Morgunblaðið - 26.06.2002, Page 9

Morgunblaðið - 26.06.2002, Page 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2002 9 ÚTSALA - ÚTSALA Dæmi um verð: Áður: Nú: Bómullarpeysa 4.900 2.900 Jakkapeysa 4.900 2.900 Blúndubolur 3.800 2.400 Bodybolur 2.800 1.900 Dömuskyrta 3.200 1.900 Gallajakki 4.900 2.900 Túnika 3.900 2.400 Sítt pils 3.900 2.500 Dömubuxur 3.000 1.900 Kjóll 4.500 2.900 Rúskinnbuxur 7.600 4.600 Kápa pvc 6.600 3.900 Vesti m/belti 3.900 2.300 Dömuskyrta 3.300 1.900 Vatteraður jakki 4.600 2.900 ...og margt margt fleira 40—70% afsláttur Síðumúla 13, sími 568 2870, 108 Reykjavík. Opið frá kl.10.00-18.00 Á SÍÐUSTU 10 árum hafa sér- hæfð kúabú stækkað um 32% og heildartekjur búanna hafa auk- ist um 29%. Á sama tíma hafa sérhæfð sauðfjárbú minnkað um 8% og heildartekjur þeirra minnkað um 7%. Þessar upplýs- ingar koma fram í skýrslu Hag- þjónustu landbúnaðarins um af- komu landbúnaðarins. Í skýrslunni segir að rekstr- aryfirlit áranna 1991–2000 bendi til stöðnunar í rekstri sér- hæfðra sauðfjárbúa á tíma- bilinu. Greinilegt sé að sauð- fjárbú séu viðkvæm fyrir breytingum í rekstrarumhverf- inu, enda megi lítið út af bera í rekstri búa sem séu með um 3,5 milljónir í búgreinatekjur. Að einhverju leyti megi ef til vill takast á við það tekjuleysi sem hrjái greinina með aukinni hag- ræðingu, en öllu betra úrræði væri að stefna að því að stækka rekstrareiningarnar. Það kveður við annan tón í umfjöllun um sérhæfð kúabú. Tekjuþróun kúabúa á þessu tímabili hafi verið jákvæð, sér- staklega árin 1998–2000. Ein- kennandi sé að búin séu að stækka og aukin umsvif í rekstri kalli á auknar fjárfestingar. Kaup á greiðslumarki sé skyn- samleg og sé fallin til þess að skila ávinningi í rekstri. Í skýrslunni er lýst nokkrum áhyggjum af hraðri skuldsetn- ingu mjólkurframleiðenda. Skuldir búanna meira en tvö- földuðust á þessu tíu ára tíma- bili. Hagþjónustan telur að kúabúin þurfi að gæta aðhalds í fjárfestingum og greiða niður skuldir eins og kostur er. Meðal- kúabú skuldaði tæplega 13 milljónir í árslok 2000, en meðal- sauðfjárbú skuldaði þá 3,8 millj- ónir. Í skýrslunni kemur fram að launagreiðslugeta sérhæfðra kúabúa hafi verið 2.389 þúsund á árinu 2000, en launagreiðslu- geta sérhæfðra sauðfjárbúa 1.076 þúsund þetta ár.                     ! " # $ % &            ! " # $ % &   '   (      $ "   !# ! #  #  #                 & $ "        ! " # $ % &            ! " # $ % &   )     * * &* $* "* *  Kúabú stækka en sauðfjárbú minnka GUÐMUNDUR Ólafsson fornleifa- fræðingur fer til Baffinslands í Kan- ada í ágúst til að kanna minjar sem hugsanlega benda til norrænna búða. Að sögn Guðmundar hefur kan- adíski fornleifafræðingurinn Pat- ricia Sutherland kannað minjar á þessum stöðum og m.a. fundið ull- arþræði og tálgaða muni sem eru ólíkir minjum innfæddra en bendi til að þarna hafi norrænir menn verið á ferð. Hún hafi haft samband við sig þar sem hún hafi viljað fá einhvern með þekkingu á norræn- um minjum og hann hafi slegið til. „Við rennum alveg blint í sjóinn og það er óskrifað blað hvað kemur út úr þessu en við vitum af norrænum búðum á Nýfundnalandi og þetta er spennandi verkefni,“ segir hann. Guðmundur segir að auk þess standi til í sumar að gera aldurs- könnun á minjum framan við Glaumbæ í Skagafirði. Þar hafi bandarískir fornleifafræðingar hafið rannsóknir í fyrra án þess að hafa átt von á einhverju sérstöku, en mælingar hafi sýnt að einhver mannvirki væru undir túninu. Því hafi þeir haldið áfram og komið nið- ur á byggingu sem hafi virst vera mjög gömul, hugsanlega skáli frá 10. eða 11. öld. Þetta hafi verið mjög óvænt en um leið mjög spenn- andi og því sé ráðgert að gera þarna ýtarlegri könnun í júlí. Leiði hún í ljós afgerandi niðurstöðu um hvað sé þarna að ræða og frá hvaða tíma verði hugsanlega farið út í ýt- arlegri rannsókn. Að sögn Guðmundar fer könn- unin fram á vegum byggðasafnsins í Glaumbæ í samstarfi við bandarísku fornleifafræðingana og Þjóðminja- safnið. Morgunblaðið/Arnaldur Halldórsson Guðmundur Ólafsson fornleifafræðingur bendir á svæðið þar sem rann- sóknirnar fara fram á Baffinslandi. Hugsanlega norrænar búðir á Baffinslandi SAMÞYKKT var í borgarstjórn í liðinni viku tillaga borgarfulltrúa Reykjavíkurlistans um aukna samþættingu leikskóla og grunn- skóla. Með tillögunni samþykkir borgarstjórn að beina því til borgarráðs að fela starfshópi, skipuðum fulltrúum frá leikskóla- ráði og fræðsluráði, að vinna að tillögum um aukna samþættingu leikskóla og grunnskóla. Í þeirri vinnu verður lögð áhersla á aukið samstarf skól- anna með það að markmiði að þjónustan verði markvissari og heildstæðari og að útfærsla þeirrar stefnu að bjóða fimm ára börnum gjaldfrjálsa þjónustu á leikskólum hluta úr degi verði nánar útfærð. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks töldu tillöguna ganga of skammt og sagði Guð- rún Ebba Ólafsdóttir að sjálf- stæðismenn teldu að auka þyrfti enn frekar samstarf allra þeirra sem vinna að menntamálum og hafa aukið samráð við foreldra. Þá þyrfti að auka valddreifingu. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri benti á að tilgangur tillögunnar væri ekki að taka á skólamálum í heild heldur einu brýnu verkefni sem snerist um samþættingu leik- og grunn- skóla. Í greinargerð sem tillögunni fylgdi segir að mikilvægi sam- starfs og samþætting starfs leik- skóla og grunnskóla sé augljóst, sérstaklega á því ári sem skóla- gangan hefst. „Því er mikilvægt að vinna nú að frekari þróun og útfærslu samþættingar þessara tveggja skólastiga með það að markmiði að bæta þjónustuna frekar en nú er og gera aðlögun á fyrstu stigum skólagöngu sem auðveldasta. Þá segir að stefna R-listans sé að bjóða fimm ára börnum gjaldfrjálsa þjónustu hluta úr degi á leikskólum borg- arinnar.“ Enn fremur segir að með þessu séu börnum veitt jöfn tækifæri til þess að njóta þeirrar þjónustu sem byggð hefur verið upp í leikskólum borgarinnar, án tillits til félagslegrar stöðu eða efnahags. Frekari samþætting leik- og grunnskóla Fimm ára börn fái að hluta ókeypis þjónustu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.