Morgunblaðið - 26.06.2002, Síða 49

Morgunblaðið - 26.06.2002, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2002 49 DV Kvikmyndir.is  Mbl  Kvikmyndir.com 1/2 kvikmyndir.is 1/2 kvikmyndir.com  Tímaritið Sánd  Rás 2Þær eru fjarska fallegar En ekki koma of nálægt Eina leiðin til að verða einn af strákunum aftur... er að verða “ein” af stelpunum! Ekki missa af þessum geggjaða sumarsmell! Sýnd kl. 8. Vit 367 Sýnd kl. 5.30. Ísl tal. Vit 358. Sýnd kl. 9.30 og 11.10. B.i. 16. Vit 388. Sýnd kl. 6. Ísl tal. Vit nr. 370.  kvikmyndir.is  MBL Sýnd kl. 6, 7, 8, 9, 10 og 11. Vit 393. 1/2kvikmyndir.is ÓHT Rás 2 Sýnd kl. 7.15 og 10. Vit 380. Sýnd kl. 7.30 og 10. Vit 384. Sýn d á klu kku tím afre sti Sýnd kl. 7.15 og 10. B. i. 16. Vit 381. Yfir 32.000 áhorfendurKvikmyndir.is Hverfisgötu  551 9000 www.regnboginn.is 1/2 kvikmyndir.com Radíó X 1/2HK DV Leitin er hafin! Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i 16. Hún er ein af milljón og möguleikar hans á að finna hana eru engir! Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i 16. Menn eru dæmdir af verkum sínum. Bruce Willis í magnaðri spennumynd. Yfir 47.000 áhorfendur! Sýnd kl. 5.30. B.i. 10. 1/2 RadióX 1/2 kvikmyndir.is Sánd Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Skráning er í síma 565-9500 Sumarið er tíminn..! Lestrarhraði fjórfaldast að jafnaði og eftirtekt batnar. Við ábyrgjumst árangur þátttakenda. Sumarið er góður tími fyrir þá sem vilja undirbúa sig vel fyrir erfitt nám næsta vetur. Margföldun á lestrarhraða eykur afköst í öllu námi og starfi. Næsta námskeið hefst 3. júlí n.k. HRAÐLESTRARSKÓLINN w w w. h r a d l e s t r a r s k o l i n n . i s HLJÓMSVEITINA Funerals skipa þau Viðar Hákon Gíslason sem leik- ur á bassa, Ragnar Kjartansson, sem syngur og leikur á gítar, Þorgeir Guðmundsson, sem leikur á tromm- ur og syngur, Ólafur Jónsson, sem leikur á rafgítar, Lára Sveinsdóttir, sem syngur og leikur á harmónikku og hljómborð, og Þorvaldur Gröndal, sem syngur og leikur á gítar og hljómborð. Á síðasta ári gaf hljómsveitin út breiðskífuna Phathetic Me og fékk hún víðast hvar góðar viðtökur og var meðal annars tilnefnd til Ís- lensku tónlistarverðlaunanna. Það er mikið að um að vera fram- undan hjá útfararfólkinu en í kvöld blæs það til tónleika auk þess sem ný plata er á næsta leiti. Morgunblaðið tók þau Þorvald og Láru tali til að fræðast um tón- leikana og væntanlega breiðskífu. „Við erum að fara að taka upp nýja plötu í júlí,“ upplýsir Þorvaldur. „Já, í gömlum sveitabæ á Snæ- fellsnesinu,“ bætir Lára við. „Við verðum trúlega viku eða rúm- lega það, sem sagt töluvert lengur en síðast. Við erum komin með miklu meira en nóg af efni á heila plötu,“ segir Þorvaldur. – Síðasta breiðskífa sveitarinnar var sem sagt tekin upp í sumar- bústað og nýjasta afurðin verður greinilega getin líka úti á landi, af hverju hafið þið þennan háttinn á? „Það gekk svo vel síðast. Við fór- um í sumarbústað og ætluðum bara að hafa það gott uppi í sveit en tók- um upptökutæki með okkur. Við komumst svo bara að því að þetta átti svo vel við okkur,“ segir Þorvald- ur. „Einbeitingin verður betri,“ segir þau Lára og Þorvaldur samsinnir. „Já, maður dettur inn í einhvers konar ævintýraheim og umhverfið truflar mann ekki neitt,“ skýrir Lára enn frekar. – Verður nýja platan lík þeirri fyrri eða kveður þar við nýjan tón? „Þetta er bara svona eðlileg þróun frá hinni plötunni,“ segir Þorvaldur. „Það verður örugglega sami hrá- leiki og á þeirri fyrri en við bætum við fleiri röddum og fleiri hljóð- færum,“ segir Lára. Á leið í víking – Verður Funerals mikið á ferð- inni í sumar? „Við erum að fara á Skóga á föstu- daginn þar sem við leikum fyrir Norðurlandaþing myndmennta- kennara,“ segir Lára. „Svo ætlum við bara að reyna að spila eins mikið og við getum þar sem við erum öll á landinu núna. Það er líka verið að vinna í því að fá að spila erlendis, vonandi í Bandaríkj- unum, með haustinu,“ upplýsir Þor- valdur. „Já, en við þurfum fyrst að safna okkur smápeningum fyrir ferðinni,“ segir Lára. „Fyrri platan okkar hefur verið í dreifingu erlendis og hlotið prýðilega dóma. Það er því áhugi fyrir því að fylgja henni eftir,“ segir Þorvaldur. – Er ekki fremur langt síðan Funerals lék saman síðast? „Jú, við höfum ekki getað spilað saman síðan einhverntímann um áramótin þar sem einn liðsmannanna býr erlendis,“ segir Þorvaldur. „Hann er kominn heim núna svo við erum alveg æst í að fara að spila,“ bætir Lára við. Tónleikarnir fara sem áður segir fram á Vídalín í kvöld og verður hús- ið opnað klukkan 21. Aðgangseyrir er 1.000 krónur og fylgir með óvænt- ur glaðningur. Þau Lára og Þorvaldur lauma svo út úr sér í lokin að sérstakur leyni- gestur muni troða upp á tónleik- unum en neita að gefa meira upp að svo stöddu. Funerals heldur tónleika á Vídalín í kvöld Ljósmynd/Brian Sweeney Útfararfólkið mun leika við hvurn sinn fingur á Vídalín í kvöld. Alveg æst í að spila HLJÓMSVEITIN Vínyl lét nokkuð að sér kveða í íslensku tónlistarlífi fyrir um fimm árum síðan. Hljóm- sveitin gaf frá sér þrjú lög sem öll rötuðu inn á íslenska vinsældarlista. Þrátt fyrir velgengina lagðist Vínyl í dvala en hefur nú tekið upp þráðinn þar sem frá var horfið og snýr form- lega aftur á Stefnumóti Undirtóna í kvöld. Þó nokkrar mannabreytingar hafa þó orðið í hljómsveitinni en þeir Arn- ar Guðjónsson og Arnar Ólafsson hafa sagt skilið við sveitina og manna nú helming hljómsveitarinnar Leav- es. Í stað þeirra eru komnir gítar- leikarinn Egill Tómasson, sem leikið hefur með sveitum á borð við Soðna fiðlu og Kanada, og bassaleikarinn Arnar Snær Davíðsson sem einnig lék með Soðinni fiðlu. Þeir Kristinn, Guðlaugur og Haraldur eru svo enn á sínum stað í Vínyl. Egill Tómasson segir það ekki hafa komið til greina að stofna bara nýja hljómsveit með hinum nýju liðs- mönnum. „Tónlistin okkar er í anda þess sem Vínyl var að gera á sínum tíma þannig að okkur fannst sjálf- sagt að halda nafninu við,“ sagði Eg- ill. Plata á árinu Vínyl hefur nýlokið við upptökur á laginu „Nobody’s Fool“ sem tekið hefur verið til spilunar á nokkrum útvarpsstövanna. Og það er nóg framundan hjá þeim piltum. „Við ætlum að taka upp 5 eða 6 lög nú í júlí, eða hálfa plötu. Hinn helm- inginn tökum við svo upp í ágúst. Það kemur því pottþétt plata með Vínyl út á þessu ári,“ segir Egill og bætir við: „Í sumar erum við svo að fara í tónleikaferð um landið með Jet Black Joe svo það er nóg að gera.“ Tónlistarmaðurinn Kofued hitar upp fyrir Vínyl í kvöld og opnar hús- ið klukkan 21. Aðgangseyrir er 500 krónur og ætti enginn gamall né nýr Vínyl-aðdáandi að láta tónleikana fram hjá sér fara. Vínyl og Kofued á Stefnumóti Undirtóna Kvintettinn Vínyl á bekk, sumir liðsmenn sýnilegri en aðrir. Upprisa Vínyls Morgunblaðið/Sverrir KARÍBAHAF - 12 d. hálfvirði = 2 fyrir 1 Heimsklúbbur Ingólfs-PRÍMA Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is lím og fúguefni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.