Morgunblaðið - 06.07.2002, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 06.07.2002, Blaðsíða 44
DAGBÓK 44 LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Í dag eru væntanleg Haukur, Marschenland og Fonn- es. Hafnarfjarðarhöfn: Í dag eru væntanleg Örv- ar, Andvari og Kön- ingsborg. Mannamót Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Í dag, laugardag, er morg- ungangan kl. 10 frá Hraunseli. Rúta frá Firðinum kl. 9.50. Fé- lagsheimilið Hraunsel verður lokað vegna sumarleyfa til 11. ágúst. Upplýsingar um orlofs- ferð að Hrafnagili við Eyjafjörð 19.–23. ágúst og að Höfðabrekku 10.– 13. sept. eru gefnar í síma 555-1703, 555-2484 og 555-3220. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Fótaaðgerð- arstofa, tímapantanir eftir samkomulagi, s. 899 4223. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan opin alla virka daga frá kl. 10–13. Kaffi – blöðin og matur í hádegi. Á morgun, sunnudag, verður dansleikur kl. 20, ath. næstsíðasti dans- leikurinn fyrir sumarfrí. Caprí Tríó leikur fyrir dansi. Ferð í Galtalæk á úti- tónleika 14. júlí 2002 með Álftagerð- isbræðrum, Diddú. Örn Árna og Karl Ágúst slá á létta strengi. Lagt af stað kl. 15 frá Glæsibæ. Nánari upplýsingar á skrifstofunni. Dagsferð 15. júlí Flúðir- Tungufellsdalur (vegur liggur upp í gegnum dalinn sem er með skógi á báðar hendur Gull- foss-Geysir-Haukadal- ur-Laugarvatn- Þingvellir. Kaffihlað- borð í Brattholti. Leiðsögn Sigurður Kristinsson. Skráning hafin. Fyrirhugaðar eru ferðir til Portúgals og Tyrk- lands í haust, fyrir fé- lagsmenn FEB, skrán- ing er hafin, takmarkaður fjöldi. Nánari upplýsingar á skrifstofu FEB. Silfurlínan er opin á mánudögum og mið- vikudögum frá kl. 10 til 12 f.h. í síma 588-2111. Skrifstofa félagsins er flutt að Faxafeni 12 sími. 588-2111. Fé- lagsstarfið er áfram í Ásgarði, Glæsibæ. Upp- lýsingar á skrifstofu FEB. Gerðuberg, félagsstarf, Lokað vegna sum- arleyfa frá mánudegi 1. júlí. Opnað aftur þriðju- daginn 14. ágúst. Á veg- um Íþrótta- og tóm- stundaráðs eru sund- og leikfimiæfingar í Breið- holtslaug kl. 9.30 mánu- daga, miðvikudaga og föstudaga. Umsjón Brynjólfur Björnsson íþróttakennari. Félag eldri borgara Kópavogi. Púttað verð- ur á Listatúni í dag, laugardag kl. 10.30. Mætum öll og reynum með okkur. Gönguklúbbur Hana- nú. Morgunganga kl. 10 frá Gjábakka í Kópa- vogi laugardagsmorgna. Krummakaffi kl. 9. Allir velkomnir. Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Gullsmári, Gullsmára 13. Félagsheimilið Gull- smára 13 verður lokað frá 8. júlí til 6. ágúst. Fótaaðgerðarstofan verður opin, sími 564- 5298, hársnyrtistofan verður opin, sími 564- 5299. Norðurbrún 1 og Furu- geðri 1. Sumarferð. Fimmtudaginn 11. júlí verður ekið í Fljótshlíð- ina að Odda og Berg- þórshvoli. Súpa og brauð í hádeginu á Hvolsvelli. Leið- sögumaður er Tómas Einarsson. Lagt verður af stað frá Norðurbrún kl. 9.30, síðan teknir farþegar í Furugerði. Nánari upplýsingar í Norðurbrún í síma 568- 6960 og Furugerði í síma 553-6040. Félag eldri borgara á Suðurnesjum. 4 daga ferð verður farin á Vestfirðina 22., 23., 24. og 25. júlí. Vinsamleg- ast látið vita fyrir 10. júlí. Ferðanefndin. Nán- ar auglýst í Suð- urnesjafréttum. Stuðningsfundir fyrr- verandi reykingafólks. Fólk sem sótt hefur námskeið gegn reyk- ingum í Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, fundur í Gerðubergi á þriðjud. kl. 17.30. GA-fundir spilafíkla, kl. 18.15 á mánudögum í Seltjarnarneskirkju (kjallara), kl. 20.30 á fimmtudögum í fræðslu- deild SÁA, Síðumúla 3–5, og í Kirkju Óháða safnaðarins við Háteigs- veg á laugardögum kl. 10.30. Samtök þolenda kyn- ferðislegs ofbeldis, fundir mánudaga kl. 20 á Sólvallagötu 12. Stuðst er við 12 spora kerfi AA-samtakanna. Minningarkort Minningarkort Kven- félagsins Seltjarnar eru afgreidd á bæjarskrif- stofu Seltjarnarness hjá Ingibjörgu. Minningarkort Kven- félags Háteigssóknar. Kvenfélagskonur selja minningarkort, þeir sem hafa áhuga á að kaupa minningarkort vinsam- legast hringi í síma 552- 4994 eða síma 553-6697, minningarkortin fást líka í Háteigskirkju við Háteigsveg. Minningarkort Kven- félags Langholtssóknar fást í Langholtskirkju s. 520-1300 og í blómabúð- inni Holtablómið, Lang- holtsvegi 126. Gíróþjón- usta er í kirkjunni. Minningarkort Kven- félags Langholtssóknar fást í Langholtskirkju, sími 520-1300, og í blómabúðinni Holta- blóminu, Langholtsvegi 126. Gíróþjónusta er í kirkjunni. Minningarkort Kven- félags Neskirkju fást hjá kirkjuverði Nes- kirkju, í Úlfarsfelli, Hagamel 67 og í Kirkju- húsinu v/Kirkjutorg. Minningarkort Kven- félagsins Hringsins í Hafnarfirði fást í blóma- búðinni Burkna, hjá Sjöfn, s. 555-0104, og hjá Ernu, s. 565 0152 (gíróþjónusta). Minningarkort ABC hjálparstarfs eru af- greidd á skrifstofu ABC hjálparstarfs í Sóltúni 3, Reykjavík í síma 561- 6117. Minningargjafir greiðast með gíróseðli eða greiðslukorti. Allur ágóði fer til hjálp- ar nauðstöddum börn- um. Minningarkort Barna- heilla til stuðnings mál- efnum barna fást af- greidd á skrifstofu samtakanna á Lauga- vegi 7 eða í síma 561- 0545. Gíróþjónusta. Barnaspítali Hringsins. Upplýsingar um minn- ingarkort Barnaspít- alasjóðs Hringsins fást hjá Kvenfélagi Hrings- ins í síma 551-4080. Kortin fást í flestum apótekum á höfuðborg- arsvæðinu. Bergmál, líknar og vinafélag. Minning- arkort til stuðnings or- lofsvikna fyrir krabba- meinssjúka og langveika fást í síma 587-5566, alla daga fyrir hádegi. Minningarkort barna- deildar Sjúkrahúss Reykjavíkur eru af- greidd í síma 525-1000 gegn heimsendingu gíróseðils. Minningarkort Thor- valdsensfélagsins eru til sölu á Thorvaldsens- bazar, Austurstræti 4, s. 551-3509. Minningarspjöld Kristniboðssambands- ins fást á skrifstofunni, Holtavegi 28 (hús KFUM og K gegnt Langholtsskóla) sími 588-8899. Minningarkort Graf- arvogskirkju. Minn- ingarkort Grafarvogs- kirkju eru til sölu í kirkjunni í síma 587 9070 eða 587-9080. Einnig er hægt að nálgast kortin í Kirkjuhúsinu, Laugavegi 31, Reykja- vík. Í dag er laugardagur 6. júlí, 187. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Sé því líkami þinn allur bjartur og hvergi myrkur í honum, verður hann allur í birtu, eins og þegar lampi lýsir á þig með loga sínum. (Lúk. 11, 36.) K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 veiðarfæri, 8 mjóum, 9 seiga, 10 dveljast, 11 tröllum, 13 kaðall, 15 skammt, 18 fisks, 21 ber, 22 drengi, 23 gyðja, 24 grátandi. LÓÐRÉTT: 2 nirfill, 3 hrósum, 4 ástundar, 5 djöfulgangur, 6 reiður, 7 týni, 12 ýlfur, 14 tré, 15 dreitill, 16 ævi- skeiðið, 17 flækingur, 18 sýkja, 19 öfundsýki, 20 elska. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: - 1 husla, 4 feikn, 7 pylsa, 8 önduð, 9 mær, 11 rýrt, 13 gler, 14 orkan, 15 farg, 17 ýtar, 20 ánn, 22 logið, 23 útlát, 24 arinn, 25 akrar. Lóðrétt: - 1 hópur, 2 sýlar, 3 Adam, 4 fjör, 5 indæl, 6 næðir, 10 Æskan, 12 tog, 13 gný, 15 fella, 16 regni, 18 telur, 19 rytur, 20 áðan, 21 núna. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Víkverji skrifar... VÍKVERJI reynir stundum aðvera hagsýnn og versla í lág- vöruverðsverslunum og þá verður Bónus í Kringlunni gjarnan fyrir valinu. Verslunin er hin ágætasta í flesta staði, rúmgóð og vel staðsett. Hins vegar er það sjaldan sem Vík- verji verslar mikið í þessari verslun og verður oft að sleppa fjölmörgu á innkaupalistanum. Ástæðan er ein- föld: til að ná í sæmilega rúmgóða innkaupakörfu þurfa viðskiptavin- irnir að láta hundrað krónur í pant þar til körfunni er skilað á ný. Víkverja finnst þetta í sjálfu sér ekkert ósanngjarnt og er meir en til í að láta hundrað krónur í pant fyrir körfu. Á hinn bóginn er hann afar sjaldan með hundraðkall á sér og í þau skipti sem hann hefur þurft á slíkum peningi að halda í þessari verslun hefur hann ekki leynst í vösum eða pyngju Víkverja. Víkverji veit til þess að þetta er algengt vandamál meðal viðskipta- vina þessarar verslunar og hefur verið bent á að ástæðan sé einföld: eftir að kortamenningin hélt inn- reið sína í samfélagið er fólk sjaldn- ast með beinharða peninga á sér. Lausn viðskiptavinanna á þessu vandamáli er að taka litlar hand- körfur, sem ekkert kostar að fá lán- að, en sem eðli málsins samkvæmt rúma miklu minna en stóru körf- urnar. Þannig hefur Víkverji iðu- lega verslað mun minna í þessari verslun en hann hafði hugsað sér af því að ekki er pláss fyrir varning- inn í litlu körfunni. Einhvern veg- inn getur Víkverji ekki skilið að það geti borgað sig fyrir verslunar- eigandann. Vinkona Víkverja lenti svo í óskemmtilegri uppákomu vegna þessa um daginn. Hún var stödd í umræddri búð að kaupa í matinn. Handkarfan hennar var orðin full en hún freistaðist engu að síður til að kaupa hrísgrjónapoka sem hún tyllti ofan á vörurnar í körfunni. Skipti engum togum að pokinn atarna rann af varningnum og nið- ur á gólf þar sem hann splundr- aðist. Dreifðist innihald hans út um allt gólf, vinkonu Víkverja til skap- raunar og skammar. Allt vegna þess að hún var ekki með hundr- aðkall á sér þegar hún kom í búð- ina. x x x VÍKVERJI hefur verið hæst-ánægður með veðrið það sem af er sumri. Sólardagarnir hafa verið fjöl- margir og þörfin fyrir kalda hress- ingu sjaldan verið meiri. Af þeim sökum hafa ferðir Vík- verja og sonar hans í ísbúðina verið ófáar. Í hvert skipti er pöntunin sú sama: tveir barnaísar með súkku- laðidýfu. Víkverji veit ekki hvort erfitt er að stjórna ísmagninu sem kemur úr vélinni en venjulega eru barnaís- arnir býsna stórir þegar til kast- anna kemur og í tilfelli sonarins endar ísinn oftast með því að leka niður á föt hans þar sem barnið getur engan veginn torgað svona miklu af þessu góðgæti. Nú vill Víkverji alls ekki vera vanþakklátur og alla jafna kann hann því vel að veitingamenn reyni að vera rausnarlegir í skömmtum sínum til viðskiptavinanna. En þegar Víkverji pantar barnaís sem ætlaður er fyrir fimm ára barn ætlast hann til að fá lítinn skammt, svo að vandræði hljótist ekki af þessari upplyftingu sem ísinn á að vera. Hugsað upphátt ÉG hvet alla til að lesa pistil eftir Ellert B. Schram sem birtist sl. sunnudag í Morgun- blaðinu. Pistillinn kallast „Hugsað upphátt“ og þar fjallar Ellert m.a. um starfslokasamning sem ráðherra gerði við starfs- mann ráðuneytisins. Stella. Frímerki óskast FINNBOGI óskar eftir að fá gefins notuð frímerki. Þeir sem gætu liðsinnt honum vinsamlega sendið þau til: Finnbogi Hallgrímsson, Lindarsmára 3, Kópavogi. Tapað/fundið Veski týndist VESKI týndist í Select í Fífuhvammi. Skilvís finn- andi hafi samband í síma 564 4423. Brún leðurtaska týndist á Laugavegi STÓR brún leðurtaska, hamrað leður, týndist í Kjörgarði á Laugavegi sl. fimmtudag. Í töskunni eru m.a. skjöl (erfðaskrá) og skilríki sem eru eiganda mjög mikilvæg. Skilvís finnandi skili töskunni til lögreglunnar eða hringi í síma 551 1314 eða 555 1942. Fundarlaun. Dýrahald Dimma er týnd ÞETTA er Dimma, árs gömul svört læða, hún hvarf að heiman frá Garð- húsum 14 í Grafarvogi að- faranótt fimmtud. 30. maí. Hún var með rauða ól um hálsinn og gulllitaða tunnu með nafni sínu í. Ef ein- hver hefur orðið var við hana vinsamlegast hafið þá samband í síma 557 9224 eða 847 0794. Fundarlaun. Kettlingar fást gefins FJÓRIR 10 vikna kett- lingar fást gefins. Upplýs- ingar í síma 552 5886. Kettlingar fást gefins TVEIR 2 mánaða fress- kettlingar fást gefins. Annar er svartur og hinn svartur og hvítur. Upplýs- ingar hjá Lindu í síma 692 0179. Kittý er týnd KITTÝ týndist frá Miklu- braut/Lönguhlíð fyrir u.þ.b. mánuði en fannst þá. Hún týndist strax aftur fyrir 2 vikum. Hennar er sárt saknað og ef einhver hefur orðið hennar var vinsamlega látið vita í síma 892 4504. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is 15. JÚNÍ sl. fór ég að Dalsmynni með hundinn minn og fjölskyldu í mjög góðu veðri. Þetta var fjölskylduhátíð þeirra sem fengið hafa hunda í Dalsmynni. Þarna var vel tekið á móti öllum, þar stóð systurdóttir eigandans og grillaði kjöt og bak- aði kartöflur og gaf öll- um börnum og þeim sem vildu vel að drekka. Aðstaðan var frábær, snyrtileg og skemmtileg og litlir kofar fyrir börnin að leika sér í. Söngur grín og gaman. Vil ég hvetja þá sem fengið hafa hunda í Dalsmynni að mæta ár- lega. Vil ég senda þeim í Dalsmynni þakkir mín- ar og minna fyrir frá- bæra skemmtun. Tóta. Dalsmynni – fjölskyldu- og hundalíf Beðið eftir húsbónd- anum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.