Morgunblaðið - 06.07.2002, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 06.07.2002, Qupperneq 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isÁtta eru enn með í baráttunni um gullpottinn / B2 Rúnar Sigtryggsson á leið til Ciudad Real á Spáni / B1 4 SÍÐUR16 SÍÐUR Sérblöð í dag Á LAUGARDÖGUM L a u g a r d a g u r6. j ú l í ˜ 2 0 0 2 LISTI yfir alla stofnfjáreigendur Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis, SPRON, þ.e. nafn þeirra og heimilis- fang, var birtur í prentuðum árs- reikningi SPRON árið 1994. Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður fimm stofnfjáreigenda SPRON, segir að það sýni hvers konar fyrirsláttur það sé hjá stjórn SPRON að halda því fram nú að það skaði viðskiptahags- muni sparisjóðsins að heimila fimm- menningunum að fá þá stofnfjáreig- endaskrá sem nú sé í gildi. Guðmundur Hauksson sparisjóðs- stjóri bendir á hinn bóginn á að það hafi vakið hörð viðbrögð stofnfjáreig- enda þegar listinn var birtur árið 1994. „Í þessu leikriti,“ segir Jón Steinar, „sem sett er á svið núna og gengur út á það að meina stofnfjáreigendunum fimm aðgang að skránni yfir stofn- fjáreigendur hefur verið sagt að það skaði hagsmuni sparisjóðsins og við- skiptavini hans að upplýsingar um stofnfjáreigendur fari út.“ Jón Steinar bendir á að fyrrgreind- ur ársreikningur frá 1994, með nöfn- um stofnfjáreigenda SPRON, hafi verið öllum tiltækur sem hann vildu fá, þ.e. stofnfjáreigendum, viðskipta- vinum og öðrum. Jón Steinar spyr því hvað hafi breyst síðan þá en eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur stjórn SPRON hafnað því að fimm- menningarnir fái að fara með úr sparisjóðnum eintak af skrá yfir stofnfjáreigendur sparisjóðsins Jón Steinar segir að framganga stjórnarinnar í þessu máli sé með hreinum fádæmum. Hann segir að menn verði að hafa í huga að stjórnin hafi verið búin að boða fund þar sem m.a. voru dagskrárliðir sem stofnfjár- eigendur höfðu gert kröfu um. „Stjórnin afboðar þann fund einhliða. Í samþykktum sparisjóðsins er óvenjulega rík krafa um fjölda sem þarf til að krefjast fundar. Stjórnin beitir síðan bolabrögðum til að koma í veg fyrir að stofnfjáreigendur geti náð til þess fjölda sem þar er kveðið á um. Allt er þetta gert til að koma í veg fyrir að fundur verði haldinn.“ Vakti hörð viðbrögð Guðmundur Hauksson sparisjóðs- stjóri bendir á að listinn yfir stofnfjár- eigendur hafi verið birtur að hluta til, þ.e. birt var nafn og heimilisfang, í ársreikningnum árið 1994. „Þetta vakti viðbrögð hjá stofnfjáreigendum sem mislíkaði þetta mjög,“ segir hann og bendir á að stofnfjáreigendur hafi talið þetta viðkvæmar upplýsingar. „Stofnfjáreigendur fundu að þessu og síðan hefur þetta ekki verið gert,“ út- skýrir hann. Guðmundur minnir á í þessu sam- bandi að það skipti máli hvernig farið sé með upplýsingar af þessu tagi. „Við höfum margoft sagt að það stendur öllum stofnfjáreigendum til boða að koma og skoða skrána yfir stofnfjár- eigendur,“ segir hann og bendir á að það sé þó allt annað ef stofnfjáraðili lesi skrána upp á segulband og af- hendi hana keppinaut SPRON, þ.e. Búnaðarbanka Íslands, sem síðan nýti upplýsingarnar markvisst. „Við höfum fengið margar kvartanir frá stofnfjáreigendum yfir því að starfs- menn Búnaðarbankans skuli hringja stöðugt í þá og senda þeim bréf.“ Birtingin vakti hörð við- brögð stofnfjáreigenda Listi yfir stofnfjáreigendur SPRON var birtur í ársskýrslu 1994 NORSKT björgunarfyrirtæki hefur boðist til að ná flaki Guð- rúnar Gísladóttur KE-15 upp af hafsbotni fyrir um 400 milljónir kr., en flakið liggur á 40 metra dýpi undan ströndum Lofoten í N-Noregi eftir að skipið sökk 19. júní sl. Gunnar Felixson, forstjóri Tryggingamiðstöðvarinnar, stað- festi þetta í samtali við Morgun- blaðið í gær. Gunnar segir að verið sé að meta það m.a. hvort það borgi sig að ná skipinu upp. Einnig segist hann vera að vonast til þess að fá tilboð frá hugsanlegum kaupanda sem hafi lýst yfir áhuga á að kaupa skipið. Fyrr en það tilboð liggi fyrir verði ekki tekin endan- leg afstaða til þess hvað gert verð- ur í málinu. Kafarar hafa að undanförnu rannsakað flakið og sagði Ásbjörn H. Árnason, framkvæmdastjóri útgerðar skipsins, aðspurður í gær að tekist hefði að ná síldarnót skipsins upp í fyrrinótt. Sagði hann að hún væri heilleg á að líta og kvaðst eiga von á því að hún væri í góðu ásigkomlagi. Beðið eftir tilboði frá hugsanlegum kaupanda Guðrún Gísladóttir KE-15 VERULEGAR líkur eru á að 23 af þeim mönnum sem létust í umferð- inni á árunum 1998–2001 hefðu kom- ist lífs af ef þeir hefðu verið með bíl- beltin spennt. Í fyrra létust 24 menn í 19 umferðarslysum, eða átta færri en árið áður. Tveir af hverjum þrem- ur sem létust í umferðinni í fyrra voru karlar, sem er svipað hlutfall og síðustu árin. Þetta er meðal helstu atriða sem fram koma í nýrri skýrslu Rann- sóknarnefndar umferðarmála um banaslys í umferðinni í fyrra. Hlutfall ungra og yngri ökumanna mjög hátt Tæplega helmingur þeirra sem lést í fyrra notaði ekki bílbelti og tel- ur nefndin að fimm af 22 ökumönn- um og farþegum bifreiða hefðu lifað af umferðarslys í fyrra hefðu þeir notað bílbelti. Hlutfall ungra ökumanna, 15–24 ára, sem látast í slysum var sem fyrr mjög hátt, eða 38% tilvika. Sex af hverjum tíu sem létust voru á aldr- inum 15 til 34 ára. Þá vekur og athygli að í tveimur af hverjum þremur slysum, þar sem ökutæki rákust á, var þyngdarmun- ur þeirra tvöfaldur eða meiri og í 90% tilvika létust ökumenn eða far- þegar í léttara ökutækinu. Um átta af hverju tíu slysum urðu á vegum þar sem hámarkshraði er 70 km/klst. eða hærri. Útafakstur tekur mestan toll Sem fyrr segir létust 24 í umferð- inni í fyrra, nokkru færri en árið áð- ur, en þess ber að geta að á árunum 1995 til 1999 létust að meðaltali 19 manns í umferðinni eða fimm færri en í fyrra. Útafakstur var sem fyrr langal- gengasta tegund banaslysa eða tæp- lega helmingur tilvika í fyrra. Í 27% tilvika var ekið framan á annan bíl og í 16% tilvika var ekið inn í hlið á bif- reið. Flest banaslysin urðu á helgum eða 56% allra slysa og dreifðust þau jafnt á laugardaga og sunnudaga. Helstu orsakir banalsysa í um- ferðinni má fella í fjóra flokka, bíl- belti rangt eða ekki notuð, svefn og ölvun við akstur, forgangur í umferð- inni ekki virtur og andleg eða lík- amleg veikindi. Beltin hefðu hugs- anlega getað bjarg- að 23 sem létust Skýrsla Rannsóknarnefndar umferð- armála um banaslys í umferðinni ANNA Bretaprinsessa átti anna- saman dag á Íslandi í gær. Um morguninn hitti hún m.a. John Culver, sendiherra Breta á Íslandi, en að því búnu skoðaði hún Lista- safn Íslands. Í hádeginu snæddi hún hádegisverð á Þingvöllum með Davíð Oddssyni forsætisráðherra og Ástríði Thorarensen og síðdegis hélt hún að Gullfossi og Geysi. Á Listasafninu hitti Anna landa sína, hjónin Brian Pilkington teiknara og Kathryn Harrison. Í dag heldur Anna á Landsmót hestamanna á Vindheimamelum í Skagafirði þar sem hún verður heiðursgestur. Morgunblaðið/Jim Smart Viðburða- ríkur dagur hjá Önnu BETUR fór en á horfðist þegar bíll valt á Skagastrandarvegi, norðan við Hafursstaði, rétt fyrir klukkan tvö í gær. Í bílnum var kona, sem var öku- maður, og þrettán mánaða gamalt barn hennar. Að sögn lögreglunnar á Blönduósi sluppu þau nánast ómeidd. Tildrög slyssins eru ókunn. Þá varð þriggja bíla árekstur við Síká í Vestur-Húnavatnssýslu, um áttaleytið í gærkvöld. Tildrög slyss- ins eru sömuleiðis ókunn, að sögn lögreglunnar á Blönduósi. Engin meiðsl urðu á mönnum. Mikil umferð var á þessum slóðum í gær, vegna landsmóts hestamanna á Vindheimamelum í Skagafirði og íþróttamóts á Akureyri um helgina. Biður lögreglan ökumenn um að gæta varúðar. Skagastrandarvegur Bíll valt með konu og barni ♦ ♦ ♦ FORSÆTISRÁÐHERRA Slóveníu dr. Janez Drnovsek kemur ásamt föruneyti í opinbera heimsókn til landsins í dag. Í heimsókn sinni mun ráðherrann eiga viðræður við Davíð Oddsson forsætisráðherra, heim- sækja Bessastaði, alþingishúsið og ráðhús Reykjavíkur og fara í skoð- unarferð um landið. Hann mun með- al annars fara til Vestmannaeyja og Þingvalla. Forsætisráð- herra Slóven- íu í heimsókn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.