Morgunblaðið - 14.07.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.07.2002, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Yfirburðastaða enskunnar ÞAÐ eru ekki ný sannindi að áhrifa engilsaxnesku gætir víða og sumir telja af auknum þunga. Í sumum löndum er brugðist við þessari þróun með þróttmikilli þýðingastarfsemi og nýyrða- smíði og í Svíþjóð eru komnar fram tillögur um að sett verði í lög að sænska verði opinbert tungumál þjóðarinnar. Þessi þróun virðist hafa í för með sér menningarlega eins- leitni eins og sést þegar skoðað er það sjónvarpsefni sem varp- að er út hjá Ríkissjónvarpinu íslenska. Í skýrslu Hagstofunnar frá 1999 er að finna nýjustu tölur um uppruna sjónvarpsefnis. Að meðaltali var erlent efni í dagskrá Ríkissjónvarpsins 71,4% af öllu sjónvarpsefni árin 1996–1999. Af erlenda efninu voru rúm 46% að meðaltali frá enskumælandi löndum, meiripart- urinn frá Bandaríkjunum. Hlutur norræns efnis var 4,2% en var á 8. áratugnum allt að 16%. Efni frá Þýskalandi var 2,1% og hafði minnkað mjög frá því sem var um miðjan 9. áratuginn. Efni frá Frakklandi var 1,4% en franska er töluð af 70 milljónum manna og er opinbert tungumál í 25 löndum. Mörgum þykir líklega fokið í flest skjól þegar fregnir berast af því að franska eigi undir högg að sækja í Frakklandi, tungumálið sem franskir hafa í gegnum tíðina nefnt lingua franca, sam- skiptamál milli þjóða eða fólks sem talar ólík tungumál. Nýlega bárust fregnir af því að enskan sæki nú fram af ógnarþunga og að svo virðist sem Frakkar séu að gefast upp við að standa vörð um sína eigin tungu. Franska vísindaakademían tilkynnti nýlega að framvegis verði enskunni gert hærra undir höfði í riti hennar, Comptes Rendus, en frönskunni og tilgangurinn er sagður sá að ná þannig til fleiri lesenda. Sams konar rök virðast eiga upp á pallborðið hjá franska dagblaðinu Le Monde og olli það talsverðu uppnámi þegar blaðið hóf fyrir skömmu að gefa út vikulega blaðauka með fréttum upp úr The New York Times á ensku. ÁHYGGJUR Svía beinasteinkum að ásælni ensk-unnar. Á sumum sviðumháskólanáms hefur ensk- an bolað sænskunni næstum alveg í burt og Svíar telja nauðsynlegt að kveða á um það með lögum að í öll- um greinum skuli kennt á sænsku auk enskunnar ef um það er að ræða. Íslendingar hafa vissulega einnig áhyggjur af stöðu móðurmálsins gagnvart öðrum tungumálum. Hér hefur umræðan meðal annars snú- ist um það að gera kröfur um ís- lenskukunnáttu þeirra sem setjast að hér á landi. Meirihluti allsherj- arnefndar Alþingis hefur t.a.m. lagt fram frumvarp til laga um breyt- ingar á lögum um íslenskan ríkis- borgararétt sem felur í sér að þeir útlendingar, sem veittur er ríkis- borgararéttur, skuli hafa nægilega þekkingu á íslensku máli til að halda uppi almennum samræðum á íslensku. Það er þó einkum hagur þeirra sem sækja um ríkisborgara- rétt sem hafður er að leiðarljósi ef marka má greinargerð með frum- varpinu. Þar segir m.a.: „Allsherj- arnefnd hefur haft frumvarpið til umfjöllunar og telur hún að slík kunnátta hljóti að vera forsenda þess að útlendingar geti tekið virk- an þátt í íslensku samfélagi.“ Lagt er til að lögin öðlist gildi 1. janúar 2003. Svíar hafa reyndar gengið lengra en margar aðrar þjóðir til að verja rétt minnihlutahópa í sínu landi til að iðka sitt móðurmál. Þeir eru að- ilar að og hafa fullgilt Evrópusátt- málann um svæðisbundin tungumál og tungumál minnihlutahópa. Ís- lendingar hafa skrifað undir samn- inginn en ekki fullgilt hann. Í Sví- þjóð eru fimm viðurkennd tungumál minnihlutahópa, þ.e. finnska, tornedals- finnska, samíska, sí- gaunamálið romaní og jiddíska. Sterk staða sænskunnar hefur allt- af þótt svo sjálfsögð að ekki hefur þótt þörf á sérstökum lögum um hana. Þess vegna má að vissu marki segja að staða tungumála minnihlutahópa í Sví- þjóð hafi verið sterk- ari en sænskan. Þessu vill sænska þingnefnd- in breyta og leggur til að sett verði lög til verndunar sænskri tungu. Í tillögum nefndarinnar seg- ir m.a.: Sænskan verði aðaltungu- málið í Svíþjóð og opinbert tungu- mál. Að þeir sem framkvæma verkefni innan stjórnsýslunnar skuli nota skýra og skiljanlega sænsku. Nefndin telur að lögin geti tekið gildi 1. júlí 2003. Stöðu sænskunnar er ógnað Åke Gustavsson, þingmaður og varaformaður menningarmála- nefndar sænska þingsins, er jafn- framt formaður þeirrar nefndar sænska þingsins sem fjallað hefur um stöðu tungunnar og vaxandi ásælni enskunnar. Hann segir í skriflegu svari til Morgunblaðsins að í tillögum nefndarinnar felist að staða sænskunnar verði tryggð sem aðaltungumál þjóðar- innar. „Bakgrunnur tillögunnar er sá að stöðu sænskunnar sem heildrænu og sam- félagslegu tungumáli er ógnað. Sérstaklega hefur staða enskunnar styrkst. Við leggjum einnig áherslu á að sænskan sé sameigin- legt tungumál í því fjölþjóðlega samfélagi sem Svíþjóð er orðin.“ Gustavsson segir að staða sænskunnar sé engu að síður sterk. Engu að síður hefur notkun ensku aukist verulega, eink- um í háskólanámi og háskóla- kennslu og rannsóknum en jafnvel einnig í atvinnulífinu grafi enskan undan sænskunni. „Við höfum mörg lánsorð úr ensku en áhrifin eru þó ekki það mikil að hægt sé að segja að tilverugrundvelli sænskrar tungu sé ógnað. Í tillögum okkar til ríkisstjórnarinnar er að finna ýms- ar aðrar ráðstafanir sem bæði eiga að styrkja stöðu sænskunnar og tryggja að hið opinbera tungumál verði rétt notað og skilvirkt.“ Aðspurður hvort rétt væri að álykta sem svo að tungumál minni- hlutahópa í Svíþjóð væru, sem sakir stæðu, betur varin en sjálf sænskan, segir Gustavsson: „Tungumál minni- hlutahópa njóta verndar, m.a. með lögum. Við hyggjumst enn fremur leggja fram tillögur sem enn frekar styrkja stöðu tungumála minnihluta- hópa í Svíþjóð. Engin ákvæði eru hins vegar í lögum um að sænskan sé opinbert tungumál Svíþjóðar. Segja má að sænskan njóti óbeinnar verndar, m.a. þegar litið er til þess að lögin eru skrifuð á sænsku. Einn- ig er að finna í lögum dæmi um ýmis fyrirmæli um notkun sænskunnar í vissu samhengi. Auk þess er sænsk- an eitt af opinberum tungumálum Evrópusambandsins.“ Fjöldi innflytjenda er í Svíþjóð og Gustavsson var spurður hvernig Svíar tækju á þeim hindrunum sem risu vegna ólíkra tungumála. „Til- lögur okkar gera ráð fyrir að allir eigi rétt til tungumáls; móðurmáls- ins, sænsku og erlendra tungumála. Hvað innflytjendur varðar og tæki- færi þeirra til að tileinka sér sænsku þá höfum við lagt fram til- lögur sem snúa jafnt að kennslu í sænsku og einnig að innflytjendum verði veitt tækifæri til að þróa sitt eigið móðurmál. Við leggjum áherslu á að fjöltyngi er kostur, bæði fyrir einstaklinginn og sam- félagið.“ Eins og fyrr segir hafa Svíar skrifað undir og fullgilt Evrópu- sáttmálann um svæðisbundin tungumál og tungumál minnihluta- hópa. Sænska verði opinbert tungumál í Svíþjóð Athygli vakti þegar fréttir birtust um það þegar sænsk þingnefnd lagði fram álit um að efla yrði sænskuna eftir fremsta megni, meðal annars með setningu sérstakra laga þar að lútandi. Guðjón Guðmundsson kynnti sér málið út frá fleiri hliðum og ræddi við sérfræðinga á þessu sviði. Åke Gustavson gugu@mbl.is Teikning/Andrés
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.