Morgunblaðið - 06.07.2002, Page 36

Morgunblaðið - 06.07.2002, Page 36
MINNINGAR 36 LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sigurlaug Árna-dóttir fæddist á Sauðárkróki 6. febr- úar 1910. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu á Höfn í Hornafirði 26. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin séra Árni Björnsson, f. 1.8. 1863, d. 26.3. 1932, og Líney Sig- urjónsdóttir, f. 6.10. 1873, d. 8.10. 1953. Bróðir Líneyjar var Jóhann Sigurjónsson skáld, f. 19.6. 1880. Sigurlaug var fjórða yngst af 12 al- systkinum. Systkini hennar voru Björn Einar, Sigurjón Þorvaldur, Snjólaug Guðrún, Páll Kristinn, Elín Málfríður, Árni Björn, Sigur- laug Margrét (dó á fyrsta ári), Þor- valdur, Margrét Guðný, Helga Álf- heiður og Ingibjörg. Ingibjörg er ein á lífi. Sigurlaug giftist 8.8. 1937 Skafta Benediktssyni frá Hlíð í Lóni, f. 17.10. 1911, d. 9.9. 1996. Þau keyptu jörðina Hraunkot í Lóni og bjuggu þar frá hausti 1937 ásamt Guðlaugu systur Skafta, f. 25.3. 1903, d. 4.7. 1995. Árið 1956 fluttust að Hraunkoti feðgarnir Friðrik Baldvin Jónsson, f. 29.6. skaftfellskra kvenna. Hún sat lengi í formannaráði Kvenfélaga- sambands Íslands og sat landsþing þess. Hún sat einnig fulltrúaráðs- fundi og landsfundi Kvenréttinda- félags Íslands, og á vettvangi þess bar hún árið 1952 upp tillögu um að í hverri sveitarstjórn, nefnd og ráði á Íslandi skyldi sitja að minnsta kosti ein kona. Sigurlaug átti lengi sæti í hreppsnefnd Bæj- arhrepps og var ein fyrsta kona á Íslandi til að gegna því starfi. Hún sat í Byggðasafnsnefnd og Þjóðhá- tíðarnefnd Austur-Skaftafellssýslu 1975. Sigurlaug sá um útgáfu á bókum Guðlaugar mágkonu sinn- ar og las sögur hennar upp í út- varpi ásamt frumsömdum erindum sínum. Hún þýddi einnig allmarg- ar bækur og sá um útgáfu þeirra. Fyrir störf sín að félags- og menn- ingarmálum fékk hún riddara- kross Fálkaorðunnar árið 1975. Sigurlaug var frumkvöðull í garð- rækt. Þau Skafti komu upp skrúð- garði þar sem hún kom upp af fræjum ýmsum skrautjurtum frá fjarlægum heimshlutum. Hún fékk fyrir þau störf viðurkenningar víða að, þar á meðal frá Garð- yrkjufélagi Íslands árið 1985. Auk allra annarra starfa gegndi Sigur- laug mikilvægu uppeldisstarfi. Hún fóstraði mikinn fjölda sumar- barna, sem sum áttu Hraunkot að athvarfi og öðru heimili. Útför Sigurlaugar verður gerð frá Stafafellskirkju í Lóni í dag og hefst athöfnin klukkan 14. 1916, og Friðrik Bald- vin Friðriksson, f. 17.6. 1955. Sigurlaug gekk Friðriki yngri í móðurstað, en móðir hans Kristín Stefáns- dóttir frá Hlíð í Lóni, f. 13.12. 1922, dó frá honum 23.2. 1956. Kristín var hálfsystir Skafta og Guðlaugar. Sigurlaug lauk námi frá Kvennaskól- anum í Reykjavík og lærði hjúkrun. Hún út- skrifaðist frá Hjúkr- unarskóla Íslands árið 1933, í fyrsta útskriftarárgangi. Hún stundaði síðan framhaldsnám í Englandi og Belgíu í eitt ár og vann á Hvítabandinu og Röntgen- deild Landspítalans 1934–1937. Sigurlaug starfaði mikið að félags- og menningarmálum bæði í heima- sveit og á landsvettvangi. Hún var organisti í Stafafellskirkju í nærri 60 ár. Hún starfaði í ýmsum fé- lagasamtökum og var formaður sumra þeirra um lengri eða skemmri tíma. Þeirra á meðal voru Sóknarnefnd Stafafellssóknar, Fé- lag áfengisvarnarnefnda í Austur- Skaftafellssýslu, Kvenfélagið Grein í Lóni og Samband austur- Konan bláklædda – þín bjarta trú – kyssti augu þín á æskudögum. Þú sást því land og ljósar hallir þar dapureygðir sjá dimmu. (Jóhann Sigurjónsson.) Látin er frænka mín Sigurlaug Árnadóttir, Hraunkoti í Lóni. Nú gengur hún ekki lengur um blóma- garðinn sinn við svartan harmravegg þessi greinda, fallega og ljúfa kona né heldur sinnir sveitungum sínum og öðrum gestum af þeirri ástúð sem þeim einum er gefið sem elska og virða allt líf og hlotnast að launum innri og ytri ró. Einstaka sinnum hendir að and- blær frá heimsmenningu berst inní stofu á litlum bóndabæ í afskekktri sveit og kona sem kemur utan úr hin- um stóra heimi hristir saman með ótrúlegum hætti friðsæld, vit og góð- vild. Mér er sagt að langamma mín og móðursystir Sigurlaugar hafi verið kona af þessu tagi og báðar skilja þær eftir sig góðvild í hverju gengnu spori í raun frá barnæsku og til grafar. Móðir mín og Sigurlaug voru tví- menningar í báðar ættir, afi minn og faðir hennar kvæntust systrum frá Laxamýri í Aðaldal. Svo náinn var þessi skyldleiki að kyrrlátt augnaráð frænku minnar lengdi návist mína við móður mína um mörg ár eftir lát hennar. Skýringin á langlífi frænku minnar var eilíf falleg hugsun um allt og til allra. Fé og frami eru fallvölt hnoss hraukar hrungjarnir. Sætust minning og sætastur arfur Eru ástarfræ í akri hjartans. (Jóhann Sigurjónsson.) Friðrik yngra og Friðrik eldra í Hraunkoti votta ég samúð mína. Knútur Bruun. Um miðjan síðastliðinn júní vorum við hjón og yngsta dóttir okkar í nokkurra daga heimsókn hjá vinkonu okkar og fóstru, Sigurlaugu Árna- dóttur frá Hraunkoti í Lóni. Henni voru þá þrotnir kraftar, en hugurinn var skýr sem endranær. Hún fann að jarðvist hennar var senn að ljúka og sú stund nálgaðist er hún færði sig yf- ir á annað tilverusvið. Hún vildi ganga frá ýmsum málum hérna meg- in og sinna nokkrum erindum áður en stundin kæmi og hafði okkur til lið- sinnis um skamma hríð. Hún gekk til þessara verka eins og hún hafði ávallt gengið til allra sinna verka, af æðru- leysi, yfirvegun og rökvísi. Milli þess sem kvalir og máttleysi sóttu að henni merkti hún myndir, fór í gegnum skjöl og pappíra, skrifaði niður minn- isatriði og sagði okkur til verka af fá- gætri nákvæmni og skarpskyggni. Þannig var einnig sú Sigurlaug sem ég man fyrst eftir 1957, þá 5 ára gamall í mínu fyrsta sumarfóstri í Hraunkoti. Hún var sem tiginborin í framgöngu, í senn ströng og full hlýju, í senn staðföst í skoðunum og auðmjúk í fasi. Hún var raunar komin af skáldum og menntafólki og var sjálf ritfær og hagmælt. Menntun sína og hæfileika bar hún ekki á torg, en það duldist engum þegar hún tjáði sig um menn og málefni að það var innistæða fyrir allri hennar orðræðu. Þau urðu 9, sumrin sem ég dvaldist við leik og störf í Hraunkoti hjá Sig- urlaugu, Skafta bónda hennar, Guð- laugu, Friðriki og Frirra. Þar voru gjarna mörg börn því vinahópurinn var stór og öllum þeim ljóst að sum- ardvöl í Hraunkoti væri heilladrjúgt uppeldisframlag til ungviðisins. Það var oft handagangur í öskjunni og dagarnir urðu langir. Engin uppeld- isstofnun nútímans gæti veitt það sem sumrin í Hraunkoti veittu okkur sumarbörnunum. Heyskapur og girð- ingavinna með Skafta voru engin „leikjanámskeið“ heldur verknám með menntandi ívafi ljóða og sagna. Guðlaug gæddi tilveruna dulúð og glæddi líf í hvern stein. Fylgjur og fyrirboðar, álfar og huldufólk voru staðreyndir eins og símastaurinn í hlaðinu. Friðrik var veiðimaðurinn, sem bar björg í bú. Í huga barnsins var líf hans lifandi hetjusögn, eins og af landnema á fjarlægum slóðum. Inni á heimilinu ríkti svo Sigurlaug með aga, yfirvegun og rökhyggju. Skrúðgarðurinn undir heimaklettin- um var hennar hallargarður með blómskrúði fjarlægra landa. Þar var hún allar þær stundir sem gáfust milli heimilisstarfa, félagsmálastarfa, rit- starfa og safnaðarstarfs. Þessar stundir voru gjarna frá 3 til 4 í sum- arnóttinni til rismála hjá okkur hin- um. Ég fékk aldrei botn í hvenær hún svæfi, því þegar ég lagðist til hvílu seint að kvöldi þá settist hún við skriftir fram á nótt. Vinskapur fjölskyldu minnar við Hraunkotsfólk hófst með kynnum Guðlaugar og Birnu stóru systur, þegar hún var lítil hnáta að veltast á blettinum við læknisbústaðinn á Höfn. Þarna við Garðshornið var því lagður steinn í undirstöðu tilveru okk- ar systkina allra. Makar okkar og börn hafa notið allrar sömu vináttu Hraunkotsfólks eins og við sjálf. Hraunkotið og Lónið hefur einnig orðið „heima“ hjá þeim. Ein dóttir okkar hjóna ber nafn Sig- urlaugar. Milli þeirra myndaðist mik- il og hlý vinátta og fylgdust þær náið hvor með hinnar högum fram á síð- asta dag. Þegar litla Sigurlaug tók að iðka skautadans af mikilli list og varð þar einskonar brautryðjandi varð það nöfnu hennar mikið áhugamál og gerðist hún ötull áhorfandi og lesandi íþróttafrétta. Hún tók af áhuga þátt í umræðum um öll þeirrar iðkunar að- skiljanlegu fræði og studdi við bakið á nöfnu sinni með ráðum og dáð. Sigurlaug var framsýn kona, enda vel menntuð og sigld. Hún fylgdist grannt með öllum nýjungum samtím- ans og vildi virkja þær til framfara í þágu þeirra markmiða sem hún trúði á í lífinu. Hún setti sig inn í öll þau við- fangsefni sem við sumarbörnin og okkar fólk tókum að okkur þegar við uxum úr grasi. Maður kom aldrei að tómum kofa í Hraunkoti þótt rætt væri um viðfangsefni sem þóttu bæði fagleg og flókin. Eitt síðasta árið sem Sigurlaug bjó í Hraunkoti áskotnaðist henni gömul tölva. Hún umgekkst þessa nýju tækni af mikilli virðingu, en staðráðin í að ná valdi á henni til að geta nýtt sér hana til þeirra verka sem hún átti óunnin á sviði ritlistarinnar. Eftir að hún kom á Skjólgarð vannst henni loksins tími til að læra á þetta töfra- tæki nútímans. Þaðan í frá varð það skemmtilegt hjáverk í öllum heim- sóknum að leiðbeina henni með ým- islegt er laut að tölvutækninni. Hún þýddi síðan stóra bók og sló inn í tölv- una þá komin á tíræðisaldur. Eitt af síðustu verkum hennar vikurnar áður en hún dó var að slá inn handrit einn- ar bókar Guðlaugar heitinnar mág- konu sinnar, sem hún hafði hug á að gefa út aftur þar sem henni þótti eitt- hvað hafa misfarist í fyrri útgáfu. Hraunkot er í vitund okkar dul- magnaður staður á skilum margra heima. Þar býr huldufólk í hverjum kletti og sérhver draumur getur í senn verið veruleiki. Þetta varð okkur sumarbörnunum öllum ljóst og okkur var ríkulega innrætt virðing fyrir hverjum steini og kletti, hverju blómi og hverri mosaþúfu. Sú virðing var virðing fyrir landinu og lífinu, virðing fyrir þeim gildum sem álfurstar allra tíma virða að vettugi. Lónið og Hornafjörðurinn eru ekki söm þótt fjöllin séu enn á sínum stað og mófugl syngi í engjum. Það er skarð í tilveru okkar sem ekki verður fyllt að sinni. Við vottum Frirra og Friðriki og öðrum aðstandendum innilega sam- úð, Árni Kjartansson og fjölskylda. Í dag kveðjum við yndislega mann- eskju. Sigurlaug er sennilega hvíld- inni fegin enda búin að lifa lengi og vel. Þegar við töluðum síðast við hana var hún að kveðja, því hún vissi að hverju stefndi. Hún kveið ekki dauð- anum enda trúði hún á að líf tæki við eftir þetta líf og spurði jafnvel hvort hún ætti ekki að skila kveðju. Við systkinin vorum svo lánsöm að vera í þeim fjölmenna hópi barna sem Sigurlaug kallaði sumarbörnin sín. Á hverju vori tók hún á móti okkur í sinn mjúka faðm og kvaddi okkur á haustin með fallegum óskum um að Guð verndaði okkur og blessaði alla tíð. Sem unglingur var mamma okkar sumarbarn hjá Sigurlaugu, Skapta og Guðlaugu í Hraunkoti. Þar mynduð- ust ævarandi vináttu- og tryggðar- bönd sem við systkinin nutum góðs af öll okkar uppvaxtarár og búum ávallt að. Sigurlaug var ákaflega trúuð kona og lifði samkvæmt öllu því besta sem kristin trú boðar og allir þeir fjöl- mörgu sem kynntust henni fundu það og sáu að góðmennskan og hjarta- hlýjan streymdi frá henni. Henni var annt um allt líf og þá ekki síst gróðurinn og blómin. Hún var framúrstefnukona í garðrækt og heilsurækt. Löngu áður en það tíðk- aðist að hafa skrautgarða við bónda- býli byrjaði hún að búa til sinn fallega og fjölbreytta garð. Í garðinum voru plöntur frá öllum heimshornum. Sig- urlaug skrifaðist á við fólk út um allan heim og fékk oft send fræ sem hún síðan kom til í garðinum sínum. Hún pantaði einnig sjálf fræ á hverju vori, aðallega frá Englandi. Eitt sinn pant- aði hún sjaldgæft fræ af kvisti. Henni tókst að koma einum þeirra til og síð- an urðu þeir fleiri. Þessi kvistur heitir núna Sigurlaugarkvistur og er víða til á landinu því Sigurlaug var ákaflega örlát á afleggjara. Margar fleiri teg- undir eru upphaflega frá henni komn- ar en við kunnum ekki að nefna þær. Á fjölmennu og mjög gestkvæmu heimili var mikið annríki. Til að geta sinnt garðinum var hún yfirleitt byrj- uð að vinna í honum kl. sex á morgn- ana. Síðan tóku við dagleg störf hús- móðurinnar. Hún var mikill snillingur í matargerð, bakstri og reyndar öllu því sem hún tók sér fyrir hendur. Maturinn í Hraunkoti var oft frá- brugðinn því sem yfirleitt var eldað í sveitum í þá daga. Þarna smökkuðum við í fyrsta sinn salat með skarfakáli, fíflablöðum og arfa. „Mjög hollt og gott“ sagði Sigurlaug og fræddi okk- ur um leið á því hvaða dýrindis vítam- ín við værum að fá í kroppinn. Hún var alltaf ákaflega vakandi og næm á hvað væri gott fyrir okkur bæði and- lega og líkamlega. Sigurlaug var menntuð hjúkrunar- kona. Hún fór í framhaldsnám til Englands og Belgíu. Á þeim tíma fóru ekki margar ungar stúlkur til náms í útlöndum. Hún var alla tíð mikil heimskona í fyllstu merkingu þess orðs. Ekki löngu eftir heimkomuna kynntist hún Guðlaugu Benedikts- dóttur og giftist Skapta bróður henn- ar. Saman byggðu þau upp Hraunkot og gerðu það að slíku myndarbúi að sögur fóru af. Margir ferðamenn gerðu sér ferð niður sandana til að skoða húsið og garðinn undir klett- unum. Oftar en ekki var ferðamönn- um boðið í kaffi og dýrindis kökur eða í mat. Hraunkot eignaðist einnig nær- liggjandi jarðir þegar þær lögðust í eyði. Þegar mamma okkar dó 7. ágúst 1996 hafði Sigurlaug mikinn hug á að koma og vera viðstödd jarðarförina en taldi þó ekki miklar líkur á að hún kæmist því hún vildi helst ekki fljúga og treysti sér ekki almennilega í langa bílferð að austan. Það var okk- ur því mikið gleðiefni á þessari sorg- arstundu að hitta hana meðal kirkju- gesta. Hún lét sig hafa það að sitja í bíl alla þessa leið, þó svo hún ætti erf- itt með það til að geta kvatt mömmu með okkur. Með henni var Frirri (Friðrik yngri) og óskaplega fallegur krans búinn til úr blómum frá garð- inum hennar. Fyrir tveim árum kom Dóra við hjá Sigurlaugu á Hjúkrunarheimilinu Skjólgarði á Höfn þar sem hún var búsett síðustu árin. Sigurlaug var þá 90 ára og vann að þýðingu norskrar bókar. Hún handskrifaði allt. Dóra vissi að Sigurlaug átti tölvu og bauðst til að sækja tölvuna í Hraunkot þann- ig að hún gæti nýtt hana. Sigurlaug sagðist aldrei hafa komist upp á lag með að nota tölvu til að skrifa en var alveg tilbúin til að leyfa Dóru að koma sér af stað. Þær sátu síðan saman í nokkra klukkutíma og það nægði til að Sigurlaug vann alla þýðingu bók- innar á tölvu. Það myndu ekki marg- ir, sem eru miklu yngri, leika þetta eftir. Þetta er bara lítið dæmi um hvað Sigurlaug var alltaf með hugann opinn, vinnusöm og dugleg. Hún fylgdist alla tíð vel með því sem var að gerast í lands- og heimsmálunum og myndaði sér skoðanir sem gaman var að ræða um við hana. Maður kom aldrei að tómum kofunum hjá Sigur- laugu. Það eru ákveðin kaflaskil í lífi okk- ar nú þegar Sigurlaug, Skapti og Guðlaug hafa kvatt okkur í bili. Þetta góða fólk sem gaf og kenndi okkur svo margt. Við viljum að leiðarlokum þakka þeim öllum allt það sem þau voru okk- ur systkinunum og fjölskyldum okkar allt frá því að við munum eftir okkur. Nú eru þau sameinuð aftur og mamma okkar örugglega ekki langt undan. Við vitum að þið vakið öll yfir velferð okkar og fylgist með úr fjar- lægð. Við sendum feðgunum í Hraunkoti okkar dýpstu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Sigurlaugar Árnadóttur. Dóra, Tryggvi, Herdís, Ásgeir og Sólveig Bjargar- og Pálsbörn. Að morgni hins 26. júní, þegar morgunsólin sindraði á hornfirsku jöklana og fjallahringurinn speglaðist í firðinum, kvaddi Sigurlaug Árna- dóttir hinstu kveðju á Hjúkrunar- heimilinu Skjólgarði á Höfn í Horna- firði. Mér mun seint líða úr minni sú kyrrð og friður sem ríkti þennan morgun þegar þessi hugljúfa og kyrr- láta kona kvaddi þennan heim. Frá því að ég man fyrst eftir mér hefur verið mikil vinátta á milli for- eldra minna og heimilisfólksins í Hraunkoti, en samt kynntist ég Sig- urlaugu fyrst vel eftir að hún fluttist á Skjólgarð fyrir um tveimur og hálfu ári. Hef ég notið þess að geta heim- sótt hana að staðaldri síðan og haft betri tíma til að ræða við hana en áður fyrr, á annríku og mannmörgu sveita- heimili. Aðfaranótt hins 26. júní þegar komið var að kveðjustund leituðu minningarnar á hugann og allar þær ánægjustundir sem við áttum saman rifjuðust upp. Sigurlaug lifði mikla umbrotatíma í nær heila öld og talaði oft um alla þá tækni og breytingar í þjóðfélaginu sem hún upplifði. Hún var afskaplega jákvæð kona og fljót að tileinka sér allar nýjungar og til marks um það, þá eignaðist hún tölvu eftir að hún kom á Skjólgarð nær ní- ræð að aldri, og notaði hana m.a. við bókaþýðingar sem hún hafði mikla ánægju af. Sigurlaug fæddist 6. febrúar árið 1910 á Sauðárkróki og dvaldi þar fyrstu þrjú ár ævinnar, en foreldrar hennar, sr. Árni Björnsson, prestur og prófastur frá Höfnum á Skaga, og kona hans, Líney Sigurjónsdóttir frá Laxamýri, eignuðust tólf börn, en þar af komust ellefu upp. Á heimilinu dvaldi einnig föðursystir Sigurlaugar og nafna, sem „tók við“ eldri börn- unum jafnóðum og þau yngri fæddust SIGURLAUG ÁRNADÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.