Morgunblaðið - 18.05.2002, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 18.05.2002, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FREGNIR af því að nánast allir jöklar á Ís- landi hafi hopað veru- lega á undanförnum árum vekja menn til umhugsunar um það, hvort hlýnun andrúms- loftsins gangi nú hrað- ar fyrir sig en nokkurn óraði fyrir. Skemmst er að minnast frétta af því að mörg þúsund ferkílómetra íshella við Suðurskautslandið hafi brotnað af og sé nú að bráðna í hafinu. Þetta vekur nokkra ógn en þó ekki örvæntingu, vegna þess að stutt er í það að menn búi yfir tækni sem gæti snúið þess- ari óheillaþróun við. Eins og kunnugt er hefur Bragi Árnason, prófessor við Háskóla Ís- lands, verið einn af mikilvægum brautryðjendum í þeirri hugsun að nota vetni sem orkugjafa í stað olíu- afurða og annarra mengandi orku- gjafa. Við allan venjulegan bruna myndast koltvísýringur og kolmón- oxíð, sem menga andrúmsloftið og taka þátt í að framkalla gróðurhúsa- áhrifin, sem við erum þegar farin að fá smjörþefinn af í loftslagsbreyt- ingum síðustu ára. Við samruna vetnis og súrefnis myndast hins veg- ar orka án þess að nokkur mengun verði til en afurð þessara efnahvarfa er vatn. Bandaríska vikuritið Newsweek gerði nýlega ítarlega grein fyrir stöðu mála hvað vetn- isorku snertir og get- um við Íslendingar verið stoltir af þætti prófessors Braga Árnasonar í þessu starfi. Stjórnvöld hér á landi hafa og stutt mik- ilvæg þróunarverkefni á sviði vetnisnýtingar, t.d. með samvinnu við Daimler-Chrysler Corporation. Nú háttar svo til á Íslandi að framundan eru ákvarðanir um nýt- ingu fallvatna, sem miklar deilur hafa stað- ið um í þjóðfélaginu, nefnilega virkju Jökulsár á Dal og Jökulsár í Fljóts- hlíð við Kárahnjúka. Þetta er mikil framkvæmd, sem getur gefið mikið í aðra hönd fyrir íslenskt samfélag, en veldur umhverfisspjöllum sem margir eiga erfitt með að kyngja. Þó svo að áliðnaður á Íslandi sé vistvænni en víðast hvar annars staðar er álframleiðsla að sjálfsögðu ekki eina leiðin til að nýta þessa mik- ilvægu orkulind og auk þess hleypur hún ekki frá okkur þótt eitthvað sé beðið með framkvæmdir. Að setja þetta mál upp sem byggðamál fyrst og fremst er skammsýni. Mín skoðun er sú að það muni verða mjög erfitt, jafnvel fyrir hörð- ustu umhverfisverndarsinna, að setja sig upp á móti Kárahnjúka- virkjun, ef úr orkunni ætti að fram- leiða vetni, sem myndi koma í stað- inn fyrir brennslu olíuafurða, t.d. í bílum og skipum. Þá væru þessi mótmæli farin að snúast um annað en umhyggju fyrir hinum raunveru- legu vandamálum í umhverfismálum í heiminum sem við Íslendingar er- um að sjálfsögðu hluti af. Stjórnvöld ættu því að bíða með áform um álver í Reyðarfirði og ein- beita sér að stækkun Norðuráls á Grundartanga og Ísals, ef áhugi er fyrir hendi, en þetta eru áreiðanlega hagkvæmari kostir vegna tengsla við þá starfsemi sem fyrir er og að- gangs að öðrum mannvirkjum. Aust- firðir munu að sjálfsögðu standa fyr- ir sínu hér eftir sem hingað til og verða e.t.v. frægir í framtíðinni fyrir að hafa orðið sá staður þar sem lagð- ur var hornsteinn að lausn gróður- húsavandans. Vistvæn orkunýting á Íslandi Steinn Jónsson Álver Stjórnvöld ættu því að bíða með áform um ál- ver í Reyðarfirði, segir Steinn Jónsson, og ein- beita sér að stækkun Norðuráls á Grund- artanga og Ísals. Höfundur er læknir og áhugamaður um hálendi og jökla Íslands. FYRIR nokkru ákvað meirihluti bæj- arstjórnar Vestur- byggðar að fella niður skólahald í Örlygshöfn við Patreksfjörð. Ákvörðun sem í sjálfu sér er ekkert hægt að segja við, sveitar- stjórnir eru í fullum rétti að taka slíkar ákvarðanir. En vel að merkja sé það gert samkvæmt réttum leikreglum. Slíkar regl- ur eru ekki settar af goðgá. Þær eru til að tryggja að ákvarðanir séu skynsamlegar, að þau sem ákvörðunin beinist að haldi virðingu sinni og síðast en ekki síst, þær eru grundvöllur lýðræðisins. En hverjar voru þessar reglur sem bæjarstjórn- in braut? Í fyrsta lagi var niðurfellingin ekki formlega borin undir skólastjóra, skólastjórn eða skólanefnd. Ákvörð- unin var ekki borin undir foreldra, nemendur eða starfsfólk skólans. Skólasamfélagið var því algjörlega hundsað, sem er alvarlegt brot á leikreglum um rekstur grunnskóla. Í öðru lagi lágu engar tillögur á borðinu um hvað tæki við um áfram- haldandi skólagöngu barnanna þeg- ar ákvörðunin var tekin. Verður þar ekki annað séð en að bæjarstjórnin hafi þar verið að setja lögbundna skólagöngu barnanna í alvarlegt uppnám. Tilboðið sem bæjarstjórnin kynnti síðan foreldrunum fólst í því að koma börnunum fyrir í heimahús- um á Patreksfirði eða Bíldudal gegn greiðslu. Tilboð sem flestir foreldr- arnir höfðu enga aðstöðu til að taka. Það er erfitt að koma níu börnum, á aldrinum 8 til 13 ára, fyrir með þess- um hætti í allt að átta vetur, frá sunnudagskvöldi og fram að síðdegi föstudags. Það er með eindæmum að bæjar- yfirvöld hafi ekki kannað áður hvort foreldrar gætu nýtt sér slíkt tilboð. Það er með eindæmum að ábyrg stjórnvöld taki ákvarðanir sem ekki aðeins setja skólahald barna í Rauðasandshverfinu í alvarlegt upp- nám, heldur skekur einnig alvarlega byggðina í sveitinni. Það er líka með ein- dæmum að bæjarstjórn skuli ekki hafa ráðfært sig við foreldra og starfslið skólans til að leita sameiginlegra lausna sem sátt hefði verið um. Í litlu samfélagi hlýt- ur að vera mikilvægt að yfirvöld bæjarmála ráðfæri sig við íbúana um málefni sem varða þá miklu. Menntun barnanna og samneyti við þau eru þau mál sem varða alla foreldra mestu. Það hlýtur því að vera mjög alvarlegt brot gegn rétti foreldra og barna þegar bæjaryfirvöld virða þau ekki viðlits fyrr en einhliða stjórn- valdsákvörðun hefur verið tekin í svo mikilvægu máli. Alvara þessa máls er mikil. Hin veika byggð í hinum fornfræga Rauðasandshreppi má varla við því að hróflað sé við undirstöðum henn- ar með þessum hætti. Enda blasir við að nokkrar fjölskyldur flytji brott úr sveitinni. Þegar skriðan er hafin hvað verður þá um hinar? Það er mjög alvarlegt þegar sveitarstjórn setur byggð í heimahéraði í slíkt uppnám, án þess að hafa nokkuð ráð- fært sig við íbúana sem aðgerðirnar bitna á. Já, hvað skal með yfirvöld sem koma fram við íbúana af slíku virð- ingarleysi? Skólahald í Örlygshöfn í Vesturbyggð Jóhann Ásmundsson Höfundur er safnstjóri. Menntamál Hin veika byggð í hinum fornfræga Rauðasands- hreppi má varla við því, segir Jóhann Ásmunds- son, að hróflað sé við undirstöðum hennar með þessum hætti. SAMKVÆMT árs- reikningum bæjar- sjóðs fyrir síðasta ár nemur rekstrarkostn- aður 98% af heildar- tekjum Akraneskaup- staðar. Þegar þannig árar er lítið fé eftir til framkvæmda og við- halds. Ekki hægt að laga götur né byggja leikskóla, svo hægt sé að útrýma biðlistum þannig að fjölskyldan fái þá þjónustu sem hún óskar. Hvað er til ráða? Í stefnuskrá okkar sjálfstæðismanna er stefnt að lækk- un útgjalda um 48 milljónir á ári. Þessi stefna hefur þegar valdið titr- ingi á meðal margra. Þeir sem ekki eru sammála um nauðsyn hagræð- ingar í rekstri hafa reynt að koma þeirri hugsun inn hjá kjósendum að hagræðingin bitni t.d. á þjónustu við elstu og yngstu borgarana. Svo er alls ekki. Hagræðing í verki Til að hagræða ætlum við m.a. að fækka nefndum, sameina innkaup fyrir stofnanir bæjarins og flytja alla umsýslu eigna á eina hendi. Ekki aðeins sparast umtalsverðir fjármunir með þessum hætti heldur er tryggt að viðhaldi eigna yrði bet- ur sinnt en áður. Auk þess gefur þessi hagræðing forstöðumönnum stofnana aukið svigrúm til að sinna innra starfi þeirra. Oft er talað um ábyrga áætlana- gerð og að fjárhagsáætlun sé notuð sem stjórntæki. Því miður á þetta ekki við um Akraneskaupstað í dag. Nægir að nefna að rekstur mála- flokka fór rúmar 184 millj. kr. fram úr fjárhagsáætlun! Fjárfesting (bæði gjaldfærð og eignfærð) var 76 millj. kr. um- fram áætlun. Hvað gerðist? Hinn almenni kjós- andi spyr sig: Hvernig má þetta vera? Útsvar- ið aldrei hærra, íbúum fjölgar stöðugt, Akra- nesveita sameinuð bæjarsjóði (þar átti að verða veruleg hagræð- ing) og leikskólunum lokað í tvær vikur yfir sumarið til þess að spara. Óábyrg áætlanagerð Skýringin er einföld. Ábyrg áætl- anagerð er ekki fyrir hendi í yfir- stjórn bæjarins. Rokið hefur verið í framkvæmdir án nægrar undirbún- ingsvinnu. Nýi safnaskálinn að Görðum er hér talandi dæmi. Áætl- un hljóðaði upp á 36 millj. kr. Kostn- aðurinn er hins vegar kominn í 77 millj. kr. og ballið er ekki búið! Ann- að dæmi um óábyrga fjármála- stjórnun er þegar bæjarfulltrúar taka ákvarðanir þvert ofan í fyrir- liggjandi áætlanir. Sem dæmi um það má nefna fyrirhugaðan samning Akraneskaupstaðar og Björgunar- félagsins um byggingu slökkvi- stöðvar. Samkvæmt honum á að byrja á slökkvistöð á næsta ári án þess að fyrir liggi endanlegt verð. Þriggja ára áætlun núverandi meiri- hluta gerði ráð fyrir slökkvistöðinni á árinu 2005. Hverju á að fresta í staðinn? Viðbyggingu við leikskól- ann Vallarsel? Þessu viljum við breyta. Ólíkt öðrum framboðum sem hafa birt stefnuskrár sínar þá erum við þau einu sem sýnum kjósandanum fram á, að til að geta staðið við loforðin verður að hagræða í rekstri. Ég nefndi það í upphafi, að 98% af tekjum Akraneskaupstaðar fara í rekstur. Önnur sveitarfélög í ná- grenni okkar eru með talsvert lægra hlutfall í rekstur og eru að auki með lægra útsvar í sumum tilvikum. Það má því gera betur á Akranesi. Besta leiðin til þess er að tryggja Sjálf- stæðisflokknum öflugan stuðning. Ábyrg áætlanagerð Guðrún Elsa Gunnarsdóttir Akranes Í stefnuskrá okkar sjálf- stæðismanna, segir Guðrún Elsa Gunn- arsdóttir, er stefnt að lækkun útgjalda um 48 milljónir á ári. Höfundur skipar 2. sæti á framboðs- lista Sjálfstæðisflokksins á Akranesi. RÖSKVA leggur mikla áherslu á lifandi og skemmtilegt há- skólasamfélag. Á þessu starfsári hefur Röskva beitt sér af krafti fyrir nýjungum til þess að glæða Háskólann auknu lífi. Nýnemavika var haldin í fyrsta skiptið, nýr matsölu- staður opnaður í Stúd- entaheimilinu, 90 ára afmæli Háskólans fagn- að með viðeigandi hætti, Stúdentadagur- inn festur í sessi, íþróttalíf stúdenta eflt og innan tíðar verður opnaður nýr og glæsilegur Stúdenta- kjallari. Matsölustað í Stúdentaheimilið Magamál voru fyrirferðamikil í stefnuskrá Röskvu í síðustu kosning- um og lofaði Röskva m.a. að opna nýj- an veitingastað í Stúdentaheimilinu við Hringbraut. Mikill skortur hefur verið á slíkum stað á háskólalóðinni. Í sumar tók Röskva upp viðræður við eigendur Delí sem leiddu til þess að Delí opnaði í byrjun haustannar. Stúdentar hafa tekið staðnum mjög vel og mikið líf hefur færst í Stúd- entaheimilið með tilkomu Delí. Nýr Stúdentakjallari í febrúar Í haust hefur Röskva unnið að end- urskipulagningu Stúdentakjallarans enda orðið nauðsynlegt að gera veru- legar breytingar á rekstri og hús- næði Stúdentakjallarans. Fyrir nokkrum vikum var leitað til rekstr- araðila Delí og sýndu þau strax áhuga á að taka við rekstri kjallarans. Í febrúar verður opnaður nýr og glæsilegur Stúdentakjallari en nú er unnið að endurbótum húsnæðisins. Kjallarinn verður áfram stúdenta- vænn bar og verður boðið upp á þá nýbreytni að hægt verður að panta mat fyrir hópa. Þá verður fastur af- greiðslutími en það hefur skort til þessa. Röskva hvetur stúdenta til að leggja sér lið við að gera Stúdenta- kjallarann að öflugri miðstöð lifandi skemmtanalífs námsmanna. Í síðustu kosningum kynnti Röskva þá hugmynd að halda sér- staka nýnemaviku að hausti til þess að taka enn betur á móti nýnemum. Vikan var samstarfsverkefni Stúdentaráðs og nem- endafélaganna og fór fram 10.–14. septem- ber. Í nýnemavikunni var boðið upp á fjöl- breytta dagskrá og tókst vikan vonum framar. Nýnemavikan er svo sannarlega kom- in til að vera. Stúdentadagur festur í sessi Fyrstu vikuna í októ- ber fögnuðu stúdentar því að 90 ár voru liðin frá því að kennsla hófst við Háskóla Íslands. Hápunkturinn í afmælisvik- unni var Stúdentadagurinn sem hald- inn var í annað skiptið. Röskva kynnti hugmyndina að Stúdentadeg- inum í kosningunum fyrir tveimur ár- um og nú er hann orðinn ómissandi liður á haustönn. Stúdentadagurinn sameinar nemendur úr ólíkum deild- um Háskólans og eykur samkennd stúdenta. Röskva hefur unnið ötullega að efl- ingu íþróttalífs stúdenta og að frum- kvæði Röskvu var skipaður starfs- hópur í haust sem hefur kynnt fjölmargar hugmyndir til að efla íþróttir í Háskólanum. Á döfinni er innanhúsmót í knattspyrnu, þá er stefnt á að Háskóli Íslands taki í fyrsta sinni þátt í alþjóðaleikum stúd- enta, leita á til stúdenta um kennslu í íþróttahúsinu og efla Íþróttafélag stúdenta. Það á að vera gaman að vera í Há- skóla Íslands. Á síðastliðnu starfsári hefur Röskva gert margt til að lífga upp á háskólasamfélagið og boðið upp á ýmsar nýjungar. Áhersla hefur verið lögð á samstarf Stúdentaráðs og nemendafélaganna og hefur það skilað sér í fjölskrúðugum atburðum sem hafa sett skemmtilegan svip á skólann. Framundan er vorönnin með iðandi lífi í Háskóla Íslands. Lifandi háskólasamfélag Jón Geir Jóhannsson HÍ Á síðastliðnu starfsári hefur Röskva gert margt til að lífga upp á háskólasamfélagið, segir Jón Geir Jóhanns- son, og boðið upp á ýmsar nýjungar. Höfundur situr í Stúdentaráði fyrir Röskvu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.