Morgunblaðið - 14.07.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.07.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt ís- lenskan kaupsýslumann til greiðslu 800 þúsund króna sektar fyrir brot á vörumerkja- og sam- keppnislögum. Heildverslun ákærða, sem einnig sætti ákæru, var dæmd til greiðslu 700 þúsund króna sektar og til að sæta upptöku á 300 þúsund krónum. Ákærða var m.a. gefið að sök í ákæru ríkislög- reglustjóra að hafa selt Baugi hf. 901 stuttermabol sem voru eftirlíkingar af framleiðsluvörum Stussy Inc. sem framleiddar höfðu verið ólöglega með eftirlíkingum af vörumerkjum þess fyrirtækis. Samkvæmt ákæru keypti ákærði bolina af fyrir- tæki í Hong Kong og flutti inn til Íslands, þrátt fyr- ir að vita að rannsókn á sýnishornum úr sending- unni hefði leitt í ljós að um eftirlíkingar var að ræða. Ákærði viðurkenndi innflutning og sölu bolanna en hélt því fram að hann hefði ekki vitað að þeir væru eftirlíkingar. Með vísan til vitnisburðar fulltrúa Stussy Inc. í Ástralíu og Bandaríkjunum og annarra gagna taldi dómurinn hins vegar sannað að umræddir bolir hefðu verið eftirlíkingar. Dómurinn taldi að áralöng reynsla ákærða í við- skiptum leiddi til þess að gera yrði þá kröfu til hans að hann þekkti reglur um vörumerki og heimildir til notkunar þeirra. Fullyrðing hans um að sér hefði ekki verið kunnugt um að bolirnir hefðu ekki verið framleiddar undir merki Stussy með réttri heimild var því metin haldlaus með öllu og hann sakfelldur fyrir brot á vörumerkjalögum og sam- keppnislögum. Hann var þó ekki sakfelldur fyrir brot á almenn- um hegningarlögum eins og ákæruvaldið fór fram á, þar sem ekki þótti nægur grundvöllur til að meta ranga notkun vörumerkis sem fölsun eða eftirlík- ingu. Við ákvörðun viðurlaga taldi dómurinn að líta yrði til þess að brotið var framið í atvinnustarfsemi og hagnaðarskyni en á móti kæmi að um staka sendingu var að ræða og ekki mjög stóra. Jón Finnbjörnsson héraðsdómari kvað upp dóm- inn. Helgi Magnús Gunnarsson fulltrúi hjá efna- hagsbrotadeild ríkislögreglustjóra sótti málið en Sigmundur Hannesson hrl. var verjandi ákærða. Kaupmaður sakfelldur fyrir brot á vörumerkja- og samkeppnislögum Talið sannað að fatnað- urinn væri eftirlíking HALLDÓR Jón Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, vísar á bug gagnrýni Holbergs Mássonar á bankann sem fram kom í Morgun- blaðinu í gær. Holberg er stofnandi hugbúnaðarfyrirtækisins Netverks sem hefur verið tekið til gjaldþrota- skipta. Halldór segir að Landsbank- inn hafi stutt fyrirtækið eins vel og bankanum hafi verið fært. Í Morgunblaðinu í gær sagði Hol- berg að Landsbankinn, Belgacom og TeleDanmark hefðu ýtt honum úr stjórn fyrirtækisins og stöðu fram- kvæmdastjóra. Landsbankinn hefði síðan hafnað 4 milljónum Banda- ríkjadala sem bandarískt fyrirtæki bauðst til að leggja í Netverk í byrj- un júní sl. Sagðist Holberg telja að Landsbankinn hefði hafnað tilboðinu og sett fyrirtækið í gjaldþrot í þeim tilgangi að eignast það allt. Halldór Jón vísar allri gagnrýni Holbergs á bug, en segist ekki geta svarað einstökum liðum gagnrýninn- ar efnislega. „Við virðum banka- leynd og þó að viðskiptaaðilar geri okkur að umtalsefni höfum við ekki svarað því. Ég vil því ekki tjá mig um málefni Netverks sérstaklega,“ seg- ir hann. „Almennt um samskipti frumkvöðla og fjármálafyrirtækja þá virðist vera mjög auðvelt að kenna bönkum um þegar illa fer. Staðreyndin er hins vegar sú að bankarnir aðstoða frumkvöðla og koma með fjármagn inn í verkefni sem stofnendur bera ábyrgð á og þegar fer illa bera þeir höfuðábyrgð á fyrirtækinu en ekki fjármálafyrir- tækin. Það er rétt að hafa í huga að fyrirtæki í fjarskiptageiranum hafa lent í rekstrarvanda um allan heim vegna erfiðra utanaðkomandi að- stæðna. Þetta er kannski megin- skýring vanda fyrirtækja af þessari gerð.“ Halldór segir að reynslan sýni al- mennt að taka beri áhuga alþjóð- legra aðila á fjárfestingum með fyr- irvara, langur vegur sé frá því að viljayfirlýsing sé gerð þar til fjár- festing sé ákveðin. Halldór Jón Krist- jánsson, bankastjóri Landsbankans Vísar gagn- rýni stofn- anda Net- verks á bug LÖGREGLAN á Húsavík hefur þrjá unga menn grunaða um fíkniefna- lagabrot eftir að hún stöðvaði bifreið í fyrrinótt við reglubundið eftirlit. Í bifreiðinni fundust tæki og tól til fíkniefnaneyslu og leifar af kanna- bisefnum. Málið er í rannsókn hjá lögreglu. Nokkur erill var hjá lögreglunni vegna ölvunarútkalla í tengslum við skemmtanahald í fyrrinótt. Fíkniefnatól fundust í bíl HÁIR sem lágir gengu um Heið- mörkina í gærmorgun vopnaðir áttavitum og kortum í leit að fjár- sjóði og í ratleik. Þá var keppt í H2O-hlaupinu svokallaða, sem er 10 km hlaup eftir skógarstígum í Heið- mörk og 3,5 km skemmtiskokki á Útivistar- og fjölskylduhátíð Orkuveitu Reykjavíkur sem haldin var í fjórða sinn. Samstarfsaðilar Orkuveitunnar í ár voru Skógrækt- arfélag Reykjavíkur, Frjáls- íþróttadeild ÍR og Skátasamband Reykjavíkur. Stefán Halldórsson, formaður frjálsíþróttadeildar ÍR, segir að fjár- sjóðsleitin hafi verið hugsuð fyrir yngstu meðlimi fjölskyldunnar en ratleikurinn fyrir þá eldri. Í fjár- sjóðsleitinni áttu keppendur að ganga ákveðna leið eftir korti og leysa sex þrautir í ákveðinni röð. „Þetta eru aðallega spurningar um náttúruna, þetta er svona hálftíma gangur og þegar fólkið kemur til baka fær það verðlaun,“ segir Stef- án. Blaðamann fýsti að vita hvaða fjársjóður biði þeirra sem kæmu í mark með öll svör rétt og sagði Stef- án alla þátttakendur fá bol, vatns- brúsa, jójó og latópeninga. „Stærsti fjársjóðurinn er nú kannski að fólk hreyfi sig saman og upplifi Heið- mörkina,“ segir Stefán. Feðginin Ásgerður Elín Magnús- dóttir, fimm ára, og Magnús Freyr Ólafsson tóku þátt í fjársjóðsleitinni. Morgunblaðið hitti þau að máli á þriðja pósti keppninnar. Þar átti að finna stimpil sem hékk í tré við göngustíginn og stimpla aftan á blaðið. Magnús Freyr segir að þau feðginin hafi gaman af því að koma í Heiðmörkina. „Við búum til okkar eigin ratleik og erum líka í nátt- úruskoðun, að skoða tré og fugla. Ég er líffræðingur og reyni að koma þessu áfram til hennar,“ segir Magn- ús. Tré sem stinga og stinga ekki Ásgerður Elín segir að sér finnist skemmtilegast að labba, skoða trén og fuglana. Pabbi hennar segir að á síðasta pósti hafi þau feðgin lært hver munurinn er á barrtrjám og lauftrjám. „Hennar skilgreining er tré sem stingur og sem ekki stingur. Það er einfalt og þægilegt,“ segir hann. Magnús segir að sér finnist há- tíðin vera gott framtak. „Það var eiginlega ekki spurning að koma þó að það væri spáð rigningu, það er nú líka að rofa til svo þetta er bara fínt.“ Ratleikurinn er aftur á móti 1,5–2 tíma gangur, að sögn Stefáns. „Þá er fólk með kort og áttavita, á að finna punkta á kortinu og fá stimpla á kortið fyrir að hafa fundið staðinn. Það reynir bæði á að fólk hafi úthald að fara þessa leið og líka útsjón- arsemi. Ratleikurinn er aðeins þyngri en fjársjóðsleitin,“ segir hann. Gaman að hreyfa sig saman Mæðgurnar Áslaug Helgadóttir og Hildigunnar Anna Hall, tíu ára, tóku þátt í ratleiknum. „Ég hleyp hérna mjög reglulega og nota stígana til að hlaupa, það er alveg frábært,“ segir Áslaug. Þær búa í Laugarnesinu og segist Áslaug hlaupa langleiðina þaðan í Heiðmörkina. Þær hafi ákveðið að taka þátt í ratleiknum til að hreyfa sig saman. Hildigunnur Anna segist hafa farið nokkrum sinnum í Heiðmörkina með skólafélögunum. Ekkert þátttökugjald þurfti að greiða til að taka þátt í dagskránni. „Á þennan hátt vilja ÍR, Skógræktin, Orkuveitan og skátarnir hvetja fólk til að koma út í náttúruna og njóta útivistar. Fólk er að skoða náttúruna og reynir á þrek sitt og hæfileika. Heiðmörkin, þetta svæði í jaðri borgarinnar, hefur upp á svo mikla fjölbreytni að bjóða,“ segir Vignir Sigurðsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur. Ratleikur og fjársjóðsleit á Útivistar- og fjölskylduhátíð OR í Heiðmörk Ásgerður lærði að tré sem stinga heita barrtré og tré sem ekki stinga lauftré. Alls tók á þriðja hundrað þátt í Útivistar- og fjölskylduhátíðinni í gær. Voru aðstandendur ánægðir með þá þáttöku þar sem veðrið var frekar hryssingslegt. Hreyfingin stærsti fjár- sjóðurinn Morgunblaðið/Árni Sæberg Mæðgurnar Áslaug og Hildigunnur Anna voru bjartsýnar á að þeim tækist að finna leiðina með áttavita og korti, þar sem þær þekkja ágætlega til í Heiðmörkinni. LÖGREGLAN í Borgarnesi heldur áfram rannsókn á banaslysinu sem varð á tjaldstæðinu við Varmaland í Borgarfirði á föstudagskvöld. Fimm ára gömul stúlka lést er hún varð fyrir bifreið sem ekið var inn á tjald- stæðið. Nokkur fjöldi fólks, börn og full- orðnir, var á tjaldstæðinu þegar slysið varð og komu þrír prestar, sál- fræðingur og liðsmenn björgunar- sveita að Varmalandi til að veita þeim áfallahjálp sem á þurftu að halda í kjölfar slyssins. Banaslys áfram til rannsóknar ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.