Morgunblaðið - 26.06.2002, Síða 13

Morgunblaðið - 26.06.2002, Síða 13
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2002 13 SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ Skrifaðu okkur Taktu þátt í póstkortaleik ESSO í sumar og þú gætir unnið glæsilegt Coleman-fellihýsi! Það er sáraeinfalt að taka þátt Í hvert sinn sem þú tekur eldsneyti hjá ESSO í sumar færðu tvö póstkort. Annað þeirra er stílað á Helgarútgáfuna, útvarpsþátt Stefáns Karls á Rás 2. Þú skrifar eitthvað skemmtilegt og stingur því í næsta póstkassa. Hitt kortið notar þú að vild og sendir ókeypis hvert sem þú vilt innanlands í boði Íslandspósts. En þetta er ekki allt … Vikulega velur Stefán Karl eitt framúrskarandi skemmtilegt, frumlegt eða skrítið kort og les í þættinum. Þeir sem fá kortið sitt lesið fá skemmtilega ævintýraferð í verðlaun. Ferðamálaráð Íslands A B X / S ÍA skoðaðu Í S L A N D S Æ K J U M fi A ‹ H E I M Í lok sumars verða glæsilegir vinningar dregnir úr innsendum kortum. • Coleman-fellihýsi frá EVRO, að verðmæti 850 þúsund kr. • 5 flugferðir innanlands fyrir tvo með Flugfélagi Íslands. • 5 gasgrill, FiestaExpress, frá ESSO. • 20 bensínvinningar að verðmæti 4 þúsund kr. hver. Póstkortaleikur ESSO meistar inn. is HÖNNUN LIST SKIPULAGS- og bygginganefnd Mosfellsbæjar hefur ákveðið að framlengja frest til að gera athuga- semdir við aðalskipulag sveitarfé- lagsins 2002–2024 til 1. júlí næst- komandi. Þurfa athugasemdir að berast skipulagsnefndinni skriflega fyrir þann tíma. Fram kemur á heimasíðu bæjar- ins að tillagan er til sýnis í afgreiðslu Mosfellsbæjar í Þverholti 2 en einnig er hægt að skoða tillöguna á heima- síðunni sem er með slóðina www.mos.is. Frestur til athugasemda lengdur Mosfellsbær BROTIST var inn í skemmu við golfklúbb á Bakkakotsvelli í Mos- fellsbæ aðfaranótt mánudags og stolið þaðan sláttuvélum og orfum að verðmæti um ein og hálf milljón króna. Að sögn Björns Viðars Ólasonar vallarstjóra var hurð á skemmu spennt upp og þaðan stolið stórri Husquarna-vél á hjólum með öku- mannssæti sem notuð er til að slá í kringum tré á vellinum, tveimur Husquarna-loftpúðavélum, og þremur sláttuorfum af gerðunum Honda og Husquarna. Þá var þrennum eyrnahlífum með útvörp- um stolið. Björn segir að þjófarnir hafi gengið hreint til verks og greinilegt að þeir hafi verið fleiri en einn að verki þar sem stærsta sláttuvélin vegur á bilinu 300–350 kg. Hann bendir á að sú vél sé sú eina sinnar tegundar í einkaeign en auk klúbbs- ins hefur Reykjavíkurborg yfir að ráða slíkum vélum. Björn á von á að erfitt muni reynast fyrir þjófana að kaupa varahluti í vélina án þess að upp um þá komist. Lögregla vinnur nú að rannsókn málsins og segir Björn að þeir sem þekkja til vélanna hafi verið látnir vita af þjófnaðinum ef vera skyldi að þeir yrðu varir við tækin í umferð. Brotist inn í skemmu við Bakkakotsvöll Sláttuvélum fyrir eina og hálfa milljón stolið Mosfellsbær VERIÐ er að leggja göngustíg á um 900 metra kafla frá Siglinga- stofnun Íslands við Vesturvör og út að dælustöð við Hafnarbraut í vestur. Að sögn Steingríms Haukssonar, staðgengils bæjarverkfræðings, er búið er að leggja holræsi og mal- bika en eftir er að ganga endan- lega frá stígunum. Stígurinn teng- ist öðrum kafla austan við hann. Þá er eftir að ganga frá stíg vestan við Marbakka en ráðgert er að fram- kvæmdunum ljúki í sumar. Lokið við að malbika Kópavogur Morgunblaðið/Arnaldur ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.