Morgunblaðið - 18.05.2002, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 18.05.2002, Blaðsíða 53
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2002 53 ✝ Guðmundur Jó-hannsson fædd- ist í Miðkrika í Hvolhreppi 6. júní 1904. Hann lést á Sjúkrahúsi Suður- lands 7. maí síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Jóhann P. Þorkelsson, f. í Mið- koti í Landeyjum 1870, d. 1936, og Valgerður Guð- mundsdóttir, f. í Langagerði í Hvol- hreppi 1875, d. 1962. Systkini Guð- mundar: Jónína, Pálmi, Þorkell, Elísabet, Sigurður og Valgerð- ur. Guðmundur hóf sambúð 1957 með Gunnbjörgu Steinsdóttur frá Kirkjulæk í Fljótshlíð, f. 13. maí 1910, d. 10. ágúst 1992. Þau gengu í hjónaband 31. desember 1965. Foreldrar hennar voru Steinn Þórðarson, f. í Háamúla í Fljótshlíð 1882, d. 1979, og Sig- urbjörg Dóróthea Gunnarsdótt- ir, f. á Torfastöðum í Fljótshlíð 1875, d. 1969. Systkini Gunnbjargar: Ingi- leif Þóra, Ólafur og Guðrún Hulda. Börn Gunnbjargar frá fyrra hjóna- bandi eru: 1) Stein- dór Ágústsson, f. 1933, maki Katrín Þorláksdóttir, látin, börn þeirra eru: Ólöf og María. 2) Óli Ágústsson f. 1936, maki Ásta Jónsdóttir, börn þeirra eru: Jón Gils, Steindór Óli, Ágúst, Gunnbjörg, Kristinn og Brynjólfur. 3) Sigurbjörg Ágústsdóttir Dix f. 1946, maki 1. Daníel Guðmundsson, börn þeirra: Brynjar og Birna Björk, maki 2. Donald Dix, dóttir þeirra er Sarah Thelma. Útför Guðmundar verður gerð frá Stórólfshvolskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Nú er á enda síðasti kaflinn í lífs- bók Guðmundar frá Miðkrika. Hún var orðin löng, bókin sú. Háaldr- aður er hann fallinn frá, saddur líf- daga. Gummi fæddist í Miðkrika í Hvolhreppi við upphaf síðustu ald- ar. Ólst þar upp á venjulegu sveita- heimili, við þau störf sem til féllu. Hann sótti skóla í Hvolsvöll. Gang- andi. Frostaveturinn 1918 var það oft erfitt. Auk sinna skyldustarfa heimavið stundaði hann nokkuð íþóttir. Tók þátt í héraðsmótum. Var góður glímumaður og stundaði reiptog, sem þá var keppnisþraut. Ungur fór hann að róa frá Land- eyjasandi. Þótti góður sjómaður og öflugur við að draga. Þegar sjósókn lagðist af á sandinum sótti hann vertíðir til Vestmannaeyja, eins og þá var siður. Þegar faðir hans lést 1936 tóku móðir hans og þau systk- inin við búskapnum. Gummi stund- aði ýmis störf í héraði samhliða bú- skapnum. Hann var í vegavinnu m.a. þegar vegurinn frá Hvolsvelli niður að Þverá var lagður. Þá voru haki og skófla helstu vinnutækin. Hann starfaði einnig við símalögn og póstflutninga. 16 ára gamall hóf hann að fara á fjall, fór í 35 ár. Stundum tvær ferðir. Var fjall- kóngur nokkur skipti. Hann lifði miklar breytingar í búskaparhátt- um með tæknibyltingunni eftir stríð. Hann leit á þær breytingar sem miklar framfarir. Árið 1957 urðu umskipti í lífi Gumma. Þá kynntist hann ömmu, Gunnbjörgu Steinsdóttur, frá Kirkjulæk í Fljótshlíð. Hún var þá ráðskona á Strönd á Rangárvöllum. Hún var mikil myndarkona. Það sagði hann oft. Í því fólst svo miklu meira en orðið gefur til kynna. Í framhaldi hófu þau sambúð í Reykjavík. Þar átti amma hús. Bjarg við Suðurgötu. Í Reykjavík starfaði Gummi m.a. hjá Símanum og Eimskip, lengst af í Borgar- skála. En hugur þeirra beggja leit- aði í sveitina, í Rangárþing. Árið 1962 festu þau kaup á æskuheimili hans, Miðkrika í Hvolhreppi, og hófu þar búskap. Þar ræktuðu þau landið saman, báru umhyggju fyrir skepnum og sinntu sínu af alúð og nærgætni. Þannig nutu og börn og fullorðnir nærveru þeirra. Hún var góð, nærveran sú. Gummi var ein- staklega barngóður. Þess hafa mörg börnin notið. Þau minnkuðu við sig 1981 og fóru að njóta ævi- kvöldsins. Árið 1989 fluttust þau að Kirkjuhvoli á Hvolsvelli. Þar fór vel um þau. Voru í fallegri íbúð. En amma var þá orðin lasburða. Hún lést í ágúst 1992. Það varð Gumma mikill harmur. Þó hélt hann æðruleysi sínu. Tók áfram vel á móti þeim sem komu. Hélt þeim sið að segja sögur og rifja upp. Rifja upp lífshlaup sitt. Segja frá mönnum og málefnum. Rifja upp harða stjórnmálabaráttu, þar sem ólíkar fylkingar tókust á í hita og þunga baráttunnar. Hann var pólitískur, á annan hátt en er í dag, og talaði um Ingólf Jónsson á Hellu með mikilli virðingu. Við ók- um um héraðið með honum og nut- um leiðsagnar. Hann kenndi okkur nöfn á bæjum, fjöllum og ám. Kenndi okkur að unna sveitinni sinni, sem varð með tímanum líka sveitin okkar. Árlega fórum við Vatnsdalshringinn. Það var nokk- urs konar helgiathöfn. Ókum inn í Fljótshlíð, upp hjá Tumastöðum að bænum Vatnsdal. Áfram norðurúr, yfir Eystri-Rangá að eyðibýlinu Reynifelli. Þaðan horfðum við til Þríhyrnings, Tindfjalla, Heklu og hann rifjaði upp þegar þar var skógur, í hlíðum Heklu. Svo ókum við heim. Það var ávallt góð ferð. Á þennan hátt hefur hann verið ríkur þáttur í lífi okkar allt frá bernsku. Með því að rifja upp og segja frá. Allt á hans einstaka hátt, með hans sýn, með hans orðum. Nú segir hann ekki fleiri sögur og rifjar ekki oftar upp. Það á við hér, að láta niðurlagið í vísunni sem oft lá hon- um á tungu, fljóta hér með; „…það gengur nú svo á þessari jörð.“ Nærri fjörutíu ára samferð okkar er lokið. Við það endar ákveðinn kafli í lífsbók okkar. Og lífsbók Gumma er sett í hillu minninganna. Ekki gleymd, heldur geymd. Oft- sinnis verður hún dregin fram og opnuð. Til að rifja upp, brot og brot. Þannig gerir maður með góð- ar bækur. Að leiðarlokum er honum þökkuð samfylgdin og hann Guði falinn. Ágúst Ólason og fjölskylda. Þau eru sérkennileg áhrifin sem fylgja fregnum og blæbrigðarík þegar þær berast um langan veg af heimafólki og heimahögum. Þannig fór fyrir mér þegar mér var sagt að afi Gummi væri dáinn. Í fyrstu settist gamalkunnur kökkur í háls- inn en fyrr en varði fylltust vit mín af mjúkum ilmi af heitri fjósamjólk, af þurrheyi í hlöðu, af vaselíni í sári lambs, af nýslegnum engjum og af framandi járnangan úr verkfæra- skemmum. Og þar sem ég sat við símann í velkominni þögninni rann upp fyrir mér að allur þessi ilmur er minning um endalausa starfsemi sveitarinnar og myndugt búfólk. Þannig var afi Gummi, eins og sveitin, sístarfandi jafnvel þegar hann hvíldist á milli tarna. Og jafn- vel þegar hann hvíldist var hann eins og risi enda vissi ég vel að hann var af jötunættum. Bæði þekkti hann Nikulás draug sem bjó á bitanum í fjósinu, gat feykt þús- undköllum um héruð og gripið þá í næstu vindhviðu, barist við naut og haft betur og enginn tók í vörina eins og afi Gummi né gat nokkur maður blótað eins fallega og hann. Ég hafði blótsyrðin yfir í huganum til að muna þau þangað til mér yrði leyft að blóta og fannst ég vera nokkuð fullorðin. Vænst þótti mér þó um leyndarmálið sem við áttum saman. Það var leyndarmálið um mjólkina sem ég fékk að bera heim úr fjósinu í litlum dásamlegum mjólkurbrúsa sem var minn. Ávallt vildi hann þá mjólk út í kaffið sitt og sagði jafnan að það væri lang- besta mjólkin í bænum og spurði mig hvort ég vissi af hverju hún væri best. Nei það vissi ég ekki og hann hvíslaði leyndarmálinu kon- unglega að mér og sagði að hún væri best af því hún væri úr tudda. Og svo skellihló hann og ég varð bergnumin af hamingju og fylltist alheilögu stolti yfir mjólkinni minni í litla brúsanum sem ég vissi þá að var líka úr jötunheimum eins og Gummi. Þegar síviðkvæm unglingsárin komu yfir dvaldi ég sumarlangt hjá þeim hjónum, ömmu Gunnbjörgu og afa Gumma. Í sárri leit að sjálfs- mynd vildi ég verða eins og Steini bróðir sem mér fannst óendanlega flottur bróðir, eins og stórir bræð- ur eru, og afi Gummi. Það virtist ungu stelputryppi örugg leið í jötnaheimum. Þannig gekk ég í fót- spor Gumma á leið í fjósið, reyndi að ganga eins og Steini bróðir, hafði hárið úfið og lét toppinn vaxa ofan í augu. Æfði augnbrúnirnar niður að augum og neitaði að brosa. Og svo blótaði ég við gamla mann- inn á meðan við bogruðum yfir kúnum og kúamykjunni og spítti í hauginn eins og hann svo honum varð nóg um. Horfði á mig þögull stundum og spurull og tautaði með sjálfum, „Ja, heyr á endemi.“ Og þannig lét ég þangað til ég hitti strákinn á næsta bæ sem kunni að temja hesta. Þá ákvað ég að verða aftur stelpa. Ætlaði raunar að eiga það leyndarmál alveg út af fyrir mig en þaulvanar sálir sveitafólks- ins urðu eitthvað brosmildar yfir óðavilja stelpunnar að hjálpa til þegar sækja átti tól og tæki að næsta bæ. Þau afhjúpuðu leynd- armálið eins og hendi væri veifað. Og svo sagði amma: „Nú þetta er allt eðlilegt stellan mín. Drengur- inn er gullfallegur.“ Blygðun mín var algjör undir þessari óvæntu alvisku hjónanna en góðlátleg glettnin í roðagullnu kvöldinu var nærgætin og bjargaði ringluðu brjósti frá gráti. Þannig ríkir raunar minningin í huga mínum af þeim hjónum báð- um. Og þegar árin tóku upp á því að líða allt of hratt og þeim stund- um fækkaði sem ég naut hjá þeim, er þó jafnan sú tilfinning ríkust. Þau voru eikur á öruggum stað, stoðir sem veittu ákveðið skjól við hverja nýja sjálfsmyndarbaráttu. Nafna mín batt að lokum óslítan- legan streng milli okkar þegar heilsa hennar byrjaði að bresta og hún átti það til að biðja mig að finna sig oftar en einu sinni í ein- rúmi. Það gat verið í miðri jötna- sögu afa Gumma en hann sagði manni jafnan sögurnar sínar og stundum þúsund sinnum eins og ævintýri í þúsund nóttum og einni til. Amma mín var tíguleg í þol- inmæðinni, kímdi svo og sagði góð- látlega við mig: „Það komast allir kallar á grobbaldur, Gunný mín.“ Og við hlógum öll að þessari visku einnig, öll þrjú og Guðmundur þótt- ist skilja að þetta var merkið um að nú skyldi hann bregða sér fram á meðan við nöfnur ættum okkar tal. Lífið er sterkur straumur og það verður sérhver samferða sál að mótunarafli í lífi ungsálarinnar og áhrifamáttur þegar árunum fjölgar. Guðmundur og Gunnbjörg gáfu ör- látlega af anda sínum bæði börn- um, ókunnugum, kunnugum og ávallt þessum öllum ef veðrin höfðu valdið fólki áföllum og dregið úr lífsafli þess. Þetta gerðu þau til- gerðarlaust og kenndu án orða að sá sem er lítill að afli, sama hvað stór hann heldur sig á milli, er heil- ög áminning Guðs til allra manna. Þau gáfu jafnan slíkum sess í lífi sínu fálmlaust, hiklaust og af þekk- ingu, gáfu sjálf sig eins og auð- menn og tóku framlagi þess sem ekkert átti með náttúrlegri virð- ingu. Þetta var sjálfsagt og ónefnt leyndarmál á sléttunni í Hvol- hreppnum og ringlaður stelpu- krakki sem gengur hægt að eldast fær aldregi nógsamlega þakkað fyrir svo risháa menntun sem gefin var með svo látlausum hætti. Með þeim orðum kveð ég öldung- inn með þakklæti fyrir allt og allt og bið Guð að blessa minningu þeirra beggja, Guðmundar Jó- hannssonar og Gunnbjargar Steins- dóttur. Gunnbjörg Óladóttir. Á vorin hófst sauðburðurinn og við Gummi gengum til kinda og leituðum lamba. Lappi fylgdi okkur eftir hvert fótspor og leitaðist við að ganga í augun á Gumma, sem sagði um leið og hann klappaði honum um kollinn, „grey kallinn“. Við hlupum svo uppi nýlega fædd lömbin og Gummi markaði þau. Fyrstu lömbin fæddust oft á af- mælisdaginn hennar ömmu 13. maí. Amma og Gummi bjuggu á jörðinni Miðkrika í Hvolhrepp. Gummi var með kartöflugarð upp undir læk næst þjóðveginum, þar sem girðingin myndaði horn. Einn daginn vorum við að taka upp kartöflur, og Lappi þvældist á með- an upp í þorp í rannsóknarleiðang- ur. Við gáfum því ekki gaum, fyrr en við fórum að tína pokana upp á vagninn að Lappi hafði ekki skilað sér. „Hann kemur heim bráðum,“ sagði Gummi rólegur á svipinn. En þá heyrðum við ýlfrið og fórum upp á veg að gá, og þarna var Lappi í vegkantinum, dró sig áfram á fram- löppunum. Hann hafði orðið undir bíl. Hann horfði á Gumma eins og hann væri að biðjast fyrirgefningar og dó svo í fanginu á honum. Við grófum hann við hornstaurinn og gengum heim grátandi, ég upphátt en Gummi í hljóði. Um kvöldið eftir matinn hölluð- um við okkur og Gummi las Mogg- ann. Ég sofnaði við hliðina á Gumma og þegar hann hnippti í mig leit ég strax undir rúmið að gá að Lappa, en hann var ekki þar. Gummi strauk höndina á mér og sagðist sakna hans líka. Svo kallaði amma á okkur og Gummi fékk kaffi og ég mjólk og kremkex. Seinna um kvöldið þegar við fórum að sofa náði Gummi í mig inn í mitt her- bergi og ég fékk að sofa í millinu. Mér þótti mjög vænt um Ömmu og Gumma. Og nú er Gummi dáinn eftir langa ævi. Amma dó fyrir 10 árum og Gummi var í rauninni leiður al- veg síðan þá. Hann gladdist þó alltaf yfir börn- um, og hef ég engum manni kynnst eins barngóðum og honum. Og það sama segja mín eigin börn, sem sakna hans sárt og finnst þeim mikið vanta að komast ekki fleiri ferðir austur, að hitta afa gamla sem alltaf átti kók og nammi og svo fengu þau „einn rauðan“ þegar þau kvöddu en Guðmundur Jóhann stundum einn fjólubláan. Þegar Gummi var enn barnung- ur gisti oft að Miðkrika Loftur landpóstur á ferðum sínum með póst sunnan úr Reykjavík og aust- ur í Skaftafellssýslur. Gummi var oft sendur með honum austur fyrir Þverá, sem var í þá daga líkari fljóti en á. Gummi þekkti vel til vaðsins í ánni sem breytti sér gjarnan á einni nóttu, og kom hann alltaf hestum Lofts yfir ána áfalla- laust. Einu sinni gaf Loftur Gumma heila krónu fyrir fylgdina og þóttu það miklir peningar. 14 ára reri Gummi frá Landeyja- sandi á opnum bát. Átta menn voru í áhöfn og leist engum þeirra á að draga línu á móti stráknum. For- maður bátsins sagði yfir hópinn: ,,Ég dreg með stráknum.“ Gummi tók svo eftir því að formaðurinn lét alltaf stærstu fiskana í balann hjá honum en hirti þá litlu sjálfur. Öðruvísi hugsunarháttur en gerist nú til dags. 16 ára fór Gummi fyrst á fjall og urðu þær ferðir yfir fimmtíu. Þar af var hann fjallkóngur í yfir tuttugu ferðum. Margar sögur sagði Gummi mér af Emstrunum, þar lík- aði honum vel. Árum saman fór Gummi á vertíð- ir til Vestmannaeyja og lét hann vel af veru sinni þar. Hann sagði mér eitt sinn að í raun hefði hugur hans stefnt meira til sjávar en sveita, en í sveitinni undi hann samt hag sínum vel. Þó trúði hann mér einu sinni fyrir því að tvennt væri það sem honum leiddist, kýr og framsóknarmenn. Gummi var ekkert ánægður með að verða svona háaldraður, sam- tímamenn hans flestir farnir og hraustmennið tók því sárt að hnigna og beygjast. Ég kveð nú besta mann sem ég hef kynnst, sannan vin og blíðan fé- laga, klett í samfélagi mannanna. Hvíl þú í friði, elsku Gummi. Steindór Óli Ólason og fjölskylda. Við sjáum að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær, og faðmi jörðina alla. Svo djúp var þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóst þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt, og svanur á bláan voginn. (Davíð Stefánsson.) Elsku afi við söknum þín sárt. Maren Rós, Eva Laufey, Guðmundur Jóhann og Allan Gunnberg Steindórsbörn. Guðmundur Jóhannsson hefur lokið langri og farsælli ævi. Hann lést eftir stutta legu á Sjúkrahúsi Suðurlands 7. maí. Heilsa og kraft- ar entust honum ótrúlega vel og lengi. Framan af ævi bjó hann á fæðingarjörð sinni, Miðkrika í Hvolhreppi, ásamt móður sinni og systkinum. Þegar hann var kominn á miðjan aldur kynntist hann Gunnbjörgu Steinsdóttur. Með þeim tókust góðar ástir, þau giftu sig og Guðmundur keypti jörðina Miðkrika þar sem þau bjuggu góðu búi. Gunnbjörg var mikil dugnaðar- og myndarkona, eins og hún átti ætt til. Á heimili þeirra hjóna ríkti glaðværð og gestrisni. Ungir sem aldnir áttu þar athvarf um lengri og skemmri tíma. Árið 1962 tóku þau hjónin til sín foreldra Gunn- bjargar, Sigurbjörgu og Stein, sem þá voru farin að heilsu og kröftum. Þar voru þau til dauðadags. Sig- urbjörg lést 1969 en Steinn 1979. Þau nutu frábærrar umönnunar Guðmundar og Gunnbjargar. Ekki lá Guðmundur á liði sínu við að gera þeim þessi ár sem best. Steinn var að mestu rúmliggjandi og í hjólastól síðustu árin vegna liða- gigtar, en hann hélt allri hugsun og skýrleika til hins síðasta. Segja má að Gunnbjörg hafi varla vikið frá föður sínum öll þessi ár. Guðmundur hafði þann hátt á að þegar hann fór af bæ eða til úti- verka og kom aftur inn, fór hann alltaf fyrst inn að rúmi tengdaföður síns, til þess að segja honum frá öllu sem hann sjálfur upplifði þarna fyrir utan. Hann gerði þetta af svo mikilli alúð, að stundum var erfitt að sjá, hvor var ánægðari með þessar stundir þeirra. Eins lögðu þau hjónin á sig það erfiði að bera þennan stóra og fatlaða mann inn í jeppann sinn og keyrðu hann um gömlu sveitina sína og víðar. Guðmundi verður aldrei full- þakkað fyrir þann kærleika og um- hyggju sem hann veitti tengdafor- eldrum sínum þeirra síðustu ár. Annað er það sem lýsir Guð- mundi vel, en það er hvað börn og málleysingjar löðuðust að honum. Það var mælikvarðinn á hans innri mann. Þar var aldrei hugsað um að safna í sjóði, en trú mín er sú að hann fari héðan ríkari en margur, af þeim sjóði sem mölur og ryð fá ekki grandað. Blessun Drottins umvefji Guð- mund. Hjartans þakkir. Guðrún Hulda Guðmundsdóttir, Ingileif Steinsdóttir. GUÐMUNDUR JÓHANNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.