öll- um þeim sem honum voru kærir svo stuttu fyrir andlát hans. Það er líkt og góður endir á fallegri sögu eins og mér finnst að líf afa hafi verið því hann var ákaflega hjartahlýr og já- kvæður maður og mótaði umhverfi sitt með þeim eiginleikum. Með sökn- uði og trega kveð ég afa minn. Hvað bindur vorn hug við heimsins glaum, sem himnaarf skulum taka? Oss dreymir í leiðslu lífsins draum, en látumst þó allir vaka, og hryllir við dauðans dökkum straum, þó dauðinn oss megi’ ei saka. En ástin er björt sem barnsins trú, hún blikar í ljóssins geimi, og fjarlægð og nálægð, fyrr og nú, oss finnst þar í eining streymi. Frá heli til lífs hún byggir brú og bindur oss öðrum heimi. Af eilífðar ljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri’ en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Benediktsson.) Blessuð sé minning Gunnars Stef- ánssonar. Þorgerður Sævarsdóttir. GUNNAR STEFÁNSSON Fimmtudagurinn 2. maí var sólríkur og fal- legur dagur. Vorið komið og flestir horfa björtum augum fram á við. Á degi sem þessum er sól í sinni, sorti og drungi víkja. En þá dynur reiðarslag yfir. Mér berast miklar sorgarfregnir. Sigríður Reyn- isdóttir frænka mín er dáin. Hún hafði orðið bráðkvödd á heimili sínu að morgni þessa dags. Þennan dag streymdu fram í huga mér minningar um hana Sigríði. Þú varst yngsta barnabarn ömmu okkar og afa, hjónanna Dýrfinnu og Sigurð- ar í Eyvindarhólum, og þar man ég fyrst eftir þér. Það var alltaf mikið fjör í Hólum, ekki síst í sauðburðin- um á vorin og í heyskapnum á sumr- in, og við fórum nú ekki á mis við það. Mér er það afar minnisstætt er ég dvaldi hjá ykkur á Kópavogsbraut- inni fyrir allmörgum árum. Ég var ungur sveitastrákur og þótti mjög framandi að koma til Reykjavíkur. Þú hafðir sett saman þéttskipaða dagskrá fyrir mig og ekki skammað- ist þú þín fyrir sveitadurginn, þótt ég kynni kannski ekki allar óskráðu „Reykjavíkurreglurnar“. Svona varst þú. Alveg gegnheil. Viðmót þitt fullt af hlýju og góðir straumar geisluðu frá þér. Þú hafðir svo góða nærveru og gerðir ekki mannamun. Er við eltumst minnkuðu sam- skipti okkar eins og gengur. En einn sumardag fyrir þremur árum sveifst SIGRÍÐUR REYNISDÓTTIR ✝ Sigríður Reynis-dóttir fæddist í Reykjavík 13. des- ember 1976. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu 2. maí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Digraneskirkju 10. maí. þú til mín af himnum of- an og lentir á flugbraut- inni á Skógasandi. Ekki varstu ein á ferð. Í för með þér var stór og myndarlegur maður sem var að nema flug. Þarna var kominn Björn, lífsförunautur þinn. Daginn sem þú út- skrifaðist sem stúdent bauðst þú mér í kaffi og er þú sagðist ætla að leggja fyrir þig lækna- nám var ég viss um að þar værir þú á réttri hillu. Með þína miklu mannkosti, dugnað og góðu náms- hæfileika í veganesti var þér að tak- ast að ljúka við læknanámið. Við sem lifum hér á þessu tilverustigi fáum ekki að njóta læknisverka þinna en við eigum það inni þar til síðar. Því miður gafst okkur ekki tími til að rækta frændskapinn, Sigríður mín, en minningin um þig mun lifa með okkur sem eftir stöndum. Þín er sárt saknað. Bjössa, Þóru, Reyni, Jó- dísi, Ella, Þóri og Fjólu sendi ég og fjölskylda mín innilegustu samúðar- kveðjur. Megi algóður Guð leiða ykk- ur og styrkja. Ágúst Sigurjónsson. Elsku Sigga. Það er sunnudags- kvöld þar sem ég sit hér og rita þess- ar línur. Þrír dagar síðan ég frétti að þú værir farin frá okkur og enn trúi ég þessu ekki. Bráðkvödd aðeins 25 ára gömul. Ég sit og skoða myndir af okkur litlum að leika okkur saman þegar mæður okkar hittust. Skemmtileg- ustu saumaklúbbarnir voru heima hjá mér og þér því þá fengum við að fara með. Á svona stundu vaknar eftirsjá. Af hverju hittumst við ekki oftar? Hvers vegna eyddum við ekki meiri tíma saman þessi tvö misseri sem við vor- um saman í læknisfræðinni? En spurningin sem er mér efst í huga er af hverju varstu tekin frá okkur svona snögglega og langt fyrir aldur fram? Þér hlýtur að hafa verið ætlað æðra hlutverk. Ég trúi því að þetta sé ekki kveðju- stund. Þú verður ávallt með okkur og þegar tími okkar hinna rennur upp munum við hittast á ný á betri stað. Þá getum við stofnað okkar eigin saumaklúbb eins og við ákváðum fyr- ir svo mörgum árum. Kannski verð- um við búnar að læra að prjóna þá. Skyndilegt fráfall þitt hefur einnig opnað augu mín. Ég hef lært að vera þakklát fyrir hvern dag sem mér hlotnast hér á jörð, að taka lífinu opn- um örmum og að njóta alls þess sem það hefur upp á að bjóða. Ég þakka þér fyrir það, elsku vinkona. Heyr, himna smiður, hvers skáldið biður, komi mjúk til mín miskunnin þín. Því heit eg á þig, þú hefur skaptan mig, ég er þrællinn þinn, þú ert Drottinn minn. Guð, heit eg á þig, að græðir mig, minnst, mildingur, mín, mest þurfum þín. Ryð þú, röðla gramur, ríklyndur og framur, hölds hverri sorg úr hjartaborg. Gæt, mildingur, mín, mest þurfum þín helzt hverja stund á hölda grund. Set, meyjar mögur, máls efni fögur, öll er hjálp af þér, í hjarta mér. (Kolbeinn Tumason.) Elsku Þóra, Reynir, Jódís, Björn og aðstandendur og vinir. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð á þessum erfiða tíma. Elísabet Lilja Haraldsdóttir. ✝ Birna Sigur-geirsdóttir fædd- ist á Hóli í Keldunes- hreppi 21. febrúar 1907. Hún lést 8. maí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Sigurgeir Ís- aksson bóndi og Ólöf Jakobína Sigur- björnsdóttir hús- freyja á Hóli í Kelduhverfi. Birna var hús- freyja í Hriflu í Ljósavatnshreppi, gift Vagni Sig- tryggssyni, f. 28.7. 1900, d. 28.6. 1966, bónda í Hriflu. Birna og Vagn eignuðust sex syni. Þeir eru: 1) Viðar. 2) Sigtryggur, kvæntur Ásdísi Jónsdóttur og eiga þau fjögur börn og sjö barna- börn. 3) Baldur, kvæntur Sæunni S. Gestsdóttur og eiga þau sex börn og fjögur barnabörn. 4) Ólafur Geir, kvæntur Vigdísi Hreiðarsdóttur og eiga þau þrjú börn. 5) Bragi, kvæntur Björgu Einarsdótt- ur og eiga þau fimm börn. 6) Ingvar, kvæntur Anítu L. Þórarinsdóttur, og eiga þau þrjú börn og tvö barna- börn. Birna verður jarðsungin frá Ljósavatnskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku amma, þá ertu loksins komin í fang afa, en það er það sem þú varst búin að bíða lengi eftir. Þegar ég lít til baka til æskuár- anna þá eru margar minningar sem rekja má til þín, heimsóknir í Hriflu til ömmu þar sem alltaf var til eitthvert góðgæti í búrinu og ef ekki var til góðgæti í búrinu var alltaf til ís í frystikistunni. Einnig minnist ég allra sögu- stundanna sem ég átti hjá þér bæði í Hriflu og eins heima á Eyjardalsá en þú varst alltaf tilbúin að draga sögu upp úr skjóðunni og segja okkur. Stundum voru það sögur af strákunum þínum, þegar þeir voru litlir, en einnig varstu endalaus brunnur af gömlum ævintýrum sem ég man því miður ekki öll í dag. Einnig minnist ég stunda eins og þegar við Gummi höfðum ákveðið að setja upp hringana og ég kom til að kveðja þig áður en ég færi suð- ur, en áður en ég næði að segja þér hvað til stæði varst þú búin að giska á það og sagðir mér frá því þegar þið afi kynntust og trúlof- uðuð ykkur. Það voru aðrir tímar þá. Einnig man ég þá stund þegar ég kom í heimsókn með Nínuna mína, fyrsta langömmubarnið þitt. Það var yndisleg stund og einnig að koma með þau bæði eftir að Baldur fæddist. En svo flutti ég vestur á Þingeyri og þegar ég flutti aftur norður þá varst þú komin til Húsavíkur þannig að eftir það fækkaði ferðunum til þín, þar sem ekki var lengur rennt við á leiðinni í eða úr sveitinni hjá pabba og mömmu. Elsku amma, það var yndislegt að eiga allar þessar ógleymanlegu stundir með þér og minningarnar koma til með að lifa í hjörtum okk- ar um ókomna tíð, Hvíl í friði. Kveðja. Vordís Baldursdóttir. BIRNA SIGURGEIRSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.