Morgunblaðið - 18.05.2002, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 18.05.2002, Blaðsíða 35
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2002 35 ÉG HEF alltaf verið þeirrar skoðunar að það væri skylda okkar að stuðla að verndun gam- alla og sögufrægra húsa. Ennfremur, ef þess væri einhver kost- ur, að nýta þau í þágu menningar og þjóð- kynningar. Stefna nú- verandi borgarmeiri- hluta er vægast sagt undarleg. Hún er sú að sögufrægustu og elstu húsin í Reykjavík skuli helst eingöngu vera nýtt undir krár og/eða vínveitingastaði með matsölu, sem hliðargrein. Við sjáum þetta greinilega hvert sem litið er, Vídalín í Aðalstræti, elsta húsi Reykjavíkur, Victor og Galileó í Fálkahúsinu, Kaffi Reykjavík í Bryggjuhúsinu. Vissulega má segja sem svo að þannig fái eigendur húsanna sem mestar leigutekjur en það er ekki alltaf markmiðið hjá þeim. Þeir hafa reynt að efla til samstarfs við borgaryfirvöld um annarskonar rekstur en verið næstum því reknir á dyr með þeim orðum að það fari af- skaplega vel saman gömul hús og krár! Eigandi Fálkahússins reyndi í lengstu lög að fá borgaryfirvöld til samstarfs um að Upplýsingamiðstöð ferðamála flytti starfsemi sína í Fálkahúsið þegar leigunni lyki í Bankastræti. Hann bauðst meira að segja til þess að yfirtaka leiguna þar svo þetta gæti gengið hraðar yfir. Það lá við að það væri hlegið að honum. Þjóðminjasafninu var líka boðið að nýta sér Fálkahúsið meðan á breyt- ingunum stæði en það var allt fundið því til for- áttu. Þarna var eitt sögufrægasta hús Reykjavíkur með gífur- legt sýningargildi í mið- borginni, mjög gott að- gengi en eina nýtingin, sem borgaryfirvöld voru algerlega á að samþykkja, var undir vínveitingahús. Stefnuleysi og hringl- andaháttur borgar- meirihlutans í öllu er varðar miðborgina er einmitt í þessa veru, frekar fyllirí en ferða- mál. Ég er þess fullviss að það hefði dregið fleiri ferðamenn að Fálkahúsinu ef Upplýsingamið- stöðin hefði komið þangað, heldur en vínveitingastaðirnir gera í dag. Einn af fylgifiskum vínveitinga- húsa með matsölu sem hliðargrein, eru sorptunnur og það verður að koma þeim fyrir á hagkvæman hátt. Bak við Fálkahúsið var sundið opnað milli Naustanna og Vesturgötu og skapaðist þar falleg göngugata og þar voru einmitt settar allar sorptunn- urnar. Þar með skapaðist líka þessi fína aðstaða fyrir gesti vínveitinga- húsanna í kring að hægja sér til baks og kviðar, þegar líða tekur á nóttina. Þessu sögufræga og gamla húsi, Fálkahúsinu, hefur hnignað mikið við þessa breytingu á nýtingu þess. Það hefði verið mun betra að nýta það undir starfsemi tengda ferða- mennsku og ef til vill sýningarhaldi á vegum borgarinnar. Þessi stefna hjá núverandi borgarmeirihluta er til skammar og þó að Ingibjörg Sólrún segi að ekki sé hægt að breyta þessari þróun, þá vona ég að næsti borgar- stjóri, sem ég vona að verði Björn Bjarnason, sýni og sanni að hún hafi rangt fyrir sér. Ef hægt er að setja skilyrði fyrir starfsemi við höfnina að hún sé hafn- sækin, þá er alveg eins hægt að setja þau skilyrði fyrir atvinnustarfsemi í miðborginni, að hún sé með svipuðum skilmálum, þ. e. ferðamennska frekar en fyllirí. Ferðamennska eða fyllirí Ægir Geirdal Reykjavík Stefna núverandi borg- armeirihluta er sú, segir Ægir Geirdal, að sögu- frægustu og elstu húsin í Reykjavík skuli helst nýtt undir krár. Höfundur er listamaður. LAUNAMISRÉTTI kynja er eitt lífseigasta vandamálið sem við er að etja á íslenskum vinnumarkaði. Í könnun eftir könnun hefur verið sýnt fram á kynbundinn launamun sem nemur allt að 20%, jafnvel meira. Þessi launamun- ur er ekki einkamál kvenna sem hann bitnar á. Hann skerðir ráðstöf- unartekjur heimilanna, hann eykur á annað fé- lagslegt misrétti, hann ýtir undir ójafna skipt- ingu verka og ábyrgðar innan fjölskyldna, hann rænir konur eðlilegri sjálfsvirðingu á vinnumarkaði. Launamisrétti kynja skerðir einfaldlega lífsgæði fólks. Kannanirnar hafa sýnt litla breytingu frá einum tíma til annars, svo litla að Jafnréttisráð hefur ályktað að það taki 114 ár að leiðrétta launamuninn með sama áframhaldi. Og þegar spurt er um hvaða aðferðir eru vænlegastar til að draga úr honum eru þeir fáir sem hafa skýra sýn um hvernig það skuli gert. Eitt fyrsta verk mitt í embætti borgarstjóra var að fela Félagsvís- indastofnun Háskóla Íslands að rann- saka kynbundinn launamun meðal starfsmanna borgarinnar. Reykjavík- urborg er gífurlega stór atvinnurek- andi á íslenskan mælikvarða, aðeins ríkið í heild er stærra. Launastefna Reykjavíkurborgar og stefna hennar í jafnréttis- og starfsmannamálum hefur því mikla þýðingu fyrir íslensk- an vinnumarkað í heild. Könnunin sýndi að í mars 1995 var launamunur kynja sem ekki var hægt að skýra með eðlilegum hætti 15,5%. Láglaunastefna til vandræða Það er varla hægt að segja að Reykjavíkurborg hafi fyrir 1994 haft neina launastefnu eða starfsmanna- stefnu. Hvað þá jafnréttisstefnu. Launastefnunni má helst lýsa með því að Reykjavíkurborg hafi skilgreint sig sem nokkurs konar attaníoss ríkisins, hún tók ekkert sjálfstætt frumkvæði og íhaldssemin og tregðulögmálið var hennar eina leiðarljós. Afleiðingar þessa voru m.a. að Reykjavíkurborg var lýst sem láglaunabæli, konur sáust varla meðal embættismanna borgar- innar og stjórnenda og starfsmanna- fræðslu, stjórnenda- fræðslu og símenntun- armálum var lítið sinnt. Að mínu mati var grett- istak í þessum málum forsenda þess að hægt yrði að efla skilvirkni og þjónustu borgarinnar, laða hæfasta fólkið til starfa og gera Reykja- víkurborg að fjölskyldu- vænum og eftirsóknar- verðum vinnustað. Þegar haft er í huga að starfsmannafjöldi borg- arinnar samsvarar því að 15% Reykvíkinga á vinnumarkaði starfi hjá borginni, er einsýnt að sú forysta sem Reykjavíkurborg hefur tekið á þessu sviði hefur mikil áhrif á lífsgæði allra íbúa hennar. Forystan tekin Í kjölfarið á launakönnuninni 1995 hófst breytingaferli sem ekki sér fyrir endann á. Ráðist var í mótun jafnrétt- isstefnu og margvíslegar aðgerðir til að ná markmiðum hennar. Í fyrsta skipti skilgreindi Reykjavíkurborg sjálf launastefnu sína og starfs- mannastefnu. Í öllum kjarasamning- um sem gerðir hafa verið síðan hefur sérstaklega verið hugað að kvenna- stéttum og láglaunahópum. Markmið okkar hefur verið að auka hlut dag- vinnulauna og draga úr yfirvinnu, ekki síst til að auðvelda starfsmönn- um okkar að byggja upp fjölskyldulíf á jafnréttisgrunni. Stórátak hefur verið gert varðandi ýmsa fjölmennar starfsstéttir kvenna, svo sem grunn- skólakennara og leikskólakennara. Frá nóvember 2000 til nóvember 2001 hækkuðu til dæmis meðalmánaðar- laun kvenna meðal grunnskólakenn- ara um 58,3%. Segja má að láglauna- stefna ríkisins gagnvart kennara- stéttinni hafi verið búin að skemma gríðarlega út frá sér innan skólanna áður en menntamálaráðherra Björn Bjarnason sleppti hendinni af þeim og grunnskólinn var færður til sveit- arfélaganna. Reykjavíkurborg taldi það ráða úrslitum um að hægt yrði að efla skólastarf að snúa þeirri óheillaþróun við. Það hefur tekist. Kjósendur þekkja þann árangur sem náðst hefur. Meðal æðstu emb- ættismanna og stjórnenda er hlutur kynja nú jafn. Aukinn hlutur kvenna hefur tvímælalaust haft áhrif á þjón- ustustig, stjórnunarhætti og starfs- anda á vinnustað. Og nú hefur Fé- lagsvísindastofnun Háskólans lagt mat á hverju áherslur borgaryfir- valda á að draga úr launamun kynja hafa skilað á síðustu 7 árum. Það er hægt að ná árangri Niðurstaðan er að kynbundinn launamunur hjá Reykjavíkurborg mælist nú 7%. Hann er nú innan við helmingur af því sem hann var 1995. Við höfum sannað að það er hægt að ná árangri varðandi launamuninn. Reykjavíkurborg er í þeirri einstöku aðstöðu að vera fyrsti atvinnurekand- inn í íslensku samfélagi sem getur teflt fram mati á árangri margvís- legra aðgerða til að draga úr launa- mun kynja. Við ætlum ekki að sætta okkur við 7% kynbundinn launamun. Niður- stöður rannsóknarinnar verða okkur leiðarljós um áframhaldandi aðgerðir til að draga úr honum. Ber þar hæst kynhlutlaust starfsmat sem við höf- um þegar samið um við helstu við- semjendur okkar. Með sama hætti og við höfum þegar gert munum við fylgjast grannt með áhrifum starfs- matsins. Reykjavíkurborg hefur náð sögu- legum árangri á sviði jafnréttismála, meiri árangri en nokkur annar at- vinnurekandi hér á landi getur státað af. Þar hafa fjöldamargir stjórnendur og starfsmenn borgarinnar sem og viðsemjendur okkar lagt hönd á plóg og við erum eðlilega stolt af árangri okkar fólks. Við viljum áfram fá tæki- færi til að skrifa fleiri kafla í sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi. Launajafnrétti og lífsgæði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Reykjavík Reykjavíkurborg hefur náð sögulegum árangri á sviði jafnréttismála, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, meiri ár- angri en nokkur annar atvinnurekandi hér á landi getur státað af. Höfundur er borgarstjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.