Morgunblaðið - 18.05.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.05.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ KOSIÐ verður um sameiningu sveitarfélaganna Austur-Héraðs og Fellahrepps samhliða sveitar- stjórnarkosningum nk. laugardag 25. maí. Við sameiningu yrði til fjölmennasti þéttbýliskjarni Aust- urlands, með 1.990 íbúa, en heild- aríbúafjöldi sveitarfélagsins verð- ur þá um 2.500 manns. Reiknað er með að slík sameining yrði skref í átt til stærri sameiningar á norðursvæði Austurlands. Samstarfsnefnd um samein- inguna hefur lokið gerð málefna- samnings um þá málaflokka sem snerta starfsemi sveitarfélaganna. Var hann kynntur á opnum fund- um á Egilsstöðum og í Fellabæ í vikunni, auk þess sem kynning- arbæklingur fór inn á hvert heim- ili á svæðinu. Breytt stjórnsýsla Við sameiningu er gert ráð fyr- ir umtalsverðri breytingu á fyr- irkomulagi stjórnsýslunnar. Níu fulltrúar myndu skipa sveitar- stjórn og undir hana heyra þriggja manna byggðaráð. Fagsv- ið yrðu þrjú; stjórnsýslu-, fjár- mála- og menningarsvið, fræðslu- og félagssvið og umhverfis- og tæknisvið. Málefni dreifbýlis yrðu m.a. á verksviði þriggja heima- nefnda sem heyrðu undir byggða- ráðið. Á þeirra könnu væru land- búnaðarmál og önnur svæðisbundin málefni. Í málefnasamningnum er m.a. tekið á skipulagsmálum, sam- göngum, atvinnu- og skólamálum, en hið síðastnefnda brennur mjög á íbúum svæðisins. Gert er ráð fyrir óbreyttum grunnskóla fyrst um sinn, en að skipuð verði sam- eiginleg nefnd skólastjórnenda, foreldra og aðila frá sveitarstjórn, sem þaulkanni bestu lausnir í skólastarfi, húsakosti og starfs- mannahaldi. Samnýta á leikskóla, en tónlistarskólar haldi sérstöðu sinni. Menntaskólann á Egilsstöð- um á að stækka og vinna áfram með áform um þekkingar- og há- skólasetur á Egilsstöðum. Fram kemur í samningnum að byggja eigi á Staðardagskrá 21 og leggja áherslu á sorpmál, al- menna jarðgerð og umgengni við iðnaðarhverfi og í sveitum. Þá verði vatnsveita og neysluvatns- mál Fellabæjar og Egilsstaða bætt og lausnir fundnar í frá- veitumálum. Slök fjárhagsstaða Sveitarfélögin standa bæði nokkuð illa fjárhagslega og var rekstrarkostnaður sem hlutfall af skatttekjum ekki viðunandi í fyrra. Sem ástæður eru tilgreind- ir ónógir tekjustofnar, hátt þjón- ustustig, erfið skuldastaða og mikill fjármagnskostnaður. Sam- anlagðar skatttekjur sveitarfélag- anna voru árið 2001 tæpar 600 milljónir og rekstur málaflokka nettó nam 550 milljónum. Skuldir án lífeyrisskuldbindinga námu rúmum 514 milljónum á Austur- Héraði en rúmum 68 milljónum í Fellahreppi. Heildarskuldir án líf- eyrisskuldbindingar í hlutfalli af skatttekjum voru á Austur-Hér- aði 106% en í Fellahreppi 60%. Á Austur-Héraði námu skuldir á íbúa kr. 394 þús., en í Fellahreppi 254 þús. krónum. Framlög sveitarsjóðanna beggja til sameiginlegra verkefna voru í fyrra ríflega 74 milljónir samtals. Skilvirni fremur en fjárhagsleg hagræðing Á kynningarfundunum komu íbúar að vonum með fjölbreyttar fyrirspurnir til sameiningarnefnd- ar og sveitarstjóra. Sem dæmi má nefna að menn kváðust hvergi finna stað þeirri meintu hagræð- ingu sem ætti að verða af samein- ingunni. Fjármál, sala félagslegra íbúða og annarra eigna og mögu- legar úthlutanir Jöfnunarsjóðs voru ofarlega á baugi. Einhverjir töldu hlut atvinnumála og nýsköp- unar rýran. Spurt var hvar Menn- ingarhús, Safnastofnun Austur- lands og Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað hefðu orðið milli stafs og hurðar og áhyggjum lýst af veitu- og skipulagsmálum. Þá var spurt um uppbyggingu mið- bæjarkjarna og ráðhúss. Svörin voru á ýmsa lund. Sem dæmi um hagræðingu var t.d. tekið að yfirstjórn yrði einfaldari í sniðum og stofnunum fækkað, auk samnýtingar á ýmsum svið- um. Þá var bent á að samkvæmt reynslu af sameiningu annars staðar skilaði hagræðing sér ekki fyrr en eftir nokkur ár. Þá þyrfti hagræðing ekki einvörðungu að þýða sparnað, heldur gæti átt við um aukna skilvirkni. Einnig ítrek- uðu nefndarmenn að málefna- samningurinn gerði ráð fyrir að mál yrðu af fagfólki nánar skoðuð ofan í kjölinn ef af sameiningu yrði og því væri ekki um end- anlegar úrlausnir að ræða. Flest bendir til að sameiningin verði samþykkt „báðum megin lækjar“ en andstaða mun þó vera nokkuð almennari í Fellahreppi. Verði sameiningin samþykkt, verður kosið til sveitarstjórnar í sameinuðu sveitarfélagi 7. desem- ber nk. og tæki hún til starfa frá áramótum. Á sama tíma yrði einnig kosið um nafn á sveitarfé- lagið. Íbúar Austur-Héraðs og Fellahrepps kjósa um sameiningu Yrði fjölmennasti þétt- býliskjarni Austurlands Morgunblaðið/Steinunn Íbúar Austur-Héraðs og Fellahrepps fjölmenntu á kynningarfundi um hugsanlega sameiningu sveitarfé- laganna. Kjósa á um málið 25. maí og verði sameining samþykkt tekur ný sveitarstjórn við um áramótin. Egilsstöðum. Morgunblaðið. JÓN Kristjánsson heilbrigðisráð- herra segir að viljayfirlýsing hans við Reykjavíkurborg um uppbygg- ingu hjúkrunarheimila fyrir aldraða sé oftúlkuð, en í umræðunni og m.a. í auglýsingu á vegum Reykjavík- urlistans hefur verið talað um sam- komulag við ríkisvaldið. „Þetta er viljayfirlýsing og það er fyrirvari í henni um fjármögnun sem við höf- um ekki endanlega gengið frá af okkar hálfu. Þarna er um að ræða stefnu ráðuneytisins, þetta er vilja- yfirlýsing en ekki samningur,“ seg- ir Jón. Viljayfirlýsingin felur í sér upp- byggingu 284 nýrra hjúkrunarrýma fyrir aldraða á árunum 2003–2007 og að ríkið greiði 70% af bygging- arkostnaði við hjúkrunarheimili í Sogamýri til móts við Reykjavík- urborg. Jón segir að ákveðið verði á fjár- lögum hversu langt verði hægt að ganga í þessu. Ríkisstjórnin hefur ekki samþykkt innihald viljayfirlýs- ingarinnar og segir Jón að ekki verði leitað eftir samþykki hennar á þessu stigi. „Við erum að vinna í fjárlögum og ég mun auðvitað fara með þetta inn í þá vinnu,“ segir Jón. „Það er skýr fyrirvari um það í viljayfirlýsingunni að fjármögnunin liggur ekki fyrir á þessu stigi. Við höfum verið í samningaviðræðum við borgina um öldrunarmál í nokkra mánuði, þetta var niður- staðan af þeim viðræðum. Borgin eykur framlag sitt um 30% miðað við ákveðnar forsendur í hjúkrunar- heimilum. En ég undirstrika það að þessi endanlega fjármögnun hjá okkur er á fjárlögum. Um það er fyrirvari í viljayfirlýsingunni,“ segir Jón. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra Viljayfirlýsing en ekki samkomulag GEIR H. Haarde fjármálaráðherra segir að viljayfirlýsing Jóns Krist- jánssonar heilbrigðisráðherra og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra um uppbyggingu 284 nýrra hjúkrunarrýma á árunum 2003-2007, sé marklaust plagg. Vilja- yfirlýsingin felur einnig í sér að ríkið muni leggja fram 70% af byggingar- kostnaði við hjúkrunarheimili í Soga- mýri til móts við borgina. Geir segir óeðlilegt að ráðherra skrifi undir slíka viljayfirlýsingu án þess að ræða það við fjármálaráðherra og ríkis- stjórn og segir að fjárhagslegur grundvöllur yfirlýsingarinnar hafi ekki verið tryggður. „Mér þykir leitt að segja að á bak við þessa yfirlýsingu um vilja heil- brigðisráðherrans og borgarstjórans eru engar fjárhagslegar forsendur. Það hefur ekki verið tryggt neitt fjár- magn í samræmi við þessa yfirlýs- ingu, enda var málið hvorki borið undir mig sem fjármálaráðherra, for- sætisráðherra sem var starfandi fjár- málaráðherra í fjarveru minni, né ríkisstjórnina. Þannig að þetta plagg er því miður marklaust og ber allan keim af því að vera kosningaplagg í þágu R-listans, eins og sjá má í aug- lýsingu R-listans í Morgunblaðinu í dag, föstudag,“ segir Geir. Hann hefur komið athugasemdum varðandi þetta á framfæri við heil- brigðisráðherra. „Þetta eru ekki vinnubrögð sem hafa viðgengist okk- ar í milli og þess vegna segi ég að mér finnst þetta leitt, því við höfum átt ágætt samstarf um margra ára skeið,“ segir Geir. Viljayfirlýsingin var til umræðu á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun þó að hún hafi ekki verið á dagskrá. Í viljayfirlýsingunni er fyrirvari um að nauðsynlegt fé fáist á fjárlög- um til framkvæmda. Geir segir að venjan sé að yfirlýsingar af þessu tagi séu bornar upp við ríkisstjórn og þar með liggi fyrir að hún ætli að tryggja þingmeirihluta fyrir fjárveitingu. „Það gefur augaleið að einn fagráð- herra getur ekki skuldbundið ríkis- sjóð um fleiri milljarða eins og látið er í veðri vaka að hafi verið gert í þessu máli. Það hefur ekki verið gengið frá einu eða neinu varðandi fjárveitingar í þessu efni,“ segir Geir. „Þarna er verið að tala um millj- arða. Auðvitað er það gott málefni að fjölga hjúkrunarrýmum í Reykjavík, en það á einnig við um önnur sveit- arfélög,“ segir Geir. „Í þessu efni verður heilbrigðisráðherra að sjálf- sögðu að forgangsraða innan sinna fjárlagarammna.“ Geir H. Haarde fjármálaráðherra Viljayfirlýsingin marklaust plagg HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt mann í 18 mánaða fangelsi fyrir kynferðis- brot gegn stúlku fæddri 1990 en sýkn- aði hann af öðru kynferðisbroti gegn henni og annarri stúlku, fæddri 1982. Taldi Hæstiréttur þó ekki ástæðu til að breyta refsiákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafði sakfellt fyrir öll brotin. Hæstiréttur sakfelldi manninn fyr- ir að hafa í desember 1999 farið með fingur inn í kynfæri yngri stúlkunnar þannig að úr blæddi. Brotið var þegar í stað kært til lögreglu. Gekkst stúlk- an undir læknisskoðun og fundust áverkar sem voru í samræmi við framburð hennar. Vegna þessa brots var maðurinn einnig dæmdur til að greiða stúlkunni 600.000 kr. í bætur. Við skýrslutökur í Barnahúsi greindi stúlkan frá öðru broti sem maðurinn hefði framið um haustið. Að mati sálfræðings og sérkennara hafði þetta brot sýnu verri áhrif á stúlkuna en seinna brotið. Ekki var talið, gegn eindreginni neitun mannsins, að ákæruvaldinu hefði tekist að færa fram nægilega sönnun um sök ákærða. Var hann því sýknaður af þessum ákærulið. Ekki nægileg sönnun Varðandi ákæruna vegna eldri stúlkunnar segir í dómnum að hún hafi fyrst greint frá því að maðurinn hefði þuklað á sér og stungið fingri inn í kynfæri sín. Brotið hafi átt sér stað í nóvember en hún var búsett á heimili mannsins frá október 1999 fram í janúar 2000 þegar henni var vísað af heimilinu. Eftir að brotið var talið hafa verið framið fór hún ásamt manninum og eiginkonu hans til út- landa og var hún kvöldstund ein með manninum. Framburður stúlkunnar þótti trúverðugur en ýmis atriði í skýrslu hennar þóttu óljós. Maðurinn neitaði sök og taldi Hæstiréttur ekki nægjanlega sönnun fyrir sekt hans. Mál þetta dæmdu hæstaréttar- dómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Árni Kolbeinsson, Gunnlaugur Claessen og Pétur Kr. Hafstein og Arnljótur Björnsson, fyrrverandi hæstaréttardómari. Sigríður Jósefs- dóttir, saksóknari hjá ríkissaksókn- ara, sótti málið en Björgvin Þor- steinsson hrl. var til varnar. Helga Leifsdóttir hdl, og Jón Magnússon hrl. voru réttargæslumenn stúlkn- anna. 18 mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot Sýknaður að hluta en refsing- in sú sama
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.