Morgunblaðið - 26.06.2002, Síða 21

Morgunblaðið - 26.06.2002, Síða 21
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2002 21 NORMAN Mineta, samgönguráð- herra Bandaríkjanna, kveðst þess fullviss að hægt verði að ráða fram úr miklum rekstrarvanda járnbrauta- fyrirtækisins Amtrak, og koma í veg fyrir að lestar þess stöðvist nú í byrj- un sumarleyfatímans. Framkvæmda- stjóri Amtrak, David Gunn, hafði var- að við því að hann myndi leysa fyrirtækið upp ef ekki fengist ríkis- ábyrgð fyrir 200 milljóna dollara láni. Fundur hófst sl. mánudag þar sem samgönguráðuneytið og frammá- menn járnbrautarfyrirtækisins ræddu leiðir til að leysa vanda þess. „Ég er þess fullviss að okkur mun takast að koma í veg fyrir að þjónusta fyrirtækisins verði lögð niður,“ sagði Mineta í fundarhléi. Hann sagði ekk- ert um það hvað nákvæmlega væri rætt á fundinum, en ítrekaði þá af- stöðu ríkisstjórnarinnar að umtals- verðar breytingar kynnu að verða gerðar á rekstri Amtrak, fengi fyr- irtækið opinbera aðstoð áfram. Þjónustunet Amtrak er þéttast í norðausturhluta Bandaríkjanna, á milli Boston, New York og Washing- ton en fyrirtækið rekur járnbrautir, göng og lestarstöðvar í 46 af Banda- ríkjunum 50 og ganga lestir þess alls á milli um 500 stöðva víðs vegar um landið. Síðan fyrirtækið var stofnað árið 1971 hefur það aldrei skilað hagnaði. Á síðasta ári nam tapið á rekstrinum rúmum milljarði dollara. Fundað um Amtrak Washington. AFP. Bandaríkin GALLI í forriti, sem notað er til þess að reikna út heilsutjón af sót- ögnum í andrúmsloftinu, hefur ár- um saman valdið því að sumar rann- sóknir hafa sýnt tvöfalt meiri áhrif en reyndin er, að sögn tímaritsins Nature. „Þetta var þegar orðið svo við- urkennt forrit þegar við byrjuðum að nota það að mér datt ekki í hug að vera með nokkrar efasemdir,“ sagði Francesca Dominici, sem stundar rannsóknir í heilbrigðismál- um við Johns Hopkins-háskóla í Bandaríkjunum. Hún setti endur- skoðaðar tölur á vefsíðu sína í byrj- un júní og tveir rannsóknahópar, annar í Kanada og hinn í Grikk- landi, eru nú einnig að endurskoða sínar niðurstöður. Kanna hugsanleg tengsl Vísindamennirnir kanna hugsan- leg tengsl milli tíðni andláta vegna lungnasjúkdóma og magns sótagna í loftinu en þær koma einkum úr út- blæstri dísilvéla. Margir þættir geta haft áhrif á dánartíðnina og umrætt forrit, sem nefnist S-Plus, tekur þá með í reikninginn til að hægt sé að kanna hve mikil áhrif sótið hefur. Framleiðandi forritsins segir að við flestar aðstæður virki forritið prýðilega en gæta þurfi þess að stilla það rétt með tilliti til þess sem verið er að mæla. Hart er deilt um heilsufarsleg áhrif af sótögnum í Bandaríkjunum og íhugar stjórn George W. Bush forseta að herða reglur um útblást- ur slíkra agna. Andstæðingar hertra reglna eru sagðir líklegir til að nýta sér forritsmálið og fullyrða að rannsóknir sem benda til mik- illar hættu séu óáreiðanlegar. Sótagnir og rannsóknir á heilsufari Forritsgalli tvöfaldaði hættuna KOMIÐ hefur í ljós, að vel þekkt blóðþrýstingslyf, svonefndir ACE-blokkarar, sem eru æða- víkkandi lyf, hafa mun víðtækari virkni en upphaflega var ætlað, og geta þau dregið úr hættu á hjarta- áfalli, heilaáfalli og jafnvel komið í veg fyrir sykursýki. Þá virðist lyf- ið geta dregið úr vöðvarýrnun hjá gömlu fólki. Frá þessu er greint í The New York Times í gær. Niðurstöður nýrra rannsókna á ACE-blokkurum (angiotensin converting enzyme) og nýrri lyfj- um er virka á svipaðan máta leiða í ljós að þessi áhrif lyfjanna eru til viðbótar þeim áhrifum þeirra, að lækka blóðþrýsting, eins og þeim var upphaflega ætlað. The New York Times hefur eft- ir dr. Salim Yusuf, framkvæmda- stjóra hjartasjúkdómadeildar McMaster-háskóla í Hamilton í Kanada, að þessi uppgötvun minni á söguna af aspiríni, lyfi sem var hannað sem einfalt verkjalyf en reyndist hafa góð áhrif til að koma í veg fyrir hjarta- og heilaáfall. Góðar aukaverkanir blóðþrýstingslyfja ♦ ♦ ♦ RÚSSNESKIR vísindamenn í Push- chino, 120 km suður af Moskvu, eru lagðir af stað í göngu til höfuðborg- arinnar til þess að mótmæla mikl- um launalækkunum sem þeir hafa orðið fyrir undanfarinn áratug og versnandi aðbúnaði. Um 100 vísindamenn efndu til mótmælafundar á götum úti og hluti hópsins lagði síðan af stað til höfuðborgarinnar þar sem þeir ætla að leggja áherslu á umkvart- anir sínar með útifundi við stjórn- arráðið á morgun. Að minnsta kosti hálf milljón vís- indamanna hefur yfirgefið Rúss- land undanfarinn áratug vegna lágra launa, að sögn háttsetts vís- indamanns þar eystra. Hafa vís- indamennirnir fengið „langtíma- samninga erlendis, og eiginlega engir hafa snúið aftur“, sagði Vikt- or Kalinushkin, yfirmaður stéttar- félags vísindamanna. Rússneskir vísindamenn sem fá vinnu erlendis hafa á bilinu 260 þús- und til 620 þúsund krónur í mán- aðarlaun, sagði Kalinushkin, en í Rússlandi hafa þeir um 8.500 krón- ur að meðaltali. Algengast er að rússneskir vísindamenn fái vinnu í Japan, Bandaríkjunum, Bretlandi, Kanada, Frakklandi og Þýskalandi. Rússneskir eðlisfræðingar, líffræð- ingar, efnafræðingar og tölvunar- fræðingar eru eftirsóttastir. Rússneskir vísindamenn mótmæla Moskvu. AFP.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.