Morgunblaðið - 14.07.2002, Page 26

Morgunblaðið - 14.07.2002, Page 26
LISTIR 26 SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Gasol® Heimsendingarþjónusta ÍSAGA nær til Stór-Reykjavíkursvæðisins. Heimsendingargjald er kr. 500,- Afgreiðslan Breiðhöfða 11 er opin virka daga frá kl. 8 til 17. 800 5555 Hluti af Linde Gas Group ÍSAGA ehf. • Breiðhöfða 11 Sími 577 3000 • Fax 577 3001 www.aga.is IS A -2 43 .1 – ÍD E A SEINNI síðdegistónleikar laugar- dagsins í Siglufjarðarkirkju hófust kl. 16 með framkomu Julie Murphy og tríói. Þrátt fyrir írska ættarnafnið mun söngkonan frá Wales og undir- strikaði það með upphafsatriðinu, undirleikslausu angurværu velsku þjóðlagi um svartþröst sem gæti eins hafa orðið Paul McCartney innblást- ur að „Blackbird“ 1968. Einn helzti ljóður á ráði Þjóð- lagahátíðar kom enn og aftur fram á þessum tónleikum þar sem vantaði prentaða tónleikaskrá, og væri ósk- andi upp á framtíðina að tími, fé og mannskapur fyndist til að bæta úr því. Jafnvel þótt það gerði kannski aðeins minna til í þessu tilviki þar sem munnlegar kynningar bárust (oftast) nokkuð skýrt um salarkynnin. Þó datt óhjákvæmilega út eitt og annað á leið til aftari bekkja, þ.á m. nöfn spil- enda, og ættu menn í því framhaldi að hafa hugfast að tónleikaskrá er ekki bara stundargagn hlustandans, held- ur líka áhugamönnum og fræðimönn- um til síðari upprifjunar og staðfest- ingar á liðnum atburðum. Julie Murphy er ung að árum en kvað þegar kunn meðal unnenda brezkra þjóðlaga og frumsamdra laga í „þjóðlagastíl“, sem þarlendir hafa iðkað jafnfætis á síðari áratugum ef ekki öldum. Má kannski segja um slíka samskörun að þar með haldist þjóðlagahefðin við lýði í lifandi geymd, jafnvel þótt ströngustu skil- greinendur myndu tæplega fallast á að frumsamin lög nútímans, fjölmiðl- uð af hljómplötum, útvarpi, sjónvarpi og Netinu, falli undir „þjóðlög“, sama hversu upphaflegur stíllinn kann að hljóma – og ekki frekar en t.a.m. popp, rokk og rapp augnabliksins. Á móti má spyrja hvort hið eina og sanna þjóðlag þurfi endilega að vera einskorðað við virðulegan aldur, munnlega geymd og frumstæðar samgöngur fyrri tíma. Eða hvort munnleg varðveizla mann fram af manni – með tilheyrandi sífelldum breytingum – tryggi meiri upphaf- leika en hitt. Hvað sem þeim vangaveltum líður, sem trúlega verður seint fullsvarað, þá var seiðandi rödd Julie unun á að hlýða og heimfærði um margt um- mæli brezkrar pressu á heimasíðu Þjóðlagahátíðar um „dásamlega tendraðaðan söngvara“ og „beztu þjóðlagarödd sem komið hefur fram að undanförnu á Bretlandseyjum“. Naut þess hvað bezt í upphafslaginu og í því síðasta sem einnig var án und- irleiks, kunnugt m.a. úr handraða Jo- an Baez þar sem fyrir kemur línan „I wish I was a little sparrow“. Einnig tók hún nk. óopinbert einkennislag hátíðarinnar, Uppi í háa hamrinum býr huldukona, a cappella og með hæglátum þokka þrátt fyrir örðug- leika íslenzka textans. Reyndar var fátt um eiginleg þjóð- lög af eldri toga, heldur voru frum- samin lög söngkonunnar í meirihluta á liðlega tólf laga langri dagskránni. Sumt var m.a.s. nánast aðeins hægt að kalla rokk, enda lék áhöfn undir- leikstríósins á kontrabassa, trommu- sett og gítar, ýmist með eða án raf- mögnunar. Gítarleikarinn, sem einnig söngraddaði með Julie, var líkt og fé- lagar hans af yngri kynslóð virtist ekki sérlega fjöltækur í stíl og hefði án efa getað lært sitthvað af landa sínum Chris Foster trúbadúr og nám- skeiðskennara, enda þótt honum tæk- ist bærilega upp á kassagítarinn. Trommuleikurinn var lágt stilltur við hæfi, en kontrabassistinn datt hins vegar iðulega í gryfju ofleiks og hefði mun oftar mátt fara að enska munn- happinu „minna er meira“. Hama- gangurinn batnaði né heldur við full- mikinn „búm“-enduróm kirkjunnar sem einnig hafði brenglað kontra- bassa Guitars Islancios á sama stað í fyrrasumar. Fyrir vikið kom einna bezt út ókynnt lag (næst á eftir Huldukonunni), þar sem bassinn var bogastrokinn, og var það jafnframt eitt fallegasta lagið á prógramminu. Allrahandahúsið Nýja bíó var sneisafullt áheyrendum þegar „Uppskeruhátíð“ Þjóðhátíðar skall á sama kvöld kl. 20 með afurðum frá undangengnum námskeiðum. Prúðbúin börn á þjóðbúningum sýndu fyrst rússneska, tékkneska og íslenzka þjóðdansa, en síðan lítið „ör- leikrit“ með gamalkunnum alþjóðleg- um ævintýrafígúrum við mikla kát- ínu. Einnig voru sungnar barnagælur úr fórum Ásu Ketilsdóttur og fleira af skjávörpuðum nótum og textum á tjaldi. Komst þar undirritaður óvart að því að „Farðu á fætur Finnur minn“ gengur dável í tvíradda ef ekki þríradda keðju. Meðal útsetninga frá þar til gerðu námskeiði Báru Gríms- dóttur og Finnanna Anttis Koiranen og Minnu Raskinen má nefna eld- fornt en forkunnarfagurt finnskt lag fyrir strokhörpu (jouhikantele), flutt á fiðlur, píanó, nikku og við raddaðan söng, sem afsannaði gömlu staðhæf- inguna um að tónverk verði aldrei samið af „nefnd“ – enda fullyrt væri að allt hefði verið unnið í hópefli. Og m.a.s. nótnalaust eftir minni! Sama gilti um næstbezt heppnuðu útsetn- inguna, Krummi svaf í klettagjá, sem útfært var með hægum inngangi og hröðum rytmískum seinni hluta eins og friss og lassú í ungverskum czar- das. Stigu þá á stokk Njáll Sigurðsson kvæðamaður og námskeiðsnemendur hans og kváðu rammþjóðlegar stemmur einum rómi. Síðan sýndi nemandi Francis Firebrands ástr- alskan látbragðsleik við undir„urr“ Buzbys Birchalls á diddsérídú, auk þess sem frumbygginn sagði frá sið- venjum landa sinna við hjónavígslu og skilnað. Buzby og sænski fagott- leikarinn Annette Arvidsson léku að því loknu saman lítið snarstefjað dúó sem e.t.v. var sprottið frá hugmynd útsends umsagnarmanns í samtali við Bretann uppi á kirkjulofti daginn áð- ur í því skyni að berja sérkennilegan bassalúður andfætlinga nánari aug- um og hringöndunartæknina sem með þarf. Eftir fallegan samsöng Báru Grímsdóttur og Chris Fosters við gít- arslátt hins síðarnefnda í lítt kunnu íslenzku þjóðlagi við Vögguljóð á hörpu eftir nóbelskáldið, söng og lék á kantele sú finnska Minna Raskinen eigið lag í fimmskiptum takti. Síðan léku landi hennar Annti Koiranen og fjölskylda finnska þjóðdansa við al- menna þátttöku viðstaddra úti á gólfi, áður en norsku kapparnir óþreytandi í Sturm und Drang tóku við og létu dansinn duna fram eftir nóttu. Lauk um leið síðasta tónleikadegi Þjóð- lagahátíðar við allsherjar glaum og gleði. Uppskorið sem til var sáð TÓNLIST Siglufjarðarkirkja Nýja bíó Tónlist frá Bretlandseyjum. Julie Murphy og hljómsveit. Laugardaginn 6. júlí kl. 16. Uppskeruhátíð þjóðhátíðar. Nemendur af námskeiðum. Laugardaginn 6. júlí kl. 20. ÞJÓÐLAGAHÁTÍÐ Á SIGLUFIRÐI Ríkarður Ö. Pálsson Söngkonan Julie Murphy. KRISTRÚN Kristófersdóttir held- ur um þessar mundir myndlistar- sýningu í sölum Hótel Héraðs á Egilsstöðum. Á sýningunni eru tuttugu og tvö verk, flest unnin á sl. þremur mánuðum með bland- aðri tækni, svo sem olíu, gleri, gifs og mósaík. Myndirnar á sýn- ingunni bera í sér áhrif frá Lag- arfljótinu, vættum þess og um- hverfi. Kristrún sagðist í samtali við Morgunblaðið hafa byrjað að fást við myndlist fyrir rúmlega tutt- ugu árum, en ekki hafa tekið hana verulega föstum tökum fyrr síðustu fimm árin. Hún hefur bú- ið á Egilsstöðum sl. 5 ár og segist þá loks hafa haft þann tíma og svigrúm sem þurfti til að mynd- listin fengi að flæða óhindrað. Hún mun hins vegar flytjast til höfuðstaðarins á haustdögum. Kristrún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga, en þetta er hennar fyrsta einkasýning. Í upphafi fékkst Kristrún eink- um við landslag, en hefur fært sig yfir í óhlutbundna myndlist og lágmyndastíl, sem ber nokk- urn keim af myndverkum fornra menningarheima. Hún segist nú ætla að kanna eðli og uppbygg- ingu skúlptúrsins. Kristrún rak snyrtistofuna Afroditu frá 1969 til 1973, var forstöðumaður þjónustudeildar Landakotsspítala í tæp 30 ár og síðustu þrjú árin hefur hún starf- rækt snyrtistofuna Kristó á Egils- stöðum. Sýningin á Hótel Héraði stend- ur til 6. ágúst nk. og er opin all- an sólarhringinn. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Verk Kristrúnar af sýningunni á Hótel Héraði. Ber keim af myndverkum fornra menningarheima Egilsstöðum. Morgunblaðið. Í KALDA stríðinu reiknaði Rúss- inn út að fínt væri að skella einni at- ómsprengju á Jersey City í New Jer- sey, hún myndi rífa upp með sér bæði New York og Washington, og þeir því slá tvær flugur í einu höggi. Og nú er Rússinn endurkominn í túlkun Svíans Peter Stormare sem er orðinn sérfræðingur á því sviði. Og þessi Rússi vill sprengjuna og vill sprengja Jersey City og það er hlut- verk hetjanna okkar í bandarísku leyniþjónustunni að bjarga banda- rískum borgurum frá þeim voða. Anthony Hopkins er einn aðalgaur- inn, Oaks, sem lendir í því að missa sinn besta mann. En svo skemmtilega vill til að sá maður átti eineggja tví- burabróður, Jake – sem Chris Rock leikur – en þeir voru aðskildir í æsku. Nú er mál að fá tvíburabróðurinn til starfa við leyniþjónustuna til að leika á Rússann vonda. Það lítur þó ekki vel út, því Jake er ófágaðri en andskot- inn, svartamarkaðsbraskari með bux- urnar á hælunum. En hann er óvit- laus, þótt ógáfulegur sé. Og þá hefst ævintýrið. Joel Schumacher er sérdeilis óper- sónulegur kvikmyndaleikstjóri. Hon- um tekst stundum ágætlega upp, en hann á líka hrikalegar myndir inn á milli. Ég bjóst ekki við miklu þegar ég fór að sjá þessa mynd, og ekki síst þar sem ég áleit að Hopkins væri alvar- lega að gyrða niður um sig með þátt- töku sinni í henni. En svo skemmti ég mér bara ágæt- lega – svona framan af. Myndin er alls ekki frumleg, en margt ágætlega gert. Upphafsatriðið er nokkuð til- komumikið, tökumaður nýtir feg- urðina í Prag til fullnustu, leikararnir eru fínir og allt í góðum gír. Mér fannst tilhugsunin um að bandaríski grínarinn Rock og hóg- væri þungavigtarbretinn Hopkins væru félagar ekki skemmtileg. En svei mér það vandist – varð jafnvel smáheillandi því ólíkari menn er ekki hægt að ímynda sér og Hopkins skemmtilega vandræðalegur á stund- um. Einhvern veginn fór það þó sjaldan vel saman við alvarleika myndarinnar þegar Rock var að gegna sínu hlut- verki í myndinni og reytti af sér brandarana. Einstaka brandari hefði verið í lagi, en yfirleitt varð þetta bæði frekar ósmekklegt og ólíklegt að óreyndur leyniþjónustumaður færi að grínast þegar líf hans héngi á blá- þræði. Svo var myndin allt of löng. Að minnsta kosti hálftíma of löng. Á ein- um hápunktinum setti ég mig í stell- ingar fyrir niðurlag en þá hélt hún bara áfram – endalaust. Þar fór það. Ópersónuleg kvikmyndagerð KVIKMYNDIR Sambíóin og Háskólabíó Leikstjórn: Joel Schumacher. Handrit: Gary Goodman og David Himmelstein. Kvikmyndataka: Dariusz Wolski. Aðal- hlutverk: Anthony Hopkins, Chris Rock, Matthew Marsh, Kerry Washington og Peter Stormare. 116 mín. Bandaríkin/ Tékkland. Buena Vista 2002. BAD COMPANY / SLÆMUR FÉLAGS- SKAPUR Hildur Loftsdóttir MYNDLISTARMENNIRNIR Að- alheiður Valgeirsdóttir, Hafdís Ólafsdóttir og Magdalena Margrét Kjartansdóttir sýna verk sín á sam- sýningu norrænna listamanna sem opnuð var í Kulturspinderiet, listasal Silkiborgar á Jótlandi í Danmörku 6. júlí síðastliðinn. Þar sýna þær mál- verk, ljósmyndir og pappírsverk. Sýningin sem ber yfirskriftina „Or- bis Pictus“ er á vegum samtaka nor- rænna listamanna NON ART sem stofnuð voru í Helsinki árið 1974 af hópi finnskra listamanna og hefur síðan þá staðið fyrir fjölda sýninga og uppákoma með þátttöku nor- rænna listamanna. Árið 1999 sýndu nokkrir úr hópi NON ART í Hafn- arborg, listastofnun Hafnarfjarðar. Sýnendur nú í Listasal Silkiborgar eru fjórtán listamenn sem koma frá Danmörku, Finnlandi, Íslandi og Svíþjóð, en sýningin stendur til 21 júlí. Íslensk list í Silkiborg

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.