Morgunblaðið - 14.07.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.07.2002, Blaðsíða 1
MORGUNBLAÐIÐ 14. JÚLÍ 2002 TBL. 90. ÁRG. SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 Morgunblaðið/RAX Skyggnst um á Skarði Jón Gunnar Jónsson sýnigestum kirkjuna á SkarðÁrtalið er á predíkunarstólnum í kirkjunni. /10 ferðalögSól og sæla í Salou bílarFord Mondeo dísil börnScooby-Doo bíóEdda og Óskar Sælkerar á sunnudegi Mamma, pasta, pitsa! Þingvallavatn -eitt fullkomn asta vistkerfi veraldar Prentsmiðja Morgunblaðsins Sunnudagur 14. júlí 2002 B Sænska verði opinbert tungumál í Svíþjóð 10 Fjölmenningarleg kennsla undir leik- skólastjórum komin 20 Veit hvað hjartað í skólanum slær 16 ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóðanna (SÞ) samþykkti í fyrrinótt málamiðl- unarlausn í deilunni um Alþjóðlega sakamáladómstólinn sem tryggir áframhaldandi þátttöku Bandaríkja- manna í friðargæsluverkefnum á veg- um Sameinuðu þjóðanna. Samkomu- lagið er þannig hljóðandi að dómstóllinn mun ekki geta ákært, eða rannsakað, ríkisborgara þeirra ríkja sem ekki standa að samningnum, nema með samþykki Öryggisráðsins. Samkomulagið gildir í eitt ár og verð- ur hægt að endurnýja það að þeim tíma liðnum. Skömmu eftir að samkomulaginu var náð samþykkti Öryggisráðið að framlengja umboð lögreglusveita sem starfa í Bosníu-Hersegóvínu á vegum SÞ, en Bandaríkjamenn höfðu hótað að beita neitunarvaldi sínu í því máli til að lýsa óánægju sinni með saka- máladómstólinn. Samkvæmt samningnum um stofn- un dómstólsins er hægt að ákæra rík- isborgara ríkja sem ekki eru aðilar að samningnum, ef brot það sem þeir eru grunaðir um var framið í ríki sem er aðili að honum, eða ef fórnarlambið er ríkisborgari aðildarríkis. Vildu varanlega friðhelgi Bandaríkin, sem leggja til drjúgan hluta þess mannafla og fjármagns sem notað er til friðargæslu, vildu ekki sætta sig við að dómstóllinn ætti lögsögu yfir ríkisborgurum þeirra og sló í brýnu milli þeirra og stuðnings- manna dómstólsins þegar hann tók til starfa 1. júlí síðastliðinn. Bandaríkja- menn vildu upphaflega skilyrðislausa og varanlega friðhelgi fyrir hermenn sína en féllust á málamiðlunartillög- una eftir mjög harða andstöðu ann- arra ríkja. Sendiherra Bandaríkjanna við SÞ, John Negroponte, gaf út mjög harð- orða yfirlýsingu eftir atkvæðagreiðsl- una á laugardaginn. Hótaði hann al- varlegum afleiðingum ef dómstóllinn tæki Bandaríkjamann nokkurn tím- ann höndum. „Engin þjóð ætti að van- meta vilja okkar til að verja ríkisborg- ara okkar,“ sagði hann. Sendiherra Kanada við SÞ, Paul Heinbecker, sagði það ekki í verka- hring Öryggisráðsins að túlka alþjóð- lega samninga sem gerðir hefðu verið annars staðar. „Við teljum þetta sorg- legan dag í sögu Sameinuðu þjóð- anna,“ sagði hann í gær. „Það er óvið- unandi að gerður sér greinarmunur á fólki fyrir alþjóðalögum.“ Samkomulag næst um Alþjóðlega sakamáladómstólinn Ákæra háð samþykki Öryggisráðs SÞ Sameinuðu þjóðirnar. AP, AFP. RÚMRI viku eftir að um 37.000 lítrar af Gammel Dansk, hinu þjóðlega áfengi Dana, runnu út í á í bænum Dalby, um 45 kíló- metra suður af Kaupmanna- höfn, var um 6.000 lítrum af viskíi skolað út í sömu á úr sömu verksmiðju. Forstjóri og aðrir yfirmenn verksmiðjunnar Danish Distillers (DD) voru á fundi til að ræða fyrra slysið þegar þeir fengu fréttirnar af því síðara. „Það er alger klikk- un að þetta skuli koma tvisvar fyrir,“ sagði framkvæmdastjóri verksmiðjunnar. Talsmenn DD fullyrtu að fyrra atvikið hefði orðið vegna þess að skemmdarverk hefðu verið unnin á leiðslum verk- smiðjunnar þannig að 37.000 lítrar af Gammel Dansk runnu út í skólpkerfi verksmiðjunnar. Síubúnaður í kerfinu réð ekki við allt þetta magn og var áfenginu því beint út í Tryggve- vælde ána. Á fimmtudaginn vildi hins vegar svo óheppilega til að einn starfsmaður verk- smiðjunnar þrýsti á rangan hnapp og sturtaði um 6.000 lítr- um af viskíi í skólpkerfið í stað þess að senda það í annan tank. Áfenginu sturtað niður Kaupmannahöfn. AP. ERNESTO, þriggja ára gamall Perúbúi, raðar múrsteinum í múr- steinaverksmiðju í höfuðborg landsins, Líma. Það er algengt að sjá börn að vinnu í Perú, allt frá kúasmölum á landsbyggðinni til barna sem þrífa bílrúður í fínustu hverfum Líma. Yfirvöld í landinu segja að um 1,83 milljónir barna á aldrinum 6 til 17 ára vinni daglega, en það er meira en fjórðungur allra ungmenna á þessum aldri í Perú. Barna- þrælkun í Perú Reuters KÍNVERSKI herinn er að nútíma- væðast til að geta tekið Taívan með valdi og til að minnka líkur á því að Bandaríkjamenn geti komið í veg fyrir það, samkvæmt skýrslu sem bandaríska varnarmálaráðuneytið sendi frá sér á föstudag. „Viðbún- aður fyrir hugsanleg átök á Taívan- sundi er drifkrafturinn á bak við nú- tímavæðingu kínverska hersins,“ segir í skýrslunni. „Þrátt fyrir að segjast vilja leysa deiluna um Taívan á friðsamlegan hátt leitar Kína hern- aðarlegra kosta í stöðunni.“ Þetta er í fyrsta skipti sem sér- fræðingar varnarmálaráðuneytisins draga í efa vilja Kínverja til að leysa Taívanmálið á friðsamlegan hátt, en Kínverjar líta á Taívan sem kín- verskt hérað og hafa ætíð viljað ná því undir sína stjórn. Í skýrslunni segir að útgjöld Kínverja til varn- armála séu um 5.500 milljarðar ís- lenskra króna, eða um þrefalt það sem kemur fram í opinberum tölum frá Kína. Þá miðist þjálfun kín- verskra hermanna enn frekar en áð- ur að því að þeir geti tekist á við bandarísk vopn og hermenn. Mikil áhersla sé nú lögð á þjálfun í árásum á flugvélar sem ekki sjást á ratsjá og í að verjast eldflaugaárásum og tölvuhernaði. Í skýrslunni segir að á Nanking- herstjórnarsvæðinu, sem er beint á móti Taívan, séu að minnsta kosti 350 skammdrægar eldflaugar sem borið geti kjarnaodda og geti Kín- verjar bætt við um 50 eldflaugum á ári. Þá hafi Kínverjar skipt út eldri tegundum langdrægra kjarnaflauga fyrir nýrri, enn langdrægari, og eru jafnframt sagðir vera að fjölga orr- ustuþotum í flugher sínum. Kínverski herinn nú- tímavæðist Washington. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.