Morgunblaðið - 06.07.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.07.2002, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. M EÐ vaxandi eftirvæntingu er beðið niðurstöðu um framtíð tveggja mikilvægra fjármála- stofnana, Landsbanka Íslands og Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis. Mikilvægum ákvörðunum vegna þeirra hefur verið slegið á frest, á meðan beðið er eftir afstöðu opinberra aðila. Hluthafafundur Landsbanka Íslands samþykkti hinn 1. júlí að fresta kosningu í nýtt bankaráð. Ástæðan var tilboð frá innlendum fjárfestum, feðgunum Björgólfi Guðmundssyni, Björgólfi Thor Björgólfssyni auk Magnúsar Þorsteinssonar, í svonefndan kjölfestuhlut í bankanum, það er um 30% af hlutafé bankans. Eru góð tíðindi, að íslenskir einstaklingar séu svo fjárhags- lega sterkir, að þeir hafi burði til að standa að jafnháu tilboði, sem leiðir strax til þess, að kjöri nýs bankaráðs er frestað, á meðan einkavæðingarnefnd ríkisins skoðar málið. Gefur það til kynna, að eigendur bankans telji tilboðið áhugavert, eins og Davíð Oddsson forsætisráðherra hefur staðfesti og boðað nið- urstöðu nú fyrir helgina. Stjórn Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) frestaði í síðustu viku fundi stofnfjáreigenda SPRON, sem átti að halda hinn 28. júní, til að taka ákvörðun um að breyta sparisjóðnum í hlutafélag. Vill stjórnin fá úrskurð frá fjár- málaeftirlitinu, áður en fundurinn er haldinn, um það hvort til- boð fimm fjárfesta fyrir hönd Búnaðarbankans um að kaupa stofnfé SPRON fyrir fjórfalt hærra verð en stjórn sparisjóðs- ins býður sé löglegt. Stjórnendur SPRON segjast í einu og öllu miða tilboð sitt til stofnfjáreigenda við lög, sem heimila að breyta megi spari- sjóðum í hlutafélög. Stofnfjáreigendur hafi samkvæmt ákvæð- um gildandi laga aldrei getað vænst þess að öðlast hlutdeild í eigin fé sparisjóðs umfram verðbætta stofnfjáreign sína. Til- boð Búnaðarbankans feli í sér um það bil tveggja milljarða króna greiðslu til stofnfjáreigenda til þess að ná yfirráðum yf- ir eigin fé sparisjóðsins, sem sé bókfært á 3,2 milljarði króna og metið á markaðsvirði fjórir til fimm milljarðir króna. Stofnfé sé ekki ígildi hlutafjár heldur hafi allt annað gildi að lögum og það sé ekki fyrr en eftir breytingu sparisjóðs í hluta- félag, að stofnfjáreigendur geti sem hluthafar gert tilkall til hluta og vaxtar eigin fjár eins og í öllum öðrum hlutafélögum. x x x Þeim, sem tekið hafa þátt í aðalfundum SPRON, kemur óeining innan hóps stofnfjáreigenda um málefni sparisjóðsins eða störf stjórnar hans í opna skjöldu. Á aðalfundunum hefur undanfarna áratugi jafnan ríkt mikill einhugur og hafa stjórn- armenn notið um og yfir 90% og allt að 100% stuðnings í óbundnu kjöri á fundunum. Hefur þetta ekki breyst, þótt stofnfjáreigendum hafi fjölgað hin síðari ár, en þeir eru nú milli ellefu og tólf hundruð. Fjöldi stofnfjáreigenda er ekki lögbundinn heldur ræðst af samþykktum einstakra sparisjóða. Undanfarin ár hefur þeirri stefnu verið fylgt innan SPRON að fjölga í þessum hópi, en hver einstaklingur innan hans getur að h stofnbréf. Með verðbótum er hvert bréf krónur og er það innlausnarverð tryggt m tryggingu Búnaðarbankans bjóða fimmm krónur í hvert bréf, eða 104.220 króna yf þannig 2.084.400, ef stofnfjáreigandi á 20 Á síðasta aðalafundi SPRON var stofn nákvæm grein fyrir rétti þeirra í því ferl þykkti einróma að hefja til að breyta SPR G. Tómasson stjórnarformaður, sem er f ari og borgarlögmaður og síðar ríkislögm kvæmni yfir alla þætti málsins og einnig son sparisjóðsstjóri. Að loknu máli þeirr spurningar hjá stofnfjáreigendum og stó samþykktum aðalfundarins. Á grundvelli ákvarðana aðalfundarins næsta skref og boðaði stofnfjáreigendur ingarfunda og loks til fundarins 28. júní, að. Eftir að dagskrá þess fundar hafði ve tveir stofnfjáreigendur eftir að leggja til voru á svig við tillögur stjórnarinnar og k tilmæli þeirra. Var dagskrá fundarins br lýstur að nýju, svo að taka mætti þessar ir á honum. Það var hins vegar óvissan u fjárfestanna fimm í skjóli Búnaðarbanka vegna þess til fjármálaeftirlitsins, sem le inum var frestað um óákveðinn tíma. x x x Iðnaðarmenn í Reykjavík voru helstu un Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis réttum 70 árum. Voru þeir löngum helstu og ábyrgðarmenn, sem er eldra heiti á st fjárhagsleg ábyrgð þeirra vegna sparisjó stofnfjáreign hvers og eins. Sparisjóðuri horni Smiðjustígs og Hverfisgötu en síða 11. Það var ekki fyrr en á 50 ára afmæli h sjóðurinn fékk heimild til að opna útibú. Á síðustu áratugum hefur starfsemi S þétt og stjórnendur hans hafa nýtt aukið fjármálastofnana til að þróa þjónustu ha sem nánust tengsl við viðskiptavini sína bundna þjónustu. Helstu markmiðum ha lýst þannig: SPRON byggir samkeppnis og hæfu starfsfólki sem nýtur sjálfstæði traust viðskiptavina og veitir þeim framú skjóta þjónustu. SPRON er sjálfseignar annt um menningu og umhverfi á höfuðb sem flestir viðskiptavina búa og starfa. S fyrirtæki sem stefnir að því að vera ávall aðnum og nýta þau sóknarfæri sem gefa eða í samvinnu við önnur fyrirtæki. SPR vera ávallt besta fjármálafyrirtækið á Ís Átökin um SPRON Eftir Björn Bjarnason VETTVANGUR Í RÍKJUM araba er samfélagmanna að mörgu leyti aftar-lega á merinni ef borið er sam-an við sex önnur heimssvæði og einkum er ástandið slæmt í þrennu tilliti: skortur er á frelsi, kon- ur fá ekki að njóta sín og þekking- aröflun er bágborin. Þetta kemur fram í þróunarskýrslu sem virtir fræðimenn og sérfræðingar frá arabalöndunum gerðu á vegum Sameinuðu þjóðanna og birt var í vikunni. Skýrsluhöfundar mæla meðal annars með því að komið verði á „frjálsum, heiðarlegum og reglu- bundnum kosningum“, losað verði um tök skriffinna á frjálsum félaga- samtökum og fjölmiðlafrelsi aukið. Hvatt er til að mannréttindi verði virt og dómstólar verði sjálfstæðir. Bandaríska dagblaðið The New York Times fjallaði um skýrsluna í leiðara á fimmtudag og hældi höf- undum hennar fyrir að tjá sig skýrt og umbúðalaust. Blaðið benti á að frelsi og lýðræði hefði sótt hratt fram síðustu áratugi um nær allan heim, arabaríkin væru undantekn- ingin frá þeirri reglu. Bandaríkin hafi lengi stutt dyggilega spillta og einræðishneigða arabaleiðtoga og látið duga að biðja þá um fullnægja olíuþörfum vesturlanda og valda ekki Ísrael allt of miklum vandræð- um. „Afleiðingin er sú að of margir ungir arabar eiga auðveldara með að tengja ímynd Bandaríkjanna við harðstjórana sem þau styðja í Mið- austurlöndum en umburðarlynda lýðræðisstefnuna sem fylgt er í Bandaríkjunum sjálfum.“ Hin heimssvæðin sex sem ætlunin er að gera úttekt á eru Afríka sunn- an Sahara, Suður- og Austur-Asía, Rómanska Ameríka, Evrópa, Eyja- álfa og Norður-Ameríka. Ríki Araba eru 22 og þar búa alls um 280 millj- ónir manna en vegna mikillar fjölg- unar í flestum þeirra er gert ráð fyr- ir að mannfjöldinn verði allt að 450 milljónir eftir 20 ár. Um 65 milljónir fullorðinna araba kunna ekki að lesa og ólæsið er um 50% meðal kvenna. Talið er að um tíu milljónir barna í ríkjun ekki skóla. Arabaríkin verj tímaritsins The Economist til menntunar en önnur þr en peningarnir nýtast illa, tiltölulega lítið um skapa menntir eða kvikmyndager eru þýddar um 300 erlendar ári að jafnaði í löndum ara samanburðar þýða Grikk sinnum fleiri bækur. Fram kemur að arabarí 0,5% af þjóðarframleiðslu vísindarannsókna en sam hlutfall er 2,9% í Japan. O 0,6% íbúa arabalandanna no notkunin er enn minni í ar um en í Afríku sunnan Sa er þó fátækasta svæði í heim Vandamálin skilgre Rima Khalaf Hunaidi, fyr aðstoðarforsætisráðherra stjórnaði verkinu sem tók uði. Sagði hún að í skýrslu ekki sett fram áætlun um en vandamálin skilgreind Arabar auki kvenfrelsi og þekkingu Jórdanskar stúlkur úr r Palestínu á samkom Þjóðirnar hvattar til að taka sig á í nýrri skýrslu arabískra sérfræðinga BETUR MÁ EF DUGA SKAL ASÍ hefur nú um nokkurt skeið gertverðsamanburð í verslunum hér-lendis þar sem að auki er kannað verð erlendis til hliðsjónar. Þessi tilhög- un er lofsverð, því hún sýnir með afger- andi hætti hvar ætla mætti að verð- myndun hér væri óeðlileg miðað við önnur lönd og ýtir þannig undir heil- brigða og raunhæfa neytendavitund. Kostir þessa samanburðar við erlenda verslun komu mjög vel fram í verðkönn- un ASÍ á grænmeti og ávöxtum þann 19. júní sl. sem birtist hér í blaðinu á fimmtudag. Þar kemur í ljós að Bónus stendur sig best þegar kemur að lágu vöruverði á Íslandi, en samt sem áður er afar athyglisvert að sjá að af 42 vöruteg- undum voru 23 ódýrastar í Tesco í Lond- on. Í alltof mörgum tilfellum var verð- munurinn á milli verslana hér og í London mjög mikill (í tíu tilvikum var verð hér yfir 200% hærra) og hið hvers- dagslega jöklasalat var rúmlega 7 sinn- um dýrara hér í versta tilfellinu og nærri þrisvar sinnum dýrara í ódýrasta tilfell- inu. Það eitt segir sína sögu um að betur má ef duga skal. Verðmunur á ávöxtum hér og erlendis er minni en á grænmeti og segja má að þar standi íslenskar verslanir sig mun betur, bjóða jafnvel stundum betra verð þó aldrei muni mjög miklu. Samskonar aðhaldi ætti að vera hægt að ná fram í verslun með flestallt grænmeti svo ljóst er að neytendur verða að halda áfram að knýja á um að grænmetisverð lækki í réttu samræmi við þá möguleika sem að- gerðir ríkisstjórnarinnar fyrr á þessu ári leyfa. Það vekur athygli að verð á græn- meti hjá Tesco er mun jafnara en hjá okkur því að steinselju undanskilinni fer kílóverð ekki yfir 307 kr. á neinni tegund og á flestum tegundum er kílóverð innan við 200 kr. Hér á landi fer kílóverð á sumum tegundum grænmetis vel yfir 700 krónur þar sem þær eru dýrastar og í því sambandi vekur sérstaka athygli að kílóverð á kúrbít, eggaldini og sætum kartöflum er mjög hátt í öllum verslun- um hér og munar 405%, 283% og 339% á verði Tesco og hæsta verði hér. Allt eru þetta þó hversdagslegar grænmetisteg- undir og síður en svo vandmeðfarnar svo erfitt er að finna haldbær rök fyrir þessu háa verði. Ef hægt er að þoka verði á margumræddum agúrkum niður í það sem lægst gerist í Evrópu, eða í 119 kr., af hverju er þá ekki hægt að finna ná- skylda tegund, kúrbítinn, fyrir minna en 299 kr. þegar mjög litlu munar á verði á þessum tveimur tegundum í Tesco? Og það má geta þess í þessu sambandi að verð á kúrbít var í flestum verslunum tæpar 500 kr. og fór allt uppí 729 kr. Eins og Morgunblaðið hefur áður bent á er mjög mikilvægt að kanna ekki ein- ungis verð á algengustu tegundum grænmetis í slíkum könnunum, heldur einnig á þeim tegundum sem lands- mönnum er meira nýnæmi að. Þannig er hægt að efla verðskyn neytenda í heild en þeir virðast alltof oft sætta sig við óheyrilega hátt verð á því grænmeti sem enn er talið framandi eða jafnvel mun- aðarvara hér á landi, þó það teljist til hversdaglegra matvæla annars staðar. Með slíku aðhaldi er einnig hægt að hvetja verslanir til að auka fjölbreytni í grænmetisborðum sínum þannig að neytendur geti sniðgengið algengar teg- undir þegar þær hækka í verði og gerst djarfari í vali á öðru grænmeti í sam- ræmi við það sem er ódýrast hverju sinni. LENGRI SKÓLATÍMI Skiptar skoðanir eru um þá ákvörðunFræðsluráðs Reykjavíkur að bæta einni kennslustund á dag við stundaskrá sjö til níu ára barna. Hún gerir ráð fyrir að börnum standi til boða að vera í skólanum til u.þ.b. 14.30 í stað 13.30. Breytingin tekur gildi í áföngum; fyrst í Breiðholti og Vest- urbæ næsta haust. Fleiri hverfi bætast við haustið 2003 og þau sem eftir eru ár- ið 2004. Ekki verður um mætingar- skyldu að ræða fyrr en breytingin hefur tekið gildi hjá öllum skólum borgarinn- ar. Í Morgunblaðinu á miðvikudag kemur fram að skólastjórar eru ekki á eitt sátt- ir um samþykktina, meðal annars vegna þess að sumir hverjir óttast að kennslu- stundir séu orðnar of margar hjá þess- um aldurshópi. Aftur á móti eiga þeir von á að langstærstur hluti nemenda komi til með að nýta sér möguleikann. Það hlýtur að benda til þess að foreldrar séu sáttir við þessar breytingar enda stór hluti nemenda í heilsdags gæslu. Í samþykktinni kemur fram að draga eigi úr heimavinnu samfara breyting- unni sem þýðir væntanlega að kennslu- stundin verði meðal annars nýtt í heima- nám. Það verður að teljast jákvætt að sá tími sem foreldrar hafa með börnum sínum verði nýttur í annars konar sam- verustundir en heimanám þó svo að ein- hver hluti heimanáms fari fram á heim- ilinu undir leiðsögn foreldra, því það er mikilvægt að foreldrar fylgist vel með námi barna sinna og ábyrgðinni ekki al- farið velt yfir á skólana. Hlíðaskóli náði í ár, þriðja árið í röð, hæstu meðaleinkunn á samræmdum prófum 10. bekkjar á landsvísu, en í skólanum stunda á sjötta hundrað börn og unglingar nám. Í samtali við Morgun- blaðið segir Árni Magnússon, skóla- stjóri Hlíðaskóla, að fyrst og fremst megi þakka árangurinn góðri kennslu í skólanum frá upphafi námsferils nem- enda. Lítið sé um mannabreytingar bæði hvað varðar kennara og annað starfslið skólans. „Þegar fólk er búið að vera lengi í starfi og orðið vant því að búa nemendur undir próf er ósköp eðli- legt að betri árangur náist en í skólum þar sem kennarar staldra stutt við,“ segir Árni. Meðal þeirra áhrifa sem lenging skóladagsins getur haft er að auðvelda skólum að búa til fullar stöður fyrir kennara. Má því búast við að kennarar staldri lengur við vegna meira öryggis í starfi. Skólastjóri Hlíðaskóla bendir á að skólinn er með hæstu meðaleinkunn í bóklegum greinum en þrátt fyrir það sé mikil áhersla lögð á nám í verk- og list- greinum í skólanum. Það er tilvalið að skólarnir reyni að nýta viðbótar- kennslustundina í að auka vægi verk- og listgreina í skólastarfinu, því þol barna á þessum aldri við ástundun hefðbund- ins bóknáms er takmarkað. Ef hægt verður að bjóða upp á aukna fræðslu til að mynda um nánasta umhverfi þar sem fróðleikur og hreyfing eru samtvinnuð þá er það af hinu góða. Eins má benda á starf sem Hlíðaskóli hefur þróað en þar er rekin listasmiðja fyrir nemendur í eldri árgöngum. Það er hugmynd sem skólastjórnendur ættu að hafa í huga þegar skólastarf barna á aldrinum sjö til níu ára verður skipulagt með tilliti til lengri skóladags en áður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.