Morgunblaðið - 14.07.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.07.2002, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ VATNSAFL Íslands erennþá, eins og oss öll-um er kunnugt, aðmestu leyti ónotað,“sagði Jón Þorláksson landsverkfræðingur í erindi á fundi í Verkfræðingafélagi Íslands 16. jan- úar 1917. Hann sagði að komið hefði til tals að nýta vatnsaflið handa landsmönnum sjálfum „eða handa útlendingum til þess að reka verk- smiðjuiðnað“. Á fundinum kynnti Jón fyrstu áætlanir um virkjanlegt vatnsafl á Íslandi en erindi hans var birt í Tímariti Verkfræðingafélags Ís- lands. Þar sagði Jón að „naumast muni vera að ræða um nema 6–7 vatnsföll sem hafi svo mikið afl að geyma að nægilegt geti talist til stóriðnaðar, þ.e. um og yfir 50 þús. hestöfl söfnuð á einn stað. Þessi vatnsföll eru: Á Suðurlandi Þjórsá, Hvítá og Sogið, á Norðausturland- inu Skjálfandafljót, Laxá í Þingeyj- arsýslu og Jökulsá á Fjöllum, og ef til vill má nefna Lagarfljót á Aust- urlandi. Það mun að vísu mega fá mikið afl úr nokkrum öðrum vatns- föllum (t.d. Jökulsá á Dal) en að ég hygg ekki nema með mjög miklum mannvirkjum“. Þegar hér var komið sögu höfðu aðeins verið byggðar nokkrar smáar rafstöðvar, samtals um 150 hestöfl. Rafljós voru kveikt í fyrsta sinn á Íslandi 12. desember 1904, þegar sextán hús voru tengd við vatnsafls- stöð Jóhannesar Reykdal við Læk- inn í Hafnarfirði. Fyrsta rafveita sem náði til heils bæjarfélags var tekin í notkun á Seyðisfirði 18. októ- ber 1913. Það þóttu svo mikil tíðindi að haldin var sérstök ljósahátíð og mikið var um dýrðir. „Ekki minna en sjö kvæði voru ort við þetta tæki- færi og sungin,“ sagði í frétt á for- síðu fyrsta tölublaðs Morgunblaðs- ins, 2. nóvember 1913. Kárahnjúkar, Brú og Múli Fyrir hálfri öld, árið 1952, setti Sigurður Thoroddsen verkfræðing- ur fram áætlun um virkjanlegt vatnsafl á Íslandi og áratug síðar, 1962, birtist endurskoðuð áætlun hans. Þá taldi hann að á Austurlandi næmi ársorkan um fimm þúsund gígavattstundum, eða um 15% af orkunni á öllu landinu. Sigurður gerði ráð fyrir virkjun Jökulsár á Dal (Jökulsár á Brú) annars vegar við Kárahnjúka og hins vegar við Brú „með frárennsli í Jökulsá í Fljótsdal í mynni Norð- urdals“, eins og segir í Tímariti Verkfræðingafélags Íslands. Hann nefndi einnig virkjun Jökulsár í Fljótsdal, svonefnda Múlavirkjun, með lóni við Eyjabakka. Sigurður hafði reyndar sett fram tillögu um þessa síðastnefndu virkjun árið 1954. Þegar Jakob Björnsson verk- fræðingur lagði mat á stöðuna í grein í ritinu Orkumálum í maí 1964 sagði hann að lausleg frumáætlun hefði verið gerð um virkjun Jökuls- ár á Dal, annars vegar með því að virkja ána meðfram farveginum í sex orkuverum, hins vegar með því að gera eitt orkuver við nyrðri enda Hafrahvammagljúfra og leiða vatnið um jarðgöng undir Fljótsdalsheiði. Þá sagði hann að engin sambærileg áætlun hefði verið gerð fyrir Jök- ulsá í Fljótsdal. Austurlandsvirkjun „Ein stærsta vatnsvirkjun í heimi á Austurlandi?“ Með þessari fyrir- sögn á baksíðu Morgunblaðsins 19. júní 1969 var kynnt áætlun Langstærsti draumurinn Morgunblaðið/Rax Með byggingu Kárahnjúkavirkjunar lyki langri umræðu um stórvirkjun á Austurlandi. Hugmyndir um stórvirkj- anir á Austurlandi voru fyrst settar fram fyrir mörg- um áratugum. Jónas Ragn- arsson skoðaði þessi áform, sem lengi vel mættu lítilli andstöðu.                                                    !           "                       # # $  %  &     & $    #  '    #                  (     '        $  '              )      ( * + , - . ( #  / 0 /                   #  # &    )             , % 1 2 1 3 / ,          (  '     (          "    /            #       "  #                 4    !      #"  "   "   & $       "    #  # $         % &  & ( "" )*&)'(""  "         $   %     ( !                                 Í fyrri áfanga Kárahnjúkavirkjunar er Jökulsá á Dal (Jökulsá á Brú) stífluð við Fremri-Kárahnjúk. Stærsta stíflan er 190 metra há (Hallgrímskirkja er 73 metrar). Við Kárahnjúka er myndað svonefnt Hálslón sem nær inn að Brúarjökli. Flatarmál lónsins er 57 ferkílómetrar og mesta hæð þess 625 metrar yfir sjávarmáli. Frá lóninu verður vatninu veitt um 40 kílómetra löng göng undir Fljótsdalsheiði (Hvalfjarðargöngin eru innan við 6 kílómetrar). Stöðvarhúsið verður neðanjarðar í Teigsbjargi, innst í Fljótsdal, skammt sunnan við hinn sögufræga Valþjófsstað. Fallhæðin er um 600 metrar. Vatnið fer um göng og skurð út í Jökulsá í Fljótsdal og síðan í Lagarfljót. Í síðari áfanga er Jökulsá í Fljótsdal stífluð norðan votlendisins á Eyjabökkum og myndað lítið lón, Ufsarlón. Vatni austan Jökulsár er safnað saman í Kelduárlón. Úr þessum lónum fer vatnið eftir 13,5 kílómetra löngum göngum að aðrennslisgöngunum frá Hálslóni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.