Morgunblaðið - 06.07.2002, Page 45

Morgunblaðið - 06.07.2002, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 2002 45 DAGBÓK Árnað heilla LJÓÐABROT Herradagurinn Þegar viljugir þína skör þannig vér gyrðum, krónu bör, vit þú, að höfgi varla bær þíns vilja byrðar toppi nær, er samanþrykkir þinni mynd, þegar kónglega drýgir synd eður vanbrúka vilt þá makt, sem vér höfum þér í hendur lagt. Svo fegins hugar sem þú vilt, þín sæta girnd að verði fyllt til yfirráða lýðs og lands, leyfð undir merki tignarbands: svo vit, að reifður völdum ert, vilja þinn ei að fáir gert, heldur lýðum til gagns og góðs greiðir fram krafta lífs og blóðs. – – – Benedikt Gröndal 85 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 6. júlí, er 85 ára Marta Gunnlaug Guðmundsdóttir, Hlað- hömrum, Mosfellsbæ. Hún tekur á móti vinum og kunn- ingjum að Svansbúð í Kal- baksvík á Ströndum í dag, afmælisdaginn. RÚSSAR hafa á síðustu Evrópumótum tekið sér stöðu meðal bestu þjóða, en áttu slæmt mót nú á Ítalíu og enduðu í 17. sæti. Þeir mættu Pólverjum í annarri umferð og þá kom þetta spil upp: Suður gefur; AV á hættu. Norður ♠ G87 ♥ ÁK873 ♦ 876 ♣K9 Vestur Austur ♠ Á ♠ KD106543 ♥ D6 ♥ 942 ♦ KG1093 ♦ 54 ♣D10873 ♣4 Suður ♠ 92 ♥ G105 ♦ ÁD2 ♣ÁG652 Vestur Norður Austur Suður Martens Gromov Lesniew. Petrunin – – – 1 grand Pass 2 tíglar * 2 spaðar Pass 3 tíglar 3 grönd Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass Þekktasta par Rússa, Gromov og Petrunin, var í NS gegn Martens og Lesn- iewski. Eftir 12–14 punkta grandopnun suðurs yfir- færði norður í hjarta og Petrunin varð síðan sagnhafi í fjórum hjörtum eftir nokk- ur afskipti AV af sögum. Martens kom út með spaðaás og skipti síðan yfir í lítið tromp. Petrunin tók þrisvar tromp og spilaði síð- an laufkóng og meira laufi og lét lítið heima þegar austur sýndi eyðu. Martens fékk slaginn á lauftíu, en var nú í vondum málum. Hann spil- aði tígulgosa og Petrunin fékk slaginn á drottningu. Hann trompaði lauf og tók síðasta trompið. Staðan var þá þessi: Norður ♠ G8 ♥ – ♦ 87 ♣– Vestur Austur ♠ – ♠ KD10 ♥ – ♥ – ♦ K10 ♦ 5 ♣D8 ♣– Suður ♠ – ♥ – ♦ Á2 ♣ÁG Afköst Martens voru þvinguð og Petrunin lauk verkinu með því að spila tíg- ulás og tígli. Síðustu tvo slag- ina fékk hann á ÁG í laufi. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake KRABBI Afmælisbörn dagsins: Persóna þín er rómantísk og hefur átt í nokkrum ást- arsamböndum. Þá er per- sóna þín talin búa yfir áköf- um tilfinningum. Góður vinskapur skiptir þig jafn- framt miklu máli. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Ekki er allt sem sýnist í samskiptum þínum við þína nánustu. Farðu varlega og ekki gera neinar ráðstafanir sem hægt er að steypa um koll. Naut (20. apríl - 20. maí)  Það kæmi sér betur fyrir þig að leyfa öðrum að ráða ferðinni og halda þér til hlés um tíma. Hvíldu þig og endurnærðu líkama og sál. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú færð ónot í magann í samskiptum við aðra í dag, en slíkt kann að vera merki um að eitthvað grunsamlegt sé á seyði. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú freistast til þess að eyða alltof miklum peningum í einhvern sem þú berð ábyrgð á. Slíkt er ekki nauðsynlegt og oft hægt að gleðja fólk með öðru móti. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Samskipti þín við aðra geta reynst ruglingsleg, en slíkt kann að stafa af misskiln- ingi eða orðaruglingi. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Einhver reynir að telja þér trú um að sá hafi fórnað öllu fyrir þig. Líklega er viðkomandi að reyna að ná valdi yfir þér með því að ráðskast með tilfinningar þínar. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þessi dagur hentar ekki til þess að hefja ný sambönd, nauðsynlegt er að sýna nærgætni þegar þau eru annars vegar. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Ekki láta aðra segja þér fyrir verkum, því stundum getur reynst nauðsynlegt að vera fastur fyrir í samskipt- um. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú ert ekki alveg eins og þú átt að þér og þarft að vera á varðbergi varðandi hvað þú lætur út úr þér svo þú særir ekki tilfinningar annarra. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Dagurinn hentar engan veginn til þess að gera við- skiptasambönd. Ef þú kemst ekki hjá því skaltu fara vandlega yfir alla hluti. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þrátt fyrir að þú öðlist róm- antíska reynslu á þessum degi er ekki sjálfgefið að slíkt eigi sér stað alla daga. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Ekki hræðast málefni sem snerta heilsu þína. Misskiln- ingur kann oft að valda öðr- um hugarangri. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. KIRKJUSTARF 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. b3 b6 4. Bb2 Bb7 5. d3 d6 6. Be2 Rd7 7. O-O Dc7 8. Rg5 Rgf6 9. f4 h6 10. Rh3 Be7 11. c4 O-O-O 12. Rc3 a6 13. f5 d5 14. fxe6 fxe6 15. cxd5 exd5 16. Rf4 d4 17. Ra4 Bd6 18. Re6 Bxh2+ 19. Kh1 De5 20. Rxd8 Hxd8 21. Bg4 Kc7 22. Bxd7 Hxd7 23. Hf5 Dd6 24. Df3 Be5 25. b4 c4 26. Hc1 c3 Staðan kom upp á EM kvenna sem lauk fyrir skömmu í Varna í Búlgaríu. Ekaterina Koval- evskaya (2482) hafði hvítt gegn Corina Peptan (2480). 27. Rxc3! dxc3 28. Hxe5! Kb8 28...Dxe5 gekk ekki upp sökum 29. Hxc3 Kb8 30. Hc8+ og hvítur vinn- ur drottninguna. Í framhald- inu er svartur einnig varnar- laus. 29. Bxc3 Dxd3 30. Dxd3 Hxd3 31. He7 Rg4 32. Hxg7 h5 33. Be1 Bxe4 34. Kg1 He3 35. Bd2 og svartur gafst upp. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Þessar duglegu stúlkur söfnuðu kr. 4.053 til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna. Þær heita Bjarn- heiður og Margrét. Morgunblaðið/Þorkell Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu til styrktar Rauða krossi Íslands og söfnuðu þær kr. 1.828. Þær heita Íris Anna Oddgeirsdóttir og Áslaug Stefánsdóttir. Hlutavelta Árnað heilla Við eru að nálgast menn- inguna, vatnið er mengað!          Morgunblaðið/Þorkell NÚ stendur allt í blóma í náttúrunni og við höfum notið góðs veðurs og sumarblíðu. Upp á þetta verður haldið í Viðeyjarkirkju á sunnudag- inn kl. 14 með sérstakri messu. Þar verða sungnir gleðisöngvar undir forystu sönghóps úr Dómkórnum og Marteins H. Friðrikssonar dómorg- anista. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson dómkirkjuprestur leiðir guðsþjón- ustuna og hugleiðir með kirkjugest- um gæsku Guðs, gjafara allra góðra hluta. Á eftir er boðið upp á léttar veitingar, kaffiborð í Viðeyjarstofu og leiðsögn um staðarhlaðið. Bátsferð úr Klettsvör í Sundahöfn kl. 13:30. Sumardagur í Dómkirkjunni Á SUNNUDAGINN kl. 11 verður guðsþjónusta í Dómkirkjunni helg- uð sumri og birtu. Dómkórinn og Marteinn H. Friðriksson sjá um glaðlega tónlist. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson leiðir guðsþjónustuna og flytur hugleiðingu utandyra þar sem er boðið upp á léttar veitingar. Það er sumar í blóma við Aust- urvöll! Göngumessa við goslok SUNNUDAGINN sem næstur er goslokum hefur verið venja und- anfarin ár að hafa göngumessu frá Landakirkju. Sunnudaginn 7. júlí kl. 11, hefst göngumessan í Landa- kirkju með signingu og bæn. Gengið verður úr kirkju með sálmasöng á vörum og lúðrahljóm í eyrum. Gengið verður sem leið ligg- ur frá Landakirkju að krossinum í Eldfelli. Þar flytur prestur, séra Bára Friðriksdóttir, fram guðs- orðið. Söfnuðurinn tekur undir sálmasönginn sem leiddur verður af Kór Landakirkju undir stjórn Mich- elle Gaskell en félagar úr Lúðra- sveit Vestmannaeyja spila undir. Þaðan verður gengið eftir hraun- elfunni, staðnæmst við vörðu minn- inganna, steinn við stein lagður í vörðuna. Áfram er haldið eftir hraunfarveginum niður á Skans. Helgihaldinu lýkur í Stafkirkju með ritningalestri, bæn og sálmasöng. Ef veður leyfir endar gos- lokamessan úti undir Stafkirkju- vegg þar sem lúðrasveit og söfn- uður sameinast um lagið Yndislega eyjan mín. Húsmóðir Landakirkju, María Gunnarsdóttir, ber fram kaffi og snúða í kirkjukaffinu á kirkju- hlaðinu. Athygli er vakin á því að rúta keyrir frá Landakirkju þá sem ekki treysta sér til að ganga. Hún ekur að krossinum í Eldfelli og síðan að Stafkirkju. Eftir guðsþjónustuna ekur hún að Landakirkju öllum sem vilja. Vestmannaeyingar og gestir á Heimaey sem unna fagurri náttúru eða messugjörð eru hvattir að fjöl- menna 7. júlí kl. 11 í Landakirkju, klæddir eftir veðri. Gospelmessa í Digraneskirkju SUNNUDAGSKVÖLDIÐ 7. júlí kl. 20.30 verður gospelmessa í Digra- neskirkju í Kópavogi. Þar mun gospelbandið Upendo leiða söng og leyfa okkur að heyra nokkur lög. Tónlistarfólk kemur úr röðum KFUM og K. Prestur verður sr. Magnús Björn Björnsson. Næstu sunnudagskvöld verða með svipuðu sniði. Upendo mun leika aftur, en einnig mun Gosp- elkór Akraness undir stjórn Hann- esar Baldurssonar og Kanga kvart- ettinn syngja og leika síðar í mánuðinum. Lífsfögnuður í Viðey Morgunblaðið/Golli Hallgrímskirkja. Hádegistónleikar kl. 12. Jurate Bundzaite frá Litháen leikur á orgel. Boðunarkirkjan, Hlíðasmára 9, Kópa- vogi. Samkoma í dag kl. 11-12.30. Lof- gjörð, barnasaga, prédikun og biblíu- fræðsla þar sem ákveðið efni er tekið fyrir, spurt og svarað. Á laugardögum starfa barna- og unglingadeildir. Létt hressing eftir samkomuna. Allir hjart- anlega velkomnir. Biblíufræðsla alla virka daga kl. 10, 13 og 22 á FM 105,5. Safnaðarstarf

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.