Morgunblaðið - 06.07.2002, Side 46

Morgunblaðið - 06.07.2002, Side 46
FÓLK Í FRÉTTUM 46 LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ 38 ÞREP ÚTSALA opið frá 10-18 / laugavegi 49 / sími 561 5813 Lúdó og Stefán í kvöld Hverfisgötu 18, S 530 9314 Albanskur matseðill um helgina:  Estragon Domate supa - 450 Tómatssúpa með estragon  Japrak - 750 Vínberjablöð fyllt með villtum hrísgrjónum  Mish i grire ne pllake - 850 Grillað nautakjöt með feta fyllingu  Portokalle sufle - 450 Appelsínusufflé ÞAÐ segir sitthvað um Julie Murphy að hið virta tónlistartímarit Mojo valdi frumraun hennar, Black Mount- ains Revisited, bestu þjóðlagaplötu ársins 1999. Þá hefur nýútkomin plata hennar, Lilac Tree, verið út- nefnd til Mercury-verðlaunanna, sem eru helstu dægurtónlistarverðlaun Bretlands, sambærileg við Grammy- verðlaunin vestra. Tær englarödd Murphy minnir á goðsagnir eins og Annie Briggs og Sandy Denny og hefur Eliza Carthy, dóttir Martin Carthy og Normu Wat- erson, og virtur þjóðlagasöngvari sjálf, látið hafa það eftir sér að Julie Murphy sé besta söngkona heims í dag. Ferill Murphy fór af stað er hún stofnaði sveitina Fernhill með manni sínum árið 1996 og hefur sveitin í dag gefið út þrjár plötur og vakið athygli fyrir að gæða velska, bretónska og enska þjóðlagatónlist nýju og fersku lífi. Murphy hefur þá komið að ýmsum samstarfsverkefnum, t.d. unnið með ekki ómerkari mönnum en Robert Plant og John Cale, auk þess að hafa unnið með velsku hipp-hoppbandi og kenýska listamanninum Ayub Ogada! Seint í tónlist Murphy segir blaðamanni að hún hafi ung byrjað að syngja, í kirkjum og þess háttar, en hætt því á ung- lingsaldri og snúið sér að myndlist. „Það var svo ekki fyrr en löngu síð- ar að ég sneri mér að tónlist, en þá fékk ég mikinn áhuga á þjóðlagatón- list,“ útskýrir Murphy. „Ég stofnaði hljómsveitina Fernhill ásamt manni mínum árið 1996 en nafnið er fengið frá velska skáldinu Dylan Thomas. Hljómsveitin hefur ferðast um allan heim og unnið mikið með tónlistar- mönnum frá öðrum menningarheim- um.“ Það er athyglisvert að Murphy er fædd og uppalin í Norður-Lundún- um, þar sem hún fékk dæmigert milli- stéttaruppeldi og hlustaði á rokk og popp. Hún fluttist hins vegar síðar til vesturhluta Wales, hvar velskan lifir hvað bestu lífi og lærði málið þar. Murphy er enda mikil tungumála- manneskja og hefur auk þess sungið á bretónsku og latínu. Murphy segir að þær plötur sem eru eignaðar henni einni innihaldi frumsamin lög á meðan Fernhill fæst meira við hefðbundin þjóðlög með sínum hætti. Sýn hennar á tónlist er afar víð og segir hún að öll þessi áhrif leki inn í tónlistina. Aðspurð hvernig eldri þjóðlagatónlistarmenn taki því þegar ungir tónlistarmenn – með tak- markaða virðingu fyrir hefðinni – grúski í henni segir hún: „Almennir hlustendur hafa tekið þessu mjög vel en gagnrýnin kemur einatt frá aka- demíkerum sem benda á hinar og þessar reglur. Ég blæs á allt slíkt (hlær). Við erum einfaldlega að búa til tónlist.“ Harðkjarna-alþýðutónlist Murphy segist sjá nokkur sameig- inleg einkenni með Wales og Íslandi í tónlistarlegu tilliti. „Hvað umfjöllun um velska tónlist varðar er fjallað um þjóðlagatónlist, rapp og nýbylgju í einum bing, í sama blaðinu. Smæð þjóðfélagsins gerir það að verkum að við höfum ekki efni á, hvað þá að við höfum mannfjölda, til þess að skipta hlutunum upp. Þetta er jákvætt að mínu mati. Til dæmis finnst mér sam- vinna Steindórs Andersen og Sigur Rósar alveg frábært dæmi. Ég á erf- itt með að ímynda mér að slíkt gæti hent í Englandi en ég get vel séð það í Wales – eða þá í litlum löndum þar sem nánd fólks er meiri.“ Blaðamaður spyr að lokum hvaða tónlist standi þeim næst hjarta og Llewellyn nefnir að um þessar stund- ir sé það bretónskur flautuleikari nokkur sem eigi tónlistareyrað hans. Murphy segir hins vegar að rótgróin, gömul þjóðlagatónlist höfði mikið til hennar eða „harðkjarna-alþýðutón- list“ eins og hún nefnir það. „Ég hef t.d. mikinn áhuga á því að heyra radd- ir frá afskekktum stöðum; því að al- þýðusöngraddir segja manni svo mik- ið um staðina. Ég er líka mjög hrifin af gamalli, amerískri þjóðlagatónlist, eins og t.d. frá Apalasíufjöllum.“ Tónleikadagskrá Julie Murphy og hljómsveitar er sem hér segir: Í gær lék hún í Deiglunni, Akur- eyri, en í kvöld verður hún á þjóð- lagahátíðinni á Siglufirði. Höfuðborg- arbúar fá svo færi á að berja söngkonuna augum á Gauki á Stöng á mánudagskvöld. Með velsku lagi Julie Murphy hefur verið lofuð í hástert undanfarin ár sem ein besta þjóðlagasöngkona sinnar samtíðar. Arnar Eggert Thorodd- sen ræddi við Julie og félaga hennar, Richard Llewellyn. Morgunblaðið/Sverrir Loksins rekur á íslenskar fjörur þjóðlagatónlistar- menn í heimsklassa – en þó ekki í gámum. Þjóðlagasöngkonan Julie Murphy heldur þrenna tónleika hérlendis TRAVIS er góð popphljómsveit. Ekki bara vegna þess að Glasgow-fjórmenningarnir hátt- vísu sem hana skipa eru svo sætir og smart. Og ekki vegna þess að þeir eru með besta ímyndarsér- fræðing í bransanum, bestu hár- greiðsluna og frægustu vinina, berjandi sér á brjóst og hrópandi til allra sem heyra vilja að þeir séu bestir í heimi. Nei, Travis er góð popphljómsveit vegna þess að hún hefur sent frá sér þrjár plötur með góðum frumsömdum og smekklega fluttum popplögum. Ekkert prjál og engir stælar heldur bara ein- föld og grípandi popplög, hvorki meira né minna. Og það má ekki vanmeta slíkt framlag – sérstak- lega þið sem látið fara í taugarnar á ykkur hvað þeir eru yfirmáta venjulegir og straujaðir. Það er nóg um poppstjörnurnar þarna úti sem svala öðrum þörfum. En þeg- ar á botninn er hvolft, þegar fram líða stundir, eru það gjarnan þessi einföldu straujuðu popplög sem lifa. Það hefur margsýnt sig, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Líkt og annars staðar var mör- landinn svolítið lengi að taka við Travis, lét fyrstu plötuna Good Feeling algjörlega framhjá sér fara og var við það að gera sömu mistök með The Man Who þegar hún tók allt í einu sölukipp, meira en ársgömul, að virðist nánast upp úr þurru. Þegar The Invisible Band kom síðan út í fyrra var Travis orðið númer sem gaumur var gefinn, „Sing“ hafði slegið í gegn og eftirleikurinn var því auð- veldur fyrir þriðju plötuna og þá vinsælustu hér á landi, sem nú hefur selst í nokkur þúsund ein- tökum og rennur enn reglulega út. Og það mátti merkja á tónleik- unum sem Travis hélt í Höllinni á fimmtudagskvöld, fyrir nær fullu húsi gesta á óvenjubreiðum aldri, að flestir voru fyrst og fremst komnir vegna góðra kynna sinna af The Invisible Band. Viðtökurn- ar við einum 7 lögum sem sveitin tók af plötunni voru undantekning- arlaust sterkari en við lögunum af hinum tveimur, að undanskildum stórsmellnum „Why Does It Al- ways Rain On Me“, laginu sem varð nú einu sinni til að koma Travis á kortið. Sá galli var þó á gjöf Njarðar – og þannig séð ekk- ert við sveitina að sakast yfir því – að vísvitandi mjúk og lágstemmd lögin af The Invisible Band eru mun síður til lifandi flutnings fallin en lögin sem flutt voru af eldri plötunum tveimur, 7 af The Man Who og 2 af Good Feeling. Þessi nýrri lög eru litlir rokkslagarar, innihalda engin hetjuleg og hávær gítarstef sem kalla þungarokks- fingurna litla og vísi- á loft, og fá viðlög bjóða upp á kröftugan fjöldasöng. En samt tókst salnum að vera með á nótunum og var hreint ótrúlega vakandi og líflegur miðað við eðli tónlistarinnar. Best lá reyndar á sveitinni í hinum kraftmeiri og hrárri lögum, eins og t.d. hinu alræmda leynilagi af The Man Who. Hljómurinn í Höllinni höndlar hreinlega bara ekki mýkri lög sveitarinnar og um leið og há- vaðanum sleppir og fer að reyna á fágunina og hið fíngerða koma gallar Hallarinnar óþægilega upp á yfirborðið. Mér segir reyndar svo hugur að á næstu plötu verði breyting þar á, alltént ef gítarleikarinn Andy Dunlop fær einhverju ráðið því ef marka má fas hans á tónleikunum í Höllinni – hringsólandi um sviðið með gítarinn niðri við ökkla, nýt- andi ljósu lokkana sína hvað best hann gat til að þjóna rokktilgang- inum, ekkert ósvipaður gítarhetj- unum Bernard Butler og Jonny Greenwood. Dunlop virðist greini- lega orðinn hungraður í eitthvað taumlausara en Travis hefur verið að fást við, eitthvað reglulega ríf- andi. Og talandi um framkomu á fimmtudag þá er lítið út á hana að setja hjá Skotunum, þeir gáfu sig alla í tónleikana, þótt fremur sein- ir væru í gang og á köflum full værukærir. Fran Healy söngvari náði og góðu sambandi við salinn. Skjallaði gesti af greinilegri kunn- áttu og með sínum skemmtilega skoska hreim. „Þið eru ótrúleg!“ „Landið ykkar er ótrúlegt!“„Þökk- um ykkur beint frá hjartanu!“ og „Við komum fljótlega aftur!“ Allt yfirlýsingar sem hitta ávallt beint í mark í Höllinni, svo halda mætti að Healy hafi unnið heimavinnu sína fyrir komuna hingað og kynnt sér í þaula hegðan íslensk popp- tónleikagests. Ekki er hægt að fjalla um þessa ágætu Travis-tónleika án þess að hrósa þættti Leaves, sem átti ald- eilis frábæran dag og sannaði enn að áhuginn á þeim og umfjöllun undanfarið er alls enginn stormur í vatnsglasi. Sveitin vex einfald- lega með hverjum tónleikum sem hún heldur, Arnar söngvari er að verða allsvaðaleg rokkstjarna og flutningur stóðst fyllilega saman- burðinn við milljónasölusveitina sem á eftir kom. Til að kóróna allt sýndu þeir líka áræði er þeir vog- uðu sér að taka kraftmikla útgáfu sína af tímamótalaginu „Tomorrow Never Knows“ eftir Lennon af Revolver Bítlanna og sluppu merkilegt nokk býsna vel frá. Hvað eru margir, er hafa hætt sér út í Bítlana, sem hægt er að segja sama um? Þótt greina mætti að menn hefðu alveg verið til í meira rokk en Travis og félagar – svo vitnað sé í Ali G – hafði fram að færa þá virtust flestir sáttir enda gerðu þeir það sem ætlast mátti til af þeim, léku og sungu skemmtilegar og laglega fluttar poppflugur, en svosem heldur ekkert mikið meira en það. En Travis er góð popphljóm- sveit. Og þá var popp í höllinni TÓNLEIKAR Laugardalshöll TRAVIS Tónleikar í Laugardalshöllinni fimmtu- dagskvöldið 4. júlí. Fram komu hljóm- sveitirnar Leaves frá Íslandi og Travis frá Skotlandi. Skarphéðinn Guðmundsson Morgunblaðið/Árni Sæberg Travis og félagar slöppuðu af í Bláa lóninu ásamt blaðamönnum og ljósmyndurum, daginn fyrir Hallarpoppið. Tónlist

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.