Morgunblaðið - 18.05.2002, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 18.05.2002, Blaðsíða 52
SKOÐUN 52 LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ VEGNA einstakrar framkomu þinnar gagnvart mér frá upp- hafi í ákærumálinu gegn mér, þykir mér hlýða að rekja þá sögu í opnu bréfi til þín. Hinn 15. feb. árið 2000 voru mér birtar þrjár ákærur frá emb- ætti þínu fyrir fjár- drátt í opinberu starfi að upphæð kr. 2.212.360.-. Ákærurnar bygðust á skýrslu KPMG dagsettri 10. feb. 1999 sem þú tókst óbreytta upp án eigin rannsóknar. Áður en lengra er haldið er rétt að geta þess að löngu áður en sú skýrsla var frá- gengin í feb. 1999 kröfðust þáver- andi ráðuneytisstjóri í félagsmála- ráðuneytinu, Húnbogi Þorsteinsson, og Halldór Hróarr, einn af æðstu mönnum KPMG, með símtölum að kvöldlagi að ég segði tafarlaust af mér störfum sem oddviti. Ástæðan væri sú að komin væri skýrsla frá KPMG sem sýndi milljóna um- boðssvik og fjárdrátt hjá mér. Báðir þessir menn gegndu umsýslu fyrir harðsnúinn minnihlutahóp hér í sveit sem vann gegn mér. Þá tjáði Húnbogi mér að fyrir lægi harðort bréf í ráðuneytinu frá lögmanninum Ingólfi Hjartarsyni þar sem m.a. segir: „Bókhald sveitarfélagsins er ranglega fært og færslur falsaðar til að reyna að fela framangreindan fjárdrátt.“ Þá skal þessu næst vikið að með- ferð máls míns fyrir héraðsdómi Suðurlands í hið fyrra sinn. Ástæða er til að undirstrika að héraðsdómur valdi dómara, Jón Finnbjörnsson, til að dæma í málinu, sem var nátengd- ur KPMG. Í héraðsdómi var farið með málið samkvæmt 125 gr. laga um meðferð opinberra mála sem játningarmál. Ég hafði hafnað öllum ákæruatriðum sem röngum. Þrátt fyrir þá staðreynd er ég blekktur og búið til meinsæri gegn mér, af sak- sóknara þínum Sigríði Jósepsdótt- ur, „dómaranum“ frá KPMG og þá- verandi lögmanni mínum. Dómurinn var fráleitur, en í sam- ræmi við framangreind vinnubrögð. Dómi héraðsdóms var áfrýjað til Hæstaréttar, sem ómerkti hann og sendi hann heim í hérað að nýju, sökum tengsla dómarans við KPMG og að málið hafi verið rekið sem játningarmál. Í dómi Hæstaréttar segir: „Framburður hans var því ekki með þeim hætti, að héraðsdóm- ari hafi með réttu mátt líta svo á, að fyrir lægi skýlaus játning á sakar- giftum í þeim skilningi þar sem um ræðir í 125. gr. laga no. 19/1991. Væri því ekki lagaskilyrði, til þess að taka málið til dóms sem játning- armál án frekari gagnaöflunar fyrir dóminum.“ Já, svo mörg voru þau orð. Þegar hér er komið sögu má segja „allt er þá þrennt er“. KPMG skýrlan, KPMG dómarinn og fulltrúi þinn saksóknarinn í málinu. Væntanlega öll á einu máli í þjón- ustu réttlætis og sannleika!!! Við aðra meðferð málsins í hér- aðsdómi að nýju voru aðalvitni ákæruvaldsins gegn mér tveir lög- giltir endurskoðendur. Annar þeirra hafði komið á mig kr. 500.000.- fjárdrætti samkvæmt röngum færslum sem færðar voru af honum. Hinn, sem ráðinn var frá KPMG til að taka út reikningshald hins fyrrnefnda, bætti um betur frá fyrri endurskoðanda og laug upp á mig fjárdrátt 1,7 milljónum króna til viðbótar. Hvernig mátti það vera að bók- hald þessa litla sveitar- félags skyldi vefjast fyrir tveimur löggilt- um endurskoðendum. Það var treyst á að vinna þeirra væri rétt, en hvorugur virðist hafa kunnað til verka. Verk þeirra komu hinsvegar sökum á mig saklausan. Hinn sjötta feb. 2001 sýknaði héraðsdómur mig af kröfum KPMG, fyrstu og annarri ákæru og var það síðan staðfest í Hæstarétti 17. maí. 2001. Hins vegar dæmdi héraðsdómur mig fyrir kr. 500.000.- fjárdrátt öðru sinni sem með áfrýj- un til Hæstaréttar var einnig stað- fest þar. Rétt er að geta þess að upphaflega var svo mikið óðagotið að koma á mig sökum hjá KPMG og embætti þínu að við meðferð máls- ins dró ákæruvaldið aðra ákæru til baka, þegar ákæruvaldið áttaði sig á að tvíákært var. Dómur héraðsdóms 6. feb. og Hæstaréttar 17 maí 2001 sýknaði mig af öllum kröfum KPMG sem þú tóks óbreyttar upp án eigin rann- sóknar sem fyrr segir (eftir standa kr. 500 þús.). KPMG hafði fært á minn viðskiptareikning frá hreppn- um miklar fjárhæðir sem enn standa þar, þótt liðin séu fjögur ár. Þar á meðal skuldabréf að fjárhæð kr. 1.035.000.-. Einar Sveinbjörnsson í KPMG hélt fram fyrir dómi að það væri hreppnum óviðkomandi það sem það væri ekki fært í reikninga hreppsins. Skuldabréfið stendur hins vegar í reikningi V-Landeyja- hrepps 31.12. 1994. Getur löggiltur endurskoðandi á vegum KPMG komist upp með að hafa rangt við og ljúga fyrir dómi? Einar í KPMG hefur einnig blekkt hreppsnefndar- og skoðunarmenn í V-Landeyja- hreppi síðastliðin fjögur ár, þannig að reikningar þessi árin eru rangir um milljónir króna. Nágranna- hreppar hafa og verið blekktir í sameiningarmálum vegna rangra reikninga og vita því ekki um rétta stöðu sveitarsjóðs V-Landeyja- hrepps. Hagstofan er einnig blekkt, þar sem hún er væntanlega farin að reikna tölfræði út úr röngum reikn- ingum V-Landeyjahrepps síðastlið- in fjögur ár. Einnig er vert að geta þess að KPMG tók í þóknun 2,7 milljónir úr hreppssjóði til að gera áðurnefnda skýrslu frá 10. feb. 1999. Tilurð áðurnefndrar skýrslu virðist því eingöngu hafa verið að koma á mig röngum sökum. Hinn þriðja des. síðastliðinn fóru á mínum vegum ný gögn til Rík- issaksóknara og Hæstaréttar með ósk um endurupptöku á máli mínu, varðandi áðurnefndar kr. 500.000.-. Heimilt er lögum samkvæmt að krefjast endurupptöku, ef ný gögn í málinu liggja fyrir. Hinn 12. des. síðastliðinn sendir þú dómsmálaráðuneytinu skyndi- lega bréf þar sem þú lýsir þig van- hæfan til að mæla með endurupp- töku málsins. Ástæðu vanhæfni þinnar telur þú vera að bróðir þinn er forstjóri KPMG og auk þess vinna tveir synir þínir hjá fyrirtæk- inu. Hvernig má það vera að þú lýsir þig vanhæfan eftir meira en tveggja ára afskipta af málinu? Hefur þú ekki verið skyldur bróður þínum og sonum allan tímann? Daginn áður eða hinn 11. des. 2001 hafnar þú beiðni 9 íbúa um opinbera rannsókn á fjárreiðum V-Landeyjahrepps. Tók ekki vanhæfni þín til þess sem þú varst að gera 11. des. 2001 og raunar allan tímann frá byrjun máls? Það liggur ljóst fyrir öllum sem fylgst hafa með þessu máli, að það versta sem hent gæti KPMG væri opinber rannsókn á reikning- um hreppsins síðastliðin fjögur ár. Opinber rannsókn á reikningum V- Landeyjahrepps síðastliðin fjögur ár myndi hins vegar hreinsa mig, leiðrétta milljóna rangfærslur í reikningum hreppsins og framfylgja réttlætinu. Eftir að þú lýstir þig vanhæfan í málinu var af hálfu dómsmálaráðu- neytisins settur nýr saksóknari í málinu. Ekki verður annað séð af þeim gögnum sem hann hefur lagt fram að hann hafi leitað í smiðju hjá KPMG. Hann hafnar beiðni um end- urupptöku máls míns. Það var haft eftir honum að það þyrfti nýja end- urskoðun í málinu og gott hefði ver- ið ef hún hefði gengið fram. Þvert á móti byggir settur saksóknari allt á gögnum frá Einari í KPMG. Settur saksóknari virðist ekki hafa kynnt sér að ég hef verið sýknaður af öll- um kröfum KPMG fyrir ári. Einar Sveinbjörnsson virðist því í dag vera „meintur brotamaður“ og get- ur því með engu móti verið ráðu- nautur í málinu. Settur saksóknari minnist ekki á gögn lögmanns og endurskoðanda míns frá 3. des. síð- astliðnum. Þá getur hann ekki um álit eins virtasta endurskoðanda landsins sem einnig liggur fyrir í málinu frá 3. des. Rétt er að fram komi að allt bók- hald V-Landeyjahrepps er í hönd- um KPMG. Sem betur fer átti ég hér heima í ljósriti ýmis bókhalds- gögn. Í gegnum þau hafa endur- skoðendur mínir fundið ný svör í málinu. Reikningur fyrir árið 1996 er unninn eftir gögnum útprentuð- um úr bókhaldi 28. maí 1997. Eftir þeim gögnum er reikningurinn stað- festur af skoðunarmönnum án at- hugasemda og samþykktur í hreppsnefnd með 5 atkvæðum. Það kom hinsvegar í ljós að meir en ári síðar hinn 3. ágúst 1998 er ný út- prentun úr bókhaldi vegna ársins 1996 þar sem búið er að bæta við mörgum færslum án samráðs við oddvita og skoðunarmenn. Enda var þá búið að samþykkja reikningana fyrir meir en ári. Í þessum viðbót- arfærslum er hinn ákærða milli- færsla kr. 500.000.- færð af endur- skoðanda. Hvers vegna leiðrétti og lagfærði Einar í KPMG ekki þessi vinnubrögð fyrrverandi endurskoð- anda. Skömmu áður en mál mitt kom upp var til meðferðar hjá embætti þínu svokallað „Lindarmál“. Í því máli var umrætt „að strákur“ hafi týnt 900 milljónum án þess að nokk- ur væri ákærður. Það má vel vera hr. ríkissaksóknari að þú hafir talið þig finna meiri brotamann í mér en þessum „strák“ (og co)? Það liggur fyrir að ég var ákærður en hann ekki ennþá. Hér að framan hef ég stiklað á stóru í sögu máls míns. Er sú saga til fyrirmyndar fyrir ákæru- valdið? Margskonar fjármálaspill- ing hefur verið til umræðu undan- farna mánuði. Það er hálfur mánuður þangað til þjóðin gengur til kosninga. Þurfa ekki að fást svör í mörgum málum fyrir þann tíma, þar á meðal í Lindarmáli? Mér kem- ur það við, hvort réttvísinni í land- inu sé að öllu leyti fullnægt með því að ákæra og dæma mig saklausan? Gef oss heldur Barrabas lausan eru forn og ný sannindi. Virðingarfyllst, Eggert Haukdal. Eggert Haukdal Mér kemur það við, hvort réttvísinni í land- inu sé að öllu leyti full- nægt, segir Eggert Haukdal, með því að ákæra og dæma mig saklausan? Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. OPIÐ BRÉF TIL RÍKIS- SAKSÓKNARA UMRÆÐAN Grundvallarbreyting verður á þjónustu við yngstu grunnskóla- börnin í Reykjavík á næstu tveimur árum. Skóladagur 7, 8 og 9 ára barna verður þá lengdur til kl. 15 á dag- inn með 5 klukku- stunda viðbótar- kennslu á viku, eða um 30 viðbótarkennslu- stundum á mánuði. Viðbótin felst í vinnu- stund á degi hverjum þar sem bekkjarkenn- ari barnanna aðstoðar þau við heimanámið o.fl. Þar með er stigið stórt skref til aukins jafnréttis til náms því þessi þjónusta er endurgjaldslaus. Í fjórum grunnskólum í Breiðholti hefur þetta fyrirkomulag verið reynt sl. tvö ár. Áður greiddu foreldrar þar sérstaklega fyrir heimanámsaðstoð og var þátttaka hjá innan við fimmt- ungi barna. Nú nýta yfir 90% barna sér vinnustundina. Þar með eiga þau heimanámið ekki undir aðstæðum sínum heimafyrir, áhuga og aðstöðu foreldra o.s.frv. heldur njóta öll fag- legrar leiðbeiningar. Þá er og mik- ilvægt að þar með ljúka börnin sín- um vinnudegi á sínum vinnustað og geta notið tómstunda þegar heim er komið. Sex ára börnum er þó ekki veitt heimanámsaðstoð, enda þeirra nám fyrst og fremst fólgið í að læra að lesa og þá aðstoð eiga foreldrar að veita eftir sem áður. Þeim gefst hins vegar, að loknum sínum skóladegi kl. 14, kostur á ókeypis íþróttaskóla hjá íþróttafélagi hverfisins. Þannig er stuðlað að auknum hreyfiþroska, sem verður æ mikilvægara í nútíma- samfélagi, auk þess sem íþrótta- félagið tengist og kynnir helstu íþróttir fyrir öllum börnum hverfis- ins. Þá var með svipuðum hætti boð- ið tónlistarnám, en fallið er frá því í endanlegri útfærslu en áhersla lögð á að tónlistarskólar bjóði forskóla- nám í og við grunnskóla í samvinnu við þá. Samfara þessari miklu aukningu á þjón- ustu grunnskólanna færist tómstundastarf og svokallaður heils- dagsskóli til ÍTR, sem rekið hefur til reynslu frístundaheimili í Breiðholtsskólunum sem bjóða börnunum skapandi tómstunda- starf að skóladegi lokn- um. Með því flyst um- sjón alls tómstundastarfs í hverju hverfi á eina hendi og skapar marg- víslega möguleika á samþættingu og samstarfi við fé- lagasamtök í hverju hverfi. Breiðholtsfyrirkomulagið verður innleitt í Hólabrekkuskóla, Austur- bæjarskóla og grunnskóla í vest- urbæ í haust, í Grafarvogi að ári og öðrum grunnskólum árið 2004. Þá munu yfir 5.000 grunnskólabörn njóta þess fyrirkomulags sem þróað hefur verið í Breiðholti. Stjórnendur og starfsfólk ÍTR og Breiðholtsskól- anna eiga heiður skilinn fyrir sitt brautryðjandastarf, en það er gott dæmi um þau gríðarlegu tækifæri sem einsetning grunnskólans gefur á að þróa og bæta innra starf skól- anna. Breiðholts- byltingin Helgi Hjörvar Höfundur er forseti borgarstjórnar Reykjavíkur og formaður starfshóps um breytingar á skóladagvist. Reykjavík Stjórnendur og starfs- fólk ÍTR og Breiðholts- skólanna, segir Helgi Hjörvar, eiga heiður skilinn fyrir sitt brautryðjandastarf. Í undanförnum kosningum hefur nokk- uð borið á því að kjós- endur vilji ekki að nafn þeirra sé lesið upp í heyranda hljóði á kjör- stað. Fyrir þeim vakir, sem lýst hafa þessum vilja, að koma í veg fyr- ir að kosningasmalar stjórnmálaflokka geti fylgst með hverjir hafa kosið og hverjir ekki. Til að forðast upp- lestur nafns síns hafa sumir kjósendur geng- ið að kjördeildarstarfs- mönnum og framvísað persónuskilríkjum án þess að segja til nafns upphátt. Er þá ekki lesið upp og snápar stjórnmálaflokkanna fá ekki vitneskju um hver sé þar á ferð og geta þá ekki merkt við í kjör- skrár sínar. En viti menn, sam- kvæmt áreiðanlegum upplýsingum mínum frá kjörstjórn í Kópa- vogi, gera menn sér bara lítið fyrir og lesa nafn viðkomandi upp, þegar hann eða hún er horfin á braut, og þá að sjálfsögðu án vitundar kjósandans. Þessari ósvinnu vil ég mótmæla um leið og ég lýsi yfir furðu minni á að persónunjósir skulu viðgangast hér á landi, og það að frum- kvæði launaðra starfs- manna kjördeilda. Sé það sameig- inelgt markmið okkar að sem flestir kjósi á kjördag, er ljóst að þetta framferði kjörstjórnar í Kópavogi verður ekki beinlínis til að hvetja menn á kjörstað. Þótt þessir aug- ljósu annmarkar séu á kosningum, sjálfsagt víða um land, hvet ég menn til að mæta snemma á kjörstað og kjósa eftir sannfæringu sinni. Það má aldrei bregðast. Mannréttinda- brot í kjör- klefum Hafsteinn Hjartarson Höfundur er formaður Vinstri grænna í Kópavogi. Kópavogur Ég lýsi furðu minni á, segir Hafsteinn Hjart- arson, að persónunjósn- ir viðgangist hér á landi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.