Morgunblaðið - 06.07.2002, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 06.07.2002, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. öðrum í sama hlut. Eðlilegt sé að bíða með viðræður þar til tilboðs- frestur rennur út. Þá er þess getið að fyrir alþjóðlega fjárfesta geti forsendur viðskipta breyst dag frá degi og ný kauptækifæri geti sífellt skotið upp kollinum. Staða mála verði því endurmetin þegar auglýst- ur tilboðsfrestur í hlut ríkisins í Landsbankanum rennur út. Halldór Ásgrímsson, utanríkis- ráðherra og starfandi viðskiptaráð- herra, segir viðbrögð þremenning- anna á margan hátt eðlileg enda skapi það ferli sem framundan er ákveðna óvissu. Ríkisstjórnin hafi gert sér grein fyrir að svona gæti farið. Hins vegar hafi hún ekki getað gert annað en að fylgja þeim verk- lagsreglum sem stjórnarflokkarnir settu um útboð og sölu ríkisfyrir- tækja árið 1996. Halldór fagnar hins vegar aukn- um áhuga fjárfesta á Landsbankan- um. ÁKVEÐIÐ var í gær að taka ekki upp beinar viðræður um kaup á hlut ríkisins í Landsbanka Íslands við þremenningana Björgólf Thor Björgólfsson, Magnús Þorsteinsson og Björgólf Guðmundsson án þess að gefa öðrum fjárfestum einnig kost á þátttöku. Framkvæmdanefnd um einkavæðingu var falið að taka upp könnunarviðræður við þremenn- ingana um hugmyndir þeirra. Þre- menningarnir drógu hins vegar ósk sína um viðræður til baka í kjölfar þess að ákvörðunin var kynnt þeim. Í tilkynningu frá einkavæðingar- nefnd segir að í beinum viðræðum við fjárfesta um kaup á eignarhlut ríkisins í bönkunum verði að gæta að jafnræði aðila. Því hafi verið ákveðið að birta auglýsingu þar sem öðrum, sem áhuga kynnu að hafa á kaupum, verður gefinn kostur á að gefa slíkt til kynna innan tiltekins tíma. Þremenningarnir segja í tilkynn- ingu sinni að ekki sé hægt að setjast að samningaborði við einn aðila á meðan auglýst er eftir tilboðum frá Landsbankinn auglýstur til sölu Ósk um við- ræður dregin til baka  Ákveðið að leita/10 VAFALAUST hafa margir Íslend- ingar nýtt sér góða veðrið síðustu vikurnar til að flatmaga létt- klæddir í sólbaði. Sýningardúkk- urnar í þessum verslunarglugga á Akureyri minna okkur á sumar og sólaryl. Þessir vegfarendur höfðu þó greinilega um annað að hugsa og gengu rösklega fram hjá í ann- ríki dagsins, en ólíklegt er annað en að einhverjir hafi litið upp og skoð- að í gluggann. Morgunblaðið/RAX Sumar á Akureyri LÖGREGLAN í Reykjavík stöðvaði fjölmarga ökumenn á leið út úr bæn- um um Suður- og Vesturlandsveg síðdegis í gær. Í hönd fer ein stærsta ferðahelgi ársins og að sögn Hjálm- ars Kristjánssonar varðstjóra þótti lögreglu ekki úr vegi að kanna ástand bifreiða. Um venjubundið eft- irlit var að ræða þar sem könnuð voru ökuskírteini, tryggingar, ástand bifreiða og notkun belta. Að sögn Hjálmars höfðu hátt í 60 bílar verið stöðvaðir á Suðurlands- vegi laust fyrir kl. 22 í gærkvöldi og rúmlega 50 bílar á Vesturlandsvegi og voru öryggisatriði almennt í mjög góðu lagi. Myndin er tekin á Suður- landsvegi við Rauðavatn síðdegis í gær. Ásgerður Inga Stefánsdóttir lögreglukona kannar hér öku- skírteini ökumanns en hann og far- þegar bílsins voru með beltin spennt og ástand ökutækis í góðu lagi. Morgunblaðið/Júlíus Lögreglan með eftirlit meiðslin hlaut stúlkan. Annar danski maðurinn mun þó hafa bein- brotnað. Lögreglunni barst tilkynning um slysið kl. 17.47 á fimmtudag. Í frétt Herning Folkeblad segir að fjöl- skyldan hafi verið í sumarfríi og lögregla staðfestir að hún hafi verið á íslenskum bíl. Báðir bílarnir eyði- lögðust í árekstrinum. Bíll íslensku fjölskyldunnar mun hafa verið að aka frá Nørregade yfir á Skjernvej og segir lögreglan að íslenski öku- maðurinn hafi ekki virt biðskyldu. Í frétt danska blaðsins er vitnað í Leif Kjær Jensen hjá neyðarþjón- ustunni á svæðinu. Hann segir að hjúkrunarkonan sem kom að slys- inu hafi staðið sig ákaflega vel, hún hafi verið afar yfirveguð og haft góða stjórn á ástandinu á slysstað. ÁTTA ára íslensk stúlka liggur lífs- hættulega slösuð á sjúkrahúsi í Danmörku eftir árekstur skammt sunnan bæjarins Herning í gær. Stúlkan var í bíl ásamt foreldrum sínum og tveimur systkinum þegar áreksturinn varð. Hjúkrunarkona sem átti leið hjá kom til bjargar stúlkunni sem þá var komin í hjarta- og öndunarstopp. Sam- kvæmt upplýsingum lögreglunnar í Herning stöðvaðist hjartsláttur stúlkunnar á ný þegar í sjúkrabílinn var komið en unnt var að endur- vekja hann. Að sögn lögreglunnar lenti bíll ís- lensku fjölskyldunnar í árekstri við annan fólksbíl sem í voru tveir danskir karlmenn, 19 og 25 ára. All- ir sem voru í bílunum voru færðir undir læknishendur en alvarlegustu Átta ára stúlka í lífshættu eftir slys í Danmörku

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.