Morgunblaðið - 06.07.2002, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 06.07.2002, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 2002 9 LOFTFARINN Thomas Seiz var staddur á Reykjum í Skagafirði í vikunni ásamt áhöfn sinni en þeir lögðu upp frá Blönduósi á sunnu- daginn var en verða á Akureyri um helgina. Síðan verður stefnan tekin á Mývatn. Í samtali við Morgunblaðið sagði Seiz að hópurinn hefði ekki lent í neinum óhöppum fram til þessa. „Við munum ekki fljúga til Akureyrar, vindurinn gerir okk- ur erfitt fyrir, á daginn blæs af hafi en af landi á kvöldin. Og við förum ekki á loft á Akureyri vegna flugvallarins þar en von- umst til að fljúga í Mývatnssveit- inni.“ Seiz segir að vindurinn sé ekki aðalvandamálið, sé hann of mikill fari menn einfaldlega ekki á loft. „Meginvandinn,“ segir Seiz, „er að finna lendingarstaði eftir á loft er komið, hér er ekki marga góða staði að finna því við þurf- um að geta komist að loftbelgn- um á bílum og það eru ekki bein- línis vegir hér út um allt. Þannig að það er aðalhausverkurinn,“ segir Seiz. Erfitt að finna lending- arstaði Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Thomas Seiz og félagar á Blönduósi. FYRIRTÆKI hér á landi hyggjast að meðaltali fækka starfsfólki um 0,8% á næstu þremur til fjórum mánuðum að því er kemur fram í könnun Samtaka atvinnulífsins (SA) sem gerð var í júní. Rúm átta prósent fyrirtækja hyggjast fjölga starfsfólki en rúm 15% hyggjast fækka því. Athygli vek- ur að fyrirtæki í öllum atvinngreinum virðast ætla að fækka starfsmönnum. Síðasta mæling SA var gerð í desem- ber og þá hugðust fyrirtæki að með- altali fækka starfsfólki um 0,5%. Í frétt Samtaka atvinnulífsins segir m.a. að þetta sé mun hærri tala en fram kom í könnun Vinnumálastofn- unar sem gerð var í apríl/maí en sam- kvæmt henni vildu fyrirtæki fækka starfsfólki um 0,4%. Þessi fækkun- aráform eigi þó ekki að þurfa að koma á óvart í ljósi þess að áætlað sé að landsframleiðslan dragist saman um 0,8% á árinu. Hins vegar veki athygli að menn hyggist fækka starfsfólki í öllum at- vinnugreinum og eins hitt að enn séu það einkum fyrirtæki með fjörutíu starfsmenn eða fleiri sem hyggist segja upp fólki, líkt og komið hafi fram í mælingunum í desember í fyrra. Eftirspurn eftir starfsfólki á lands- byggðinni mælist nú minni en á höf- uðborgarsvæðinu, ólíkt því sem kom- ið hefur fram í flestum könnunum undanfarið ár. Fyrirtæki á höfuð- borgarsvæðinu hyggjast fækka fólki um 0,3% en fyrirtæki á landsbyggð- inni um 1,4%. SA telur þó að breyt- ingin skýrist að einhverju leyti af árs- tíðarsveiflu, einkum í ferðaþjónustu. Rúmlega 1.300 aðildarfyrirtæki SA voru spurð um ráðningaráform sín næstu þrjá til fjóra mánuði. Tekið var fram að lausráðningar væru ekki taldar með. Alls bárust svör frá tæp- lega sex hundruð fyrirtækjum eða rúmum 44% aðspurðra. Stefnir í fækkun í öll- um atvinnugreinum Samtök atvinnulífsins kanna vinnuaflseftirspurn NÝTT félag, Frétt ehf., hefur keypt útgáfuréttinn að Fréttablaðinu af Fréttablaðinu ehf. Blaðið kemur út næsta föstudag, 12. júlí, en gerður hefur verið samningur við Ísafold- arprentsmiðju um prentun blaðsins. Ragnar Tómasson, lögfræðingur nýrra eigenda, segist ekki vilja gefa upp kaupverð útgáfuréttarins. Hann vill heldur ekki upplýsa hverjir eigendur hins nýja félags séu. Í fréttatilkynningu frá Frétta- blaðinu kemur þó fram að fyrri eig- endur Fréttablaðsins eru ekki með- al hluthafa Fréttar ehf. Skuldir við núverandi blaðbera greiddar Ragnar segir að það sé ætlun hins nýja félags að gera upp skuldir við blaðbera hið fyrsta. Þar verði aðeins um að ræða þá blaðbera sem nú vinni fyrir Fréttablaðið. Ekki séu til gögn um þá blaðbera sem hætt hafi störfum. Að sögn Ragnars eru launakröfur annarra starfsmanna ekki á könnu hins nýja félags. „Það eru engin tengsl á milli Fréttablaðsins ehf. og Fréttar ehf., nema samningurinn um útgáfuréttinn,“ segir hann. „Okkur finnst áhugaverðasta um- hugsunarefnið í þessu máli öllu saman,“ segir Ragnar, „vera staða íslenskrar fjölmiðlunar. Nánar til- tekið hvaða þýðingu það hefur fyrir auglýsendur og frjálsa umræðu að viðhalda fjölbreyttri flóru dag- blaða,“ segir hann. Hann segir að sumir íslenskir fjölmiðlar hafi eng- an áhuga á því og vilji Fréttablaðið feigt. „Ég tek þó fram að ég nefni ekki Morgunblaðinu í því sam- bandi,“ segir hann. Gunnar Smári Egilsson ráðinn ritstjóri Í fréttatilkynningu Fréttar ehf. segir m.a.: „Það er markmið nýs útgáfu- félags að setja styrkar stoðir undir rekstur Fréttablaðsins með góðri eiginfjárstöðu og efla útgáfu blaðs- ins. Fréttablaðinu hefur verið vel tekið af lesendum og auglýsendum og verður byggt á þeim grunni. Þjónusta blaðsins verður hins vegar efld með ýmsum hætti; t.d. með birtingu smáauglýsinga.“ Einnig segir: Fréttablaðið kemur aftur út Nýtt útgáfufélag stofnað „Gunnar Smári Egilsson hefur verið ráðinn ritstjóri að Frétta- blaðinu og mun hann jafnframt gegna störfum framkvæmdastjóra fyrst um sinn. Gunnar Smári vann að stofnun Fréttablaðsins og hefur verið ritstjóri blaðsins frá síðasta ári.“ Ekki náðist í Gunnar Smára þeg- ar reynt var að ná í hann í gær. Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00–18.00, laugardaga frá kl. 10.00–15.00. Allt á útsölu ÚTSALA mikið af stórum stærðum                              !" #!  ! $% ! &'( ) !                                       !    "#$ %  &'' * +,$ ( (       ! ) *   +      *    , -  )- . !/*   ) -,,   ( .$( '   (  % ('  % (! Sumarútsala Neðst við Dunhaga, sími 562 2230 Opið mán-fös. kl. 10-18 Lau. kl. 10-14 Langur laugardagur 30% afsláttur af sundfatnaði og undirfatnaði Laugavegi 4, sími 551 4473 Póstsendum Hverfisgötu 6, sími 562 2862. Útsala 4ra vikna uppbyggjandi námskeið fyrir þá, sem eiga við streitu, kvíða og fælni að stríða og/eða eru að ganga í gegn- um miklar breytingar í lífinu. Kenndar verða leiðir til þess að að slaka á og öðlast aukið frelsi og lífsgleði. Ásmundur, sem m.a. byggir námskeiðið á eigin reynslu af kvíða, tekur fyrir þætti eins og jógastöður, öndunaræfingar, slökun og andleg lögmál sem stuðla að velgengni, jafnvægi og heilsu. Ekki er krafist reynslu af jóga. Yfirgripsmikið og traust námskeið frá árinu 1994. Hefst þriðjudaginn 9. júlí – þri. og fim. kl. 20:00 Auðbrekku 14, Kópavogi. Símar 544 5560 og 864 1445, www.yogastudio.is Jóga gegn kvíða með Ásmundi Gunnlaugssyni mbl.is STJÖRNUSPÁ VEÐUR mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.