Morgunblaðið - 18.05.2002, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 18.05.2002, Blaðsíða 63
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2002 63 VIKUNÁMSKEIÐ í blómaskreyt- ingum verður haldið fyrir áhugafólk, vikuna 3. til 7. júní kl. 9–17 alla dag- ana, í húsakynnum Garðyrkjuskól- ans. Um verklegt námskeið er að ræða þar sem þátttakendur kynnast öllu því helsta sem viðkemur blóma- skreytingum og meðhöndlun á blóm- um. Fjórir kennarar sjá um kennsl- una; Júlíana Rannveig Einarsdóttir, blómaskreytir og fagdeildarstjóri á blómaskreytingabraut skólans, Vig- dís Hauksdóttir, blómaskreytir og Íslandsmeistari í blómaskreyting- um, Kristján Ingi Jónsson, blóma- skreytingameistari, og Uffe Balslev, blómaskreytingameistari. Skráningar og allar nánari upplýs- ingar um námskeiðið fást á skrif- stofu Garðyrkjuskólans eða á heima- síðu hans; www.reykir.is, segir í fréttatilkynningu. Blómaskreytinga- námskeið HIN árlega fjölskylduhátíð Félags húsbílaeigenda er haldin um hvíta- sunnuna í Árnesi í Gnúpverjahreppi. Skipulögð dagskrá alla helgina fyrir unga sem gamla, segir í frétta- tilkynningu. Hátíð Félags húsbílaeigenda FRÆÐSLUNET Suðurlands, í samvinnu við Umhverfisfræðslu- setrið í Alviðru, gengst fyrir heim- spekinámskeiði fyrir börn dagana 10.–24. júní. Um er að ræða nám- skeið fyrir börn á aldrinum 8–11 ára og svo 12–14 ára. Kennslan fer fram í Umhverfisfræðslusetrinu í Alviðru. Umfjöllunin tekur mið af staðsetn- ingu og verður fjallað um umhverfið og náttúruna á námskeiðinu. Hvort námskeið um sig er 12 kennslu- stundir. Kennari: Brynhildur Sig- urðardóttir heimspekingur. Meginmarkmið á námskeiðinu er m.a. að þjálfa gagnrýna hugsun þátt- takenda og skapa þeim vettvang til að ræða á uppbyggilegan hátt hug- myndir sínar um sjálf sig, tengsl við annað fólk, náttúru og umhverfi. Skráning og frekari upplýsingar um verð og tíma eru hjá Fræðsluneti Suðurlands/ Umhverfisfræðslusetr- ið Alviðru. Skráningu lýkur 5. júní, segir í fréttatilkynningu. Heimspeki fyrir börn á Selfossi KAJAKKLÚBBURINN mun halda kynningu á kajaksportinu og starf- semi klúbbsins í dag, laugardaginn 18. maí, kl. 11–16 við ylströndina í Nauthólsvík. Verslanir og ferðaþjónustuaðilar verða með kynningu, félagar úr klúbbnum veita upplýsingar um sportið og hægt verður að prufa kaj- aka, segir í fréttatilkynningu. Kajakkynning í Nauthólsvík SÖLUFÓLK á vegum Blindra- félagsins er nú að bjóða til sölu merki félagsins. Blindrafélagið stendur í stórræð- um um þessar mundir því að fram- kvæmdir eru hafnar á byggingu 6 nýrra íbúða fyrir blinda og sjón- skerta í húsnæði félagsins í Hamra- hlíð 17 og er fjárhagurinn aðþrengd- ur af þeim sökum. Á kosningadaginn 25. maí mun merkjasalan eingöngu fara fram við kjörstaði landsins, segir í fréttatil- kynningu. Merkjasala Blindrafélagsins NÁMSKEIÐIÐ Öflugt sjálfstraust verður haldið í Foreldrahúsinu í Vonarstræti 4.b og er þetta síðasta námskeiðið sem verður haldið í vor en framhald verður á námskeiðunum í haust. Námskeiðið er fyrir alla foreldra sem vilja styrkja sig í að verða sterk- ar fyrirmyndir fyrir börnin sín. Kenndar eru aðferðir til að efla sjálfstraust, hvað einkennir mikið/ lítið sjálfstraust. Fjallað verður um áhrif hugarfars, viðhorfa og hugsun- ar á hegðun og líðan. Einnig verður fjallað um leiðir til að byggja sig upp og taka ábyrgð á eigin lífi og heilsu. Höfundar námskeiðsins eru Jó- hann Ingi Gunnarsson og Sæmund- ur Hafsteinsson sálfræðingar. Þeir flytja námsefnið á myndbandi. Allar nánari upplýsingar eru í Foreldrahúsinu, segir í fréttatil- kynningu. Forvarnar- námskeið MIÐSTÖÐ búddista verður opnuð formlega sunnudaginn 19. maí í Bankastræti 6, 4. hæð. Opið hús frá kl. 15–17. Miðstöðin er hugsuð sem skjól í þágu allra sem hana vilja nota, hægt er að líta þar inn, fá sér kaffi og spjalla eða nýta sér hugleiðslutímana sem fara fram á hverjum degi. Mið- stöðin er ekki aðeins fyrir þá sem vilja titla sig búddatrúar. Hægt er að sækja þangað kennslu, hugleiðslu, „retreat“ og dagsnámskeið. „Í byrjun mun búa þar kennari samtakanna á Íslandi, Gen Nyingpo, ensk búddanunna, ásamt tveimur Ís- lendingum,“ segir í fréttatilkynningu. Miðstöð búddista opnuð Í TILEFNI af 25 ára afmæli Forn- bílaklúbbs Íslands verður haldin fornbílasýning um hvítasunnuhelg- ina í húsi B&L við Grjótháls. Sýndir verða 40 bílar og fjöldi sögulegra ljósmynda úr safni klúbbsins. Í dag, laugardag, verður spyrnu- keppni fornbíla háð við Fossháls og hefst hún klukkan 13.30. Á afmælisdegi klúbbsins, sunnu- daginn 19. maí, munu fornbílar safn- ast saman og aka um borgina. Afmælishátíð Fornbílaklúbbsins HEILSUGÆSLAN og Félagsþjón- ustan í Kópavogi standa fyrir mál- stofu í Salnum þriðjudaginn 21. maí kl. 9–12 um Marte Meó-aðferðina. Fyrirlesari á málstofunni er Maria Arts, en hún er höfundur Marte Meó-aðferðarinnar, sem í dag er notuð af foreldrum og fag- fólki í heilbrigðisþjónustu, fé- lagsþjónustu og í skólum í 22 lönd- um. Nafngiftin Marte Meó er úr lat- ínu og merkir eigin styrkur. Kjarni aðferðarinnar er að draga fram þá hæfileika hjá barni og aðstandend- um sem gera samskipti uppbyggi- leg, styrkja tengsl og stuðla að frekari þroska barna. „Aðferðin hefur reynst vel fyrir börn með hegðunarvanda eða þroskavandamál, allt frá korna- börnum sem gráta mikið af óþekkt- um orsökum til barna með ein- hverfu. Maria notar myndbönd til að sýna hvernig þetta er gert. Að- ferðafræðin er hagnýt og hefur reynst vel í fyrirbyggjandi starfi, í vinnu með áhættuhópa og í með- ferð,“ segir í fréttatilkynningu. Málstofan er liður í samstarfi Heilsugæslunnar og Félagsþjón- ustunnar í forvörnum í barnavernd. Málstofa um Marte Meó-aðferð FRAMBJÓÐENDUR Sjálfstæðis- flokksins í Kópavogi efna til samsæt- is á Players sportcafé, Bæjarlind 4, mánudaginn 20. maí klukkan 21. All- ir velkomnir. Gunnar Birgisson, odd- viti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og formaður bæjarráðs, flytur ávarp. Einnig taka til máls frambjóðend- urnir Ármann Kr. Ólafsson, formað- ur skipulagsnefndar, Gunnsteinn Sigurðsson, skólastjóri og formaður byggingarnefndar, Sigurrós Þor- grímsdóttir, formaður leikskóla- nefndar, og Halla Halldórsdóttir, formaður húsnæðisnefndar. Fundar- stjóri er Jón Kristinn Snæhólm. Í lok fundar munu Kópavogsbú- arnir og tónlistarmennirnir Stefán Hilmarsson, Eyjólfur Kristjánsson, Sigríður Beinteinsdóttir og Grétar Örvarsson flytja nokkur lög fyrir gesti, segir í fréttatilkynningu. Samsæti með Sjálfstæðisflokkn- um á Players SILUNGAPOLLUR verður opnað- ur aftur eftir vetrarhlé í dag, laug- ardaginn 18. maí kl. 10. og verður op- ið um hvítasunnuhelgina laugard. -mánud. Þetta er þriðja sumarið sem veiðivatnið er opið. Fiski er sleppt reglulega í vatnið. Aðallega er það regnbogasilungur 2–4 pund og einn- ig bleikja 3–9 pund. Silungapollur er á Þórustöðum II, Ölfusi, 300 m frá þjóðvegi 1., beint niður af malargryfjunni í Ingólfs- fjalli. Í vor hafa verið gerðar töluverðar endurbætur á bökkum Silungapolls og bætir þetta aðgengi við vatnið. Til 17. júní verður einungis opið um helgar frá kl. 10–18, en eftir þjóðhátíðardaginn verður opið alla virka daga frá kl. 13–18 og einnig um helgar. Allar upplýsingar fást á heimasíðu Silungapolls og er slóðin: www.sil- ungapollur.is, segir í fréttatilkynn- ingu. Silungapollur opnaður VINIR Indlands er félag sem, í sam- vinnu við hópa sjálfboðaliða á Ind- landi, safnar fé til að styðja börn úr fátækum fjölskyldum til náms. Félagið hefur opnað heimasíðu á vinirindlands.is og býður vinum og velunnurum félagsins að fagna þess- um áfanga í Hlaðvarpanum, Vestur- götu 3, í dag, laugardaginn 18. maí, kl. 17. Fyrir um það bil 2.000 íslenskar krónur má borga skólagjöld og bæk- ur fyrir eitt barn á Indlandi fyrir heilt skólaár. Skólaárið hefst í byrjun júní og takmarkið er að styðja 1000 indversk börn til náms árið 2002. Auk þess að safna sjálfir fé meta sjálfboðaliðar á Indlandi hvert tilfelli, allar uppástungur og umsóknir um aðstoð og ganga úr skugga um að í hverju tilfelli sé um raunverulega fá- tækt að ræða. Allt fé sem safnast fer beint til skóla í Indlandi, allt starf er unnið í sjálfboðavinnu og ekki er um að ræða neina yfirbyggingu. Kostnað vegna ferða til Indlands borga ferðalangar sjálfir. Þeim sem vilja leggja þessu málefni lið vill félagið benda á heima- síðuna vinirindlands.is og reiknings- númer 582-26-6030, kennitala: 440900-2750. Vinir Indlands opna heimasíðu 3. FLOKKUR kvenna í knattspyrnu á Selfossi fór nýlega í áheitahlaup. Stelpurnar lögðu af stað frá Húsa- smiðjunni á Selfossi kl. 9 að morgni dags ásamt þjálfara og aðstoð- arfólki. Rúta frá Guðmundi Tyrf- ingssyni á Selfossi fylgdi þeim alla leiðina og þær skiptust á að hlaupa, yfirleitt fjórar í einu í ca. 5 – 10. mín. Frá Rauðavatni fengu þær fylgd lögreglunnar í Reykjavík að Húsasmiðjunni í Skútavogi en þangað voru þær komnar ca kl. 13.30. Þar tók Húsasmiðjufólk á móti þeim og bauð upp á kræs- ingar. Tilgangur hlaupsins var að safna áheitum til styrktar ferðar sem þær fara í sumar á knattspyrnumótið Tivoli Cup í Hilleröd í Danmörku, segir í fréttatilkynningu. Efri röð f.v.: Steinar Árnason Húsasmiðjunni Selfossi, Pernille Fly Nygaard, Sunna Stefánsdóttir, Harpa Íshólm, Elísabet Guðlaugsdóttir, Rakel Pálsdóttir, Aníta Guðlaugsdóttir, Rebekka Pálsdóttir, Ásdís Auðunsdóttir, Þórleif Guðjónsdóttir, Hjördís Guðbrandsdóttir. Neðri röð f.v.: Álfheiður Guðjónsdóttir, Heiðrún Hlöðversdóttir, Hrafn- hildur Magnúsdóttir, Sunna Kristín Óladóttir, Kristjana B. Birgisdóttir og þjálfarinn Antoine van Kasteren. Áheitahlaup frá Selfossi ENGLAKÓR Reyðarfjarðarkirkju og Leikfélag Reyðarfjarðar sýna söngleikinn Jósep og draumakápan eftir Andrew Lloyd Webber í Fé- lagslundi í kvöld, laugardagskvöld, kl. 20. Söngleikurinn er í þýðingu Þórarins Hjartarsonar. Hugmyndina er sótt í Gamla testamentið, 1. Mós 37.3 og segir frá draumum Jóseps, sonarins sem Jakob unni mest. Englakórinn var stofnaður árið 1995 og eru félagar 25 á aldrinum 10 til 14 ára en þau stunda flest nám við Tónlistarskólann. Hljóm- sveitina skipa sex hljóðfæraleik- arar. Tónlistarstjóri er Gillian Haworth en leikstjóri Ingunn Indriðadóttir. Næstu sýningar eru á morgun, hvítasunnudag, kl 16 og 20. Sýningin er styrkt af Barna- menningarsjóði. Morgunblaðið/Hallfríður Söngleikur um draum Jóseps Reyðarfirði. Morgunblaðið. Á AÐALFUNDI Verkaýðsfélags Öxarfjarðar sem haldinn var 6. maí sl. var Olga Gísladóttir endurkjörin formaður félagsins. Á fundinum var jafnframt samþykkt eftirfarandi ályktun um ástand vega í Öxarfirði. „Aðalfundur Verkalýðsfélags Öx- arfjarðar, haldinn í Skúlagarði 6. maí 2002, lýsir yfir óánægju sinni með ástand vega á félagssvæðinu, m.a. aðalsamgönguæð sveitarfélagsins sem er vegurinn frá Austur-Sandi og norður fyrir Kópasker, sem er í mik- illi notkun vegna samvinnu skóla á svæðinu, ferða íbúa til og frá vinnu, aukinna landflutninga og ferðaþjón- ustu. Fundurinn hvetur Vegagerð ríkisins, þingmenn kjördæmisins og stjórnvöld til að gera strax nauðsyn- legar endurbætur á veginum,“ segir í fréttatilkynningu. Vilja vegabætur í Öxarfirði MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur úthlutað styrkjum til þróun- arverkefna í framhaldsskólum og til fullorðinsfræðslu á árinu 2002. Alls var sótt um styrki til 93 verkefna og samanlagðar fjárbeiðnir námu rúm- lega 86 milljónum króna. Að fengn- um tillögum nefndar sem metur um- sóknir og gerir tillögur um úthlutun hefur menntamálaráðherra ákveðið að veita 17.690.000 kr. til 43 verk- efna. Styrkirnir eru á bilinu 140.000– 800.000 þúsund krónur. Styrkir til þróunarverkefna í framhaldsskólum Á NÆSTU mánuðum mun heil- brigðiseftirlit sveitarfélaga í sam- vinnu við Hollustuvernd ríkisins kanna notkun eiturefna í starfsleyf- isskyldum fyrirtækjum. Markmið með könnuninni er að at- huga hvort eiturefni séu notuð í starfsleyfisskyldum fyrirtækjum og hvort á staðnum sé a.m.k. einn starfsmaður með leyfi til notkunar á eiturefnum. Mörg fyrirtæki og iðnaðarmenn þurfa að nota eiturefni við vinnu sína. Til þess að geta keypt og notað eiturefni þurfa einstaklingar og fyr- irtæki sérstakt leyfi sem á að fram- vísa í hvert sinn sem þau eru keypt. Þessi leyfi eru gefin út af lögreglu- stjórum og sýslumönnum og gilda þau í allt að 3 ár. Aðeins örfáir aðilar hafa gilt leyfi til nota á eiturefnum og talið er að flestir sem vinna með eit- urefni hafi annaðhvort ekki leyfi eða hafa vanrækt að endurnýja það. Könnun á notk- un eiturefna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.